Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 2
2 Fréttir Sérfræðingar halda slnu striki og sitja vinnufund i dag: Við munum hrista þetta af okkur - segir formaður samninganefndar um ummæli Karls Steinars „Við munum hrista þetta af okk- ur og halda okkar striki. Ég geri ráð fyrir að það verði vinnufundur aðila á morgun," sagði Guðmundur I. Eyjólfsson, formaður samninga- nefndar Læknafélags Reykjavíkur, við DV í gærkvöld. Svo virtist um tíma sem ummæli Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar rikisins, í fiöl- miðlum um helgina, þess efnis að sér- fræðingar færu með hryðjuverk á hendur sjúklingum, myndu setja við- ræður sérfiæöinga og stofiiunarinnar Stakfellið aftur heima Togarinn Stakfell, sem hraðfrysti- hús Þórshafnar seldi fyrir nokkru til Færeyja og hlaut þar nafnið Sverrir Ólason, er aftur kominn til Þórshafn- ar og verður gerður út þaðan að nýju. Togarinn nýttist ekki hinum færeyska kaupanda vegna þess að norsk yflrvöld refsuðu honum fyrir að íslendingar héldu skipinu til veiða í Smugunni. Skipinu var bann- að að veiða innan norskrar lögsögu samkvæmt samningum Norðmanna og Færeyinga. Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri hraðfrystihúss Þórshafnar, sagði í samtali við DV í gærkvöld að veiðiheimildir Stakfells- ins væru enn til staðar hjá fyrirtæk- inu og gengi skipið inn í þær á ný. Reglugerð Norðmanna um að banna öllum skipum sem íslending- ar hafa einhvern tíma sent til veiða í Smugunni að veiða í norskri lögsögu virðist ekki framkvæmd með eins- leitum hætti. Þannig hafa íslensk skip sem seld hafa verið til Noregs fengið aö veiða óáreitt þótt þau hafi einhvern tíma haft viðkomu í Smug- unni. Sömu sögu er að segja um tog- arann Amar sem veiddi í Smugimni en var síðan seldur til Grænlands og þaðan til Rússlands. Jóhann A. Jónsson segir að ef Norðmenn ætli að halda fast við það að mismuna islenskum skipum fyrir það að þeim hafi verið haldið til lög- legra veiða á opnu hafsvæði þá hljóti íslensk stjómvöld að þurfa aö svara í sömu mynt. -SÁ Ólafur Jóhann Ólafsson: í sljórn Advanta Óíafur Jóhann Ólafsson hefur veriö skipaður í aðalstjórn bandariska fjármálafyrirtækisins Advanta Cor- poration. Fyrir- tækið sérhæfir sig í lánafyrir- greiðslu við ein- staklinga og smærri fyrirtæki og viðskiptavinir þess eru yfir sex milljónir talsins og velta þess um 21 milijarður doll- ara. Ólafur Jóhann Ólafsson. Ólafur Jóhann Ólafsson tekur síðar á árinu viö framkvæmda- stjórastöðu stórfyrirtækis í bandarísku fjármálalífí. Hann sagði í gærkvöld í samtali við DV að stjórnarseta hans 1 Advanta Corp. tengdist ekki hinu nýja starfi hans. -SÁ endanlega í strand. Guðmundur Bjömsson, formaður Læknafélags ís- lands, hefúr sagt að þetta hafi verið „afar óheppileg ummæli á óheppileg- um tírna". í tilkynningu sem sérfræðingar sendu frá sér í gærkvöld vegna málsins kom m.a. fram að upp úr samningaviðræðum hefði slitnaö rétt fyrir jól en fyrir nokkram dög- um hefði tekist að koma samninga- ferlinu í gang aftur. Hefði þaö gefið nokkra ástæðu til bjartsýni. Því hafi ummæli Karls Steinars um hryðjuverkastarfsemina komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af orð- um hans hafi mátt skilja að hann teldi lækna vinna voðaverk, jafnvel morð, þótt siðar hafi hann sagt lækna beina þessu að almanna- tryggingakerfinu en ekki að ein- stökum sjúklingum. í tilkynningunni segir að læknar muni ekki leggja sig niður við að eiga orðastað við forstjóra TR á þessum nótum. Hins vegar muni samninganefnd sérfræðinganna gera sitt ýtrasta til þess að samning- ar náist. Samninganefnd Læknafé- lags Reykjavíkur muni þó ekki eiga þátt í fúndum með Karli Steinari fyrr en hann hafi dregið ofangreind ummæli til baka. Guðmundur I. Eyjólfsson sagði í gærkvöld að vinnufundimir hefðu verið haldnir daglega alla síðustu viku og bjartsýni manna hefði verið farin að aukast. Hins vegar hefði fúndurinn á laugardag að mestu far- ið í að ræða ummæli forstjóra Tryggingastofnunar. -JSS ■bL Félag umfer&arlöggæslumanna var stofnaö I húsakynnum Lögreglufélagsins í gærkvöld. Tilgangur félagsins er a& standa vörö um og efla faglega umfer&arlöggæslu og stu&la aö bættri umfer&armenningu. A fundinum voru bæ&i núverandi og fyrrverandi lögreglumenn. Kosin var stjórn og í henni eru, sitjandi frá vinstri: Ingi Þór Sigurgeirsson, endursko&andi, Ragnar Helgason, varaforma&ur, Jóhann Daví&sson, forma&ur, Sveinn Erlendsson, ritari, og Björn Gíslason, gjaldkeri. A&alfundur félagsins ver&ur í febrúar. DV-mynd S Menntasetur verð- ur hótelknæpa - segir Ástþór Magnússon um framtíö Reykholts Ástþór Magnússon hefur sent um- boðsmanni Alþingis bréf þar sem hann mótmælir afgreiðslu mennta- málaráðuneytisins á málefnum Reykholts. Samtök Ástþórs, Friður 2000, höfðu lagt inn umsókn um að nýta skólann og heimavistina í Reykholti undir menntastofnun. Um áramótin tók Óli J. Ólafsson, formlega við rekstri í Reykholti. Óli sagði í samtali við DV aö það væri rétt að hann hygðist opna hótel og veitingastað í húsakynnum heima- vistarinnar. Hann sagði ekki tímabært að tjá sig frekar um hvemig staðið yrði aö rekstrinum, það ætti allt eftir að koma í Ijós. „Menntamálaráðuneytiö brýtur stjómsýslulög í þessu máli. Fyrir utan það að tveir umsækjenda um Reykholt séu jafnffamt nefhdar- menn hjá ráðuneytinu er mennta- málaráðherra með þessu að breyta menntasetri í hótelknæpu. Þarna eiga að fara fram drykkjuveislur að fomum sið og flestir vita að slíkar veislur standa nokkra daga og þeim fylgir mikil drykkja. Ég sé ekki ann- að en að menntamálaráðherra sé með þessu að búa til hæli þar sem unga fólkið getur komið saman og svallað svo dögum skiptir. Þetta get- ur ekki samrýmst hlutverki mennta- málaráðherra, ekki sfst í ljósi þeirra staðreynda að íslendingar em langt fyrir neðan meðallag í menntakerfi heimsins," segir Ástþór. í bréfi sínu til umboðsmanns Al- þingis fer Ástþór þess á leit að ákvaröanir menntamálaráðuneytis um framtíð Reykholts verði athugaö- ar og jafnffamt að umsókn Friðar 2000 verði tekin til nánari skoðunar. Þá hefur Jósteinn Kristjánsson einnig sent umboðsmanni Álþingis bréf þar sem hann fer ffam á að emb- ættisfærsla menntamálaráðuneytis í þessu máli verði rannsökuð. Ekki náðist í Bjöm Bjamason menntamálcU'áðherra vegna þessa máls. -aþ Runólfur Ólafsson, formaður FÍB: Bensínverð þarf að lækka „Verðið á bensíni hefur lækkað á erlendum mörkuðum um tugi pró- senta frá því í ágúst. Tonnið hefur farið úr 230 dollurum í um 170 doll- ara á þessum tíma og það hlýtur að vera sanngjöm krafa íslenskra neytenda að verðiö lækki hér vem- lega,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í samtali við DV. Runólfur segir vandamálið liggja í fákeppni á þessum mark- aði. Aðeins tveir aðilar flytji inn bensín, Olís og Esso i sameiningu annars vegar og hins vegar Skelj- ungur sem sjái Orkunni fyrir bens- íni. „Við höfum bent á að ef verðið hækkar ytra kemur það fljótt fram hér, lækki það hins vegar tekur marga mánuði að fá lækkunina fram. Það sem hér vantar er að- hald frá opinberum aðilum. í heil- brigðu verðumhverfi sjáum við að samkeppnin gefur svigrúm til að bjóða neytendum upp á hagkvæmt vöruverð. Hér er fákeppnin slík að aðeins tveir aðilar flytja bensínið inn og þrír til fjórir selja það. Þeir selja 180 milljón lítra á hverju ári og því skiptir hver króna seljend- uma verulega máli,“ segir Runólf- ur. -sv MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 Stuttar fréttir i>v Þorvaldur látinn Þorvaldur Guðmundsson i Síld og fiski er látinn. Hann hefur um áratugi verið einn kunnasti athafriamaður landsins og stjórnaði m.a. um tíma Hótel Sögu, Hótel Loftleiöum og Hótel Holti. Þorvaldur var mikill lista- verkasafnari og átti eitt stærsta og mesta málverkasafn í einka- eigu hér á landi. Einræktun manna bönnuft Islendingar undirrita í dag samkomulag um bann við því að einrækta menn í Evrópu. Evrópu- ráðið á frumkvæðið að þessu banni. Nýr prestur Sigurður Grétar Helgason fékk flest atkvæði í prestskosningu í sóknamefnd Seltjamarness í gær og verður aðstoðarprestur í sókn- inni með sr. Solveigu Lám Guð- mundsdóttur. Tveir aðrir sóttu um brauðið. Hreindýrapeningar Hreppsnefnd Jökuldalshrepps hefúr úthlutað arði af hreindýra- veiðum á síöasta ári, rúmum tveimur milljónum króna. 95% upphæðarinnar var skipt jafnt milli 36 heimila í hreppnum en 5% miðað við jarðamat í hreppn- um. RÚV sagði frá. ófært vegna illviðra Skeiðarársandur varð ófær í gær vegna sandroks. Þá var ill- fært um öxnadalsheiði vegna stórhríðar og sömu sögu var að segja um Oddsskarð. Guðrún í níunda sætið Sjónvarpið segir allar líkur á því að Guðrún Pétursdóttir taki níunda sætið á lista sjálfstæðis- manna fyrir borgarstjóm- arkosningam- ar í vor, sam- kvæmt heim- ildum af kjömefhdarfundi Sjálf- stæðisflokksins í gærkvöld. Vírusvá Búið er að takmarka heim- sóknir á fæðingar- og bamadeild- ir Landspítala vegna RS vfrustU- fella sem greinst hafa þar. Koma- bömum er sérstaklega talin stafa hætta af þessari tegund veirusýk- ingar. Stöð 2 sagði frá. Draumaland Stöð 2 sagði frá hópi banda- rískra karlmanna sem em á ís- landi gagngert til að komast í kynni viö fagrar islenskar konur. Landiö er í vaxandi mæli kynnt f fjölmiðlum erlendis sem drauma- land kvennamanna. Fjármagnstekjuskattur Fjármagnstekjuskattur verður innheimtur í fyrsta sinn á þessu ári. Talið er aö hann skili um ein- um milljarði í ríkissjóö. Stöð 2 sagði frá. Yfírlæknar hættir Tveir af þremur yfirlæknum sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi hafa sagt upp störfum vegna fag- legs ágreinings við framkvæmda- stjóra sjúkrahússins og stjóm þess. Sjónvarpið sagði frá. Ekki eðlilegt Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, er ekki sammála Halldóri Blöndal samgönguráðherra um að eðlilegt sé að Flugfélag íslands haldi áfram að fljúga frá Ak- ureyri til Raufarhafnar. vegna þess að það hafi sinnt þessu flugi áður. Hann minnir ráðherra á það að sérleyfi til flugs hafi veriö afnumin um mitt síðasta ár. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.