Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Page 21
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
29
LjrLkiamc
Nintendo lækkar
@megin:Nintendo í Bandaríkjunum
hefur tilkynnt um verulega lækkun
á sjö af stærstu titlum fyrirtækisins
frá 1997 fyrir N64 leikjatölvuna. Þeir
eru Super Mario 64, Mario Kart 64,
Shadow of the Empire, Dinosaur
Hunter, Star Fox, Cruis’n USA og
Wave Race 64. Nintendo segir þetta
gert til aö auka söluna á fyrstu mán-
uðum ársins sem yfirleitt er dauð-
asti tíminn í sölu á tölvuleikjum.
Næstu mánuði er von á nokkrum
stórum titlum frá Nintendo, m.a.
NBA Courtside, 1080 Snowboarding
og Cruis'n World (nöfn leikjanna
segja eiginlega nokkuö mikiö til um
hvað þeir ganga út á). Spurningin er
hversu ódýrt Nintendo er tilbúiö að
selja þá leiki.
X-files leikur
Fox Interactive
mun í lok þessa
mánaöar senda
frá sér leik byggö-
an á hinum gríö-
arlega vinsælu
sjónvarpsþáttum;
um X-Rles. I þess-
um leik getur
maöur kannaö á
eigin spýtur öll
þau dularfullu mál
sem þau Mulder
og Scully eru aö
fást viö í þáttunum og jafnvel kom-
ist nær sannlejkanum en þau gera
nokkurn tíma. í leiknum er öflugt
leitarforrit þar sem menn geta kann-
aö öll mál úr þáttunum sem til eru.
Hægt veröur aö greina fingraför,
raddir og myndir og maöur verður
sjálfur aö leggja mat á sönnunar-
gögnin. Einnig er hægt að njósna á
ýmsum stööum.
Sjóræninajar
Fyrirtækin THQ og CyberFlix haía
gert samstarfssamning um útgáfu
á ævintýraleik um sjóræningja. Leik-
urinn mun heita Red Jack: Revenge
of the Brethren. Þar fer þátttakand-
inn í ævintýralega ferö um hafiö og
veröur hægt aö sjá allt umhverfiö
frá 360 gráða sjónarhorni. Þarna
berjast sjóræningjaskip hvort viö
annaö og feröast síöan til hinna
ýmsu hafna um víöa veröld. Leikur-
inn veröur gefinn út bæöi fyrir PC og
Macintosh og er væntanlegur í versl-
anir um mitt þetta ár.
Road Rash
Electronic Arts mun í mars senda
frá sér þrívíddarútgáfu af vélhjóla-
kappakstursleik sínum, Road Rash.
Þegar þrívíddin er komin í þetta á
upplifunin sem fylgir leiknum aö vera
allt önnur, sterkari og betri en í þeim
fyrri. Bæöi er hægt aö fara í kapp
__________________ viö tíma og önn-
ur hjól. Svo er
einnig hægt að
kljást viö illræmd
vélhjólagengi og
nota bellibrögö
til aö sigra þau.
Upprunalegi leik-
urinn er til fyrir
PC, Playstation
og Saturn en þrí-
víddarleikurinn
verður fyrst um
sinn aöeins seld-
___________________ ur fyrir Playsta-
tion.
Gran Turismo
Kappakstursleikurinn Gran Turismo
kom í verslanir í Japan rétt fyrir jól-
in. Endurbætur veröa hins vegar
geröar á þessum leik áöur en hann
veröur gefinn út í Evrópul Meöal ann-
ars veröur hann 15-30% hraövirk-
ari, tónlistin veröur endurbætt og
gerð betri og hægt er aö spila leik-
inn á fimm tungumálum. Leikurinn
veröur gefinn út í júní. Sérfræöing-
ar sem litiö hafa á leikinn hafa þeg-
ar hampaö honum sem framtíö
Playstation-tölvunnar.
Apple skilar hagnaði
í fyrsta sinn síðan sumarið 1996
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020
Viðbót við Age of Empires
Microsoft hefur sent frá sér viðbót við hinn fræga leik Age of Empires,
sem var andsvar fyrirtækisins við leiknum Civilization. Notendur leiksins
hafa kvartað yfir því að valkostimir væru ekki nógu aðgengilegir en nú
hefúr verið bætt úr því og fleira hefur bæst við.
Meðal viðbóta má nefna að að hægt er aö breyta takmörkunum á fjölda
herdeila, en margir hafa viljað hækka takmarkið sem nú eru 50 herdeildir.
Að auki má nefna að hægt er að bæta nýjum eiginleikum við sum vopnin og
þar aö auki bæta við fjölda þeirra sem búast til vamar þegar ráöist er á eigin
herflokk. Einnig hafa nokkur vandamál verið lagfærð. T.d. rekast ekki
herdeildir manns á hvem annan lengur við herílutninga.
Hægt er að ná í þessa viðbót á Netinu. Slóðin er http://www.
gamecenter.com/Downloads/PC/Result/TitleDetail. -HI
Hins vegar var það annað sem
gladdi Macintosh-aðdáendur á þess-
ari ráðstefnu. Þar var kynnt upp-
færð útgáfa fyrir Macintosh af
Microsft Office, nokkuð sem menn
hafa beðið lengi eftir. Macintosh-
notendur hafa því ástæðu til að kæt-
ast þessa dagana. -HI/AP
Bjartari tímar virðast fram
undan. Sala hefur aukist mun
meira en búist var við, fyrir-
tækið skilaði hagnaði síðustu
þrjá mánuði nýliðins árs og
ýmis nýr hugbúnaður fyrir
Macintosh er á leiðinni. Steve
Jobs, forstjóri Apple, tilkynnti
þetta á vörusýningu sem tíma-
ritið MacWorld hélt í síðustu
viku. Sú sýning er sú stærsta
hingað til sem snýst eingöngu
um Macintosh-vörur.
Jobs segir að söluherferðin,
sem staðið hefur yfir undan-
farna mánuði, hafi heppnast
mjög vel. Búist sé við að hagn-
aður tímabilið október til des-
ember verði um 45 milljónir
dollara en staðfestar tölur
verða birtar á miðvikudag.
Sérfræðingar höfðu búist við
10 milljóna dollara tapi. Þetta
er í fyrsta sinn síðan sumarið
1996 að fyrirtækið skilar hagn-
aði en Apple hefur tapað tæp-
lega tveimur milljörðum doll-
ara síðan þá.
Hlutabréf í Apple hækkuðu
um 20% þegar þessar fregnir
bárust. Sérfræðingar eru þó
ekki alveg á því að fullyrða að
þessi hagnaður sé kominn til
að vera. Þeir benda á að upp-
sagnir starfsfólks eigi stóran
þátt i þessum hagnaði, sem og
aðrar aðgerðir til að minnka
útgjöld.
Leitin að nýjum fram-
kvæmdastjóra er einnig eitt af
þvi sem er að plaga Apple
þessa dagana. Stjómarmenn í
Apple vilja að Steve Jobs taki við
starfinu til frambúðar en hann vili
það ekki. Málið er greinilega við-
kvæmt og til marks um það gekk
Jobs út úr viðtali við kapcdsjón-
varpsstöðina CNBC þegar hann var
spurður hvort hann útilokaði að
taka við starfinu.
Oagana 12. til 17.
janúar verda allir
rammar seldir með
Skj alaskápar
Traustir - vandaðir
og á góðu verði!
KR. 22.995 KR17.417 KR. 20.256
JANUARTILBOÐ
10% AFSLÁTTUR FRÁ ÚTSÖLUVERÐI
ÓLAFIJR GÍSLASON & CO HF SIJNDABORG 3 SÍMI 568 4800
KGSKKIFSTOFl.BÚNAttUR ÁRMÍILA 20 SÍMI 533 5900
Eitt mesta
úrval
landsins
9
9