Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
15
Mesta umhverfisátak
í Reykjavík í 90 ár
í dag er merkum áfanga náð í
holræsamálum borgarinnar þegar
framkvæmdum við ræsakerfi við
Ægisíðu og Eiðsgranda lýkur og
skólphreinsistöðin við Mýrargötu
ásamt tilheyrandi útrásum verður
tekin í notkun. Er óhætt að full-
yrða, að þessi framkvæmd er
mesta átak í umhverfis-
málum síðan Vatnsveita _____
Reykjavíkur var sett á
laggirnar fyrir tæpum 90
árum.
Undirbúningur ffam-
kvæmda við ræsakerfið
hófst 1989 og hafa fram-
kvæmdir staðið nær
óslitið síðan og er áætl-
aður heildarkostnaður
um 2,3 milljarðar króna.
Af þeirri upphæð er
kostnaður við hreinsi-
stöðina tæpar 800 m.kr.
og við aðalútrás um 350
m.kr. og nemur kostnað-
ur við þessa síðustu
áfanga kerfisins um
helmingi heildarkostn-
aðar. Hefur embætti
borgarverkfræðings
annast þessar fram-
kvæmdir undir stjórn gatnamála-
stjóra.
Samningar við nágranna-
sveitarfélög
Árið 1992 var
gengið frá samn-
ingum milli Garða-
bæjar, Kópavogs,
Reykjavíkur og
Seltjamamess um
byggingu og rekst-
ur holræsakerfis-
ins. Með samning-
um náðist sam-
staða um markmið
og leiðir varðandi
aðgerðir til að
stemma stigu við mengun af völd-
um frárennslis frá þeim sveitarfé-
lögum, sem að samningnum stóðu
og búast má
við að önn-
ur sveitarfé-
lög í ná-
grenninu
muni fylgja
svipaðri
stefnu.
Kjallarinn
Alfreð
Þorsteinsson
borgarfulltrúi
Frá Nauthólsvik á níunda áratugnum þegar sóldýrkendur flykktust þangað á góðum dögum. Nú
er von til þess að það veröi aftur hægt í framtíöinni.
Á þessu ári hefjast framkvæmd-
ir við hliðstæða hreinsistöð, sem
valin hefur verið staður á hafnar-
fyllmgu austan Laugarness. Gert
„Óhreinar fjörur á strandlengju
Reykjavíkur munu brátt heyra
sögunni til, og nú styttist í þaö
að hægt verði að nýta Nauthóls-
víkina aftur til sjóbaða eins og
fyrrum.“
er ráð fyrir að sú stöð verði tekin í
notkun árið 2000 og í henni verði í
framtíðinni hreinsað frárennsli frá
íbúum borgarinnar og hugsanlega
einnig frá íbúum Mosfellsbæjar.
í tillögu að stefnumótum í hol-
ræsamálum, sem nýlega var lögð
fram i borgarráði, er ekki gert ráð
fyrir að byggja nema þessar tvær
stöðvar þannig að um árið 2000
ætti samkvæmt þessu að verða
unnt að hreinsa á fullnægjandi
hátt frárennslið frá öllum íbúum
Reykjavíkur.
Rannsóknir á frárennsli í
Reykjavík hafa leitt í ljós að það
inniheldur afar lítið af efnum sem
náttúrunni eru framandi, þannig
að nægjanlegt er að sía og fjar-
lægja sand og fitu áður en því er
sleppt út.
Engu að síður hefur þess verið
gætt við hönnun og staðsetningu
hreinsistöðvarinnar við Mýrar-
götu að unnt sé að bæta við öðru
hreinsiþrepi komi í ljós að slíkt sé
nauðsynlegt.
Aftur sjóböö í Nauthólsvík
Sem betur fer ríkir skilningur
meðal Reykvíkinga á nauðsyn
þess að holræsamál borgarinnar
séu í viðunandi horfi. Óhreinar
fjörur á strandlengju Reykjavikur
munu brátt heyra sögunni til, og
nú styttist i það að hægt verði að
nýta Nauthólsvíkina aftur til sjó-
baða eins og fyrrum.
Stjórnmálamenn, sem amast við
jafn sjálfsagðri framkvæmd, verða
ekki hátt skrifaðir, þegar stundir
líða fram, frekar en þeir sem börð-
ust gegn Vatnsveitunni.
Alfreð Þorsteinsson
Er atvinnan á förum
til Asíulanda?
Með batnandi þjóðarhag og
framsæknu atvinnulífi og þegar
við blasa á næstu árum til alda-
móta miklar kjarabætur er eðli-
legt að íhuga, stefnir svo á öllum
sviðum þjóðlífsins? Er misskipting
vaxandi, er eignatilfærsla frá hin-
um mörgu til fárra útvaldra, mun-
um við í vaxandi mæli upplifa að
brot af hverjum árgangi ungs fólks
fer aldrei út á vinnumarkaðinn,
lifir á bótum? Kemur hið evrópska
munstur að maður fram af manni
lifir án þess að vinna og hvernig
fellur sllkt inn í fámennið hér?
Hvar kreppir að og hvar sjást
hættumerki ætti aö vera hin pólit-
iska spuming
dagsins í lok þess-
arar aldar ekki
síður en þeirrar
síðustu.
Frelsið snýst
og snýst
Fallegasta orð
allra tima er orðið
frelsi. Þjóðfrelsi,
verslunarfrelsi,
einstaklingsfrelsi,
frelsi til athafna.
Getur verið að frelsið sé misnotað
og undir merkjum frelsisins séu
einhverjir fjötrar þar sem ekki síst
frelsi einstaklinga sé misnotað, að
í hinum siðmenntaða heimi eigi
sér stað þrælahald og i skjóli þess
sigri slík lönd og yfirtaki markaöi
og nái til sín atvinnu?
Á milli jóla og nýárs birtist í
Morgunblaðinu viðtal við Þóri
Kjartansson, framkvæmdastjóra
Víkurprjóns í Vik. Þórir segir í
þessu viðtali frá samkeppni og
þróun sem er að eiga sér stað hér
og um alla veröld að Asíuríkin yf-
irtaka pijóna- og fataframleiðslu í
vaxandi stíl. Þórir fullyrðir að
enginn geti keppt við þennan
markað vegna þess að iðnjöframir
í Asíu fái vinnuaflið gefins. Okkur
finnst nú að lægstu laun hér séu
skammarlega lág og vart boðleg en
ef ein slík laun skiptast á 25-30
manneskjur í Asíu get-
um við séð á hvaða leið
hinn siðmenntaði
heimur er og hvort
frelsið sé ekki að búa
einhverjum helsi og fá-
tækt.
Við kaþólskari en
páfinn
Eru íslendingar
kannski kaþólskari en
páfinn og láta verslun-
arfrelsið vera heilagt,
hvemig og hvaðan sem
varan er fengin? Á
meðan spyr Evrópu-
sambandið um bak-
grunn og takmarkar
innflutning í, kvóta séu
forsendur samkeppni
ekki réttar. Það er eng-
in leið að horfa upp á nýja öld sem
sættir sig við þrælahald og mis-
notkun á vinnuafli.
Því þarf raunsæ og sívakandi
verkalýðshreyfing og neytenda-
samtök að huga að nýjum þáttum
í starfi sínu, ódýrasta varan kann
að vera illa fengin og svo illa feng-
in að þrælahald búi að baki og
fylgi í kjölfarið. Þrælahald lágra
launa sem ekki duga til fram-
færslu og upplýst er um barna-
þrælkun og slíkar
vörur berast hingað.
Snöggvast verður
mér litið á fallegu
norsku jólapeysuna
mína. Hvar er hún
framleidd? Er það
Noregur? Nei,
„made in China“.
Samstarf um verð-
lagsaðhald er gott
hjá verkalýðshreyf-
ingunni en er það
rekið svo hart að at-
vinnan skreppi úr
höndum íslendinga
og flytjist í fjarlæg-
ar álfur?
Því spyr einn efins í
lok þessarar grein-
ar. Verða störf
þjóða, sem virða
vinnuaflið og gera kröfu um
mannsæmandi laun, í vaxandi
mæli flutt til Asiulanda eða verð-
ur vörnin sú að halda vinnunni
hér en lækka kaupið? Þessi stefna
mun ekki síst bitna á svokölluðum
kvennastörfum, störfum sem
stærri hluti kvenna sinnir og hafa
laun fyrir sem eru því miður lág-
launastörf í dag.
Guðni Ágústsson
„Samstarf um verðlagsaðhald er
gott hjá verkalýðshreyfingunni en
er það rekið svo hart að atvinnan
skreppi úr höndum íslendinga og
flytjist í fjarlægar áifur?“
Kjallarinn
Guöni Ágústsson
alþinglsmaöur
Meö og
á móti
Flutningur
ríkissjónvarpsins í
Efstaleiti
Endurnýjun
nauðsynleg
„Rikisstjornm hefur heimilað
að Sjónvarpið flytji starfsemi
sína í Útvarpshúsið við Efsta-
leiti. Þessi ákvörðun hefur verið
tekin að und-
angengnum ít-
arlegum um-
ræðum og
vandlega at-
huguðu máli.
Sjónarmið
kvikmynda-
gerðarmanna
hafa komið
fram á fyrri
stigum máls-
ins.
Markús Örn Ant-
onsson útvarps-
stjóri.
Ríkissjón-
varpið sjálft þarf að fylgjast með
tímanum og endurnýja sig
tæknilega en mun jafnframt eiga
aukin viðskipti við sjálfstæða
framleiðendur innanlands varð-
andi kaup á dagskrárefni.
Nýr upptökusalur i Útvarps-
húsinu er ekki settur til höfúös
íslenskum kvikmyndagerðar-
mönnum. Þvert á móti tel ég að
hagkvæm samnýting á honum
geti átt sér stað á milli ríkissjón-
varpsins og framleiðenda. Þann
kóst þarf að kanna gaumgæfi-
lega.“
Ari Kristinsson, for-
maður Sambands
íslenskra kvik-
myndaframlelö-
Húsið úrelt
„Rökin eru í fyrsta lagi þau að
með breyttri tækni þarf Ríkisút-
varpið ekki lengur að framleiða
svona mikið efni. Þaö er til fullt
af fyrirtækjum úti í bæ sem geta
framleitt efni. Ríkisútvarpið á
aðallega að
vera í því að
kaupa efnið og
senda það út.
Ef Ríkisút-
varpið tæki
þennan millj-
arð, sem það
ætlar í húsið
og keypti efni
bara fyrir
vextina af
milljarðinum,
myndi íslensk
dagskrá alveg stórbatna á næstu
árum og hlutur íslensks efnis
margfaldast. Þótt búið sé að
byggja húsið hlýtur að mega
selja það einhverjum. Húsið er
líka byggt á mjög óhagkvæman
hátt og ekki í takt við öra tækni-
þróun.
Það eru allir íslenskir kvik-
myndagerðarmenn á þessari
skoðun.
Alls staðar í heiminum eru
sjónvarpsstöðvar hættar að
framleiða efni sjálfar. Ef íslenska
ríkið ætlar að senda út efni þá á
það bara að kaupa það á sem
hagkvæmastan hátt.
Ríkið er í samkeppni við okk-
ur kvikmyndagerðarmenn og fer
illa með peninga skattborgar-
anna.
Þessu til stuðnings má nefna
að níutíu mínútur af Sunnudags-
leikhúsinu, sem Sjónvarpið
framleiðir sjálft, kosta um 18
milljónir á meðan það kaupir ís-
lenskar kvikmyndir á þrjár millj-
ónir.
Með þessu er ríkið að fram-
leiða efni á mjög óhagkvæman
hátt og því á að hætta." -glm
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is