Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
Fijálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hátíðin gengur í garð
Meiri annir eru í desember en flestum öðrum mánuð-
um ársins. Undirbúningur jólanna er langur og mörgu
þarf að koma í verk áður en hátíðin mikla gengur í garð.
Jólin bregða birtu á svartasta skammdegið, jafnt í eigin-
legri sem óeiginlegri merkingu.
Fólk vill gleðja aðra á jólum og gerir það með gjöfum
og heimsóknum. Það er góður siður sem vert er að
halda. Rétt er þó að staldra við og hugleiða hvert stefn-
ir. Mörgum ofbýður streitan og álagið fyrir jólin. Ekki er
fjarri lagi að líkja megi vinnuálagi á verslunarfólk við
þrælahald í desember. Verslanir eru nánast opnar alla
daga og yfirleitt langt fram á kvöld.
Ákveðinn andi fylgir jólaverslun að sjálfsögðu, nokk-
uð sem margir í þessari atvinnugrein vilja alls ekki vera
án. Að vissu marki er gaman að taka þátt í jólaatinu og
spennunni. Góð jólasala fleytir mörgum fyrirtækjum
yfir erfiða hjalla og hin mikla vinna starfsmanna skilar
sér í launaumslagið. Öllu má þó ofgera. Væntanlega
skila jólainnkaupin sér þótt frí sé tekið, til dæmis á
sunnudögum. Erfitt er þó að setja reglur um þetta í
harðri samkeppni um viðskiptavinina.
Jólahaldið reynist mörgum dýrt. Kröfurnar eru mikl-
ar og oft erfitt að standast þær. Því vill það gjaman fara
svo að menn neyðast til að jafna eyðslu sinni fyrir jól á
marga mánuði. Hver og einn ætti að'Jiugleiða hvort öll
þau ósköp séu þess virði.
Menn njóta langra jóla að þessu sinni þar sem helgi
kemur í kjölfar jólanna. Því gefst meira næði en ella.
Vonandi nægir sá tími til hvíldar og uppbyggingar. Fjöl-
skyldur gleðjast saman og ættingjar og vinir hittast. í
velferðarkapphlaupinu gefst sorglega lítill tími til slíkra
samverustunda. Meðal annars þess vegna eru jólin mik-
ilvæg. Eftir allan hamaganginn gefur fólk sér tíma og
sinnir því sem mikilvægast er, fjölskyldu, ættingjum og
vinum.
Um jól fagna menn fæðingu frelsarans. Kirkjusókn er
meiri á jólum en öðrum tímum ársins. Kyrrð og helgi
jólanna færist yfir í kirkjunni og því er gott að leita
þangað. Þetta fmna þeir á jólum sem endranær sækja
kirkju ekki að staðaldri.
Þótt árgáeska ríki um þessar mundir hér á landi má
ekki gleyma því að ekki eiga allir aðild að velsældinni.
Það er þröngt í búi hjá mörgum ,og aðstæður annarra
með þeim hætti að erfitt er að halda heilög jól.
Hjálpar- og líknarstofnanir sinna mikilvægu starfi til
stuðnings þessu fólki. Matargjafir fá þeir sem ekki eiga
önnur úrræði. Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauði kross-
inn, Vemd, Hjálpræðisherinn og fLeiri stofnanir eða fé-
lagasamtök vinna fórnfúst starf. Fjölmargir einstakling-
ar og fyrirtæki leggja sitt af mörkum til aðstoðar. Merki-
leg nýjung er aðstoð Götusmiðjunnar við þá unglinga
sem hvergi eiga höfði sínu að að halla um jólin.
Velferðarsamfélag sem okkar á að geta sinnt þeim sem
á hjálp þurfa að halda. Þar á enginn að verða út undan.
Því ber okkur að hugsa til þeirra sem orðið hafa undir
og sýna hug okkar í verki.
Við erum einnig aflögufær sem þjóð og einstaklingar
til þeirra sem minna mega sín meðal annarra þjóða.
Gæðunum er misskipt. Sumar þjóðir eru stríðshrjáðar
og þegnar annarra búa við skort og jafnvel hungur-
dauða.
Friður á jólum er fróm ósk. Megi sem flestir njóta
helgi jólanna og samverustunda með sínum nánustu.
DV óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Jónas Haraldsson
Hinir fullorönu þurfa aö staldra viö og segja börnunum söguna um Jesú Krist. Ekki má gleyma henni í öllu „jóla-
sveinafarganinu".
Hvenær byrja
jólin og enda?
Það var verið að
ræða um það
hvenær jólin byrj-
uðu, hvenær jóla-
helgin gengi í garð.
Maður, sem á ættir
að rekja til Litháen,
sagði þá frá því að
þar í landi gengi há-
tíðin í garð þegar
yngsta barnið á
heimilinu kæmi
auga á fyrstu stjörn-
una á kvöldhimnin-
um á aðfangadag.
Umfram allt
barnanna vegna
Þessi siðvenja
minnir okkur á að
jólahald og hátíðir
okkar yfirleitt eru
umfram allt barn-
anna vegna. Þannig
var það líka í Israel
til forna. Á páskahá-
tíðinni átti barnið í
húsinu að spyrja:
„Hvers vegna er
þessi nótt ólík öllum
öðrum?“ Og heimil-
isfaðirinn átti að
svara með því að
segja söguna. - Sög-
Kjallarinn
Séra Karl
Sigurbjörnsson
veröandi biskup fslands
að mikið skortir á að
talað sé við börn á is-
lenskum heimilum.
Jólahaldið er umfram
allt til þess að bömin
heyri söguna. Það er
ábyrgðarhluti ef jóla-
sveinafarganið og
kaupæðið og æmstan
verða eina innihaldið
sem jólin hafa í hugar-
heimi hinna ungu.
Jólahaldiö og
sagan
Jólahaldinu er ætlað
að tjá söguna svo
bömin læri um Guð
og heim. Um ljósið
sem skín í myrkrinu.
Um vonina, um kær-
„Jólahaldiö er umfram allt til
þess að börnin heyri söguna. Það
er ábyrgðarhluti ef jóla-
sveinafarganið og kaupæðið og
ærustan verða eina innihaldið
semjólin hafa í hugarheimi hinna
una um Guð og þjóðina, um þræl-
dóminn og frelsunina.
Þetta er umhugsunarvert fyrir
okkur nú þegar æ oftar berast til
okkar alvarlegar vísbendingar frá
þeim sem hafa með uppeldi og
kennslu bama að gera, þess efnis,
leikann, um máttinn sem sigrar í
veikleika manns. Um lífið sem
sigrar dauðann. Börnin þurfa að
fá að heyra og læra söguna sem
gefur öllu öðru mynstur og merk-
ingu, söguna um Jesú Krist. Hann
er ekki persóna í gömlu ævintýri,
heldur lifandi návist í lífi okkar,
heiminum okkar, á heimilum okk-
ar, hvar sem huga og máli er snú-
ið til hans í bæn og hlýðni trúar,
vonar og kærleika.
Trúariðkun, trúarlíf
Án þeirrar sögu missa jólin
marks, trúin verður innantómt
tyllidagapunt og von manns í
myrkum heimi, tálsýn ein og
hrævarlog. Og við sem eldri eram
og ekki lengur böm hrífumst með
andspænis töfraskini jólanna. Við
eignumst ekki trú nema við lifúm
okkur inn í söguna helgu, segjum
frá, biðjum, syngjum, setjum okk-
ur fyrir sjónir. Trúariðkun kallast
það, trúarlíf.
Guð gefi að okkur auðnist um
þessa jólahátíð að minnast þess
hvers vegna við höldum jól. Og
ekki aðeins að minnast þess,
heldur iðka það og rækta. Til
þess að við getum boðið frelsar-
ann velkominn inn líf okkar og
heim. Til þess að við getum lagt
okkar af mörkum til að byggja
heim þar sem andi hans ræður.
Þetta sem við skynjum og sjáum
í gleði og birtu og fegurð jóla:
andi friðar, gjafmildi, gestrisni,
umhyggju og kærleika.
Að þegar jólaljósin slokkna,
jólatrénu verður hent út og
skrautið sett ofan í kassa bak jól-
um, þá lifi andi jólanna með okk-
ur. Andi Jesú Krists lifi og blessi,
lýsi, lækni. - Guð gefi þér gleði,
frið og blessun heilagra jóla.
Séra Karl Sigurbjörnsson
Skoðanir annarra
Vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur
„Kjarni málsins er eftir sem áður sá, að óvissunni
í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur - og í heilbrigðis-
kerfinu á heildina litiö - verður að eyða. Fjárveit-
ingavaldið, heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkur-
borg, sem á og rekur þennan spítala, þurfa að taka á
honum stóra sínum og binda enda á þessa óviðun-
andi óvissu. Það er skylda þeirra við starfsfólk
sjúkrahússins og þær tugþúsundir, sem þurfa á þjón-
ustu þess að halda.“
Úr leiðara Mbl. 20. des.
Framtíðin í vegamálum
„Reynsla okkar af þeim gífurlegu framförum sem
orðið hafa í vegmálum á aldarfjórðungi sýnir því, að
búast má við sams konar ávinningi af því átaki, sem
nú er stefnt að á næsta tæpum einum og hálfum ára-
tug. Þetta er því merkileg stefnumörkun, sem
ástæða er til að fagna.
Þá er ekki síður mikilvægt að hefjast handa um
undirbúning að tvöfoldun Reykjanesbrautar á milli
Hafnarfjarðar og Keflavikur. Það er hins vegar áleit-
in spuming, hvort ekki sé nauðsynlegt að hraða
þeirri framkvæmd meira en stefnt er að skv. þeirri
vegaáætlun, sem nú hefur verið lögð fram. Umferð
um Reykjanesbrautina er mikil og slysahætta ekki
síður. Það er nauðsynlegt að Alþingi athugi sérstak-
lega hvort ekki sé mögulegt að fara mun fyrr út í
þær framkvæmdir."
Úr leiðara Mbl. 21. des.
Trúnaður lækna
„Kjami málsins er þessi: Ég verð að geta treyst
því að upplýsingar sem læknir fær um mig í starfi
sínu séu ekki síðar gerðar að söluvöra. Ég verð
einnig að geta treyst því að ef læknirinn minn geng-
ur um stræti og torg til að selja trúnaðarapplýsing-
ar um mig úr sjúkraskrám þá geri stjómvöld eitt-
hvað til að stöðva dreifínguna.
Til að vemda þessa mikilvægu hagsmuni mína og
allra landsmanna hafa verið sett lög. Þeir, sem treyst
er til að fara með trúnaðarupplýsingar um okkur,
mega aldrei bregðast því trausti. Þaðan af síður meg-
um við láta það viðgangast að í nafni tjáningarfrels-
is sé slíkur trúnaður rofinn gagnvart þeim sem ekki
getur borið hönd fyrir höfuð sér.“
Ástráður Haraldsson í Mbl. 20. des.