Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Síða 34
42
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
Afmæli_______________
Pétur Jónsson
Pétur Jónsson, borgarfulltrúi og
framkvæmdastjóri, Laufásvegi 79,
Reykjavík, er sextugur i dag.
Starfsferill
Pétur fæddist á Kálfafellsstað í
Suðursveit en flutti til Reykjavíkur
1944. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA 1959, viðskiptafræðiprófi frá HÍ
1967, stundaði námskeið í hagræð-
ingartækni og vinnurannsóknum
hjá Iðnaðarmálastofnun íslands
1960 og 1961. Þá sótti hann stjómun-
arnámskeið við Nordiska Halso-
várdshögskolan í Gautaborg 1978 og
1979.
Pétur stundaði vinnurannsóknir
og hagræðingarstörf fyrir Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna 1961 og 1962,
þar af um eins árs skeið hjá hrað-
frystihúsunum í Vestmannaeyjum
en síðan hjá Atlantor hf. i Keflavík
1963, var framkvæmdastjóri þar frá
1964, framkvæmdastjóri Alþýðu-
blaðsins 1967, starfrækti fasteigna-
sölu i Reykjavík ásamt Baldvini
Jónssyni hrl. 1968-71, var starfs-
mannastjóri Rikisspítalanna frá
1971, innkaupastjóri þar 1977-79 og
framkvæmdastjóri stjómunarsviðs
frá 1980. Hann er borgarfulltrúi fyr-
ir R-listann í Reykjavík frá 1994 og
borgarráðsmaður frá sama tíma.
Pétur sat í stjóm Stúdentafélags
Reykjavíkur 1973-76, í stjóm félags-
samtakanna Verndar 1976-83, var
ritari fulltrúaráðs alþýðuflokksfé-
laganna í Reykjavík 1986-90 og for-
maður þess frá 1990, situr í skóla-
nefnd Nordiska Hálsovárdshögskol-
an í Gautaborg frá
1987, í stjóm Félags
forstöðumanna
sjúkrahúsa frá 1988,
formaður stjórnar
Heilsuhælis Náttúru-
lækningafélags ís-
lands í Hveragerði
1991, formaður at-
vinnumálanefndar
Reykjavíkur frá 1994
og í stjóm Landsvirkj-
unar frá 1995.
Pétur hefúr skrifað
greinar um þjóðmál
og sveitarstjómarmál
í blöð og tímarit.
Fjölskylda
Pétur kvæntist 12.5.
1962 Kolbrúnu Rögn
Valtýsdóttur, f. 24.8.
1939, BA í ensku og húsmóður. Hún
er dóttir Valtýs Helgasonar, f. 16.6.
1902, d. 18.11. 1949, héraðslæknis á
Hólmavík og á Kleppjámsreykjum,
og k.h., Steinunnar Jóhannesdóttur,
f. 30.11. 1899, d. 8.8. 1985, hjúkrunar-
konu. Pétur og Kolbrún skildu 1968.
Sonur Péturs og Kolbrúnar er
Jón, f. 22.10. 1962, rafeindavirki og
tæknifræðingur í Seattle í Banda-
ríkjunum.
Eiginkona Péturs er Valdís Jóna
Erlendsdóttir, f. 26.4. 1953, þroska-
þjálfi. Hún er dóttir Erlends Jóns-
sonar, f. 28.9. 1912, bifreiðarstjóra í
Kópavogi, og k.h., Guðrúnar Mar-
grétar Kristinsdóttur, f. 18.8. 1923,
húsmóður.
Böm Péturs og Valdís-
ar Jónu eru Brynjólf-
ur, f. 22.10. 1974; Þóra,
f. 6.10. 1979.
Systkini Péturs era
Helga Jarþrúður Jóns-
dóttir, f. 22.2.1939, hús-
móðir, gift Oddi Ósk-
arssyni Thorarensen,
presti á Hofsósi; Einar
Guðni Jónsson, f. 13.4.
1941, prestur á Kálfa-
fellsstað í Suðursveit.
Foreldrar Pétiu-s: Jón
Pétursson, f. 1.3. 1896,
d. 23.1. 1973, prófastur
á Kálfafellsstað i Suð-
ursveit, og Þóra Ein-
arsdóttir, f. 10.2. 1913,
húsfreyja.
Ætt
Jón var sonur Péturs, pr. á Kálfa-
fellsstað, bróður Brynjólfs, pr. á
Ólafsvöllum, fóður Péturs ljósmynd-
ara og Boga, sýslumanns á Blöndu-
ósi. Systir Péturs var Jóhanna Soff-
ía, amma Páls, fyrrv. yfirdýralækn-
is, og Hjalta, fyrrv. framkvæmda-
stjóra hjá SÍS, Pálssona. Pétur var
sonur Jóns, háyflrdómara í Reykja-
vík, bróður Péturs biskups og
Brynjólfs Fjölnismanns. Jón var
sonur Péturs, prófasts á Víðivöllum,
Péturssonar, og Þóru Brynjólfsdótt-
ur, gullsmiðs, Halldórssonar, bisk-
ups á Hólum, Brynjólfssonar. Móðir
Péturs á KálfafeUsstað var Jóhanna
SofEla Bogadóttir, ættfóður Staðar-
feUsættarinnar, Benediktssonar og
Jarþrúðar Jónsdóttur af Eyrarætt.
Móðir Jóns á KálfafeUsstað var
Helga, systir Kristjáns, fóður Arn-
gríms skólastjóra, föður Unnar,
danskennara og framkvæmdastjóra.
Helga var dóttir Skúla, b. á Sigríðar-
stöðum í Fnjóskadal, Kristjánssonar
og Elísabetar Þorsteindóttur, systur
Rósu, ömmu Margrétar Thorlacius
lækningamiðUs. Móðir Elísabetar
var Guðrún Jóhannesdóttir., b. í
Leyningi, HaUdórssonar, b. í Leyn-
ingi, Jónssonar, b. í Leyningi, Pét-
urssonar.
Þóra var dóttir Einars, yfirvega-
verkstjóra á Austurlandi, bróður
Þórfríðar, móður Guðmundar
Sveinssonar, skólameistara FB. Ein-
ar var sonur Jóns, b. í Saurhaga á
VöUum, bróður Hjörleifs á Undir-
feUi, foður Einars Kvarans rithöf-
undar. Jón var sonur Einars, prests
í VaUanesi, Hjörleifssonar, pr. á
Hjaltastöðum, Þorsteinssonar, bróð-
ur Guttorms, prófasts á Hofi,
langafa Þórarins á Tjörn, föður
Kristjáns Eldjárns forseta. Móðir
Jóns í Saurhaga var Þóra Jónsdótt-
ir, vefara á Kórreksstöðum og ætt-
föður Vefaraættarinnar, Þorsteins-
sonar. Móðir Einars var Guðlaug
Einarsdóttir, b. í Firði í Mjóafirði,
HaUdórssonar og Önnu Jónsdóttur,
b. á Urriðavatni, Ámasonar, í Lönd-
um, Torfasonar. Móðir Þóra var
Guðbjörg Lísbet Kristinsdóttir.
Pétur tekur á móti vinum og
kunningjum í OddfeUowsalnum við
Vonarstræti milli kl. 17.00 og 19.00 í
dag.
Pétur Jónsson.
STÓRI TITANIC
TITANIC'LEI KNUM
TAKTU hÁTT í
Til pess aö komast í pottinn verður pu að
lesa fróðleiksmolana um TITANIC sem birtast i 0V
trá laugardegi til timmtudags og svara spurningum
hjá Gulla Helga á Bylgjunni alla næstu viku
eða safna saman óllum tróðleiksmoiunum og senda til
DV, Þverholli 11,105 R.
Dregið verður úr nöfnum pátttakenda og i aðalverðlaun er glæsileg
lúxussigling um Karíbahafíð.
Glæsileg aukaverðlaun: Málsverður á Hótel Borg, biómiðar, derhútur, bolir o.fl.
9. TITANIC rakst á ísjaka kl. 23.40 að kvöldi sunnudagsins 14. apríl 1912.
10. Það tók skipið um 3 tíma að sökkva.
11. Það tók 3 mánuöi að byggja leikmyndina (skipið) í TITANIC.
12. Full lestaö vóg TITANIC um 46 þúsund tonn.
13. Um borð í TITANIC voru samtals 20 björgunarbátar.
14. í þessa 20 björgunarbáta hefðu alls komist 1.178 manns.
15. í TITANIC voru 4 rafdrifnar lyftur, með lyftustjórum.
16. Það tók leikstjórann James Cameron alls 3 ár að Ijúka við gerð
myndarinnar.
Björk
Valsdóttir
Björk Valsdóttir,
starfsmaður og eigandi
Fasteignamiðstöðvar-
innar Skipholti 50B, til
heimlis að Engihjalla
3, 5-D, Kópavogi, er
fimmtug í dag.
Starfsferill
Björk fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Vesturbæj-
ar 1965 og hefúr sótt
ýmis námskeið sem
tengjast starfl hennar.
Björk starfaði hjá
SS, hjá Tryggingamið-
stöðinni og við Veit-
ingahúsið Klúbbinn.
Hún var bóndi að
Sogni í Kjós í tíu ár og
starfsmaður Búnaðarbanka íslands
i fimm ár. Hún starfar nú við og er
eigandi Fasteignamiðstöðvarinnar
Skipholti 50B, ásamt eiginmanni
sínum.
Fjölskylda
Björk giftist 13.1. 1968 Magnúsi
Leópoldssyni, f. 23.8. 1946, löggiltum
fasteignasala. Hann er sonur Leó-
polds Jóhannessonar, f. 17.7. 1917,
fyrrv. veitingamanni í Hreðavatns-
skála, og Maríu Magnúsdóttur, f.
25.2. 1918, d. 1997, frá Hrútsholti á
Snæfellsnesi. Leópold og María slitu
samvistum en Leópold kvæntist síð-
ar Olgu Sigurðardóttur frá Hrísdal.
Dætur Bjarkar og Magnúsar eru
Valdís Magnúsdóttir, f. 20.10. 1966,
leikskólakennari í Svíþjóð, gift
Lárusi Péturssyni, nema í landbún-
aðarvélaverkfræði viö Uppsalahá-
skóla, og eru böm þeirra Lára Lár-
usdóttir, f. 5.8. 1992, og Björk Lárus-
dóttir, f. 30.8. 1995; María Magnús-
dóttir, f. 8.8. 1969, laganemi við HÍ.
Hálfsystir Bjarkar,
sammæðra, er Stefanía
Rósa Sigurjónsdóttir, f.
28.1. 1940, skrifstofu-
maður á Akureyri, gift
Heimi Ingimarssyni,
bæjarfulltrúa á Akur-
eyri.
Alsystur Bjarkar eru
Sigrún Valsdóttir, f.
5.3. 1945, hjúkrunar-
fræðingur, gift Friðriki
Friðrikssyni og eiga
þau tvær dætur; Erna
Valsdóttir, f. 21.5. 1954,
löggiltur fasteignasali,
gift Sveini Skúlasyni
hdl. og eiga þau þrjú
börn.
Foreldrar Bjarkar: Val-
ur Guðmundsson, f.
27.10. 1918, verkamaður
í Reykjavík, og Lára
Antonsdóttir, f. 3.7. 1921, d. 1987,
húsmóðir.
Ætt
Valur er sonur Guðmundar, skó-
smíðameistara í Reykjavík, Gísla-
sonar. Móðir Guðmundar var Hall-
fríður Guðmundsdóttir, hreppstjóra
á Lækjarbug í Hraunhreppi, Sig-
urðssonar.
Móðir Vals var Sigrún, systir Sig-
valda, föður Guðmundar jarðfræð-
ings. Systir Sigrúnar var Ragnheið-
ur, móðir Guðrúnar Jóhönnu Ein-
arsdóttur hjúkrunarfræðings. Sig-
rún var dóttir Jónasar, b. í Björk í
Grímsnesi, Sigvaldasonar og Þór-
laugar Finnsdóttur.
Lára var hálfsystir Jóns ívarsson-
ar, fóður Sonju dagskrárgerðar-
manns og Sigurgeirs ríkistollstjóra.
Lára var dóttir Antons Magnúsar
Magnússonar og Stefaníu Eiríks-
dóttur, systur Jóhanns ættfræðings.
Björk verður að heiman á
afmælisdaginn.
Björk Valsdóttir.
Til hamingju með afmælið 12. janúar
85 ára
Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, Skarðshlíð 2D, Akureyri.
80 ára
Kristbjörg Marteinsdóttir, Suðurgötu 70, Siglufirði.
75 ára
Baldur Sigurðsson, Álfatúni 17, Kópavogi.
70 ára
Haraldur Steingrímsson, Laugamesvegi 84, Reykjavík. Stella Sigurleifsdóttir, Þinghólsbraut 5, Kópavogi. Valgerður Sigurðardóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
60 ára
Gunnar S. Malmberg, Hrísmóum 2B, Garðabæ. Haraldur Baldvinsson, Tungubakka 18, Reykjavík. Kristtn Sigurvinsdóttir, Völlum, Eyjafjarðarsveit. Öm Snævar Jónsson, Hraunbrún 15, Hafnarfirði.
50 ára
Bára Gunnbjörnsdóttir, Ystaseli 17, Reykjavík. Davíð Þ. Kristjánsson, Holtagötu 10, Akureyri. Fjóla Stefánsdóttir, Lerkilundi 11, Akureyri. Gunnar M. Magnússon, Lágmóa 13, Njarðvík. Ragna María Ragnarsdóttir, Foldasmára 2, Kópavogi.
40 ára
Baldur Viðar Hannesson, Bæjargili 45, Garðabæ. Einar Ámi Sigurjónsson, Hörgatúni 9, Garðabæ. Einar Karlsson, Fossvegi 16, Siglufirði. Erling Sigurjón Andersen, Álfaskeiði 76, Hafnarfirði. Guðrún Þóra Björnsdóttir, Rimasíðu 29C, Akureyri. Helga Sædís Rolfsdóttir, Gullsmára 3, Kópavogi. Jóhannes Ragnar Jensson, Austurbergi 8, Reykjavík. Jón Sigmundur Hjartarsson, Fannafold 83A, Reykjavík. Magnús Guðjón Hreiðarsson, Baughóli 11, Húsavík. Maria Hreinsdóttir, Efstalandi við Smiðjuveg, Kópavogi. Milan Kospenda, Engjavegi 12, ísafirði. Sigrún Davíðsdóttir, Vesturbergi 86, Reykjavík.
Símatími
ættfræði-
deildar er
kl. 10-12 frá
mánudegi til
fimmtudsgs.