Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1998, Síða 9
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
HLJÓMPLjíTU
m
BNR ÍNI
Björk - Bachelorette-smáskífurnar
★★★
Nú er komin út önnur smá-
skífan eða öllu heldur smá-
skífurnar af Homogenic og
sem fyrri daginn fær Björk
enga aukvisa til að endur-
vinna lögin sín. Bachelorette
er eitt sterkasta lagið á
Homogenic og býður upp á
marga möguleika við endur-
hljóðblöndun. Þeir sem eru
með puttana í laginu koma úr
öllum áttum. Upptökustjórinn
Howie B. gerir útgáfu af lag-
inu sem er ansi góð og dregur
hann úr frekar en að falla í þá gildru að gera lagið að einhverju
„stærra". The RZA gerir Bachelorette að sínu eigin eða að Wu
Tang lagi og það er líka skemmtileg tilraun. Mark Bell úr LFO sem
sá um upptökustjórn á Homogenic ásamt Björk er iðinn. Hann á
einar þrjár útgáfur af laginu á smáskífunum. Þýski tónsnillingur-
inn gerir svo postmodern jassútgáfu af laginu og svo eina til sem
ber titilinn „The Ice Princess and Killer Whale Remix." Allt frá
því Björk hóf sólóferil sinn hefur hún fengið aðra listamenn og oft-
ar en ekki danstónlistarmenn til að endurgera lög sín og remixa
og má segja að það sé að nokkru leyti að verða hennar vörumerki.
í seinni tíð hefur það líka færst í aukana að hljómsveitir geri þetta
og það sýnir bara að Björk er oftar en ekki skrefinu á undan í því
sem hún er að gera.
Jón Atli Jónasson
Rakim-The 18th Letter
★★★★
Þá er einn af forsprökkum
hip hopsins mættur til leiks á
ný. Hann hefur nú slitið sam-
starfl sínu við Eric.B. en sam-
an mynduðu þeir einn vin-
sælasta rappdúett Bandaríkj-
anna á upphafsárum hip
hopsins þar í landi. Margir
hafa beðið þess með eftir-
væntingu að Rakim sendi frá
sér sólóplötu enda hefur ekk-
ert heyrst til hans mn nokk-
urra ára skeið. The 18th Lett-
er kemur skemmtilega á
óvart. Hún er tvöfold og á fyrri disknum er að finna nýjar laga-
smíðar frá Rakim og koma þær verulega á óvart.
Rakim hefur DJ Premier sem sinn upptökustjóra og það er eitt
af því sem gerir þessa plötu svo frábæra.
DJ Premier, sem til að mynda hefur unnið með Jeru The
Damaja og fleirum, er pottþéttur upptökustjóri þegar kemur að
rappi. Rakim hefur lengi verið talinn í hópi albestu rappara
Bandaríkjanna og hann sýnir það og sannar á The 18th Letter.
Seinni diskurinn inniheldur gamla smelli Eric.B. og Rakims og
ætti það að vera aðdáendum þeirra sannkallað gleðiefni. Eitt besta
lag plötunnar er lagið Guess Who’s Backi sem er að mínu mati
besta rapplag síðasta árs.
Bush-Deconstructed:
Frábær nýsköpun
Það er erfitt að imynda sér
að jafn ólíkleg sveit og Bush
hætti sér í heim raftónlistar,
enda sveitin betur þekkt fyr-
ir að stæla Nirvana en að
blanda saman tónlistarstefh-
um. Það er því nokkuð freist-
andi að afskrifa strax plötuna
Deconstructed sem inniheld-
ur mix af lögum sveitarinnar
í höndum galdrakarla eins og
Goldie, Jack Dangers og
Trickie. En hvort sem platan
á að vera einskonar listrænt
stökk sveitarinnar eða bara
að sveitin sé að færa sig yfir í aðra stefnu kemur útkoman manni
í opna skjöldu í jákvæðum skilningi.
Lög Bush eru gjörsamlega afklædd og síðan klædd á nýjan leik
í önnur fot á Deconstructed. Greg Bimson mixar trommur í lag-
inu Everything Zen og meðlimir Bush keyra lagið Mouth sjálfir á
þann máta að Prodigy ætti að skammast sín.
Áhrifaríkari remix fylgja síðan í kjölfarið og lögin losna undan
formúlunni, vers-viðlag-vers og eru matreidd sem tónlistarlegt
hráefni. Góð dæmi um þetta eru lögin Insect Kin í höndum Dang-
ers og Philip Steir hefur umbreytt laginu Synapse í draugalega
ambient-tónlist með góðum árangri. Frumlegasta mix plötunnar
verður að teljast lagið Swallowed í höndum Goldie og Rob Play-
ford.
Rödd Gavin Rossdale, söng\'ara Bush er notuð á agaðan máta á
Deconstructed og dettur inn við og við. Þetta verður hins vegar til
þess að hún er miklu áhrifameiri en ella.
Deconstructed er að mínu mati eitt það besta sem komið hefur
frá Bush og vonandi verður haldið áfram samstarfi sem þessu í
framtíðinni.
Páll Svansson
Jón Atli Jónasson
★★★ ^ >"
ínlist
23
Æ
é i j ■ n '*'**.* M!
P ' * / 'Sj : '
Pearl Jam
- afturhvarf til pönksins
Ný styttist í það að nýjasta
breiðskífa hljómsveitarinnar Pearl
Jam komi í verslanir. Fyrir stuttu
gaf Pearl Jam út smáskífu með
laginu Given to Fly sem er undan-
fari nýju plötunnar. Að sögn tals-
manns hljómsveitarinnar tekst
Eddie Vedder, söngvara hljóm-
sveitarinnar, að brúa bilið vel á
milli þess að syngja texta sem hafa
félagslegan boðskap og persónuleg-
an.
Yield er heiti nýju plötunnar
sem Pearl Jam tók upp í samstarfi
við upptökustjóra sinn til margra
ára, Brendan O’Brien. Upptökur
fóru fram í Seattle sem er heima-
borg hljómsveitarinnar. Upp-
hafslag breiðskífunnar er lagið
Brain of J sem hljómsveitin hefur
leikið talsvert á hljómleikum og
var til að mynda opnunarlag
hljómsveitarinnar þegar hún hit-
aði upp fyrir Rolling Stones á tón-
leikum í Portland á síðasta ári. í
laginu leggur Eddie Vedder fram
heldur undarlega spurningu þegar
hann spyr hver hafl undir hönd-
um heila JFK. Og hvaða máli það
skipti. Eddie viðurkennir að á
nýju plötunni fari hann í mikla
orðaleiki og að hljómsveitin skipti
frjálslega milli bítlaútsetninga á
lögunum og hrárra pönktakta. í
einu lagi á nýju plötunni er
Metallica:
Þreytt á þungarokkinu
Árið 1996 fór hljómsveitin
Metailica í klippingu. Síðir þunga-
rokkslokkarnir viku fyrir nýju og
ferskara útliti. Hinn frægi ljós-
myndari Anton Corbin, sen tekið
hefur ljósmyndir af öllum sem eitt-
hvað eru í tónlist,
allt frá Pavarotti
til Depeche Mode,
var fenginn til að
gera myndbönd
fyrir þá og eitt-
hvað breytti
hljómsveitin líka
áherslum sínum.
Lagið þeirra,
Until it Sleeps,
var hátt á vin-
sældalistum um
allan heim og það
var troðfullt á öll-
um tónleikum
þeirra það árið. Það var sem sagt
hið besta mál fyrir Metallica að
skipta aðeins um gír. í gegnum tið-
ina hefur Metallica farið sínar eig-
in leiðir og náð að byggja upp gríð-
arlega stóran og fjölbreyttan aðdá-
endahóp. En hvað skyldi nú drífa
hljómsveitina áfram? „Það er upp-
reisnarandinn,” segir James Het-
field, forsprakki sveitarinnar. „Við
erum að gera okkar eigin hluti og
sættum okkur ekki við neinar
málamiðlanir. í gegnum öll þessi
ár höfum við haldið okkar stefnu.
Hún hefur verið þungarokk en nú
upp á síðkastið hefur okkur þótt
þungarokksstimpill sveitarinnar
hafa haldið
henni tii baka.
Þó svo
þungarokkið
stæri sig af því
að innan þeirr-
ar stefnu sé allt
leyfilegt eru
samt reglur í
því eins og ann-
ars staðar. Það
þykir til dæmis
ekki við hæfi að
nota ákveðin
hljóðfæri og
maður þarf að
hafa ákveðið útlit, sítt hár og þess
háttar. Við vorum orðnir leiðir á
þessu og vildum fá tækifæri til að
þróast án hafta sem tónlistarmenn.
Þess vegna fékk hárið að fjúka og
við skiphnn um stíl. En við erum
hreinræktaðir rokkarar enn þá.“
Nú fyrir jólin kom út nýjasta
breiðskífa Metallica og ber hún
heitið Reload.
-JAJ
kannski að finna svarið við þess-
um nýfundna léttleika Pearl Jam
en þar syngur Eddie: „I’ve stopped
trying to make a difference."
Eddie gerir líka mikið grín að
poppímynd sinni og stórstjörnuli-
femi á nýju plötunni og í einu lag-
anna segir hann: „I was a fortun-
ate/As fortunate as me.“
Áætlaður útgáfudagur Yield er
þriðji febrúar og bíða sjálfsagt
margir Pearl Jam-aðdáendur
spenntir.
Ekkert hefur enn verið ákveðið
meö tónleikaferðalög til að fylgja
plötunni eftir en það má samt fast-
lega reikna með að liðsmenn Pearl
Jam fari að hugsa sér til hreyfings
með vorinu. -JAJ
Banslisti
íslands
- tíu vlnsælustu danslögln vlkuna
27.12 tll 3. janúar 1998 -
1. Emotlonal
Envoy
2. Tus Monos
Soul Familia
3. Deep Base Nlne
"Atmosfear vs. Idjut boys
4. Tricky sftuatlon
Sutra
5. We Are One (Carl Cralg mla)
DJ Q
6. Stranded io.t. miai
Deep Dish
7. 90’
Slam
8. The Descent EP
Slick'n’Flash
9. Better Day
Presence
10. Patches
ZZino vs. Accelerator