Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 9
JL>V FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998
HLJÓMPLm
Alec Empire/The Geist of Alec Empire:
fllgjör kúvending *★★★
/irrírR
Þýski hardcorekóngurinn
Alec Empire er loks að hljóta
þá viðurkenningu sem hann
á skilda. Á þessari þrefoldu
geislaplötu afsannar þær
kenningar að hann fari villur
vega í tónsköpun sinni og
framreiðir algjört meistara-
verk. Sjaldan hefur nokkur/
plata komið mér jafnmikið á'
óvart og þessi. Hún er yfirfull
af póstmódernískmn djassi og
svífur áfram hæg og dulúðug.
Alec Empire hefur hingað til
ekki sýnt sínar mýkri hliðar í tónlist og er þessi þrefalda skífa
hans algjör kúvending frá fyrri plötum. Og hann er líka að upp-
skera eftir því. Wu Tang Clan, Beck, Beastie Boys og Björk hafa
eða vUja öll vinna með honum og eftir að hafa heyrt þessa geisla-
plötu skU ég vel hvers vegna.
Jón Atli Jónasson
DJ Vadim/USSR reconstruction:
Áhugaverður plötusnúður ★★★
Hinn sovéski DJ Vadim er
einn þeirra sem gefa út und-
ir merkjum Ninja Tune og
hefur um langt skeið veriö
talinn einn af áhugaverðári
plötusnúðum Bretlands þar
sem hann er búsettur. DJ
Vadim gerir hægt og drama-
tískt trip hop og hefur haldið
sig við þann stU á þessari
nýju plötu. Hann hefur hins
vegar aukið tempóið eUítið
og það virðist virka vel.
USSR Reconstruction er ró-
leg og ein af þessum plötum
sem maður uppgötvar hægt og hægt þar tU hún er farin að eiga
vísan stað i geislaspUaranum. Hann er mun melódískari en oft
áöur og hefur fært sig úr hip hop stílnum yfir í meiri geimdjass.
Fyrsta lag plötunnar gefur nokkurn veginn tóninn að því sem
koma skal og það er sannarlega nýr DJ Vadim sem maður fær að
heyra í. Það er óhætt að mæla með USSR Reconstruction. Hún
lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu en kemur svo sannarlega á
óvart. ATH annað lag plötunnar. Það er ein af þessum perlum
sem finnast inni á miUi.
Jón Atli Jónasson
Soundgarden-A-sides:
Meiri og meiri keyrsla ★★★
Það er mikil eftirsjá að
Soundgarden sem kvaddi okk-
ur á síðasta ári, ein af þremur
Seattle-sveitum sem leystust
upp. Hvort forsprakkar sveit-
arinnar, þeir Kim ThayU og
Chris CorneU, koma til með
að gleðja okkur áfram skal
látið ósagt en nokkuð var
fjaUað um á sínum tíma þegar
sveitin hætti að þeir hæfu sól-
óferU.
A-sides hefur að geyma öU
bestu lög sveitarinnar eins og
nafnið gefur tU kynna og spannar lög frá upphafi ferUs þeirra fé-
laga þegar hinn japanski bassaleikari Hiri Yamamoto spUaði með
sveitinni.
Nokkuð gaman er að heyra þá þróun sem verður á sveitinni eft-
ir því sem líður á plötuna. Verð ég að játa að seinni tíma lög sveit-
arinnar höfða mun meira tU mín enda meiri keyrsla og léttleiki yf-
ir þeim ef hægt er að tala um léttleika í lögum Soundgarden.
Á síðustu plötu sveitarinnar, Down on the Upside, var kominn
ákveðinn endatónn í lagasmíðar sveitarinnar. Án þess að skynja
það beint virðast lögin hafa náð eins konar fuUkomnun eða enda-
stöð.
Chris ComeU lét líka svo um mælt að sveitin gæti ekki komist
lengra og því væri best að venda sínu kvæði í kross.
A-sides er nauðsynlegur lokabiti fyrir aðdáendur sveitarinnar
enda á plötunni að finna lag sem ekki hefur komið áður á plötu.
Það er lagið Bleed Together sem var tekið upp á sama tíma og upp-
tökur fyrir Down on the Upside fóm fram.
PáU Svansson
Marilyn
nlist
Manson
Enginn í tónlistarheiminum er
eins umdeUdur um þessar mundir
og bandaríski tónlistarmaðurinn
Marilyn Manson. Siðapostuiar og
sjónvarpsprédikarar í Bandaríkj-
unum ná vart upp í nef sér af bræði
sökum þess hve vinsæU hann er. í
þeirra augum endurspeglar Marilyn
Manson allt það sem iUt er í heim-
inum í dag.
MarUyn Manson hefur ef eitthvað
er alið á þessum fordómum og not-
að þá óspart tU að koma sér og sinni
tónlist á framfæri. Frá útkomu
breiðskífunnar Antichrist Superst-
ar hefur uppgangur MarUyn verið
mikiU og sér ekki fyrir endann á
vinsældum hans.
„Tónlist mín snýst um einangrun
og hvemig það er að vera útskúfað-
ur,“ segir hann. „Þegar ég var yngri
var ég eini krakkinn i mínu hverfi
sem var í einkaskóla. Ég þurfti að
klæðast skólabúningi og varð að
passa að láta hár mitt ekki verða of
sítt. Mér var mikið strítt af hinum
krökkunum og ég var lagður í ein-
elti. Börn sem lenda í þessu fá ör á
sálina og um það get ég vitnað."
ímynd MarUyn Manson er vel út-
hugsuð og byggir á Goth-rokk stefn-
unni og þungarokki. Margir hafa
velt því fyrir sér hvort listamanns-
nafn hans sé dregið af nöfnum Mar-
ylin Monroe og Charles Manson og
æUi það sé bara ekki nærri lagi. Á
tónleikum þykir Marylin njóta sín
hvað best og þeir eru með bestu
skemmtunum sem völ er á í dag.
Maður veit aldrei hvað gerist næst
og oftar en ekki eru tónleikamir
fjölsóttir af aðdáendum hans sem
klæða sig upp eins og hann til að
lýsa hrifningu sinni.
Þetta hefur ekki gerst í Banda-
ríkjunum síðan Madonna söng Like
a Virgin og þykir þetta segja meira
en mörg orð um vinsældir hans í
Bandaríkjunum í dag. Marylin er
óþreytandi við að koma fram í
spjaUþáttum og er oftar en ekki lát-
inn sþjaUa við fuUtrúa einhverra
trúarsamtaka. Þar vUja oft spinnast
heitar umræður en Marylin þykir
með eindæmum orðheppinn og er
eftirsóttur viðmælandi í spjaUþátt-
um. Margir vUja samt meina að al-
varan bak við ímynd hans sé lítil
sem engin og að hann geri óspart
grín að þeim látalátum sem rokkinu
fylgja oft. „Þetta kristallast í heiti
plötunnar,“ segir Marylin. „Hún
'heitir Antichrist Superstar vegna
þess að ég ætlaði mér að verða
súperstjarna en bara á dálítið
breyttum forsendum. Ég sá ekki al-
veg tUganginn í því að endurtaka
sömu tugguna og hefur verið í gangi
svo lengi í þessu landi. Fólk vUdi
eitthvað nýtt og var ekki alveg með
það á hreinu hvað það var. Ég vissi
að það þyrfti að vera eitthvað sem
hneykslaði en væri samt það gott
tónlistarlega að fólk myndi vUja
hlusta á það.“ Margir vUja meina að
það hafi verið MarUyn Manson sem
hafl breytt bandaríska rokkinu, sem
var enn í sárum eftir dauða Curts
Cobains, og að hann fyUi það skarð
sem myndaðist þegar Nirvana lagði
upp laupana. Honum hefur tekist að
verða holdgervingur þeirrar upp-
reisnar sem rokkið stendur fyrir.
AUs kyns samtök í Bandaríkjunum
hafa farið í mál við hann upp á síð-
kastið og foreldrasamtök í mörgum
ríkjum Bandaríkjanna reynt að fá
tónleika hans bannaða. I bænum
Richmond í Virginuríki gekk það
reyndar svo langt að sjálfur borgar-
stjórinn lagði blátt bann við tónleik-
um MarUyn Manson í fylkinu. Það
sprakk reyndar upp í höndunum á
borgarstjóranum því Marilyn kærði
hann fyrir mannréttindabrot og
vann málið gegn honum og það
verður seint afmáð úr rokksögunni.
-JAJ
Danslisti
íslands