Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 12
12 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 Spurningin Á hvaöa útvarpsstöö hlust- aröu mest? Friðbjörn Oddsson nemi: FM 95,7, hún spilar góða tónlist. Sverrir Örn Þórðarson nemi: FM 95,7, þar er fín músík. María Steingrímsdóttir síma- stúlka: Aðalstöðina og FM 94,3 sem spilar klassíska tónlist. Brynhildur Jónsdóttir hár- greiðslumeistari: Á Aðalstöðina, þar eru góð lög. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir nemi: FM 95,7 því að tónlistin þar höföar mest til mín. Sigrún Björk Friðriksdóttir nemi: FM 95,7 þar sem skemmtileg- asta tónlistin er. Lesendur______________ Heimsókn á fast- eignasöluna Holt „Tveir einkennisklæddir lögreglumenn frelsuðu mig úr klípunni, mér til mik- ils léttis,“ segir bréfritari meðal annars. Fróði Oddsson skrifar: Árið 1994 keypti ég hús á Akur- eyri og bauð íbúð upp í. Til að spara þinglýsingu féllst ég á að selja íbúð- ina beint og gefa fasteignasalanum Tryggva umboð til að millifæra greiðslurnar. Fljótlega kom i ljós að maðkur var í mysunni og reyndi ég að fá umboðið til baka. Ýmsar leið- ir voru reyndar á sínum tíma en ekkert gekk. Nú leið nokkur tími en á fjórða ári frá okkar kynnum átti ég leið um á Akureyri og hugðist nú at- huga hvort ekki væri kominn vilji hjá Tryggva að skila skjalinu. Kem ég þvi við á sölunni en þar eru nú töluverðar framkvæmdir í gangi. Situr Tryggvi í herbergi gegnt stig- anum upp og minnti mig óneitan- lega á Pétur í hliðinu. Var augna- ráðið ransakandi og fylgdist með hverri minni hreyfingu. Ekki virtist honum líka komumaður og fann ég fljótt fyrir smæð minni þar sem svona langt var upp til hans, og ég steig upp þrep af þrepi eins og kon- an foröum í klettunum. Gat ég vart opnað munninn um mín erindi þeg- ar hliðið féll að stöfum. Tryggvi benti mér á að ég væri á röngum stað og ætti að fara niður í stað upp og kvaðst kalla til lögreglu tafar- laust. Vildi ég nú ekki gefast upp svona alveg strax, minnugur þess að Jón komst aila leið þrátt fyrir lé- legt mannorö og slæmar syndir. Var nú Tryggva orðið órótt og hvarf nið- ur stigann, á þann stað sem mér var sennilega ætlaður, en ég fór í kaffi- krókinn hjá honum til að þiggja góðgerðir. Lét hann þau orð falla áður að ég væri ekki þess verður. Eftir skamma stund birtust þrir iðnaðarmenn og fannst mér þeir koma einkennilega fyrir. Vildu þeir ekki kynna sig og skildist mér að þeir færu með löggjafarvald á þess- um stað. Nú var hringt á lögregluna en þá var einn þremenninganna kominn með handstöðu á öðrum stólfætinum þar sem ég sat og hugð- ist draga mig út af annarri hæð hússins. Fengu þeir nú gagnstætt hlutverk því fyrra, að halda mér inni. Komu nú tveir lögreglumenn einkennisklæddir og frelsuðu mig úr prísundinni, mér til mikils léttis. Urðum við sammála um að Tryggvi ætti að geyma öll skjöl varðandi söl- una en þeir vissu ekki frekar en ég hvernig ætti að ná þeim. Vonast ég samt til að Tryggvi póstleggi skjalið til mín og þá getum við sagt þessu lokiö. Rangfærslur um íslandsflug Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri íslandsfiugs, skrifar: Eftirfarandi er svar við lesenda- bréfi Egils Kristjánssonar sem birt- ist í DV í dag, þann 8. janúar. Þann 1. júlí 1997 hóf íslandsflug að fljúga áætlunarflug til Sauðár- króks. Fargjöldin voru kr. 3.600,- aðra leið og kr. 6.900,- báðar leiðir án skilmála. Þar sem mikið bar á því að farþegar mættu ekki í bókuð flug breytti íslandsflug verðskrá sinni þann 1. september 1997. Nú þarf að greiða við bókun svo hægt sé að fá fargjaldið á kr 3.600,- aðra leið og kr. 6.900,- báðar leiðir. Einnig var boðið upp á annað far- gjald á kr. 4.900,- aðra leið og kr. 8.900,- báðar leiðir fyrir þá sem ekki greiða við bókun. Egill segir í lesendabréfi sínu að íslandsflug hafi hækkað fargjöldin um leið og samkeppnisaðilinn hætti að fljúga til Sauðárkróks. Það er ekki rétt. Samkeppnisaöilinn hætti að fljúga til Sauöárkróks 31. desem- ber 1997 en eins og áður sagði breyttust fargjöldin þann 1. septem- ber 1997. Einnig má taka fram að sömu far- gjöld og sömu skilmálar gilda um aflt land hjá Islandsflugi hvort sem um er að ræða staði þar sem ríkir samkeppni eða ekki. Sú staðreynd að íslandsflug hafi haft betur í sam- keppninni við Flugfélag íslands á Sauðárkrók mun ekki breyta því að Skagfirðingar munu í framtíðinni njóta jafn hagstæðra fargjalda og aðrir farþegar íslandsflugs. Jónas R. og Saga Class Kristján Einarsson skrifar Það var gaman að lesa viðtalið í Helgarblaði DV við Jónas R. Jóns- son, áthafnamann í Lundúnum og reyndar víða um heim. Jónas rifjaði upp í viðtalinu hvernig til þess kom að hann fór að vinna erlendis. Hann var rekinn frá Stöð 2 fyrir að ferð- ast á Saga Class með Flugleiðum, vegna þess að á þeim tíma óttuðust forráðamenn Stöðvar 2 að slíkur ferðamáti þýddi að þeir væru að bruðla með fjánnuni. Jónas bendir réttilega á það í viö- talinu við DV að í raun sé þessu þveröfugt farið. Með því að ferðast á [LIISIMIM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Bréfritari er hissa á þeim fyrirtækjum sem senda ekki starfsmenn sína á Saga Class í viðskiptaferöir, þar sem of mikill tími tapist með því að nota al- menna flugmiða. viðskiptafarrými á borð við Saga Class spari menn sér tima og út- gjöld vegna dagpeninga. Það er semsé algert bruðl að nota ekki fljótvirkasta ferðamátann. Reyndar segir Jónas meö ólíkind- um hversu algengt það er á íslandi að menn vilji vera sem allra lengst í útlöndum til að fá dagpeninga- greiðslur. Hann segist ekki þekkja til þess að slíkt tíðkist annars stað- ar. Nú eru íslendingar hættir að skammast sín fyrir að reka fyrir- tæki með gróða. Kannski verður næsta skrefið að þeir fari að nýta tima sinn og fjármuni með skyn- samlegum hætti þegar þeir ferðast til útlanda i viðskiptaerindum. Kaup á enska boltanum Áskrifandi hringdi: Mikið fannst mér undarlegt að heyra í fréttum Stöðvar 2 að kaup- in á einkarétti enska boltans væri stórsigur fyrir áskrifendur. Fyrir það fyrsta kostar samningurinn stöðina tugi ef ekki hundruð miflj- óná króna. Þessi kostnaður greiðist auðvitað upp að hluta af auglýsend- um, en aldrei allur, sem þýðir að á endanum þurfa áskrifendur að borga brúsann meö hækkuðum af- notagjöldum eða minni gæðum annars efhis. Því er það svo að í rauninni töp- um við á þessu brölti Stöðvar 2 við að ná sér í enska boltann þar sem við höfðum hvort sem var aðgang aö honum hjá RÚV. Þar valt kostn- aðurinn ekki bara á áskrifendur heldur alla sjónvarpseigendur, sem hlýtur í raun að hafa verið betra fyrir áskrifendur Stöðvarinnar. Gáfulegra hefði verið að leyfa RÚV að hafa laugardagsboltann en fá sýningarrétt á leikjum á öðrum timum, eins og gert var á síðasta vetri. Eiturlyfjavandinn Hörður Atli Andrésson skrifar: Forseti íslands gerir að umtals- efni eitm-lyflanotkun ungs fólks sem er staðreynd enda forsetinn sá heilbrigðasti frá stofnun lýðveldis- ins. Flæðandi eiturlyf í landið og hræðileg ofbeldisverk í kjölfarið. En ég hef stundum velt því fyrir mér hve margir af þessari íhalds- grúppu suður í Reykjavík fjár- magni þennan innflutning. Dýr póstur Uros Ivanovich hiingdi: Það er ótrúlega dýrt að senda pakka til útlanda frá íslandi, ég bara trúi því ekki. Ég var að senda tveggja kílóa pakka til Slóveníu í dag og það kostaði 1462 krónur. Þetta flnnst mér alveg fáranlega dýrt og ég er bara hreint út sagt bálreiður yfir þessu öllu saman. Slóvenía er i Evrópu og þvi ætti ekki að vera dýrt að senda eitthvað þangað, en síðan er maður látinn borga upphæð sem myndi ábyggi- lega nægja til að senda pakkann til Mars eða Venusar ef maður væri staddur í flestum öðrum löndum. Innihald pakkans voru bamaföt sem voru keypt fyrir tvö þúsund krónur á útsölu en þegar maður þarf að senda pakkann fyrir þenn- an pening hverfúr allur spamaður- inn við útsölrma. Slysagildra Leigubflstjóri hringdi: Ég hef keyrt leigubil í nokkum tima núna og það vekur athygli mína að næstum hverja einustu helgi um þessar mundir verður umferðarslys á sama stað. Þetta er við ljósin á Bústaðavegi sem eru á brúnni yfir Kringlumýrarbraut. Ég næ ekki alveg að átta mig á því hvað það er við þennan stað sem veldur slysunum. Hins vegar tel ég að fróðir menn ættu að athuga þennan stað nánar til að finna það út svo hægt sé að afstýra frekari slysum. Látið Davíð vera Hildur hringdi: Alveg er það ótrúlegt hvað menn geta níðst og borið út róg um for- sætisráðherrann okkar um þessar mundir. í greinum dagblaða und- anfarið hafa til dæmis tveir frægir og „merkilegir" rithöfundar látið gamminn geisa og sagt Davíð vera einvald sem vilji allt iflt. Ég segi bara að þessir menn ættu að halda sér saman og sjá hvað hann Davíð Oddsson hefúr gert fyrir landið undanfarið. Hvað það varðar að hann sé frek- ur við ráðherrana okkar, þá virðist nú bara vera þörf á því öðm hvom þegar þeir em að klúðra hinu og þessu. Þá er nú betra að hafa ein- hvem röggsaman til þess að bjarga málunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.