Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Síða 20
20
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
Björn Halldórsson setur á stofn minningarsíðu um látna ástvini:
Verður á vefnum um ókomna tíð
Konur
Femínistar allra landa sam-
einist! Það gæti verið kjörorð
síðunnar á slóðinni http://
www.womenslink.com sem
inniheldur upplýsingar um
konur og tengingar í aðrar
slíkar síður.
Þjórfé
Margir eru í vandræðum
með hversu mikið þjórfé þeir
eigi að gefa á ferðum sínum
erlendis við mismunandi að-
stæður. En hjálp er á næsta
leiti. Skoðið slóðina http://
www.cis.columbia.edu/
homepages/gonzalu/tipping.
html.
Saga dagblaða
Hvemig urðu dagblöð til í
Bandaríkjunum? Svarið við
því fæst á http://weber.u.
washington.edu/~vgillis.
} ;
Gegn tyggigómmíi
Það eru margir sem geta ekki
þolað þá sem blása tyggjóinu út
í allar áttir og klessa því síðan
framan í sig. Þeir sem þola
þetta ekki geta fundið sína
þjáningarbræður á http://
www.nogum.com.
Björn Halldórsson, sem nú vinn-
ur að gerð heimasíðu fyrir sænska
símafyrirtækið Ericsson, hefur í frí-
tíma sínum unnið að öðram athygl-
isverðum vef. Þar gefst fólki kostur
á að setja inn minningarorð um
látna ástvini sina, upplýsingar um
afkomendur, myndir o.fl.
Fjölskyldur tengdar
Bjöm segir að á síðunum sé hver
látinn einstaklingur með eina minn-
ingarsíðu. Á henni er hægt að birta
æviágrip, minningargreinar og
myndir úr lífi hins látna. Einnig sé
hægt að tengja síðuna við aðra
minningarsíðu ef þeir tveir tengjast
á einhvera hátt. „Þannig er jafnvel
hægt að tengja saman heila fjöl-
skyldu og mynda ættartré," segir
Björa. Hann segir að fólki sé hins
vegar alveg í sjálfsvald sett hversu
mikið það gerir úr síðunni.
Einn besti kosturinn við síðuna
(og reyndar vefinn almennt) er sá
að hægt er að breyta og bæta við
upplýsingum hvenær sem er. „T.d.
er hægt að bæta við nýjum afkom-
endum hins látna um leið og þeir
fæðast. Þetta verður því mjög lif-
andi minning," segir Bjöm. Hann
bendir einnig á að aðrir fjölskyldu-
meðlimir geti fengið lykilorð síð-
unnar og bætt sjálfir við upplýsing-
um þegar þeir vilja.
Það er ekki aðeins hægt að skrá
upplýsingar heldur er einnig hægt
að leita í þeim. Boðið er upp á að
leita að mönnum sem fæddust eða
létust á einhverju ákveðnu tímabili
og að sjálfsögðu einnig að ákveðnu
nafni.
Bjöm segist leggja áherslu á að
gera vefinn eins einfaldan í notkun
og hægt er þannig að þeir sem ekki
eru vanir þvi að nota Netið geti
komist í þær upplýsingar sem þeir
leita að fljótt og vel.
« File Edit Uieiu Go £ d"] 8:38 2) 88
□ Netscape: Minninq 0
'■é- 3- fíjt .@t csF V m
i: Biok Forward Reload Home Seoroh Guide Images Prínt Seourity Stop
-. Netsite: (http ://wvrw.minniog com/cqi-bin/minntftg/Miftftinq.exe ■... 1
Hjálp
Upplýsingar
Frásagnir
Miölun
Stofna
ddiBbsrádtitif
I>|ikjÖ9EI(ákt Bo|MÉa
Bjora«dtfttir
íf
(ÍIUUIK d.uio K>n) (mujjnn. d.xm.xvs.) (cuooiku <WMim.)
Lesa eða skrifa f ninmngarsíðu númer: | Luae&atkHfa |
Leita
Y firSl yfir miuiingarsiOnr:
(S)Fsddir O LStnir: Dagj mánnðj ár| | LeMa |
(S)Fæddir Q Lálnir: ÁmUáraimaJ og | | Lefta |
Co BfigktO U97wkoím íb£xx> ■
aetoxteiO olt» ixtcoo
lá4 í http .7/www.minniftq.com/cqHbin/rninninq/SunaSidu.exoy2
Sorginni deilt
Önnur ný þjónusta sem í boði er
kallast Miðlun og er hún ókeypis.
Hún er ætluð fólki sem hefur misst
ástvin og vill komast í samband við
aðra í svipaðri stöðu. „Þannig getur
fólk unnið sig saman i gegnum sorg-
ina,“ segir Björn. Einnig getur fólk
lagt inn reynslusögur af missi náins
ættingja eða vinar og þannig deilt
sorg sinni með öðrum.
Skráning á þennan vef verður
ókeypis fram til 1. mars. Eftir það
kostar hún 5.000 krónur en það
gjald greiðist aðeins einu sinni.
Bæði er hægt að skrá sig í gegnum
Netið og eins í pósti. Þeir sem ekki
eru nettengdir geta gegn vægu
gjaldi látið umboðsmennina skanna
inn myndir, slá inn texta og setja
hann á vefinn.
Myndskeið
Bjöm segist sjá fyrir sér að þessi
síða verði á Netinu um ókomna
framtíð. „Þannig kemur síðan til
með að varðveita sögu íslendinga í
texta og mynd. Minn draumur er að
jafnvel verði hægt að hafa stutt
myndskeið úr lífi hins látna. Það er
nú þegar mögulegt,“ segir Bjöm.
Það skal tekið fram að fólk á ís-
landi þarf ekki að senda gögn til
Svíþjóðar til að geta fengið efni um
látinn ástvin birt á vefnum. Það er
nóg að hafa samband við umboðs-
mann sem er starfandi á íslandi.
Slóðin á minningarsíðuna er
http: //www.minning.com.
-HI
WWW.I1U6LUU.IUIU. «I||| ■ ■ ■ ■ f ■ ■■■ ■
Eiginhandarántanir | TolVUtæklUll hialuar TOtlUOUm
Þen- sem hafa ekki tok a að ; J I
Þeir sem hafa ekki tök á að
biðja frægt fólk um eiginhand-
aráritanir geta fengið nokkrar
um Netið. Slóðin er http://
www.autograhpworld.com.
Fimmtugsaldurinn
Allt er fertugum fært, segir
máltækið. Þeir sem orðnir eru
eldri en það geta fundið ýmis-
legt við sitt hæfi á http://
dspace.dial.pipex.com/town/
parade/ae380.
:
Sveitasetur
I
A http://www.hunQord.is
er hægt að fá allar upplýsingar
um sögu sveitasetursins á
Blönduósi og meðal annars
panta þar gistingu.
Hin öra þróun tölvutækninnar
hefur ekki aðeins hjálpað mönnum
í daglegum samskiptum. Hún er
líka að auðvelda fotluðum að lifa
eðlilegu lífi. Nú er svo komið að
þeir sem sjá um þjálfun fatlaðra
segja að tæknin snúist ekki um það
sem fatlaðir geta ekki gert heldur
það sem þeir geta gert.
Vísindamenn hafa nú búið til sér-
staka tölvu sem þekkir rödd eig-
anda sins. Þannig geta þeir sem
ekki geta notað hendurnar flakkað
um vefinn með því að gefa tölvunni
munnlegar skipanir. Áður hefur
reyndar verið Qallað um slik radd-
kerfi hér, einkum þau sem nota á í
nettengda bíla.
Þessi tölva hefur verið prófuð.
Jamie Cahill hefur verið í hjólastól
í 10 ár vegna sjúkdóms. Þess vegna
hefur hún enga vinnu getað fundið.
Nú getur hún með aðstoð raddtölv-
unnar séð um hefðbundin skrif-
stofustörf eins og að mynda og
prenta skjöl, sent föx og tölvupóst
og meira að segja slökkt ljósin í
skrifstofunni þegar hún er búin.
En það er ekki aðeins hægt að
nota tölvuna með röddinni. Maður
að nafni Glenn Moscoso notar fing-
uma til að búa til rödd fyrir sig.
Hugbúnaðurinn þýðir ritað mál yfir
í talmál og þannig getur hann talað
við fólk í gegnum tölvuna. Moscoso
hefur hugsað sér frama í almanna-
tengslum með aðstoð þessa nýja
hughúnaðar.
Ekki fylgir þessum sögum
hvenær almenningi gefst kostur á
að prófa þessa tækni en ljóst er að
margir fatlaðir bíða spenntir eftir
þessari miklu hjálp við amstur dag-
legs lífs. -HI/CNN
Final Fantasy VII rokselst
Elizabeth Taylor
Hin heimsþekkta og síunga
en jafnframt marggifta leik-
kona Elizabeth Taylor er með
heimasiðu á http://www.ccn.
cs.dal.ca/~ag249/liz.html.
Tölvuleikurinn Final Fantasy VII
hafði fyrir áramót selst í ríflega
fimm milljónum
eintaka. Byrjað
var að selja leik-
inn í janúar í
fyrra en nýjasta
útgáfan af leikn-
um var fyrst seld
í október.
Þessi leikur
hefur orðið sér-
staklega vinsæll
í Bandaríkjunum og þar fór salan
yfir milljón eintök í byrjun desem-
ber. í Evrópu er salan komin í hálfa
milljón eintaka. Hvergi er salan þó
meiri en í Japan en þar hafa 3,5
milljónir manna keypt þennan leik.
Þessi leikur þykir sameina vel
hreyfimyndir, hljóð og grafík og
söguþráðurinn þykir einnig einkar
vel heppnaður.
Reynt verður
að fylgja þessum
vinsældum frekar
eftir. Leikurinn
Bushido Blade,
sem er bardaga-
leikur í japönsk-
um stíl, er nú
þegar kominn í
verslanir í
Bandaríkjunum
og væntanlegir eru leikimir Final
Fantasy Tactics og Saga Frontier.
Síðan verður lögð áhersla á að þróa
þessa leiki fyrir aðra markaði en
Bandaríkin. Þess má geta að Final
Fantasy VII er hægt að spila á
ensku, þýsku, frönsku og spænsku.
-HI
wrmsam
Megrun á Netínu
Fólk sem hefur samviskubit eftir
allt átið um hátíðarnar getur fund-
iö megrunarleiöir í gegnum Netiö.
Tvær nýjar vefsíöur hafa nýlega ver-
iö settar upp til aö hjálpa fólki
til að losna viö aukakílóin.
Á <B>http:
//www.dietcity.com<P> er
boðið upp á þjónustu og
ráðgjöf í megrun og nær- ms
ingu, m.a. hvaö maður
á aö boröa og hvaöa
síöur bjóða upp á
góð ráö. Önnur síða,
http://www.pract-
ical program
.com, er nokkurs
konar heilsurækt-
arstöö á Netinu
þar sem boðiö er
upp á sérstaka þjálf-
unardagskrá til aö
léttast.
Talsmaður IBM lýsti því yfir ný-
lega aö Comdex-tölvusýning-
in, sem vitnaö hefur veriö til
hér á síöunum, væri algjör peninga-
sóun. Hann telur aö þessi sýning
laði ekki aö kaupendur þeirrar vöru
sem sýnd er þar. Hann segir enn
fremur að fyrirtækiö spari milljón-
ir dollara meö þvf að taka ekki þátt
í sýningunni. Þess má geta aö yfir
2.500 fýrirtæki sýndu varning sinn
á sýningunni og yfir 220 þús.
manns sóttu hana.
Samkynhneigðir með vafra
Samtök samkynhneigöra á Netinu,
Digital Queers, voru stofnuð á laug-
ardaginn. Þartilkynntu þau útkomu
nýs vafra, Cruiser 6.0, sem er sér-
staklega jjeröur fyrir samkyn-
hneigöa. I fréttatilkynningu frá þess-
um samtökum segir aö þessi vafri
muni höföa til a.m.k. 10% netmark-
aöarins. Þannig geti hann haft vei u-
lega áhrif á markaöshlutdeild Nets-
cape og Microsoft á þessum mark-
aöi. Meö þessu vafra veröi ekki
flakkað um vefinn heldur hreinlega
feröast. í fréttatilkynningunni seg-
ir aö hægt verði aö ná í þennan
nýja vafra á heimasíðu samtak-
anna, http: //www.dq.org.
Hversu gagnlegur þessi vafri
reynist veröur aö koma í Ijós.
Svo viö höldum áfram í
vöfrunum þá er sam-
keppni Netscape viö
Misrosoft farin að sjást
á hlutabréfamarkaön-
um. Hlutabréf í Nets-
cape eru nú lægri en
þau hafa nokkurn tfm-
ann veriö áður. Sér-
fræðingar spá því aö
fýrirtækiö tapi pening-
um á fýrsta ársfjórðungi
þessa árs. Netscape hefur lýst
því yfir að hagrætt veröi í rekstri,
meöal annars meö uppsögnum.
Þetta er í fyrsta sinn í þriggja ára
sögu fýrirtækisins sem gripiö er til
slfkra aðgerða. Sérfræðingar segja
aö Netscape veröi aö byrja aö gefa
vafra sinn til aö eiga möguleika í
samkeppninni viö Microsoft, sem
myndi þýða 13% tekjutap fyrir
Netscape.
I
Yahoo! héfur ákveðið aö kaupa 5
milljón dollara hlut í fýrirtækinu
Geocities, sem býöur netnotend-
um pláss fyrir heimasíöu ókeypis.
Samníngurinn kveöur á um aö Ya-
hoo! og Geocities bjóöi sameigin-
lega notendum Yahoo! pláss fýrir
vefsíðu. Sérfræöingartelja þetta
vera eitt skref hjá Yahoo! til aö
keppa viö ýmsar netþjónustur á
borö við America Online. Yahoo!
keypti í október hlut í fýrirtækinu
Fourll, sem býður upp á frían tölvu-
póst.