Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 18
18 enning MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 ÍjV Eldmóður og „Hví skyldi ég vera háður tímanum? Betra væri að hann væri háður mér,“ segir Bazarov, fuiiur af eldmóði hins uppreisnargjarna nihi- lista í leikritinu Feður og synir. Verkið lýsir meðal annars sígildum átökum æsku og íhalds- samrar eldri kynslóðar, þar sem æskan afneit- ar öOum reglum og krefst niðurrifs á viðtekn- um venjum og viðhorfum áður en hægt er að hefja uppbyggingu betra þjóðfélags á rústum hins gamla. Þetta er leikgerð hinnar viðamiklu skáld- sögu ívans Túgenjevs, sem fyrst kom út árið 1862, og á sviðinu er stiklað á stóru í frumskógi hugmynda og rökræðna sögunnar. Alexei Borodín semur leikgerðina og er jafnframt leikstjóri. Heildarmynd verksins virkar nokkuð heil- steypt en framvindan er samt dálítið skrykkj- ótt og ber þess merki að óhjákvæmilega er far- ið yfir söguna í stórum stökkum. Sýningin end- urspeglar tíðindalitla tilveru, menn gefa sér góðan tíma og stundum er eins og klukkan gangi hægar og hægar í atriðunum. Sviðið er rúmt og mildur litaskalinn í sviðsmynd og búningum tekur undir tilfmningu um kyrr- stöðu. Falleg og undurljúf tónlist og mildileg lýsing styðja þetta andrúmsloft en hins vegar fær uppsetningin lítinn enduróm af þeim stóru spumingum sem höfúndur er að fást við í skáldsögunni. Þar er fjallað um grundvallarat- riði mannlegra samskipta og djúpstæðar til- finningar. Grimmd og tilfmningakulda og fólk í heimi á mörkum mikilla breytinga. Það virkar truflandi að leikaramir era látn- ir flytja húsgögn og sviösmuni fram og aftur um sviðið þegar uppröðun er breytt á milli at- riða og aðalsmennirnir leggja sjálfir á borð og bera leirtau á bökkum. Þessar jarðbundnu athafnir falla ekki að framvindunni og drepa athyglinni á dreif. Leikhópurinn í heild hefur dempað yfirbragð svo að stundum þótti manni nóg um. Menn vega hver annan með orðum (og jafhvel bókstaflega) í mestu góðsemi og ástamálin nálgast suðu- punkt án þess að persónumar bregði svip að heitið geti. Jafiivel dauðastríð helsjúkrar aðalpersón- unnar verður eins og róleg rabb- stund. Af þessum sökum verða persónu- lýsingamar í mörgum tilfellum óþarflega bragð- daufar og tilfmningasnauðar og aðeins fáum leikur- um í hópnum tekst að bjótast út úr settlegheitunum og stimpla sína karaktera virkilega inn. Best tekst það hjá Þorsteini Gunnarssyni og Pétri Einarssyni. Þorsteinn túlkar afbragðsvel persónu sem eitt sinn „var ljón“, eins og sagt er í verkinu, en sleikir nú sárin í sveitinni, beiskur og brotinn. Pétur var glimrandi í túlkun sinni á gamla herlækninum, fóð- Eggert Þorleifsson og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverkum sínum í Feörum og sonum. DV-mynd Pjetur Leiklist Auður Eydal ur Bazarovs, og náði að mínu mati langbestum tök- um á treganum í verkinu. Kristján Franklín Magnús fer með burðarhlut- verkið, Jevgení Vasiljevítsj Bazarov. Hann beitir sér ekki að fullu og fer að mínu mati of mikið með lönd- um í túlkuninni þó að persónan sé vel mótuð. Hins ------------- vegar fellur túlkun hans vel að heildarmyndinni en þama er um einhvem allsherjar herslmmm að ræða sem gæti breyst þegar sýning- in fer að slípast. Bjöm Ingi Hilmarsson er vörpu- legur Arkadí og gerir persónuna að- laðandi. Eggert Þorleifsson vissi ekki almennilega hvað hann átti að gera úr föður hans og varð fyrir vikið óþarflega tvístígandi en Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir kom afskaplega vel fyrir í hlutverki ást- konunnar, Fenetsjku. Halldóra Geirharðsdóttir fannst mér eins og iða í skinninu eftir að gæða aðalskonuna Önnu Sergejevnu meira lífi en eins og aðrir bar hún sig settlega og sýndi ekki miklar tilfmningasveiflur. Dansinn var finn. Sóley Elíasdóttir fór fallega með hlutverk Kater- ínu og Guðrún Ásmundsdóttir brást ekki sem gamla móðirin. Það er fróðlegt að bera leiðina sem Alexei Borod- ín fer í leikstjóm og uppsetningu á Feðrum og son- um við vinnubrögð leikhúsmannanna frá Litháen. Um útkomu af eldmóði þeirra og ögrandi frískum hugmyndaútfærslum hefur vissulega sitt sýnst hverjum en hér ættu þeir sem heldur kjósa „hefð- bundnari" uppsetningar að fá nokkuð við sitt hæfi og gullið tækifæri til að skoða þessar ólíku leiðir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Stóra sviði Borgarleikhúss: Feður og synir eftir ívan Túrgenjev Leikgerð: Alexei Borodín Þýtt af Ingibjörgu Haraldsdóttur Hljóð: Baldur Már Arngrímsson Dansar: Þórhildur Þorleifsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Leikmynd og búningar: Stanislav Benediktov Leikstjórn: Alexei Borodín Meira en yfirborðið Jólaframsýning Leikfélags Akureyrar var á vinsælu leikriti á mannlegu nótun- um, Á ferð með frú Daisy. Eftir hlé frá því fyrir áramót hófust sýningar aftur nú um helgina og ef að líkum lætur eiga frú Daisy og þeldökki bílstjórinn hennar eftir að ylja hjörtum áhorfenda fram eftir vetri. Það mátti merkja eilítið hik á leikend- um í upphafi eins og þeir væra svolitla stund að komast í gang en það lagaðist þegar á sýninguna leið. Margir þekkja margverðlaunaða kvik- mynd sem gerö var eftir leikritinu en rétt er að taka fram að engin ástæða er til að láta það fæla sig frá að fara í leikhúsið. Á milli leikara á sviði og áhorfenda í sal myndast sérstakt samband, ekki síst þar sem nándin er mikil eins og á Renniverk- stæðinu. Ásdis Skúladóttir leikstjóri stýr- ir leikendum af nærfæmi og lætur kímn- ina í verkinu njóta sín án þess aö draga úr snörpum undirtóni alvöra sem undir býr. Hlín Gunnarsdóttir hannar sviðsmyndina af tölu- verðri hugkvæmni, þannig að skiptingar á milli at- riða ganga hratt fyrir sig. Húsbúnaður, bílar og bún- ingar sýna þann tíma sem verkið gerist á. Atburðir spanna aldarfjórðung og þar er lýst samskiptum fullorðinnar ekkju, frú Daisy, og bíl- stjóra sem sonur hennar ræður í vinnu. Sú gamla er ekki hrifin af að fá einkabílstjóra og þykist fullfær um að aka sjálf eins og hún hefur alltaf gert. En aldrei þessu vant verður hún að láta í minni pokann. Leikendur era aðeins þrír og auðvitað stendur svona sýning og fellur með því hvernig persón- urnar skila sér til áhorfenda. Frá höfundarins hendi er jafnræði með hlutverkum Daisyar og bílstjórans Hokes í verkinu en sonurinn Boolie er er nöldrið mest í nösunum á henni og undir skrápnum býr hún yfir skarpri kímnigáfu og hlýju hjarta. Allt þetta skilar sér í leik Sigurveigar. Verkið gerist að mestu i Atlanta í Ge- orgíu á tímabilinu 1948-1973 þar sem for- dómar og kynþáttahatur gegn þeldökku fólki grassera. Daisy er sjálf gyðingur og þess vegna ekki alveg ókunnugt um þá tilfinningu að vera af minnihlutahópi. Kannski er það þess vegna, sem hún lær- ir með tímanum að meta Hoke og með þeim myndast innilegt vináttusamband. Þráinn Karlsson lýsir Hoke af hlýjum skilningi og sýnir vel bæði stolt hans og mannkosti. Það kemur ekki á óvart að Þráinn á létt með að túlka þessa persónu og þar er enga hnökra að finna. Á milli þeirra Sigurveigar myndast óvenjulega góður samhljómur sem skilar inntaki verksins til áhorfandans án allrar væmni. Aðalsteinn Bergdal leikur Boolie, son frú Daisy, sem er undir hælnum á eigin- konunni en móður sinni ákaflega góður sonur. Að- alsteinn fer skemmtilega en um leið nærgætnis- lega með hlutverkið sem auðveldlega gæti orðið of skoplegt. Gervi allra leikendanna er fádæma gott og bæði förðun og fas tekur hægum breytingum eft- ir þvi sem á verkið líður. Á ferð með frú Daisy er góð og vel unnin sýning, með boðskap sem á er- indi við alla. Leikfélag Akureyrar sýnir á Renniverkstæðinu: Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjórn: Asdis Skúladóttir Milli frú Daisy og þeldökka einkabílstjórans myndast innilegt vin- áttusamband. Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverk- unum. Leiklist Auður Eydal líka ómissandi persóna, eins konar tengiliður þeirra við lífið utan límósínunnar. Sigurveig Jónsdóttir leikur frú Daisy sem í upphafi verksins er 72 ára en 97 ára í lokin. Hún eldist og hrömar eins og gefur að skilja og geng- ur undir lokin á viljakraftinum einum saman. Sigurveig sýnir þessar ytri breytingar á sannfær- andi hátt án allra öfga og vinnur afskaplega vel úr hlutverkinu. Þó að frú Daisy geti verið hvöss Stofnun AM Sverrir Jakobsson sagnfræð- ingur og Andri Snær Magnason skáld voru tilnefndir til Ný- sköpunarverðlauna forseta ís- lands sem Brynhildur Sigurðar- dóttir heim- spekinemi hlaut I lið- inni viku. Verkefni Andra Snæs og Sverris hét („Leitað leiða til að kynna menningararfinn" og var unnið hjá Stofnun Árna Magnússon- ar. Andri vann lengur að verk- efninu en Sverrir og var gríðar- Slega upptekinn af því, ræddi við alla sem vildu á hann hlýða um hvað handritin væru falleg og | skemmtileg, myndirnar í þeim stórkostlegur listauki sem eng- inn vissi um, rimnakveðskap- | urinn heillandi á segulbands- spólunum sem enginn hefur Itölu á í geymslum safnsins og | svo framvegis. Yngra fólk í bænum, sem ekki hefur söguna alveg á tæra, heldur síðan að stofnunin heiti Stofnun Andra Magnússonar... Menningararfinn til barnanna Á föstudaginn var hér á síð- unni viðtal við séra Sigurð Pálsson og Iðunni Steinsdóttm* rithöfund sem fengu verðlaun IHagþenkis fyrir nýjar kristin- fræðibækur. Raunin var sú að meira og minna hafði verið hætt að kenna biblíusögur í skólum landsins vegna skorts á aðlaðandi kennsluefni og stefndi í óefni. Því hvað sem menn meina um kristindóminn þá skilur enginn maður bók- menntir og listir heimsins nema þekkja frásagnir Biblí- unnar. Það er alvöramál að ; ræna börn þessari menningar- f legu undirstöðu og fagnaðarefni j að nú skuli hafa verið bætt svo l veglega úr skortinum. Þess má geta í framhjáhlaupi j að Anna Cynthia Leplar teikn- ar ekki ein í þessar bækur eins j og mátti ætla af fréttatilkynn- ingu. Þóra Sigurðardóttir myndlýsir þá nýjustu og þær tvær sem eftir era. í dag er rætt við Kristínu Einarsdóttur kennara sem 1 er með spennandi þjóðsagna- þætti á rás 1. Hún hef- ur líka komið því j svo fyrir í s skólanum þar s sem hún kennir að hún skiptir við aðra kennara : einn tíma í viku og segir bekkn- um þeirra Grettis sögu. Hún er nú búin að segja öllum sex ára j börnum skólans söguna og er j byrjuð á sjö ára börnum, auk þess sem hún hefur sagt sínum eigin bekk söguna en í honum eru 13 ára unglingar. Öll hafa þau gersamlega heillast af sög- unni, smá sem stór, og fyllst af samúð í garð þessa fornkappa j sem gæti svo vel rotnað óáreitt- ur í gröf sinni. Kristín kennir líka Laxdælu í j endursögn frá Námsgagnastofn- ; un og hefur ekki átt í vandræð- um með að fá 13 ára nemendur til að taka afstöðu til siðferöi- j legra álitamála í sambandi við j ástir söguhetja. Öllu máli skipt- ir aö þau fái trú á að þessar gömlu sögur séu skemmtilegar, ; segir Kristín, þá lesa þau þær í j hvaða formi sem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.