Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1998, Síða 4
18 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 DV um helgina -f- Borgarleikhúsið: Feður og symr -myndir i Galleri niilli kl. 10 og 18, laug ar- daga miili kl. 10 og 17 sunnudaga milli kl. 14 og 17 Jonas Vioar Sveinsson nefnir sýn- ingu sína í- myndir. Á morgun kl. 15 opnar myndlistarmaöur- inn Jónas Viðar Sveinsson sýningu á olíu- málverkum í baksal Gallerí Foldar við Rauðarárstíg. Sýningin ber heitið í-myndir. Jónas Viðar er fæddur árið 1962. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann á Ak- ureyri 1983-1987 og Accademia di Belle Arti di Carrara á Ítalíu 1990-1994. Sýningin nú er ellefta einkasýning Jónas- ar Viðars. Auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og erlend- is. Jónas Viðar hefur hlotið nokkrar viður- kenningar fyrir verk sin. Hann er búsettur og starfandi á Akureyri. Sýning hans stendur til 25. janúar. Gallerí Fold er opið dag- lega í kvöld verður frumsýnt á stóra sviði Borgar- leikhússins leikritið Feður og synir eftir Rússann ívan Túrgenjev. Leikurinn gerist í Rússlandi um miðja nitj- ándu öld. Hin ungi Arkadí kemur með skólafé- laga sinn, hinn bráðgáfaða Basarov, heim á sveitaróðal föður síns. Basarov gerir árangurslausar tilraunir til að vekja þessa rótgrónu og efnuðu fjölskyldu af óhagganlegu andvaraleysi. En hann er kvalinn og togstreita mikilla tilfinninga veldur því að hann grípur til örþrifaráða með skelfilega þungbærum afleiðing- m. ívan Sergejevíts Túrgenjev fæddist 28. október árið 1818 og var eitt dáðasta leikritaskáld Rússa. Hann var fyrirmynd stórskáldanna Tsjekhovs, Gorkis og Dostojevskís. Með verkum sínum lagði Túrgenjev drjúgan skerf til evrópsku skáldsögunnar og byggði þannig brú milli austurs og vesturs. Mörg verka hans fjalla um fólk í leit að haldbærum málstað eða tryggri ást á tímum upplausnar. Leikendur í sýningunni eru: Björn Ingi Hilm- arsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ás- mundsdóttir, Halldóra Geir- harðsdóttir, Kristján Feöur og synir fjallar m.a. um togstreitu sterkra tilfinninga. I Feörum og sonum fá áhorfendur innsýn í samfé- lag hinnar rússnesku yfirstéttar á nítjándu öld. Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Elías- dóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Þýðandi verks- ins er Ingibjörg Haraldsdóttir, leikmynda- og búningahönn- uður er Stanislav Bene- diktov og leikgerð og leikstjórn annast Alexsei Borodin. -glm Steinunn í Gerðarsafni Myndlistarkonan Steinunn Helgadóttir opnar á morgun sýn- ingu á verkum sínum í Gerðarsafni i Kópavogi Hér er um að ræða inn- setningu þar sem Steinunn tekur fyrir samband orða og mynda - tengslin milli sjónrænnar upplifun- ar og tungumálsins. Steinunn nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands og stundaði framhaldsnám í Svíþjóð. Hún hefur haldið ijölda einkasýninga hérlend- is og í Svíþjóð og tekið þátt í sam- sýningum. Verkin á þessari sýningu era af tvennum toga. Annars vegar sýnir Steinunn verk sem vísa beint til tengsla milli oröa og upplifunar á islenskri náttúru. Hins vegar er um að ræða verk sem vísa í lista- söguna og tengjast tilfinninguin frekar en náttúruupplifun. Á þeim verkum sést Maria guðsmóöir syrgja við atburöi sem hvergi er lýst i Biblíunni. Engu að síður þyk- ir þetta viðfangsefni svo áhrifamik- ið að margir listamenn hafa spreytt sig á því í gegniun aldimar. Meðal annars vann Michelang- elo fræga mynd í jiessum anda. Auk hans eru tU svipaðar myndir m.a. eftir Van Dick, Andrea del Sarto og Quentin Massys. Sýning Steinunnar stendur til 1. febrúar. Hún veröur opin alla daga nema mánudaga milli ki. 12 og 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.