Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Side 12
26 tyndbönd FOSTUDAGUR 16. JANUAR 1998 MYNDBANDA For a Few Lousy Dollars: Gáskafullt ofbeldi ★★★ Zack og félagar hans, Danny og Theo, hafa fengið ábendingu um að á veitingahúsi nokkru sé að finna mikið af mafíupeningum. Þegar til kastanna kemur er enga peninga að finna og félagarnir lenda í klón- um á mafíuforingjanum Tony, sem sleppir þeim með áminningu, þeim til mikiilar gleði og undrunar. Þeir hefjast þá handa við að gera upp sakimar við Frankie, manninn sem gaf þeim ábendinguna, sem reyndar hefur afsökun á reiðum höndum. Hér hefur greinilega átt að gera mynd í anda Quentin Tarantino. Við höfum m.a. glæp sem klúðrast illa, heimspekilega sinnaða krimma og hrátt of- beldi, kryddað með svörtum húmor. Eins og Tarantino hefur sýnt er þetta ágætis uppskrift, en hér hefði mátt vanda sig betur við bakstur- inn. Handritið býður upp á ágæta sögufléttu, en hins vegar eru persón- urnar ekkert sérlega áhugaverðar og samtölin ekkert óskaplega hnytt- in. Þá vantar einnig færa leikara og engir þeirra standa upp úr, fyrir utan kannski þann sem leikur leigumorðingjann. Sá er titlaður Midnight Rambler, en ég gæti næstum svarið að þetta er Judd Nelson. Þetta er forvitnileg og stundum skemmtileg mynd, en nær ekki með tærnar þar sem fyrirmyndin hefur hælana. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Michael Bafaro. Aðalhlutverk: Ben Ratner og John Cassini. Bandarísk, 1996. Lengd: 84 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Hamlet Hefðbundið ★★★ isjí) Kenneth Branagh virðist vera alveg dolfallinn Shakespeare- aðdáandi. Hamlet er þriðja Shakespeare- myndin hans (þá tel ég ekki með In the Bleak of Midwint- er, sem fjallaði um leikhóp sem setur upp Hamlet í gam- alli kirkju). Hann færir sögusviðið aðeins aftur i tíma, sennilega á 19. öld, svo sem sjá má á búningum, byssum, eimreið o.fl. Að öðru leyti er allt í hefðbundnum stfl. Branagh heldur sig við hinn flúraða rimtexta Shakespe- ares og er ekkert að leika sér með persónur eða sögu- þráð. Myndin bætir þvi htlu sem engu við það sem áður hefur verið gert með Hamlet, en Branagh treystir á öflugan leikhóp til að gefa myndinni gildi. Sjálfúr fer hann með hlutverk Hamlets af mikilli kunnáttu, án þess að sýna nein sérstök tilþrif. Richard Briers, sem hefur leikið i öllum þremur Shakespeare-myndum Branagh, er ágætur Polonius og Julie Christie fer einnig vel með hlutverk drottningarinnar. Kate Winslet er hins vegar fremur álappaleg Ophelia. Nicholas Farrell og Michael Maloney standa sig vel í hlutverkum Horatio og Laertes og áhugaverðir leikarar í minni hlutverkum eru t.d. Timothy Spall og Reece Dinsdale sem Rosencrantz og Guildenstem og Rufús Sewell í hlutverki Fortinbras. Langbestur allra er samt stórleikarinn Derek Jacobi í hlutverki kóngsins illa. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Derek Jacobi, Julie Christie, Richard Briers og Kate Winslet. Bresk, 1996. Lengd: 121 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Spawn: Hefnd og illska ★★ Spawn er ein af vinsælustu hasarblaðahetjum sam- tímans og þvi ekki seinna vænna að gera kvikmynd um hann. Spawn var í lifanda lífi leyniþjónustumaður- inn A1 Simmons, sem var myrtur af hinum illa yfir- manni leyniþjónustunnar, Jason Wynn. Hann semur því við djöfulinn um að fá að snúa aftur til jarðar gegn því að leiða her hans gegn himnunum. Ofurmannlegir eiginleikar hans eru því frá djöflinum komnir, en hann snýst síðan gegn skapara sínum. Mikið er lagt í útlit myndarinnar og allar brellur vel framkvæmdar. Bún- ingamir em flottir, sérstaklega brynjan hans Spawn, og bardagaatriðin eru með besta móti, sérstaklega þegar Spawn tekst á við Violator-djöful- inn. Myndmálið fær þó ekki að njóta sín í nógu miklum mæli. Allt of mikl- um tíma er eytt í að láta hetjuna veltast um í eymd í byrjun og oft virðist myndin taka sig einum of alvarlega, eins og um eitthvert dramatískt þrek- virki væri að ræða. Gaman er að horfa á bardagaatriðin, en lélegur leik- ur og illa skrifað handrit gera myndina fremur leiðinlega að öðru leyti. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Mark Dippé. Aöalhlutverk: Michael Jai White, Martin Sheen og John Leguizamo. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Devils Dwn: Vináttubönd ★★ Dt ^JL'S If Hér segir frá IRA-hermanninum Frankie McGuire, sem er sendur til Bandaríkjanna til að kaupa flug- skeyti og smygla heim til írlands. Undir dulnefninu Rory Devaney fær hann inni hjá fjölskyldu hins írskættaða lögreglumanns O’Meara sem telur sig vera að hýsa ungan mann á flótta undan ofbeldinu á Norður-írlandi. Þeir bindast vináttuböndum, en þeg- ar O’Meara fer að gruna að Frankie/Rory hafi eitt- hvað óhreint í pokahorninu reynir verulega á vinátt- una. Miðað við margar fantagóðar myndir, sem tekið hafa fyrir ástandið á Norður-írlandi, virkar The Devil’s Own fremur þunn. Söguuppbygging er þó góð lengst af, en mynd- in brotlendir i restina þegar koma þarf að einfeldningslegum boðskap. Harrison Ford er ágætur i hlutverki O’Meara, heldur sig til hlés og er ekki alveg eins þumbaralegur og oft áður. Brad Pitt er hins vegar óvenjulega máttlaus, enda var hann víst ekkert allt of sáttur við hand- ritsbreytingar. Treat Williams stendur sig vel í hefðbundnu skúrkshlut- verki, en aðrir leikarar gleymast fljótt. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Alan J. Pakula. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Brad Pitt og Treat Williams. Bandarísk, 1997. Lengd: 107 min. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar / 0 <§> « / 0 U J / yW/ /• © « — 6. til 12. janúar SÆTI j FYRRI > VIKA ) vikur r Á LISTA Vv‘ J TITILL ) ÚTGEF. j TEG. J 1 ! 2 ■ 2 J j Absolute power Skífan ; Spenna 2 i i i j 4 j j Con Air -j Sanwnyndbönd : Spenna J 3 ! Ný i ! Horfinn heimur ClC-myndbönd Spenna 4 1 1 Ný ) ) 1 J i Devils Own j J Skífan Spenna j 5 J 2 i 3 4 ! Fierce Creatures ClC-myndbönd Gaman 6 J j í Ný J 1 J Spawn Myndform Spenna 7 ! 7 ! 5 ! One Fine Day Skífan J Gaman 8 J ) J N J i * 1 J J 5 i J Dantes Peak ClC-myndbönd . Spenna 9 ! 6 3 J The 6th Man Sam-myndbönd Gaman 10 ! 8 J J J 7 j j The Fifth Element j J j Skffan J Spenna J í 11 ! 12 í 2 ! Lost Highway Myndform \ Spenna 12 J J 1 5 > i 7 í j Liar Liar J j ClC-myndbönd j Gaman 13 ! ii ! 4 ! Ghosts From the Past ! j j Skífan j Spenna 14 > j 1 9 j ’ J 5 ! J First Strike J Myndform Spenna 15 ! ío ! 7 J j 6 ! J Trial and Error Myndform > Gaman 16 13 i > J Jungle 2 Jungle j Sam-myndbönd j Gaman j ] 17 J 15 i j a ! Scream Skífan J Spenna 18 j j J 14 j J j j 9 j j J Bulletproof ) ■ j ClC-myndbönd J Spenna ) 19 ! Ný ; i ! Dear God Sam-myndbönd Gaman 20 j j J 16 ; j 8 ! j Private Parts J Sam-myndbönd Gaman Það kom að því að Con Air varð að láta eftir fyrsta sætið. Ekki var það þó Júragarðurinn 2 sem hreppti efsta sætið heldur sakamálamynd Clint Eastwoods. Það eru nokkrar breytingar á efstu sætum listans þessa vikuna, það er ekki bara að The Lost World, sem myndin er úr hér til hliðar, komi sterk inn held- ur fylgir í kjölfarið sakamálamyndin Devil’s Own og í sjötta sæti er svo framtíðartryllirinn Spawn, sem byggð er á teiknimyndaseríu. Það verður að fara aft- ur í nítjánda sætið til að finna eina nýja kvikmynd enn, er það Dear God, gamanmynd meö Greg Kinn- ear í aðalhlutverki, en hann lék á móti Harrison Ford og Juliu Ormond, í Sabrina. Absolute Power Clint Eastwood og Gene Hackman. Luther Whitney er meistaraþjófur sem tel- ur sig kunna ráð við öllum vanda. Hann gat samt ekki séð fyrir að eiginkona auðugs kaupsýslumanns yröi heima einmitt það kvöld þegar hann ákveöur að ræna hibýli hans og hann gat held- ur ekki séð fyrir að elskhugi hennar kæmi í heimsókn og því síð- ur að þau myndu lenda í átökum sem enduðu á þann veg að hún liggur dauð uppi í rúmi. Há- punkturinn á óheppn- inni er þó að elshuginn er sjálfur forseti Bandaríkjanna. Skyndilega þarf Luther að glíma við valda- mesta mann í heimi sem vill hann dauðan. Con Air Nicolas Cage og John Malcovich Cameron Poe er á leið heim til konu sinnar og dóttur eftir fangavist. Ásamt Poe eru í flugvélinni nokkrir af illræmd- ustu og hættulegustu glæpamönnum Banda- rikjanna og það liður ekki á löngu þar til komið er upp algjört neyðarástand í vél- inni. Sá sem stendur fyrir uppþotinu, Cyrus Grissom, hefur brátt alla vélina á sínu valdi. Það kemur i hlut Poes að koma í veg fyrir áætlanir Grissoms. Á meðan berst leyniþjónustu- maðurinn Larkin af öllum mætti gegn því á jörðu niöri að heryfir- völd skjóti flugvélina niður. Horfinn heimur Jeff Goldblum og Julianne More Á nálægri eyju hafa risaeðlur I mikilli leynd fengið að þrífast og ganga frjálsar, en nús teðjar enn meiri vá, áætlun er uppi um að fanga þær og færa upp á meginlandið. John Hammond sem hefur misst alla stjóm á InGen fyrirtækinu sér nú tækifæri til að bæta fyrir fyrri mistök sin og sendir leiðangur undir stjórn Ians Malcolm (Jeff Gold- blum) til eyjarinnar áður en málaliðamir koma þangað til að veiða dýrin. Hann á að freista þess að koma i veg fyrir þessar áætl- anir. Devils Own Harrison Ford og Brad Pitt Þegar Frankie var ungur drengur horfði hann upp á grímu- klædda menn myrða foður sinn. Þessi at- buröur markaði dreng- inn og í dag, tuttugu árum síðar er hann í fararbroddi IRA- manna. Frankie er sendur til New York og er ætlað að smygla flugskeytum yfir hafið heim til írlands. 1 gegnum sambönd sín tekst honum að kom- ast inn í landið á fólsk- um forsendum og fær húsaskjól hjá hinum irskættaða lögreglu- manni O’Meara sem grunar fljótlæega að Frankie sé ekki sá sem hann þykist vera. Fierce Creatures John Cleese og Kevin Kline Hrokagikkurinn Rod McCain eignast Marwood-dýragarðinn i Englandi fyrir lítið fé. Hann þekkir ekkert annað en að græða og í því skyni sendir hann hina kynþokkafullu Willu og son sinn, •nautnasegginn Vince, til Englands. Þegar þau mæta á staöinn komast þau að þvi að framkvæmdastjórinn hefur þegar tekið til sinna ráða. Héðan í frá skulu eingöngu grimm og hættuleg dýr vera til sýnis. Þessi ákvörð- un mætir harðri and- stöðu hjá starfsmönn- um dýragarðsins sem eru undir forystu skor- dýrafræðings sem gengur undir nafninu „Padda“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.