Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1998
„Það var nefnilega verið að klára nýjasta Verve singulinn. Við hefðum eiginlega átt að segja þeim að hypja sig,“ segir Eggert og hlær.
aus hefur sannað sig
fyrir okkur og kannski
ekki síst fyrir sjálfum
sér. Plata sveitarinnar,
Lof mér að falla að þínu eyra, sem
kom út seint á síðasta ári, er ósköp
blátt áfram frábær. Meðlimir sveitar-
innar eru þó hógværir og segjast
ekki ætla að ana út í einhverja vit-
leysu heldur verði tekið eitt lítið
skref í einu svo að allt falli nú ekki
um koll. Þeir Eggert Gíslason bassa-
leikari, Birgir Örn Stefánsson söngv-
ari og Páll Ragnar Pálsson gítarleik-
ari sitja hjá mér og segja mér frá
áformum sínum á næstunni.
Trommarinn mætir rétt snöggvast í
myndatöku og er rokinn strax aftur.
Flestir meðlima sveitarinnar hafa
dregið sig í hlé frá námi, enda mikill
tími sem fer í að halda hljómsveitar-
batteríinu gangandi. Áhuginn er líka
óbilandi og „þetta er það skemmtileg-
asta sem við gerum,“ segja þeir við
mig með þvílíkri sannfæringu að ég
verð þess fullviss að þeir hætti ekki
fyrr en takmarkinu er náð. Og tak-
markið, hvert er það?
Að það sé hægt að lifa á þessu.
Eins og ég sagði í upphafi eru þeir
hógværir og engir stórvægilegir
poppstjömudraumar í gangi.
Við víkjum aftur að plötunni. Lof
mér að falla að þínu eyra var tekin
upp hér heima á Fróni og hljóðblönd-
uð en síðan var haldið til Metropolis-
stúdíósins í London þar sem hún var
„masteruð". „Við fórum aðallega til
London til að enda plötuna í ákveðn-
um „climax" “, segir Birgir. „Þetta
var líka eitt besta hljóðverið sem við
gátum farið í,“ bætir Eggert við.
„Við lærðum mjög mikið þannig að
bara þess vegna var ferðin vel þess
virði," segir Birgir. „Það var nokkuð
skondið að þegar við komum út og
mættum á staðinn þurftum við að
bíða í 15-20 mínútur. Það var nefni-
lega verið að klára nýjasta Verve-
singulinn. Við hefðum eiginlega átt
að segja þeim að hypja sig,“ segir
Eggert og hlær.
Ég spyr þá hvort þeim hafi ekki
dottið í hug að láta einhvern
„pródúsera" fyrir sig.
„Okkur hefur dottið það í hug og
sjálfsagt kemur einhvern tíma að
þvi ef réttur einstaklingur er fyrir
hendi. Eins og er þá erum við
ánægðir með að gera hlutina sjálfir
þó að oft á tíðum séu hljómsveitir
. vissulega ekki sér meðvitandi um
hvernig sánd þær eru með,“ segir
Birgir. Við erum hins vegar mjög
sérvitrir á hvað við viljum og verð-
um að hafa úrslitavaldið. Það er
heldur enginn hér heima sem kemur
upp í hugann og þess vegna höfum
við ekki mikið hugsað um þetta.“
Hvað er Maus að fást við þessa
stundina?
„Það sem við erum að gera í dag
er að taka upp plötuna á ensku,
þ.e.a.s. sönginn, og hljóðblanda ein-
hver lög aftur,“ segir Eggert. „Við
erum ekki að fara að gefa plötuna út
heldur ætlum við að hafa nokkur
eintök í farteskinu og leita eftir út-
gefanda. Ef við finnum útgefanda er
ekki óliklegt að platan verði tekin
upp aftur í heild. Við ætlum að
senda eins mörg eintök og við getum
til hinna ýmsu útgefenda og leita eft-
ir tilboðum. Við erum reyndar með
i bígerð að fara út til að spila. Það er
hins vegar risastórt verkefni og dýrt
að flytja tæki og tól til meginlands-
ins.“ Að lokum vilja þeir benda að-
dáendum á heimasíðu sína:
http://www.maus.is
Ég óska þeim félögum gæfu og
gengis í útlandinu og þeir hverfa á
braut út í kuldann. -ps
V
Áfram stelpur!
- kvennatónleikar í Hlaðvarpanum
Síðasta fóstudagskvöld voru haldn-
ir veglegir tónleikar í Hlaðvarpanum
til að fagna útgáfu plötunnar Stelpu-
rokk sem er ný safnplata sem inni-
heldur 20 lög með ýmsum söngkonum,
kvennahljómsveitum og einni skáld-
konu. Tónleikamir í Hlaðvarpanum
voru vel' sóttir og var gjörsamlega
fullt út úr húsi þegar mest var. Tón-
leikarnir voru í alla staði mjög vel
heppnaðir og var allt önnur stemning
en vanalega fylgir rokktónleikum hér
í borg. Tónleikasalurinn í Hlaðvarp-
anum er afar sérstakur og þar er ná-
lægð flytjenda við áhorfendur mikil.
Það var gaman að sjá Dúkkulísumar
koma saman aftur og heyra lög eins
og Pamela í Dallas og Svart hvita hetj-
an. Dúkkulísumar gætu örugglega átt
svipaða endurkomu og Greifarnir ef
þær kærðu sig um. Eins fannst mér
gaman að sjá Hljómsveit Jarþrúðar
með leikonuna Ólavíu Hrönn í farar-
broddi. Þetta er skemmtileg hljóm-
sveit sem reyndar líður mjög greini-
lega fyrir æfmgaleysi. Það skorti að-
eins upp á samhæfmguna hjá henni
en það skyggði samt ekki á frábæra
tónleika. Yngsta hljómsveitin sem
kom fram þetta kvöld var sjálfsagt
kvennasveitin Á túr sem flutti nokkur
lög og er greinilegt að hún á eftir að
láta meira í sér heyra á næstunni.
Hún flutti nokkur lög með hljóm-
borðs- og sellónundirleik og mátti
heyra hjá ákveðin áhrif frá Kate
Bush. Kolrassa Krókríðandi flutti lika
nokkur lög og er sú hljómsveit vafalit-
ið ein sú skemmtilegasta sem við eig-
um hér á landi í dag. Á tónleikunum
Yngsta hljómsveitin sem kom fram þetta kvöld var sjálfsagt kvennasveitin Á
túr sem flutti nokkur lög og er greinilegt að hún á eftir að láta meira í sér
heyra á næstunni.
var líka haldin kynning á tveimur ís-
lenskum söngkonum, þeim Hallbjörgu
Bjarnadóttur og Ellý Vilhjálms, og
ýtti það undir við að gera kvöldið hið
skemmtilegasta. Gaman væri að sjá
fleiri tónleika í húsakynnum Hlað-
varpans í framtíðinni og ekki myndi
spiúa fyrir ef það væru tónleikar með
einhverri af þeim sveitum sem tróðu
upp síðastliðið fóstudagskvöld. -jaj
Á
h.
o
Þotulidid í
Naustkjallar-
anum
Naustkjallarinn er op-
inn fóstudags- og laug-
ardagskvöld. Lifandi
tónlist verður bæði
kvöldin. Þotuliðið úr
Borgamesi sér um fjör-
ið bæði kvöldin.
Á túr í Hinu
húsinu
Hljómsveitin Á túr mun
spila á síðdegistónleik-
um Hins hússins. Tón-
leikarnir fara fram á
Kakóbarnum Geysi í
dag kl. 17. Aðgangur er
ókeypis.
Klappað og
klárt
Dúettinn Klappað og
klárt leikur fyrir dansi
á veitingastaðnum
Gullöldinni. Dúettinn
skipa þeir Gæi Karls og
Didda Löve.
Um helgina verður
einnig haldið mót í raf-
magnspílu á GuUöld-
inni. Mótið hefst kl. 15 á
morgun. Vegleg verð-
laun eru í boði.
Léttir sprettir
í kvöld og annað kvöld
leikur hljómsveitin
Léttir sprettir frá kl. 22
til 3 á veitinga- og
skemmtistaðnum
Kringlukránni.
Meðlimir Léttra spretta
em: Geir Gunnlaugsson
og Karl H. Karlsson.
Þeir flytja létta og
skemmtilega tónlist.
í Leikstofu Kringlu-
krárinnar leikur trú-
badorinn Rúnar Þ. Guð-
mundsson.