Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 Fréttir Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags íslands, í DV-yfirheyrslu: Ýtt undir ribbalda Nú vofir yfir stöóvun 79 stœrstu fiski- skipanna í lok mánaöirins vegna verk- fallsboóunar ykkar vélstjóra. Er ekki borin von aö þiö fáiö kröfum ykkar um hærri skiptahlut umfram aóra sjómenn framgengt? - Það er aUs ekki borin von að við náum þessari sanngimiskröfu okkar fram. Þróunin í kringum okkur er í þessa átt. Við höfum fordæmi í Færeyj- um og í nýgerðum samningi ITF varð- andi hentifánaskipin. Við hefðum aldrei farið út í þennan slag ef við teldum ekki að hægt væri að ná þessu fram. Aórir sjómenn krefjast þess aófá sömu kjarabœtur og þið náiö fram. Munuö þiö una því aö náist hœkkun á skipta- hlut vélstjóra þá fái allir aðrir í áhöfn- um skipanna þaö sama? - Við ráðum ekkert við það hvað aðr- ir fá ef við semjum á undan. Hitt er ann- að mál að það er útgerðarinnar að meta hvaða laun hver einstakur áhafnarmeð- limur fær. Mér finnst eðlilegt að þeir meti hvað er að gerast hjá nágranna- þjóðum okkar. Kristján Ragnarsson, formaöur LÍÚ, hefur lýst þessari kröfu þannig aö ókleift sé að ganga aö henni þar sem þá hefjist stighœkkanir á launum allra sjö- manna. Hverju svarar þú því? - Kristján heldur þessu fram til þess að reyna að sleppa við að breyta launum okkar. Hann finnur í þvi skyni allt þess- ari kröfu til foráttu og tilgangurinn er sá einn að sleppa við að leiðrétta kjörin. Er þá ekki tilgangurinn meö kröfunni sá aö ná fram leiðréttingum launa milli stétta um borö í sömu skipum? - Jú, það er megintilgangurinn. Á hverjum vinnustað verður að vera ákveðin launaröð miðað við bæði störf og ábyrgð. Okkar menn eru einfaldlega vanmetnir í dag. Þaö hefur komió fram aö algengt sé að vélstjórar á fiskiskipum fái yfirborganir og þannig séu þeir í raun meö hœrri laun en samningar segja til um. Er ein- hver nauðsyn á því aó fá þetta inn í samninga? - Viö erum bara að sækja viðurkenn- ingu á þeirri staðreynd að vélstjóramir eru vanmetnir. Þetta er í samræmi við það sem er að gerast á almennum vinnumarkaði þar sem verið er að færa yfirborganir inn í launataxta. Kristján Ragnarsson, formaöur LíÚ, hefur sagt óánœgju meöal sjóvélstjóra vegna verkfallsboöunarinnar. Óttast þú ekki að uppgjör fari fram innan félags- ins og sótt verói aö þér semformanni? - Ég hef ekki minnstu áhyggjur af því að þetta sé rétt. Við erum með mjög lýð- ræðislegt fyrirkomulag þar sem kjör- seðlar eru sendir út tU alira félags- manna. Á aðalfundi okkar fyrir áramót var ég endurkjörinn formaður með yfir 80 prósentum atkvæða. Það bendir ekki til óánægju með mín störf. Ég heyri ekki þessar raddir. Kristján Ragnarsson virðist vera sá eini sem þær heyrir en ég veit ekki í sambandi við hveija hann er, sá mæti maður. Hvaö gerist ef þú nærö ekkifram breyt- ingum á hlutaskiptunum. Veröur ekki snúiö aö standa frammi fyrir hinum al- menna félagsmanni tómhentur? - Menn munu að sjálfsögðu krefjast svara. Það er bara ekki hægt að setja þetta dæmi upp þannig að ekkert náist. Við erum fullir af eldmóði í þessari bar- áttu og ég er sannfærður um að við fáum inn í okkar samninga einhvers konar viðurkenningu. Það er ekki víst að það verði endilega i formi breyttra hlutaskipta nema að hluta til og að öðru leyti með fastri greiðslu. Við erum sveigjanlegir menn og kunnum að semja og það má útfæra þessa kröfu með ýmsum hætti. Ber ekki brýna nauósyn til þess aö allir sjómenn eigi sér einn sameiginlegan vettvang? um samtökunum og beijast með þeim til að koma skikk á kvótabrask. Hverju svarar þú ásökunum um að með framsetningu krafna ykkar hafiö þiö vél- stjórar eyöilagt möguleika annarra sjó- manna til aó ná fram réttlœti í þeim mál- um sem brenna á allri stéttinni ? - Við fórum í þennan slag á okkar eigin forsendum og boðuðum verkfall fyrstir sjómanna. Önnur sjómannasam- tök hefðu getað stillt sig inn á sama tímapunkt og við. Þeir vissu ósköp vel að á dagskrá okkar var að útrýma kvótabraskinu. Þeir eiga ekki að vera jagast í okkur út af þessum sérkröfum en láta útgerðarmennina um það. Er nokkur von til aö hœgt sé aó koma böndum á kvótabraskiö nema meó af- námi kvótakerfisins? - Rót vandans liggur fyrst og fremst í verðmynduninni. Það var ekki talað um kvótabrask fyrr en 1989. Ástæðan var sú að við höfðum Verðlagsráð fram að því sem ákvarðaði fiskverð. Þegar þeim grunni var kippt undan verðlagning- unni þá byijaði braskið. Það hefur fall- ið dómur eftir dóm okkur í vil þar sem deilt hefur verið um kvótabrask. LÍÚ hefur ekkert gert til að taka til í sínum ranni, ekki einu sinni birt dómana í fréttabréfi sínu og óbeint ýtt undir ribb- aldana i sínum röðum. Það er ekki stór hópur útgerðarmanna sem er til vand- ræða en LÍÚ hefur bakkað þá upp í stað þess að berja þá til hlýðni. Kristján Ragnarson hefur stundum ver- iö kallaöur yfirsjávarútvegsráöherra ís- lands og það hefur á stundum andaö köldu milli ykkar. Snýst samskipta- vandinn um persónu hans? - Kristján er alltof mikið af gamla skól- anum. Ég held að hann átti sig ekki á því að hann leysir engin mál með svipunni. Hann beitir valdi sínu of mikið. Menn verða að skynja að einhvers staðar liggja mörkin og það verður að ná sáttum. Hvaöa lausn séröu fyrir þér varóandi þessar tíöu deilur sjómanna og útgerö- armanna um fiskveró? - Það þarf að koma á kvótabanka þannig að öll viöskipti með veiðiheim- ildir verði sýnileg. Þar með yrði búið að slíta tengslin milli þeirra sem kaupa og þeirra sem selja. Þá þarf að þrengja heimildir til að framselja kvóta. Það er alltof rúmt að útgerö þurfi aðeins að veiða helming kvóta síns annað hvert ár. Þá þarf að ákvarða lágmarksverð á fiski. Loks þarf að vera skilyrt að þegar sjómaður ræður sig í skiprúm komi fram kvótastaða skipsins. Þú hefur sagt aö sjái útgerðarmenn ekki að sér hvaö varöar kvótabraskiö kalli þeir yfir sig auölindaskattskerfi. Getur komið til þess að þú talir fyrir slíku stjómkerfi fiskveiöa? - Nei, ég mun aldrei tala fyrir slíku keríi. Ég hef aðeins bent á að útgerðar- menn eru sjáMr með braskinu að ýta und- ir þá neikvæðu umræðu sem átt hefúr sér stað. Ef þeir hafa ekki vit á að stoppa þetta brask þá eiga þeir yfir höfði sér að almenningur taki af þeim völdin og kom- ið verði á auðlindaskatti. Þeir eiga valið. Það liggur í loftinu aó gripið verði til bráóabirgöalaga til aö leysa þessa deilu sem margir telja þá erfióustu frá upp- hafi kjarabaráttu sjómanna. Hver er af- staöa þin til slíkrar lagasetningar? - Ef það verða sett lög þá standa menn uppi með að þessi vandamál, sem hafa þjakað sjávarútveginn um árabil, verða óleyst áfram. Ef sett yrðu lög sem hefðu þann tilgang einan að reka menn út á sjó þá stöndum við í sömu sporum með áframhaldandi illindum milli sjó- manna og útgerðarmanna. Það verður að finna lausn á þessu máli. Guöjón A. Kristjánsson, foreti Far- manna- og fiskimannasambandsins, og Sœvar Gunnarsson, forseti Sjómanna- sambands tslands, neituðu í síóustu viku aö sitja sáttafund ásamt vélstjórun- um. Erforysta sjómanna þar meö kom- in í hár saman? - Forystan er ekki komin í hár sam- an. Hitt er annað að mér fannst þetta döpur niðurstaða hjá þeim. Þetta hefur engin áhrif á okkar kröfur eða okkar verkfallsheimild og þeir breyta henni ekki neitt. Meginmál þessarar kjarabaráttu er verðmynd- unin. Það er ekki spuming að við stönd- um betur sameinaðir í því máli en sundraðir. Ef þeir eru að hugsa um heildarhagsmuni sjómanna ættu þeir að fagna því að við viljum vera með þeim í baráttunni í stað þess að reyna að úti- loka okkur. Við erum tilbúnir að koma upp að hliðinni á þeim og þannig vinna sameinaðir að því að finna lausn á þessu kvótabraski og verðmynduninni í sjávarútvegi. Öll þrjú sambönd sjómanna eru á einni hœö vió Borgartún. Hvernig er mórall- inn milli ykkar forystumannanna frá degi til dags? - Fólk sem er fyrir utan heldur sumt að menn gangi hér um með kreppta hnefana. Það er misskilningur og að mínu mati er ágætis mórall. Ég get nefnt að þó við Guðjón A. Kristjánsson höfum deilt einstöku sinnum höfum við ailtaf getað talað saman. Samskipti okk- ar hafa alltaf verið heiðarleg. Nú klofnaói Farmanna- og fiskimanna- sambandiö m.a. vegna þess aö þiö vél- stjórar vilduð ekki una því aó samband- iö tœki ekki upp kröfur ykkar um hœrri skiptahlut og þið genguó út. Er staóa ykkar sterkari nú utan sambandsins? - Ástæðan fyrir útgöngu okkar var fyrst og fremst sú að við töldum okkur ekki hafa vægi í stjóm sambandsins í samræmi við aðra og réðum þannig ekki miklu um stefnumótun þess. Ég tel skilyrðislaust að staða okkar utan þess sé sterkari. - Sjómannasamtökin þrenn þurfa að taka upp miklu nánari samvinnu en þau hafa í dag. Það þarf að viðhalda sér- félögum vegna menntunarmála og rétt- indamála svo að eitthvað sé nefnt. Að þessu slepptu erum við með fjöldann all- an af sameiginlegum málum þar sem okkur ber að vinna saman. Ég sé fyrir mér að hægt sé að sameina samtökin undir einum hatti. Þetta yrði þó aö vera bundið við einstaka málaflokka og við yrðum að þróa þetta í rólegheitunum. Til að byrja með ættum við að reka eina sterka hagdeild og einnig sameiginlega lögfræðiþjónustu. Það er oftar en ekki að menn eru að gera sömu hlutina bara hver í sínu horni. Það koma upp mál um borð í einstökum skipum þar sem öll samtökin koma að málum sjómannanna og þá er skynsam- legt að öll samtökin komi að málum sem einn sameiginlegur aðili. Davíö Oddsson forsœtisráöherra lýsti.í nýársávarpi til þjóöarinnar ábyrgó á hendur forystumönnum sjómanna og út- geröar komi til verkfalls. Veröur ekki erfitt hjá þér aö svara fyrir þaö ef 79 skip stöövast? - Ég held að Davið hafi verið að vísa til þeirrar óeiningar sem verið hefur í sjávarútveginum varðandi stjóm fisk- veiða og kvótabrask. Ég met það þannig að hann hafi verið að aðvara útgerðar- menn en ekki sjómenn. í orðum hans felst að ef útgerðin nýtir ekki auðlind- ina skynsamlega þá verði einkaréttur- inn til nýtingar skertur. Þessi viðvörun á fullan rétt á sér. Maður spyr sig hvemig standi á því að hægt er að Ijúka kjarasamningum á almennum vinnu- markaði átakalítið nema þegar kemur að fiskiskipum. Vélstjórafélagið gerir kjarasamninga við ýmsa aðila aðra en LÍÚ og það gengur yfirleitt vel. Þetta ástand getur ekki verið okkur að kenna. Það em endalausar eijur við LÍÚ. Eru kröfur um aö böndum veröi komió á kvótabraskiö ekki í uppnámi nú þeg- ar allt stoppar á sérkröfu vélstjóra? - Nei, alls ekki. Þetta er áróður LÍÚ og ég er alveg tilbúinn að koma upp að hliðinni á mínum ágætu félögum í hin- Yfirheyrsla Reynir Traustason sandkorn Pólitískir kyntöfrar Heimildir herma að innan flokkanna sem standa munu að Kópavogslistan- um séu afar skiptar skoðanir um hv'-rnig rað- að verði í sæti á listanum. Óá- nægju verður aðallega vart hjá yngri flokksmönn- um sem ótt- ast að gömlu brýnin troði sér í „heitustu" sætin. í því sambandi er oft nefnt að Guðmundur Oddsson renni hýru auga til 6. sætisins, baráttusætisins. Margir efast hins vegar um að pólitískir kyntöfrar hans séu slíkir að hann vinni meirihlutann. Og leggja verði meira að veði en pólitíska framtíð Guðmundar... Fjarblaðamaður Mikill kraftur er í blaði allra Netverja, Tölvuheimum, sem Styrmir Guð- laugsson, fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, gefur út. Ritstjóri þess, Stefán Hrafn Hagalín, er nýbúinn að sjá um mikla þáttaröð á Stöð 2 um tölvur og Netið. Þættimir gengu svo vel að rætt er um að gera nýja röð með Stefáni. Tölvuheimar hafa fjallað nokkuð um möguleika fjarvinnslu í gegnum Netið. Nú hefur blaðið sjálft tekið fjar- vinnsluna í sína þágu því einn blaðamanna þess, Magnús Á. Magnússon, býr í San Francisco í Bandaríkjunum og sendir allt efni sitt um Netið... Loðnan blívur Hlustendur Bylgjunnar tóku eftir því í haust að fréttir af fisk- veiðum voru komnar í önd- vegi. I hverjum morgunfrétta- tímanum á ! fætur öðrum bar hæst fréttir af alls kyns veiðum og vinnslu og svo er enn. Þessar áherslubreyt- ingar urðu eftir að Gissur Sig- urðsson færði sig af RÚV á Bylgjuna. Gissur er meðal öflug- ustu fréttamanna á sviði sjávar- útvegs og brotthvarf hans á sín- um tíma af RÚV þvl mikil blóð- taka. Spumingin er aftur á móti hvemig hann geri sig á útvarps- stöð sem rær á allt önnur mið en gamla Gufan og nær til fæstra þeirra sem daglega eru að hugsa um fiskveiðar og vinnslu... Kratar í kreppu Nokkur vand- ræðagangm- er hjá krötum í ísa- Qarðarbæ vegna sameiginlegs framboðs A- flokkanna í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Talið er áríð- andi að nýta það lag sem gefst vegna klofnings D-listans og sópa að atkvæðum. Vandinn er bara sá að ekki finnast nógu sterkir kandídatar. Óljóst er hvort Sig- urður Ólafsson bæjarfulltrúi heldur áfram og er leitað að arf- taka. Þar eru nefndir til sögu Gísli Hjartarson ritstjóri og Guð- jón Brjánsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins. Guðjón þyk- ir þó hafa það á móti sér að upp- nám er meðal starfsmanna sjúkrahússsins vegna skertra kjara og hann er talinn ábyrgur...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.