Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Kvikmyndir Hagstœð kjör Unniö viö gerö Stikkfrí. Ari er lengst tii hægri á myndinni. Ari Kristinsson, leikstjóri Stikkfrí: í bíódreifingu alls staðar á Norðurlöndum „Þetta er búinn að vera mjög spennandi tími og skemmtilegast hvað yngri leikararnir standa sig geysivel. Við höfum verið að koma Stikkfrí á framfæri erlendis og það hefur gengið mjög vel. Myndin er komin í bíódreifingu alls staðar á Norðurlöndum, i Þýskalandi, Bret- landi, Austurríki, Sviss og Ítalíu. Viðtökur hafa verið mjög góðar miðað við að þegar þetta fór fram var myndin ekki að fullu kláruð," segir Ari Kristinsson kvikmynda- gerðarmaður en hann er leikstjóri og handritshöfundur að myndinni Stikkfrí. Bergþóra Aradóttir, 11 ára dóttir Ara, og Freydís Kristófers- dóttir, 12 ára, leika aðalhlutverkin ásamt Bryndísi Sæunni Sigríði Gunnlaugsdóttur sem er aðeins 2ja ára. Hún er trúlega yngsti aðalleik- ari í íslenskri bíómynd frá upphafi. „Myndin fjallar um tvær vinkon- ur. Önnur á fjóra pabba en hin eng- an. Sú sem á engan hefur verið sagt að pabbi hennar búi í París. Einn góðan veðurdag fréttir hún hins vegar að pabbi hennar býr í Breið- holtinu með annarri konu. Þær vin- konur fara að heimsækja hann og ræna óvart hálfsystur hennar," seg- ir Ari -RR íslenska jólamynd- in i ár er hin gaman- sama íjölskyldumynd Stikkfrí, sem leik- stýrt er af Ara Krist- inssyni. Stikkfrí seg- ir frá leit ungrar stúlku að föður sín- um. Hún ratar í margvísleg ævintýri á leiðinni og inn í söguþráðinn fléttast pabbar, mömmur, hálfsystur, háifbræð- ur, hálfpabbar, háif- mömmur, næstum því frænkur, gamlir pabbar og nýjar mömmur. Með aðalhlutverk fara Bergþóra Ara- dóttir, eflefu ára gömul, Ereydis Krist- ófersdóttir, tólf ára gömul, og Bryndis Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir, tveggja ára gömul. Meðal annarra leik- ara má nefna Hall- dóru Björnsdóttur, Ingvar Sigurðsson, Maríu Ellingsen, Halldóru Geirharðs- dóttur, Þröst Leó Gunnarsson, Egil Ólafsson, Kristbjörgu Kjeld, Eddu Heiðrúnu Backman og Örn Ámason. Bergþóra hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið verðskuld- aða athygli fyrir leik sinn í kvik- myndum á borð við Tár úr steini. Stikkfrí Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur af annarri auglýsingunni. aW mlll/ himif,' Smáauglýsingar $50 5000 Freydís Kristófersdóttir og Bergljót Aradóttir leika aðalhlut- verkin, tvær stelpur sem rata í margvísleg ævintýri. Freydís og Sæunn eru aftur á móti að heyja frumraun sína í kvikmynd- um. Ari Kristinsson er þekktastur sem kvikmyndatökumaður, hefur verið fastur liðsmaður Friðriks Þórs Friðrikssonar við gerð mynda hans. Ari leikstýrði fyrir nokkrum árum Ævintýrum Pappírs-Pésa og auk kvikmyndatökunnar hefur hann starfað sem framleiðandi kvikmynda. Tónlistin í myndinni er eftir Val- geir Guðjónsson og er eitt lagið þeg- ar farið að hljóma á öldum Ijós- vakans. Lagið er sungið af Erni Árnasyni og Elísu Maríu Geirsdótt- ur úr Kolrössu krókríðandi. -HK Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV dttrii«íW Smóauglýsingar 5505000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.