Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 19
MANUDAGUR 12. JANUAR 1998
19
DV
Fréttir
Minkafóður framleitt til útflutnings í Sandgerði:
Minkur rann á lyktina
DV, Suðurnesjum:
„Við ætlum okkur að ná eins
miklu hráefni og hægt er í fyrirtæk-
inu á fyrstu fjórum mánuðum árs-
ins. Við þurfum þá aö framleiða
50-60% af ársframleiðslu," sagði
Teitur Garðarsson, framkvæmda-
stjóri Skinnfisks hf. í Sandgerði.
Fyrirtækið framleiðir hráefni til
minkafóðurs.
Skinnflskur hóf starfsemi 14. okt-
óber 1997. Tveir farmar, um 3800
tonn, hafa verið fluttir út frá Sand-
gerði til Danmerkur til endanlegrar
framleiðslu á fóðrinu en Skinnfisk-
ur fær áætist hráefni sem Danirnir
eru ánægðir með. Skipakomur hafa
aukist verulega í Sandgerði vegna
starfsemi fyrirtækisins en hráefnið
- fiskafurðimar - kemur frá fram-
leiðendum á Reykjanesi og einnig í
framtíðinni frá Reykjavík. Þegar
Skinnfiskur fær hráefnið er það
hakkað og fryst á bretti. Fram-
leiðslugetan er 150 tonn á sólar-
hring, en það þarf að frysta 85 tonn
á sólarhring.
„Ég hefði viljað framleiða meira
en við höfum ekki fengið nægilegt
hráefni. Hingað til hefur vertíðin
verið heldur léleg,“ sagði Teitur. Hjá
fyrirtækinu starfa átta manns en á
bestu mánuðunum allt að 12 manns.
Það varð uppi fótur og fit þegar
minkur labbaði inn á gólf fyrirtæk-
isins, sem framleiðir minkafóður,
ekki alls fyrir löngu. Rann auðvitað
á fisklyktina og gerði sér framleiðsl-
una að góðu. Ekki var annað að sjá
en hann væri mjög ár.ægður með
hana. Lét ekki menn trufla sig við
átið. Að fá mink í heimsókn lýsir
gæðum hráefnisins sem fyrirtækið
framleiðir.
„Minkurinn kom hingað inn og
fór að éta. Var mjög gæfur. Við
veiddum hann í gildru og höfum gef-
ið honum. Hann étur mikið og vel.
Ætli við komum honum ekki fyrir í
minkabúi," sagði Teitur. -ÆMK
%
á IVIB SCANllP^
C1
Framleiðum brettakanta,
sólskyggni og boddíhluti
vörubíla og van-bíla.
Sársmíði og viðgerðir.
jsl (D
ALLT PLAST
Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
Teitur Garöarsson meö minkinn sem kom í heimsókn. DV-mynd Ægir Már
Dalamenn kveðja árið
DV, Hólmavik:
íbúar í Saurbæjarhreppi í Dala-
sýslu hafa í áratugi haldið þeim sið
að efna til brennu og skjóta upp
flugeldum miösvæðis í sveitinni um
það leyti sem árið er að telja út og
nýtt að heilsa. Þetta hefur verið
fastur liður þegar veður hefur ekki
hamlað.
Það eru félagar í Stjömunni, ung-
mennafélagi sveitarinnar, sem hafa
haft veg og vanda af öllum undir-
búningi svo og framkvæmdinni. Að
brennu lokinni hefur fólk jafnan
komið saman í félagsheimilinu
Tjamarlundi þar rétt hjá og átt nota-
lega samverustund yfir léttri tónlist.
Á allra síðustu árum hefur færst
í vöxt, þegar færð er góð, að ungt
fólk ekki síst bregði sér til Reykhóla
eða í Búðardal á þessum tímamót-
um að lokinni brennu. Fleira fólk
þar og meira um að vera. Að þessu
sinni var veður eins og best verður
á kos- ið, nær logn og úrkomulaust
með öllu. Hitastigið eins og best
verður á kosið á þessum árstíma.
Því skemmtu bæði ungir sem hinir
eldri sér hið begta. Guðfinnur
ÍÍSÍHÍ
Námsflokkar Hafnarfjaröar
Gagnleg og skemmtileg námskeið
á vorönn 1998
BÓKLEG NÁMSKEIÐ
íslenska, stafsetning og málfræði.
Stærðfræði (talnareikningur, alm. brot, prósentureikningur,
algebra).
Islenska fyrir útlendinga (byrjenda- og framhaldsnámskeið).
Erlend tungumál (byrjenda- og framhaldsnámskeið og
námskeið með áherslu á tal).
Danska. Norska. Sænska. Enska. þýska. Franska. ítalska.
Spænska.
Aðstoð fyrir skólafólk.
10. bekkur grunnskóla.
íslenska. Stærðfræði. Danska. Enska.
Framhaldsskólar.
íslenska. Stærðfræði. Erlend tungumál.
VERKLEG NÁMSKEIÐ OG LISTGREINAR
Tréútskurður. Fatasaumur. Bútasaumur og „flís og fix“.
Fluguhnýtingar.
Teiknun og málun. Myndlist fyrir börn og unglinga.
Skrautritun.
Páskaskreytingar. Silkimálun. Körfugerð. Leirmótun.
ONNUR NÁMSKEIÐ
Innanhússskipulagning. Skattskýrslugerð. Fluguköst.
Ljósmyndun.
Bókfærsla/rekstur og bókhald smáfyrirtækja. Tölvubókhald.
Garðyrkja. Hönnun og skipulagning heimilisgarðsins.
Trépallar og skjólveggir.
Hellu- og steinalagnir/hleðslur. Plöntur og plöntuval.
Sportköfun. Lesblinda
INNRITUN fer fram á skrifstofu Námsflokka Hafnarfjarðar,
Strandgötu 31,2. hæð,
dagana 19.-22. janúar kl. 13-19.
Upplýsingar um námskeiðin veittar í síma 565 1322.
Kennsja hefst skv. stundaskrá mánudaginn 26. janúar.
Ath! Ymis stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms í
Námsflokkum Hafnarfjarðar.
skóli ólafs gauks
Innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, síml 588-3730, fax 588-3731.
Eftirtalin námskeið eru í boði á vorönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í
ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er:
LETTUR
UNDIRLEIKUR
1.
FORÞREP FULLORÐINNA
Byrjendakennsla, undirstaða,
léttur undirleikur við alþekkt lög.
2. FORÞREP UNGLINGA
Byrjendakennsla, sama og
Forþrep fullorðinna.
3. LÍTIÐ FORÞREP
Byrjendakennsla fyrir börn að 10
ára aldri.
4. FORÞREP II
Beint framhald Forþreps eða
Forþreps 3 - meiri undirleikur,
einkum „plokk“ o.m.fl.
5. FORÞREP III
Beint framhald Forþreps eða
Forþreps 2, dægurlög
undanfarinna 20-30 ára, byrjun á
þvergripum o.m.fl. A
6. BÍTLATÍMINN A
Eitt af Forþrepunum. Aöeins leikin
lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög
Bítlanna sjálfra, Rolling Stones,
vinsæl íslensk lög o.fl.
7. TÓMSTUNDAGÍTAR
Byrjendakennsla (sama og
Forþrep fullorðinna, en styttra)
fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við
Tómstundaskólann.
HEFÐBUNDINN
GÍTARLEIKUR
8. FYRSTA ÞREP
Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir
byrjendur lærð með þvl að leika
léttar laglínur á gítarinn o.m.fl.
Forstig tónfræði. Próf.
9. ANNAÐ ÞREP
Framhald fyrsta þreps, leikin
þekkt smálög eftir nótum,
framhald tónfræöi- og
tónheyrnarkennslu. Próf.
10. ÞRIÐJA ÞREP
Beint framhald Annars þreps.
Verkefnln þyngjast smátt og
smátt. Framhald tónfræði- og
tónheyrnarkennslu. Próf.
11. FJÓRÐA PREP
Beint framhald þriöja þreps. Bæði
smálög og heföbundið
gítarkennsluefni eftir þekkt
tónskáld. Tónfræöi, tónheyrn.
Tekur tvær annir. Próf.
12. FIMMTA ÞREP
Beint framhald Fjórða þreps.
Leikiö námsefni veröur
fjölbreyttara. Tónfræöi, tónheyrn.
Tekur tvær annir. Próf.
HÆGT AÐ FA LEIGÐA
HEIMAGÍTARA
KR. 1500 Á ÖNN
Sendum vandaöan
upplýsingabækling
ONNUR
NÁMSKEIÐ
13. JAZZ-POPP I
Þvergrip, hljómauppbygging,
tónstigar, hljómsveitarleikur
o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin.
14. JAZZ-POPP II / III
Spuni, tónstigar, hljómfræöi,
nótnalestur, tónsmíð, útsetning
o.m.fl.
15. TÓNSMÍÐAR I / II
Byrjunarkennsla á hagnýtum
atriðum varðandi tónsmíðar.
Einhver undirstaða er
nauðsynleg.
16. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll
Innifalin í námi.
17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN
FYRIR ÁHUGAFÓLK
Fyrir þá, sem langar að kynna
sér hið einfalda en fullkomna
kerfi nótnanna til þess m.a. að
geta sungiö eða leikið eftir
nótum.
18. KASSETTUNÁMSKEIÐ
Námskeið fyrir byrjendur á tveim
kassettum og bók, tilvalið fyrir þá,
sem vegna búsetu eða af öðrum
ástæðum geta ekki sótt tíma í
skólanum en langar að kynnast
gítarnum. Sent í póstkröfu.
© 588-3730
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17