Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Síða 10
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 DV
fónlist
i
ísland
-plöturog diskar —
* 1. ( 2 ) OK Computcr
Radiohoad
$ 2. ( 1 ) Lot's Talk
Celine Dion
| 3. ( 3 ) Best of
Eros Ramazotti
t 4. (14) Quarashi
Quarashi
| 5. ( 5 ) Sigga
Sigga Beinteins
t 6. ( 6 ) Pottþótt 97
Ýmsir
t 7. ( 7 ) Urban Hymns
Verve
f 8. (Al) Homogenic
Björk
♦ 9. (Al) Spiceworld
Spice Girls
| 10. ( 8 ) Aquarium
Aqua
I 11.(6 ) 1987-1997
Nýdönsk
t 12. (Al) Fat of the Land
The Prodigy
4 13.(12) Paii:* the Sky
Enya
t 14. (Al) Central Magnetizm
Subterranean
t 15.(15) Pottþétt vitund
Ýmsir
t 16. ( -) Reload
Metallica
t 17. (Al) Trúir þú á engla?
Bubbi
) 18.(18) Pottþétt Rokk
Ýmsir
4 19. (16) Legend
John Lennon
| 20. (20) Bugsy Malone
íslenska útgáfan
London
-lög-
I 1. ( 2 ) Never Ever
All Saints
t 2. ( - ) Bamboogie
Bamboo
t 3. ( - ) Renegade Master 98
Wildchild
| 4. ( 1 ) Perfect Day
Various
| 5. ( 4 ) Together Again
Janet Jackson
t 6. ( 7 ) Angels
Robbie Williams
| 7. ( 5 ) High
Lighthouse Faniily
| 8. ( 6 ) Avenging Angels
Space
i 9. ( 3 ) Too Much
Spice Girls
Í 10. ( 9 ) Torn
Natalie Imbruglia
New York
-lög-
t 1. ( 6 ) Truly Madly Deeply
Savage Garden
| 2. ( 3 ) Together Again
Janet
4 3. (1 ) Candlc in the Wind 1997
Elton John
t 4. ( 5 ) How Do I Live
Leann Rimes
I 5. ( 2 ) Been Around the World
Puff Daddy & The Family
I 6. ( 4 ) My Body
LSG
t 7. ( 9 ) You Make Me Wanna...
Usher
t 8. (- ) Tubthumping
Chumbawamba
t 9.(10) ShowmeLove
Robyn
| 10. ( 7 ) Foel so Good
Bretland
— plötur og diskar—
t 1. ( -) Urban Hymns
The Verve
t Z ( 3) All Saints
All Saints
t 3. ( -) Life Thru A Lens
Robbie Williams
| 4. ( 2 ) Spiceworld
Spico Girls
i 5. ( 4 ) White On Blonde
Texas
t 6. (10) Postcards From Heaven
Lighthouse Family
| 7. ( 5 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
t 8. ( 9 ) Loft of the Middle
Natalie Imbruglia
t 9. ( -) Ok Computer
Radiohead
4 10. ( 6 ) The Best of
Wham
Bandaríkin
-plöturog diskar —
| 1. ( 2 ) Let's Talk about Love
Celine Dion
§ 2. (1 ) Sevens
Garth Brooks
t 3. ( 5 ) Tubthumping
Chumbawamba
t 4. (10) HarlemWorld
Mase
§ 5. ( 4 ) You Light up My Life
Leann Rimes
t 6. ( 6 ) Come on over
Shania Twain
t 7. (- ) Yourself Or Someone Like You
Matchbox 20
t 8. (- ) No Way Out
Puff Daddy & The FAmily
t 9. (- ) Backstreet Boys
Backstreot Boys
tl0. (- ) Aquarium
Aqua . ...ri1.11..l..r..T.-1_r___
Talking Loud var valið plötufyrir-
tæki ársins 1997 af breska tónlistar-
blaðinu DJ sem er leiðandi tímarit í
umfjöllun á danstónlist í heiminum.
Talking Loud hefur marga listamenn
á sínum snærum en þeirra þekktastur
er sjálfsagt Roni Size sem sló í gegn á
síðasta ári með breiðskífunni New
Forms.
Fyrirtækið var stofnað árið 1989 af
þeim Paul Martin og Gilles Peterson.
Það sem þeir félagarnir höfðu að leið-
arljósi í útgáfu sinni var að gefa frek-
ar út heilsteyptar breiðskífur heldur
en að fylgja popptískunni hverju
sinni. Þó svo fyrirtækið gefi nær ein-
göngu út danstónlist gefur það einnig
út jasstónlistarfólk og þeirra þekktast-
ur er sjálfsagt Courtney Pine og acid-
djasshljómsveitin UFO. Talkin Loud
hefur alla tíð hvatt þá danstónlistar-
menn sem hjá fyrirtækinu eru til að
halda tónleika með lifandi hljóðfæra-
leik í bland við tölvutónlistina og vilja
margir meina að það sé eitt af því sem
geri Talkin Loud svo sérstakt. Mikið
hefur til að mynda verið skrifað um
tónleikahald Roni Size og hljómsveit-
ar hans Reprazent sem þykir vera af-
spyrnugóð á tónleikum. Hef ég það frá
tveimur ungum mönnum sem sáu
sveitina spila í London nú seint á síð-
asta ári. Þetta hefur komið inn með
ferska strauma sem hafa svo skilað
sér inn á breiðskífur með danstónlist.
Önnur merkileg afurð kom frá Talkin
Loud á síðasta ári og var það breið-
skífan NuYorican Soul þar sem Mast-
er at Work fóru í samstarf með
salsatónlistarmönnum og söngvurum.
Tito Puente, George Benson og
Jocelyn Brown voru meðal þeirra sem
komu fram á NuYorican Soul og
heppnaðist það samstarf með ágætum
enda hlaut breiðskífan fádæma lof
gagnrýr.enda um allan heim. Lifandi
hljóðfæraleikurinn náði að lyfta Nu-
Yorican Soul upp á hærra plan en
ella. Það sem er fram undan hjá
Talkin Loud-útgáfunni á nýju ári er
enn meiri áhersla á Drum n’ Bass tón-
listarstefnuna og er áætlað að gefa út
breiðskifu með 4 Hero á næstunni.
„Tónlistin er sífellt að breytast og þró-
ast og hér i Bretlandi er þróunin hvað
hröðust um þessar mundir og það er
spennandi að standa í útgáfu á þessari
fersku tónlist,” segir Gilles Peterson
Fimmti
meðlimur
Hann er útgefandi, tón-
listarmaður og plötu-
snúður og sér um að
hita upp fyrir hljóm-
sveitina U2 sem hefur verið á tón-
leikeiferðalagi um heiminn allt
síðasta ár. Hann er skoskur að
uppruna og vann fyrir sér með
því að selja plaköt á flóamörkuð-
um áður en hann sló í gegn.
Þegar hljómsveitin U2 fór í
hljóðver að taka upp nýjustu
breiðskífu sína tók Bono upp sím-
tólið og hringdi í Howie B. Hann
hafði reyndar unnið með sveit-
inni áður á plötunni Passengers
ásamt Brian Eno og Pavarotti og
var Bono svo ánægður með sam-
starfið að annað kom vart til
greina en að hafa Howie B. með á
nýju plötunni. Starf hans var að
taka upp og gera takta fyrir þessa
stærstu hljómsveit veraldar.
Áhrifin sem Howie B. hefur haft
á hljómsveitina U2 eru líka auð-
þekkjanleg. Þeir félagar eru mun
framsæknari en oft áður og hefur
það haft hin undarlegustu áhrif á
feril hljómsveitarinnar. Tónleika-
ferðalög hljómsveitarinnar U2
eru mikið fyrirtæki enda hafa
margir sótt tónleika sveitarinnar
í gegnum tíðina. Hins vegar var
aðsókn á þá heldur dræm á síð-
U 2
asta ári. Margir vilja meina að
það sé sökum þess að hljómsveit-
in sé orðin einum of framsækin í
tónlistarsköpun sinni og dansá-
hrifin í nýju lögunum séu einfald-
lega of mikil. „Ég held að viö höf-
farið þá leið sem við vildum
lákvæmlega fara, segir Bono,
söngvari hljómsveitarinar. „Við
vorum mjög ánægðir með að fá
Howie B. í lið með okkur. Hann
er gífurlega skemmtilegur tónlist-
armaður og hefur opnað nýjar
dyr fyrir okkur og verið duglegur
að spila fyrir okkur þá tónlist
sém er í hvað örustuin vexti í
iag. Það er danstónlist^^jokkur
Innst hún spennandi.í Á tón-
' leikaferðalagi U2 hefur hiútverk
Howie B. verið að þeyta skífum
áður en U2 fer á svið og segir
hann þá lífsreynslu hafa verið
ógleymanlega. „Ég var mjög
stressaður fyrst. Það voru fleiri
þúsund manns mættir til að sjá
U2 og ég hafði enga hugmynd um
hvernig þeim myndi líka að
heyra danstónlist á undan. Þetta
gekk samt allt mjög vel og það er
ótrúlegt að sjá fleiri þúsund
manns dansa við eitthvað sem
maður er að spila. Það er enginn
klúbbur sem kemst nálægt þeirri
upplifun," segir Howie B.
Ahrifin sem Howie B. hefur haft á hljómsveitina U2 eru auöþekkjanleg. Þeir
félagar eru mun framsæknari en oft áður og hefur það haft hin undarlegustu
áhrif á feril hljómsveitarinnar.
Það hefur verið mikið að gera
hjá Howie B. upp á síðkastið enda
er hann líka tónlistarmaður og
gaf á síðasta ári út breiðskífunna
Tum the Dark off sem er óum-
deilanlega ein af bestu breiðskíf-
inn síðasta árs.
-jaj