Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 Útlönd Noregssagan snarvitlaus DV, Ósló: Noregssagan, eins og Snorri Sturluson skrifaði hana, er snarvitlaus. Og íslendingar hrökkluðust varla frá Noregi vegna þess að Haraldur hárfagri vildi rukka þá um skatt sem fyrsti konungur í sameinuðum Noregi. Já, og víkingarnir sigldu um höfin 100 árum áður en menn hafa haldið til þessa. Það er norski fomleifafræð- ingurinn Arnfrid Opedal sem kynnir þessar niðurstöður í nýrri bók. Hún hefur með ald- ursgreiningum fundið út að svokallað Stórhaugsskip, eitt af þremur frægum víkingaskip- um sem Norðmenn eiga, sé minnst 150 ámm eldra en talið hefur veriö. Skipiö er ekta haffært vík- ingaskip frá því um árið 700 en ekki nærri 900 eins og talið hef- ur verið. Skipið er því elsta þekkta víkingaskipið og hefur verið notað 100 árum áður en viðurkennt er að víkingar hafi fyrst herjað á nágranna sína. Amfrid segir einnig að öfl- ugt konungsríki hafi verið komið á koppinn í Noregi þeg- ar svo stórt víkingaskip var smíðað. til þessa hafa Norð- menn trúað orðum Snorra Sturlusonar og kaflað Harald hárfagra fyrsta kóng sinn. Nú bendir allt til að Snorri hafi ekkert vitað um málið og ekki heldur þaö að tslendingum hafi mislíkað stofnun ríkis í Nor- egi. Norska ríkiö er eldra en bæði Haraldur hárfagri og ís- landsbyggð. -GK Herinn í Alsír á bak viö fjöldamorð Breska blaðið The Observer greindi frá því í gær að það hefði nýjar sannanir fyrir því að öryggissveitir alsírska hers- ins bæru ábyrgð á nokkrum fjöldamorðum. Hafði blaðið það eftir tveim- ur lögreglumönnum, sem sótt hafa um hæli í Bretlandi, að þeir hefðu tekið þátt í morðum á varnarlausum óbreyttum borgurum samkvæmt skipun. Lögreglumennimir tjáðu blaðinu að sérsveitir, dulbúnar sem bókstafstrúarmenn, hefðu að næturlagi myrt heilu fjöl- skyldumar. Blaðið sagði mennina hafa í smáatriðum greint frá þætti yf- irvalda í margs konar mann- réttindabrotum. Dauðasveitir hefðu gerst sekar um fjöldamorð, pyntað stjórnar- andstæðinga og myrt erfiða blaöamenn og vinsæla skemmtikrafta. Yfirvöld saka uppreisnarmenn múslima um fjöldamorðin. Fjölmiðlar í Alsír greindu frá tugum morða um helgina. í blaði hlynntu stjóminni sagði að í einu tilfellanna hefðu her- menn komið á vettvang og fellt nokkra múslíma. Hættulegt að tala of mikið í GSM-síma Það getur verið slæmt fyrir heilsuna að tala lengur en klukkustund á dag í GSM-síma. Þetta eru niðurstöður stórrar norrænnar rannsóknar. Komið hefur í ljós að mikil notkun GSM-sima leiðir til höfuðverkj- ar, sársauka í andliti, svima og þreytu. ÍDanmörku kanna vísinda- menn möguleg tengsl milli far- símanotkunar og heilaæxla. Stuttar fréttir DV Eiginkona breska utanrikisráðherrans: Robin Cook átti margar ástkonur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í gær yfir fullum stuðningi við Robin Cook, utanrik- isráðherra sinn, sem hefur verið í sviðsljósinu um hejgina vegna framhjáhalds. Blair vísaði því á bug að kynlífshneykslið, sem batt enda á 28 ára gamalt hjónaband Cooks, hefði haft neikvæð áhrif á starf utanríkisráðherrans. Breskir fjölmiðlar fjölluðu um ástalíf utanríkisráðherrans um helgina. Greindu bresku sunnu- dagsblöðin frá því að ástkona utan- ríkisráðherrans, sem er ritari í neðri deild þingsins, dveldi í íbúð hans í London. í síðustu viku sakaði fyrrum eiginkona Cooks, Margaret, hann um að hafa átt vingott við aðr- ar konur áður en þau skildu. Robin Cook og Margaret höfðu ver- ið gift í 28 ár þegar hjónaband þeirra fór út um þúfur í fyrra. Þeg- ar Cook varð Ijóst að breska blaðið News of World ætlaði að greina frá ástarsambandi hans og ritarans Gaynor Regan ákvað hann að segja sannleikann. En nú hefnir Margaret sín. Hún segir bæði frá framhjáhaldi eigin- mannsins í nýrri bók, Westminster women eftir Lindu McDougall. og í sjónvarpsþætti. Margaret vissi um samband eigin- mannsins og Gaynor í yfir eitt ár. En hún vonaði að hægt yrði að bjarga hjónabandinu. Nú segir Margaret að Robin Cook hafi átt margar aðrar ástkonur, meðal ann- ars fyrrverandi eiginkonu ráðherra íhaldsflokksins. Haft er eftir Margaret að henni þyki konur tíu árum á undan körl- um í tilfinningalegum þroska. Sjálf- ur hefur Cook ekkert tjáð sig um kvennamál sín. Reyndar hefur Margaret hrósað eiginmanninum fyrrverandi fyrir stjórnmálahæfileika hans. Hún hef- ur einnig vísað á bug frétt í The Sunday Times þar sem gefið er í skyn að Cook hafi tjáð henni aö hann þyrfti að segja af sér ef nei- kvæð umQöllun um hann héldi áfram. Vetrarhörkur Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í norðurhluta New York ríkis vegna óveðurs. Millj- ónir manna eru enn án raf- magns í New York, í Nýja- Englandi og í Kanada af völdum ísingar á rafmagnslínum. Hætta á klofningi Hætta þykir vera á klofningi í vinstri stjóm Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakklands, vegna kröfu atvinnulausra um hærri bætur. Morð í Belfast Öfgasinnað- ir sambands- sinnar myrtu aðfaranótt sunnudags kaþólikka í Belfast sem var kvæntur frænku Gerrys Adams, leið- toga Sinn Fein, stjórnmála- vængs írska lýðveldishersins. Bæði kaþólikkar og sambands- sinnar hafa lýst yflr vanþóknun sinni i morðinu. Tugir skotnir til bana Talið er að súnnítar hafl skot- ið til bana yfir tuttugu sjita í Lahore í Pakistan í gær. Sjítam- ir voru skotnir er þeir báðust fyrir á greftrunarstað. Mega bora í nefið Yfirrabbíni í ísrael hefur leyft mönnum að bora í nefið á hvíld- ardeginum. Rabbíninn visaði á bug frétt um að hann hefði bannað nefborun á þeim for- sendum að hár kynnu að losna. Þar með hefði bannið við rakstri og klippingu á hvíldar- deginum verið brotið. Nýtt fuglaflensutilfelli Yfirvöld í Hong Kong til- kynntu í gær að sex ára stúlka hefði smitast af fuglailensu. Hún veiktist áður en öllum kjúkling- um á svæðinu var slátrað. Þrefaldar fjárkröfu Paula Jones, sem sakað hefur Clinton Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni, hefur þrefaldað þá upphæð sem hún vifl fá til að ná sáttum. Fer hún fram á 2 mifljónir doUara í bætur. Sendinefnd til Asíu Bandarískir embættismenn héldu í gær til Singapúr, Indóesiu, TaUands og Suður-Kóreu tfl að hvetja stjórnvöld þar tU að fara eftir fyrirmælum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins vegna efnahagskrepp- unnar. Helsti stjórnarandstæð- ingur Indónesíu, Megawati Sukarnoputri, dóttir Sukarnos, fyrsta forseta landsins, hvatti um helgina Suharto forseta tU að segja af sér. Kvaðst hún reiðubúin tU að taka við stjóm- artaumunum. Rabbínar til írans ísraelskir rabbínar Uiuga að fara í heimsókn til klerka múslíma í íran. Netanyahu, forsætisráðhema ísraels, kveðst ekki hafa samþykkt slíka ferð. Sagði hann sambandið ekki á vegum yfirvalda. Eldgoss að vænta ítalskir eldfjallasérfræöingar sögðu í gær að búast mætti við eldgosi í Etnu á SikUey. Undanfarna daga hafa orðið þar 130 vægir jarðskjálftar. Danskur sérfræðin|ur varpar sprengju: Færeyjar eru Um fimmtíu manns létu iífiö og um tfu þúsund slösuöust í öflugum jaröskjálfta nálægt Kínamúrnum í Hebeihéraöi í Kína á laugardaginn. Tugir þúsunda húsa skemmdust eöa eyöilögöust í jarðskjálftanum. Þessi kínverska kona situr á rústum heimilis síns og heldur á mynd af fjölskyldu sinni. Símamynd Reuter. einungis Danski Framfaraflokkurinn krefst þess að Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, boði til skyndifundar til að ræða stjórnar- farslega stöðu Færeyja.. í gær fullyrti Vagn Wáhlin, sem er dósent við háskólann í Árósum og sérfræðingur við Norður-Atlants- hafsstofnun skólans, í danska blað- inu Jyllands-Posten að Færeyjar hefðu aUs ekki sjálfsstjóm eins og íbúar eyjanna álíta og danskir stjórnmálamenn og embættismenn láta líta út fyrir. „Danska stjórnin og þingið geta hvenær sem er breytt heimastjórn- arlögum Færeyja. Færeyjar geta í raun ekki mótmælt. Eyjarnar eru Poul Nyrup er krafinn svara. amt danskt amt og ekkert annað,“ sagði sérfræðingurinn. Með þessari yfirlýsingu þykir sér- fræðingurinn hafa varpað sprengju í umræðumar um sambandið miUi Danmerkur og Færeyja. FuUtrúi danska Framfaraflokks- ins, Kirsten Jacobsen, segir Poul Nyrup Rasmussen verða að gefa ná- kvæmar upplýsingar um hver hafi rétt til að taka ákvarðanir um land- grunn Færeyja og hverjum tekjurn- ar af því, ef einhverjar verða, tU- heyra. Segir Jacobsen óvissuna gífurlega og margar spumingar hafa vaknað í kjölfar fuUyrðinga sérfræðingsins við háskólann í Árósum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.