Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
Fréttir
Einstæö uppákoma vegna kaupa á tveimur ríkisjöröum í Fljótsdalshreppi:
Afsalsplöggin á alla bæi
„Þetta er ekkert annað en mis-
notkun á opinberum gögnum,"
sagði Anna Bryndís Tryggvadótt-
ir, húsfreyja á Brekku í Fljótsdals-
hreppi.
Anna og eiginmaður hennar
festu fyrir skömmu kaup á Brekku
sem er ríkisjörð. Um svipað leyti
keyptu önnur hjón, Jóhann F. Þór-
hallsson og Sigrún Ólafsdóttir,
einnig ríkisjörð í hreppnum en
það var jörðin Brekkugerði. Sl.
fimmtudag gerðist það svo að af-
salsplögg beggja jarðanna voru
send nafnlaust á hvern einasta bæ
í hreppnum, um 30 talsins. Strikað
hafði verið yflr bæjamöfnin og
kaupverð jarðanna með gulum
áherslupenna. Á afsalinu fyrir
Brekku hafði einnig verið strikað
í nöfn vitundarvotta að réttum
undirskriftum kaupenda en vott-
arnir voru Hákon Aðalsteinsson
hreppstjóri og eiginkona hans.
Anna hafði samband við Lárus
Bjarnason, sýslumann á Seyðis-
flrði, en á afsalsplöggunum sást að
þau höfðu verið send af sýsluskrif-
stofunni á Seyöisfirði meö faxi.
Anna kvaðst hafa viljað vita hver
viðtakandinn hefði verið en sýslu-
maðurinn hefði ekki viljað gefa
það upp.
„Af orðum hans mátti skilja að
það væri í hans verkahring að
hafa fyrir sig nöfn þeirra sem
fengju gögn um aðra,“ sagði Anna.
„Hann sagði jafnframt að dóms-
málaráðuneytið hefði aldrei sett
neina reglugerð um hvemig nota
Afsaladreifingin:
Ekki löglegt
- segir Hákon Aðalsteinsson hreppstjóri
„Það er ekki löglegt að dreifa
þessu nafnlausu um heila sveit. Ég
skil ekki samræmið í því að sýslu-
mannsembættið megi láta hvem
sem er hafa svona pappíra, sem er
löglegt, en síðan beri því engin
skylda, né hafi raunar leyfi sam-
kvæmt lögum, til þess að gefa upp
hverjir þarna em að verki," sagði
Tveir á
slysadeild
Nokkuð var um erjur og
smærri pústra í miðborginni um
helgina. Um tvö þúsund manns
vom á skemmtistöðunum báðar
nætumar og þurfti að flytja tvo
á slysadeild eftir átök íyrir utan
Kaffi Amsterdam aðfaranótt
sunnudags. Gleraugu brotnuðu
á dyraverði og maður rispaöist í
andliti eftir að hafa verið skellt í
götuna. -sv
Hákon Aðalsteinsson hreppstjóri í
Brekkugerðishúsum í Fljótsdal.
Hann kvaðst hafa haft samband
við sýslumanninn á Seyðisfirði en
hann hefði sagt að hann mætti
ekki gefa upp hverjir fengu send
afsalsplöggin fyrir Brekku og
Brekkugerði.
„Maður hefði ekkert á móti því
að komast að því hvers vegna
þetta er gert. Það skilur enginn og
mér heyrist á Fljótsdælingum að
þeir séu mjög óánægðir með að fá
nafnlaus bréf inn á sín heimili.
Nafnlausar sendingar em hvim-
leiðar og þeir menn sem eiga
þarna hlut aö máli era mjög óá-
nægðir með þetta, báðir tveir.“ Há-
kon kvaðst ekki vita hvers vegna
hefði verið strikað með gulu yfir
nafn þeirra hjónanna á plagginu
þar sem þau vom vitundarvottar.
„Það var eins og verið væri að
gefa í skyn að þetta væri ólöglegt,
eða a.m.k. eitthvað vafasamt. Þess
vegna hringdi ég nú í sýslumann.“
-JSS
ætti upplýsingar af þessu tagi.
Ég er að íhuga hvort við látum
lögfræðinga skoða þetta mál ef það
gæti orðið til þess að menn verði
látnir bera ábyrgð á þeim gögnum
sem þeir fá í hendur."
Hún kvaðst hafa hugmyndir um
hver stæði að baki þessum send-
ingum en enga fullvissu og vildi
því ekki nefna nein nöfn.
Sigrún Ólafsdóttir í Brekku-
gerði sagðist vita hver hefði sent
afsalsplöggin en vildi ekki segja
það. „Mér er alveg sama þótt þetta
hafi farið á alla bæi hér. Þetta er
gert til að vekja athygli á því
hvernig ráðuneytið mismunar
fólkinu í landinu. Umræddar tvær
jarðir eru svipaðar, nema hvað
önnur er með kvóta og skógi, hin
kvótalaus en nærri milljón dýrari.
DV hefur ekki náð tali af sýslu-
manninum á Seyðisfirði. -JSS
Lrtk/ JPPmM InJ
jL i i
-jF |1 Hk / • i
Duglegar stúlkur
Ljósmyndari DV rakst ó þessar duglegu stúlkur þar sem þær seldu vegfarendum ýmsar vörur ó horni Vitastígs og
Njólsgötu ó laugardag. Stúlkurnar höföu selt fyrir um sjö þúsund krónur og ætluöu aö gefa Rauöa krossi Islands féö
og styrkja þar með bógstödd börn. Stúlkurnar heita Viktoría Jóhannsdóttir, Telma Rut Guömundsdóttir og Jóhanna
Þorkelsdóttir. DV-mynd S
Dagfari
Skammsýni útgerðarmanna
Sjómannastéttin íslenska, undir
forystu skipstjóra og stýrimanna,
hefur boðað til verkfalls á fiski-
skipunum. Vélstjórar hafa raunar
einnig boðað verkfall en eru nú að
tala um að fresta því eitthvað leng-
ur, enda þurfa vélstjórar ekki að
vera í verkfalli meðan sjómenn eru
í verkfalli því skipin stöðvast hvort
sem er. Oft er þörf en nú er nauð-
syn. Þessir menn verða að knýja
fram kjarabætur hvað sem það
kostar. Jafnvel þótt það kosti skip-
stjórann 2,6 millj. kr. fyrstu 34 daga
verkfallsins. Þeir þurfa meira enda
geta þeir náð 3,4 millj. kr. í mánað-
arlaun ef þeir ná kröfum sínum
fram. ,
Að því er varðar sjómennina
sjálfa, hásetana, þá er verkfallið
klárt, enda hafa þeir ekki nema
milljón á mánuði. Verkfallið mun
skella á um það leyti sem loðnuver-
tíöin á að hefjast.
Útgerðin hefur verið að leka út
upplýsingum um launakjör sjó-
manna og reikna út tjónið sem
hlýst af verkfallinu, jafnt fyrir
hagsmunaaðila sem þjóðina.
Þetta era hins vegar hafvillur
hjá útgerðinni. Sjómenn kæra sig
kollótta um það þótt þeir tapi
nokkmm milljónum í verkfalli.
Munurinn á sjómönnum og öðmm
stéttum sem boða verkföll til að
bæta kjör sín er sá að sjómenn
hafa efni á að fara í verkfall. Þetta
eru efnaðir menn og vel launaðir
og svo hafa þeir sjómannaafslátt í
sköttunum og enda þótt þeir tapi
nokkrum krónum til að fara í verk-
fall munu þeir bæta það upp mjög
fljótlega í enn betri kjömm sem út-
gerðin neyðist til að borga og þess
vegna neyðist útgerðin til að semja
til að geta borgað.
Aðrar stéttir em með skítalaun,
eins og til dæmis kennarar og
verkamenn og hjúkranarstéttimar
og leikskólakennarar og þessar
stéttir hafa ekki efni á verkfollum
og semja yfirleitt áður en þau
skella á. En sjómenn eru betur sett-
ir og auk þess njóta þeir forrétt-
inda hjá þjóðinni sem skilur þýð-
ingu sjómannsstarfsins. Þess vegna
hafa þeir skattaafslátt af því að
þeir hafa há laun fyrir vinnu sem
er mikils metin og það mundi eng-
inn fást til að stunda sjóinn fyrir
milljón á mánuði nema fá skattaaf-
slátt. Og það er alls ekki útilokaö
aö sjómannastéttin fengi slíka sam-
úð meðal þjóðarinnar, ef til verk-
falls kemur, að skattur verði al-
gjörlega felldur niður hjá sjómönn-
um til að þeir geti lifað af það
langa og stranga verkfall sem þeir
neyðast til að fara í vegna þess að
útgerðin neitar að semja viö þá um
hærri laun.
Eina vandamálið við þessa deilu
er að vélstjórar vilja hærri skipta-
hlut sem þýðir að ef þeir fá meira
fá hinir minna. Ef sjómenn eiga að
fá meira hljóta vélstjórar að fá
minna og allt er þetta afar ósann-
gjamt og útgerðarmennimir em
þar að auki á móti því að borga því
þá græða þeir minna.
Dagfara sýnist aö eina lausnin á
þessu máli kunni að felast í því að
bjóða útgerðarmönnum skattaaf-
slátt af þeim gróða sem kann að
verða eftir. Nú, eða þá afslátt af
tapinu sem þeir sitja uppi með þeg-
ar áhöfhin er búin að bítast um
hlutaskiptin og fá sitt eins og vera
ber. Allavega er það ljóst af þeim
upplýsingum sem liggja fyrir um
kaup og kjör á fiskiskipaflotanum
að við það verður ekki lengur unað
að sjómenn sæki björg í bú án þess
aö fá fyrir það nema milljón á mán-
uöi eða eitthvað ögn meira.
Dagfari