Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Qupperneq 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
Kvikmyndir
Hagstœð kjör
Unniö viö gerö Stikkfrí. Ari er lengst tii hægri á myndinni.
Ari Kristinsson, leikstjóri Stikkfrí:
í bíódreifingu alls
staðar á Norðurlöndum
„Þetta er búinn að vera mjög
spennandi tími og skemmtilegast
hvað yngri leikararnir standa sig
geysivel. Við höfum verið að koma
Stikkfrí á framfæri erlendis og það
hefur gengið mjög vel. Myndin er
komin í bíódreifingu alls staðar á
Norðurlöndum, i Þýskalandi, Bret-
landi, Austurríki, Sviss og Ítalíu.
Viðtökur hafa verið mjög góðar
miðað við að þegar þetta fór fram
var myndin ekki að fullu kláruð,"
segir Ari Kristinsson kvikmynda-
gerðarmaður en hann er leikstjóri
og handritshöfundur að myndinni
Stikkfrí. Bergþóra Aradóttir, 11 ára
dóttir Ara, og Freydís Kristófers-
dóttir, 12 ára, leika aðalhlutverkin
ásamt Bryndísi Sæunni Sigríði
Gunnlaugsdóttur sem er aðeins 2ja
ára. Hún er trúlega yngsti aðalleik-
ari í íslenskri bíómynd frá upphafi.
„Myndin fjallar um tvær vinkon-
ur. Önnur á fjóra pabba en hin eng-
an. Sú sem á engan hefur verið sagt
að pabbi hennar búi í París. Einn
góðan veðurdag fréttir hún hins
vegar að pabbi hennar býr í Breið-
holtinu með annarri konu. Þær vin-
konur fara að heimsækja hann og
ræna óvart hálfsystur hennar," seg-
ir Ari -RR
íslenska jólamynd-
in i ár er hin gaman-
sama íjölskyldumynd
Stikkfrí, sem leik-
stýrt er af Ara Krist-
inssyni. Stikkfrí seg-
ir frá leit ungrar
stúlku að föður sín-
um. Hún ratar í
margvísleg ævintýri
á leiðinni og inn í
söguþráðinn fléttast
pabbar, mömmur,
hálfsystur, háifbræð-
ur, hálfpabbar, háif-
mömmur, næstum
því frænkur, gamlir
pabbar og nýjar
mömmur.
Með aðalhlutverk
fara Bergþóra Ara-
dóttir, eflefu ára
gömul, Ereydis Krist-
ófersdóttir, tólf ára
gömul, og Bryndis
Sæunn Sigríður
Gunnlaugsdóttir,
tveggja ára gömul.
Meðal annarra leik-
ara má nefna Hall-
dóru Björnsdóttur,
Ingvar Sigurðsson,
Maríu Ellingsen,
Halldóru Geirharðs-
dóttur, Þröst Leó
Gunnarsson, Egil
Ólafsson, Kristbjörgu
Kjeld, Eddu
Heiðrúnu Backman
og Örn Ámason.
Bergþóra hefur þrátt
fyrir ungan aldur vakið verðskuld-
aða athygli fyrir leik sinn í kvik-
myndum á borð við Tár úr steini.
Stikkfrí
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
aW mlll/ himif,'
Smáauglýsingar
$50 5000
Freydís Kristófersdóttir og Bergljót Aradóttir leika aðalhlut-
verkin, tvær stelpur sem rata í margvísleg ævintýri.
Freydís og Sæunn eru aftur á móti
að heyja frumraun sína í kvikmynd-
um.
Ari Kristinsson er þekktastur
sem kvikmyndatökumaður, hefur
verið fastur liðsmaður Friðriks
Þórs Friðrikssonar við gerð mynda
hans. Ari leikstýrði fyrir nokkrum
árum Ævintýrum Pappírs-Pésa og
auk kvikmyndatökunnar hefur
hann starfað sem framleiðandi
kvikmynda.
Tónlistin í myndinni er eftir Val-
geir Guðjónsson og er eitt lagið þeg-
ar farið að hljóma á öldum Ijós-
vakans. Lagið er sungið af Erni
Árnasyni og Elísu Maríu Geirsdótt-
ur úr Kolrössu krókríðandi. -HK
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
dttrii«íW
Smóauglýsingar
5505000