Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 17
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 17 I>V Fréttir Mengunarlausir bílar: Viltu styrkja stöðu þína ? Dísilskattar af rafbílum Sama þungaskatt þarf að greiða fyrir hvern ekinn kílómetra á raf- eða vetnisknúnum fólksbíl eins og þarf að greiða fyrir akstur sams konar dísilbíls. Eigendur dísilbíla og bíla sem knúnir eru öðrum orkugjöfum en bensíni geta valið um hvort þeir greiða árlegt fastagjald eða 7,09 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Fastagjaldið er hins vegar mis- munandi eftir þyngd bílanna. Það er 94.273 kr. fyrir bíl allt að eitt tonn á þyngd. Fyrir bíl allt að 1500 kg er ár- gjaldið 113.163 og fyrir bíl allt að tvö tonn er árgjaldið 132.053 kr. Sérstak- an 50% afslátt má veita frá fasta- gjaldinu ef verið er að gera tilraun- ir með innlenda orkugjafa. Hjálmar Árnason alþingismaður er formaður þingnefndar sem fjallar um möguleika á notkun innlendra orkugjafa fyrir farartæki og skip og hagnýtingu vetnis. Hann segir að hér á landi sé vaxandi skilningur á því að ýta þurfi undir notkun meng- unarlausra farartækja til að draga úr umferðarmengun. Til greina komi að lækka verð á raforku sem notuð er á bíla í þessu skyni. Hreinir rafbílar frá stórum bíla- framleiðendum, t.d. Peugeot, Toyota og VW, eru eins í útliti og bílar sem knúnir eru hefðbundnum orkugjöf- um og komast um 100-150 km á raf- hleðslunni. Þá þarf aö endurhlaða geymana sem tekur 4-7 klst. Þetta er einmitt helsta fótlun rafbíla: Þeir komast mun skemmra á hverri raf- hleðslu en venjulegir bensín- og dísilbílar á tankfylli og langan tíma tekur að endurhlaða þá á ný. Venju- legir blý/sýrurafgeymar eru auk þess mjög þungir og endast tak- markað. Þá hefur bæði framleiðsla þeirra og fórgun verulega mengun- arhættu í for með sér. Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól að fella niður vörugjald af rafbíl- um. Þá þarf heldur ekki að greiða vörugjald af bílum sem ganga fyrir vetni og svokallaðir hybrid-bílar eru undanþegnir vörugjaldi tíma- bundið. Hybrid-bílar eru í raun raf- bílar sem i er lítil bensín- eða dísil- vél sem framleiðir rafmagn inn á rafgeyma bílsins. Hjálmar Árnason var spurður hvort ekki væri eðlilegt, i ljósi framantalinna takmarkana á nota- gildi rafbíla, að þeir sem vildu leggja það á sig að eiga og reka raf- bíla í nafni umhverfisverndar fengju undanþágu frá dísilsköttum. Hann segir að eftir að vörugjald af rafbílum var fellt niður hafi miðl- ungsstór rafbíll lækkað í verði um 5-600 þúsund krónur. Miðað við 350 km akstur á viku á hreinum Hjálmar Árnason alþingismaður. rafbíl hafi verið reiknað út að notkun hans kosti um 200 þúsund krónum minna á ári en akstur til- svarandi dísilbíls með mæli. Hver rafhleðsla kosti um 43 krónur á dag. Hjálmar útilokar hins vegar ekki að stjómvöld geri betur í því að ýta undir almenna notkun rafbíla, t.d. með því að endurgreiða að hluta eða öllu leyti þá raforku sem notuð er á bíla eða verðleggja hana sérstaklega ódýrt. „Það er mjög vaxandi skiln- ingur á nauðsyn slíkra stjórnsýslu- aðgerða í því skyni að minnka mengun frá bílum,“ segir Hjálmar Árnason alþingismaður. -SÁ ^Kynningarfundur í kvöld og annað kvöld kl. 20.30^ -Allir velkomnir- Vissir þú ... Vissir þú að ótrúlega mikið er vitað á hnettinum í dag um líf eftir dauðann? Hvar framliðnir eru og hvers eðlis þess- ir handanheimar eru, jafnt sem mikið er vitað um huldu- fólk, um berdreymi og um drauga, afturgöngur, líkamn- inga, geimverur og um miðilssambönd við framliðna? Og vissir þú að hér á landi er starfrœktur vandaður skóli fyr- ir almenning með hóflegum skólagjöldum til að frœðast um flestallt sem vitað er um þessa afar merkUegu málaflokka á sem víðsýnastan hátt? Og hvað ertu þá að draga það að kynna þér málið afgaum- gœfni? Skólinn er starfahdi eitt kvöld í viku eða eitt laugar- dagssíðdegi í viku fyrir nemendur. í afar þœgilegu og vina- legu andrúmslofti. Og skólinn her svo sannarlega viðurnefnið ,,skemmtilegasti skóinn íhænum“ með réttu. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmti- legasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar kl 14 til 19. Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050 Ahugavert og spennandi skipulagt starfsnám OOOaQQO QQQ1 qoq□QQQaoa. /'ooaaqqq ooq Vc Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita nemendum innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureikniforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á morgun og kvöldtíma tvisvar sinnum í viku. Skráning og upplýsingar í síma 5685010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 V j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.