Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Side 10
10
Fréttir
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
www.civ.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.is]
w w w. d v. i s
Aðgangur ókeypis fyrst um sinn
Frá því ættfræðisíða DV hóf göngu sína 20. júlí 1987 hafa ættfræðingar og
blaðamenn DV rakið ættir og æviágrip um 11.000 íslendinga á síðum blaðsins.
Alls koma vel á annað hundrað þúsund manns við sögu í ættrakningum DV
á vefnum. Frá deginum í dag eru ættfræðigreinar DV aðgengilegar almenningi
á Netinu. Á Ættfræðivef DV er hægt að fletta upp nöfnum fólks
í stafrófsröð eða leita að því með öflugri leitarvél.
Fyrst um sinn verður aðgangur ókeypis að þessum hafsjó fróðleiks.
DV
Sameiginlegt framboð í Kópavogi:
Ekkert
prófkjör
Ekki verður efnt til prófkjörs
vegna sameiginlegs framboðs Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista í komandi bæjarstjórn-
arkosningum í Kópavogi. Kjör-
nefnd, sem í eiga sæti tveir fulltrú-
ar frá hverjum flokki, vinnur nú að
uppröðun á sameiginlegan lista.
Heimildir herma að röðun í sæti sé
mikið hitamál meðal yngri flokks-
manna sem vilji tryggja sinn hlut á
listanum.
Þegar samkomulag var gert um
sameiginlegt framboð flokkanna var
sett fram hugmynd að röðun í sæti
á framboðslista. Samkvæmt henni
fær Alþýðubandalagið 1. og 5. sæti,
Alþýðuflokkur 2. og 6. sæti, Kvenna-
listi 3. sæti og óháðir 4. sæti. Krist-
ján Guðmundsson, formaður kjör-
nefndar, segir málefnavinnu í gangi
en kjömefnd hefur hist þrisvar.
Hann segir að á næstunni standi
fyrir dyrum að stofna formlega sam-
tök um sameiginlegt framboð, Kópa-
vogslistann. Síðan verði menn að
setja sér tímamörk varðandi kynn-
ingu á framboðslista. „Við verðum
ekki í neinum vandræðum með að
fmna fólk á framboðlista. Hér er
fullt af efnilegu fólki sem fætt er og
uppalið i Kópavogi og þekkir vel sitt
bæjarfélag," sagði Kristján við DV.
-HLH
Eyjafjarðarsvæðið:
Áhugi á
nýsköpun-
arsjóði
DV, Akureyri:
„Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hef-
ur verið að gera marga góða hluti en
því er ekki hægt að neita að hluti af
starfsemi Iðnþróunarfélagsins er
þess eðlis að einkafyrirtæki á svæð-
inu geta sinnt þeim verkefnum, s.s.
fjármálaráðgjöf og endurskipulagn-
ingu fyrirtækja. Það er því spurning
hvort við eigum ekki að breyta um
starfshætti og einbeita okkur betur
að því næstu árin að leggjast í vík-
ing og reyna að sækja ný atvinnu-
tækifæri inn á svæðið,“ segir Hákon
Hákonarson, formaður Atvinnu-
málanefndar Akureyrarbæjar.
Að undanfornu hefur starfsemi
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar verið
til endurskoðunar og í framhaldi af
því hugsanleg stofnun nýsköpunar-
sjóðs í Eyjafirði sem að kæmu stofn-
anir Akureyrarbæjar, Iðnþróunarfé-
lag Eyjafjarðar, Byggðastofnun og
önnur sveitarfélög við Eyjafjörð.
„Okkur gengur það eitt til að
kanna hvort ekki er hægt að beita
þessum kröftum öllum betur saman
í þágu Eyjafjarðarsvæðisins.
Draumurinn er að til verði mjög öfl-
ugt félag sem hafi yfir fjármagni að
ráða til uppbyggingar nýjum störf-
um. En til að það takist þurfa sveit-
arstjórnarmenn að vera tilbúnir að
leggja í þetta umtalsverða peninga.
Ég myndi álíta að ef fyrirtæki sem
þetta hefði yfir að ráða 50-80 millj-
ónum króna árlega værum við í
mjög góðum málum. Við erum að
benda á þá möguleika sem gætu ver-
ið fyrir hendi með breyttu fyrir-
komulagi og síðan er það stjóm-
málamannanna að velja og hafna,“
segir Hákon.
Því hefur verið slegið fram að
hinn hugsanlegi nýsköpunarsjóður
myndi hafa yfir að ráða einum millj-
arði króna. Þá hefur það verið nefnt
að hlutur Akureyrarbæjar yrði hálf-
ur milljarður króna sem yrði fjár-
magnaður með sölu hlutabréfa bæj-
arins í Útgerðarfélagi Akureyringa.
„Sala á hlutabréfum bæjarins í
Útgerðarfélagi Akureyrar af þessu
tilefni hefur alls ekki verið ákveðin.
Slíkt gæti þó verið möguleiki en það
verða þá aflir hlutir sem snúa að
málinu að ganga upp, ekki bara það
sem snýr að Akureyrarbæ," segir
Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi
Alþýöuflokksins, um þetta mál.
-gk
Akranes:
Hitinn lækkar
DV, Akranesi:
Um áramótin lækkaði verð á
vatni til húshitunar á Akranesi um
5% en þrátt fyrir að raunverðslækk-
un hafi orðið um 17% er verðið eitt
það hæsta á landinu.
Til þess að frekari raunverðs-
lækkanir geti orðið þarf að breyta
samkomulagi eignaraðila Hitaveitu
Akranes og Borgarfjarðar.
Lengja þarf afskriftartíma hita-
veituæðarinnar og eignaraðilar
þurfa að íhuga vel þann möguleika
að leggja aukið fé tfl að styrkja eig-
infjárstöðu veitunnar.
Það kom nýlega fram í könnun að
það sem Akumesingar setja fyrir
sig sem búsetuskilyrði er hátt verð
á vatni til húshitunar.
-DVÓ