Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Side 22
30 * eftir snemm- glötuðum mey- og sveindómi Fólk sem hefur kynmök fyrir sextán ára aldurinn segir að ástin komi lítið þar við sögu og síðar á lífsleiðinni sér það svo eftir að hafa glatað mey- eða sveindómi sínum svona ungt. Þetta eru niðurstöður rann- sókna nýsjálenskra vísinda- manna sem sagt er frá í Breska læknablaðinu. Þar segir að pilt- ar leiti eftir fyrstu kynlifs- reynslu sinni af forvitni en stúlkur láti oftar undan þrýst- ingi. Margar konur sem höfðu fyrstu mökin áður en þær urðu 14 segjast hafa sætt þvingunum. Meðalaldur piltanna sem tóku þátt í rannsókninni var sautján ár þegar þeir höfðu fyrstu samfarirnar en meðalald- ur stúlknanna var sextán ár. Fleiri stúlkur en piltar töldu síðar að bíða hefði átt lengur áður en mey- eða sveindómur- inn var látinn fjúka. ur froskseitri Banvænt eitur sem finnst í húð froskategundar einnar í Ekvador gæti síðar meir orðið að áhrifamiklu kvalastillandi lyfl sem hugsanlega gæti leyst morfín af hólmi. Tilraunir á rottum og músum lofa góðu og verið er að gera frumtilraunir á mönnum. Nýja lyfinu yrði beitt gegn sömu verkjum og morfín er not- að gegn nú, svo sem af völdum krabbameins og alvarlegra slysa. Nýja lyfið er þó ekki ávanabindandi eins og morfín. Að sögn vísindamannanna sem vinna að tilraunum á lyfi þessu er enn langt í land og alls ekki ljóst hvenær þaö kemur á markað. Bær frá tímum Nerós Fornleifafræðingar hafa graf- ið upp rústir rómversks bæjar sem var byggður fyrir meira en 1900 árum í sunnanverðu Eg- yptalandi. Á þeim tima sat Neró á keisarastóli í Róm. Uppgröfturinn er samvinnu- verkefni kanadískra og eg- ypskra fræðimanna. Hann hef- ur meðal annars leitt í ljós heimili sem voru allt að tveggja hæða há, að sögn egypska safn- stjórans Mohammeds el-Sag- hirs. Þau voru í góðu ásigkomu- lagi. Áletranir með myndletri fundust einnig á vegg hofs eins sem tileinkað var staðarguðin- um Tutu og vinna vísindamenn- imir nú að því að þýða þær. Bærinn er tæplega 600 km suðvestur af Kaíró. Talið er að þar hafi búið Egyptar sem sáu Rómverjum fyrir hveiti og ávöxtum. MANUDAGUR 12. JANUAR 1998 Sólstormar geta stofnað geim- skipum í mikla hættu og truflað starfsemi fjarskipta- og orkukerfa. Þess vegna verður æ mikilvægara fyrir vísindamenn að geta spáð fyrir um hvenær þeirra er von. Fyrir skömmu var einmitt skýrt frá því að þróuð hefði veið ný að- ferð til þess ama. Nýja geimveðurspáaðferðin, sem notast við tæki sem fylgjast með gosum á yfirborði sólarinnar, mun gera vísindamönnum kleift að greina seguláhrif þeirra á jörð- ina. „Við erum að koma fyrir spá- kerfi sem byggist á eðlisfræðinni. Vonandi tekst okkur þannig að koma i veg fyrir að bæði geimfor okkar og geimfarar verði fyrir skaða,“ segir vísindamaðurinn Spiro Antioehos. Notast er við nema sem eru í rannsóknargeimfarino SOHO sem hefur verið á sporbaug milli jarð- ar og sólar frá árinu 1995. Vísinda- menn hafa fyrir tilstilli þeirra öðl- ast aukinn skilning á sólkórónu- gosum sem verða með reglulegu millibili á yfirborði sólar. í gosum þessum þeytist gífurleg orka frá sólinni á allt að tvö þús- und kílómetra hraða á sekúndu. Þessum orkugosum er kennt um myndun segul- og eindastorma í himingeimnum sem geta valdið miklum usla í viðkvæmum tækja- búnaði á jörðu niðri. Mælingar sem hafa borist frá SOHO rannsóknarfarinu og öðrum nemum benda til að segulsvið á yfirborði sólarinnar eflist fyrir gos. Þannig geta jarðarbúar fengið viðvörun um mikla virkni á sól- inni með nokkurra daga fyrirvara. Menn verða þessara sólstorma tæpast varir á jörðinni, nema norðurljósanna. Áhrif þeirra á geimför og stór kerfi, svo sem fjar- skiptakerfi og orkunet, geta hins vegar verið alvarleg. Stóru sólgosi árið 1989 var til dæmis kennt um að rafmagnið fór af stóru kanadísku orkuveitukerfi og ann- að gos á þessu áru varð hugsan- lega til þess að rándýr fjarskipta- hnöttur virkaði ekki. Vísindamenn bandarísku geim- ferðastofnunarinnar NASA hafa nú þegar, í samvinnu við geimeðl- isfræðinga, stöðvað allar tilraunir geimfara til að fara i geimgöngu á meðan geimstormar geisa. Vísindamennirnir leggja áherslu á að spákerfi þeirra sé enn í mótun. Það gæti þó reynst ákaf- lega gagnlegt þegar gosvirkni á sólinni eykst einhvern tíma í kringum árið 2000. „Við verðum að standa okkur betur í að þróa raunverulegar spá- aðferðir," segir Spiro Antiochos. Svona hugsar listamaður sér tunglfariö sem bandaríska geimvísindastofnunin sendi til næsta nágranna okkar í geimnum í síöustu viku. Geimfarinu er ætlaö aö leita aö vatni á tunglinu. innréttaðir beinast gegn minnihlutahópum. „Myndlíkingar eins og „hreinsanir" eru oft notaðar til að réttlæta ofbeld- ið,“ segir Fried. Morðingjarnir sýna engin ytri merki óeðlilegrar hegðunar og þeir hafa ekki stundað iðju sína lengi áð- ur en þeir verða gjörsamlega ónæm- ir fyrir voðaverkum sínum. „Þeir eiga sér kannski eðlilegt fjölskyldulíf á sama tíma og þeir stunda það að drepa heilu fjölskyld- urnar," skrifar Fried. Hann telur að birtingarmyndir E- heilkennisins hafi orsakast af því sem hann kallar „rof‘ milli ýmissa hluta heilans sem ákvarða tilfinn- ingar, skap og viðbrögð við atburö- um. Hann segir nauðsynlegt að ein- angra fórnarlömb heilkennis þessa þar sem blóðþorsti þeirra gæti smit- að þá sem kynnu að vera svipaðs sinnis. Fjöldamorðingjar eins Fjöldamorðingjar, hvort sem þeir eru í Búrúndí eða Kambódíu, kunna að eiga sitthvað fleira sameiginlegt en morðæðið. Þeir þjást sennilega allir af heilkenni sem umbreytir þeim í tilfinningalausa og kaldrifj- aða morðingja, að sögn vísinda- manna. Þeir sem þjást af „E-heilkenninu“, eins og það er kallað, kippa sér hreint ekkert upp við það að drepa hvað eftir annað. Þeir gætu þess vegna varið heilum degi í að reka ung börn inn í gasklefa til aftöku en snúið svo heim að kvöldi og sest að borðum með fjölskyldu sinni. Rétt eins og ekkert hefði í skorist. „Umbreyting hópa áður friðsamra manna í morðingja varnarlausra einstaklinga er engin ný bóla í mannkynssögunni," segir Itzhak Fried, læknaprófessor við Kaliforn- íuháskóla. Pol Pot lét myröa drjúgan part kambodísku þjóöarinnar í eina tíö. Skyldi hann vera meö E-heilkenniö? Fried segir í grein í vísindaritinu Lancet aö þessi umbreyting auð- kennist af nokkrum einkennum sem gefi til kynna að morðingjarnir þjáist af sameiginlegu heilkenni. Fjöldamorðingjar þessir eru oft gagnteknir af hugmyndum sem Kanna hvort kúkurinn er úr Neanderdals- manni Skemmtilegt verkefni bíður vísindamanna í Múnchen í Þýskalandi i þessum mánuði. Þá verður hafist handa við að rannsaka steingerðan saur sem fannst í helli einum á Gíbraltar á síðastliðnu ári og talinn er geta verið úr Neanderdals- manni. Ætlunin er að kanna hvort einhver tengsl séu milli nútímamannsins og hins löngu útdauða Neanderdalsmanns. Chris Stringer, sem starfar við breska náttúrusögusafnið í Lundúnum, segir saurfundinn á Gíbraltar stórmerkilegan. „Hann gæti fært okkur vís- bendingar um hvenær um- skiptin frá Neanderdalsmönn- um til nútímamanna urðu,“ segir hann. Steingerði saurinn fannst nærri eldstæði þar sem sjá mátti leifar skelfisks og skjald- böku. Það þykir benda til að Neanderdalsmaðurinn hafi neytt fjölbreytts fæðis en ekki lifað bara á hnetmn og berjum eins og talið var til þessa. Þegar saurinn hafði verið grafinn upp var honum pakkað í silfurpappír og komið fyrir í plastpokum til að koma í veg fyrir að hann mengaðist af um- hverfinu. Vísindamenn vita enn ekki hvers vegna hinir fornu menn dóu út fyrir 27000 til 35000 árum. Elstu leifar Neander- dalsmanna fundust á Gíbraltar árið 1848. Manntegundin er þó kennd við leifar sem fundust í Neanderdalnum í Þýskalandi árið 1856. Sá er þó gallinn á gjöf Njarð- ar að vísindamenn eru ekki al- veg vissir um að steingerði saurinn frá Gíbraltar sé frá Neanderdalsmönnum kominn. Hann gæti verið úr kjötætum á borð við úlfa eða hýenur. Rannsóknimar í Múnchen munu þó skera úr um það. Við bíðum spennt eftir niðurstöð- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.