Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 40
 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 Fjórtán ára: Ölvaður í árekstri -7« Lögreglan í Reykjavík tók fjórtán ára pilt í sína vörslu eftir að hann hafði ekið bíl foreldra sinna utan í annan bíl á Njálsgötu um klukkan 9 á laugardagskvöld. Pilturinn gerði misheppnaða tilraun til þess að stinga af. Hann var vitaskuld próf- laus og hafði auk þess drukkið áfengi. Pilturinn er ósakhæfur þar sem hann er einungis fjórtán ára. Foreldrar hans voru látnir sækja hann á lögreglustöðina,- DV tókst ekki að fá upplýsingar um það í gærkvöld hvaða áhrif þetta athæfi svo ungs pilts hefði fyr- ir hann. Mál hans er enn í skoðun en þar sem hann er ekki sakhæfur flokkast mál hans sem barnavernd- / j* armál. Engin grein í nýjum umferð- arlögum fjallar um mál sem þetta og því þykir ótrúlegt að athæfi piltsins verði til þess að seinka því að hann fái ökupróf. -sv Drukkinn stakk af Árekstur varð í Stekkjarbakka um kf. 21 á föstudagskvöld. Tveir bílar rákust saman þegar þeir mætt- ust og var ökumaður annars gnm- aður um ölvun við akstur. Hann stakk af vettvangi og veitti lögregl- an honum eftirför á tveimur bílum niður á Miklubraut, Grensásveg og inn í Skeifu. Þar endaði för manns- ins í blindgötu í Fenjunum og var hann leiddur í jámum á lögreglu- stöð. Maðurinn er á miðjum aldri. Hann neitaði öllu, kannaðist ekki við eitt né neitt en fékk að sofa úr sér töluverða vimu og reiði í garð lögreglunnar í fangageymslum. -sv Annríki lögreglu: Hávaði innandyra Lögreglan í Reykjavik hafði í nógu að snúast um helgina þótt stórátakalaust væri. Þykir lögreglu- mönnum furðu sæta hversu mörg- um útköllum þeir þurfa að sinna vegna smærri kvartana þar sem verið er að hringja dyrabjöllum hjá fólki og vegna þess sem bókað er sem hávaði innandyra. Lögreglan fór í 25 slík útköll aðfaranótt laugar- dags og aðfaranótt sunnudags. Á sama tíma urðu útköll vegna há- vaða utandyra aðeins 5. Alls vom 153 bókanir á tíu tíma vakt aðfara- nótt laugardags. -sv Forsætisráðuneytið: heim á ný Nú er unnið að lokafrágangi inn- andyra í Stjómarráðshúsinu við Lækjartorg og flytur forsætisráðu- neytið á ný í húsið i þessari viku, að sögn Ólafs Davíðssonar ráðuneytis- stjóra. „Það verður um margt betra skipulag í húsinu en var áður og betri vinnuaðstaða," segir Ólafur í samtali við DV. Aðspurður um kostnað við lag- færingamar á Stjórnarráðshúsinu segir ráðuneytisstjórinn að hann virðist vera nærri áætlun en farið verði yfir reikningana þegar ráðu- neytið hefur komið sér fyrir á ný. „Það hefur svo sem farið ágætlega um okkur en auðvitað hlökkum við til að flytja því það er visst óhag- ræði að því að vera með ráðuneytið, ekki stærra en það er, á tveimur stöðum." -SÁ Verkfallsfrestun líkleg: Málari að taka síðustu pensilstrokurnar á stiganum upp á loft Stjórnarráðshússins. DV-mynd BG _ _ .. _ Hofum fullt vald á málum - segir Helgi Laxdal Líklegt er að verkfalli vélstjóra verði frestað í annað sinn á morg- un, þriðjudag. Helgi Laxdal, formað- ur Vélstjórafélags íslands, vildi í gærkvöld ekki staðfesta frestunina en kvaðst myndu tilkynna næstu skref í kjarabaráttu vélstjóra á morgun. Spurður um hvort frestun öðm sinni myndi ekki skoðast sem viss ósigur sagði Helgi það vera síður en svo. Aðstæður væra þannig að vél- stjórar ættu ekki fulla samleið með öðrum sjómönnum í verkfalli og myndu því lenda í vanda með sín sérmál þegar búið væri að leysa sameiginleg mál sjómanna. „Að- stæðumar hafa breyst en við höfum fullt vald á ástandinu," sagði Helgi Laxdal í gærkvöld. Sjá yflrheyrslu DV yfir Helga Laxdal á bls. 6. -SÁ Fullir og án skírteinis Lögreglan í Reykjavík stöðvaði níu ökumenn, grunaða um ölvun við akstur, aðfaranótt laugardags og fjóra nóttina eftir. Á föstudagskvöld kannaði hún ástand ökumanna í um klukkustund á Hringbraut og á þessum stutta tíma voru alls 25 öku- menn bókaðir þar sem þeir höfðu ekki ökuskírteini meðferðis. Þetta þykir lögreglu slæmt og minnir á að sektað er vegna þessa. -sv Slæm útkoma úr inntökuprófum í tannlæknadeild HÍ: Tveir af níu komust inn - minnkandi aösókn í deildina veldur áhyggjum Aðeins tveir náðu inntöku- prófi í tannlæknadeild Háskóla íslands í prófum sem fóra fram í desember sl. Miðað hefur verið við að sex nemendur kæmust inn á hverju ári. Níu nemendur þreyttu prófið en sjö þeirra náðu ekki tilskilinni lágmarksein- kunn, sem er 5. Samtals létu um 15 nemendur innrita sig í deild- ina í haust. „Þessi útkoma núna er mjög óvanaleg og hefur ekki sést áður,“ sagði Karl Örn Karlsson, lektor í tannlæknadeild Háskóla íslands, við DV. „í árdaga má kannski finna samsvarandi útkomu. Það er erfitt að segja til um hvað veld- ur. Þetta er auðvitað áhyggjuefni. Ef þróunin verður svona áfram gæti farið svo að skortur yrði á tannlæknum." Karl Öm sagði að tannlækna- nemar þreyttu sömu próf og læknanemar og hugsanlega mætti skoða prófin eitthvað. Þá væri sá möguleiki fyrir hendi að þeir fengju að endurtaka prófin í vor eða haust. I fyrra gengust níu undir próf og þá náðu fjórir inn í tannlæknadeildina. Þá var hin- um, sem ekki náðu, heimilað að taka próf aftur. Var það í fyrsta sinn sem slíkt er gert. „Við höfum vitaskuld rætt þessa útkomu og það er ekkert vitað hvað veldur þessu. Aðsókn í tannlæknadeild hefur farið minnkandi. Að jafnaði hafa um 15-20 manns farið í próf og keppt um þessi sex sæti. Þetta hefur alltaf gengið þar til núna en í fyrra snöggminnkaði aðsóknin. Ég þori ekki að segja til um hvers vegna færri sækja í deild- ina. Hins vegar má benda á að þetta skapar svigrúm til að taka starf- andi tannlækna inn og endur- mennta þá ef þetta verður viðvar- andi ástand. Þeir þurfa að við- halda þekkingu sinni og slík end- urmenntun hefur farið fram í nokkrum mæli.“ -JSS Veðrið á morgun: Skúrir og slydda Á morgun er gert ráð fyrir norðan- og norðaustanátt, all- hvassri eða hvassri vestan til en hægari á austanverðu landinu. Skúrir verða austanlands, slydda norðan- og norðvestanlands en þurrt að mestu á Suðvesturlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig. ' \ Veðrið í dag er á bls. 45. Kr. 1,870,000,» OPEL.-0- -Þýskt eöalmerki Bílheimar ehf. . Sævarhöföa 2a Sími:52S 9000 I Vectra Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.