Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Qupperneq 9
JL*V FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1998
HLJÓMPLjÍTU
wmmi
Air / Moon Safari:
Gott geimpopp ★★★★
Hljómsveitin Air hefur vak-
ið athygli fyrir leikandi létta
popptónlist sína sem er þunn
eins og lofttegund. Air tekst
samt að koma eins og ferskur
blær inn í poppið þar sem út-
þvældar hugmyndir og klisj-
ur virðast öllu ráða. Það er
nefnilega ekkert ljótt að gera
popptónlist. Poppið hefur
bara fengið slæmt orð á sig
sökum þess að það vill oft
verða þreytandi og leiði-
gjarnt. Á breiðskífunni Moon
Safari tekst hljómsveitinni
Air að gera poppið heillandi á nýjan leik og ekki spillir að gamla
Moog-hetjan Jean Jaques Perrey er með þeim í nokkrum lögum á
plötunni, enda sándið á henni ekki langt frá því sem hann var að
fást við í eina tíð. Platan hefst á laginu La Femme Argent, sem er
léttur fonkslagari á rólegu nótunum, og er svipuð stemning í því
og í laginu Nights Interlude með Nightmares on Wax.
Á Moon Safari eru líka fleiri ámóta lög sem eiga eftir að verða
klassísk. Þar má nefna Sexy Boy og All I Need. Þessi er skyldueign
í plötusafni heimilisins.
Jón Atli Jónasson
Ambersunshower/Walter T. Smith:
flnsi heilsteypt ★★★
Ambersunshower fetar
svipaða slóð og Erykah Badu
sem var kosinn besti RnB-
tónlistarmaður siðasta árs.
RnB-tónlistarstefnan á hvað
mestu fylgi að fagna í
Bandaríkjunum og gætir
áhrifa hennar víða, til dæm-
is í New York-rappinu. Það
sem hefur verið mesti akki-
lesarhæll RnB-tónlistar-
manna er það stílleysi sem
virðist vera ríkjandi innan
þessarar tónlistarstefnu. Lít-
ill sem enginn munur er á lagasmíðum höfunda og er tónlistin í
hæsta máta karakterlaus. Þessu breytti reyndar Erykah Badu á
síðasta ári með plötunni Baduizm, þar sem hún dró sterkari áhrif
úr djassi og blústónlist inn í tónlist sína, en umfram allt gaf hún
sér leyfi til að vera öðruvísi. Þetta skilaði henni óteljandi verð-
launum og góðum dómum fyrir tónlist sína hvarvetna. Amber-
sunshower tekst vel upp á breiðskífu sinni, Walter T. Smith. Hún
hefur sinn eigin stíl og er árangurinn ansi heilsteypt og skemmti-
leg RnB-plata með auöheyrilegum Hip Hop-áhrifum. Hún er ágæt
söngkona og einnig eru allar útsetningar á plötunni til fyrir-
myndar. Ambersunshower tekst hér að lyfta RnB-stefnunni upp á
skemmtilegra stig.
Jón Atli Jónasson
Black Grape/Stupid, Stupid, Stupid:
Skemmtiplata ★★★
•"> iTpMÐ SiueuiiTWio
b»ack|grape
' ’ ■
fy. *v
Stupid, Stupid, Stupid, er
önnur breiðskífa hljómsveit-
arinnar Black Grape og nær
að viðhalda því orði sem fer
af sveitinni: að skapa tuttugu
og fjögurra tíma partýtónlist.
Þrátt fyrir að sveitin fltli við
trip-hop, drum ‘n bass og
teknó er platan auðþekkjan-
lega Black Grape tónlist.
Stupid, Stupid, Stupid var
tekin upp á átta vikum og
Shaun Ryder prófaði liðlega
tuttugu söngútgáfur með
hverju lagi. Það var því úr
mörgu að velja þegar raða átti niður á plötuna.
Platan byrjar á laginu Get Higher þar sem raddir Ronald og
Nancy Reagan spjalla saman rnn heróínfíkn sína og má þar lesa
þann húmor sem einkennir plötuna alla.
Aðdáendur Happy Mondays ættu að finna eitthvað við sitt hæfi
á plötunni en Ryder tekst að endurskapa Manchester rokkið með
„sample“ ívafi. Þetta er ekki síst að þakka „pródúsentnum" Saber
sem hefur starfað með listamönnum eins og U2, David Bowie og
Marilyn Manson.
Stupid, Stupid, Stupid er að mörgu leyti skemmtiplata, kald-
hæönislegur húmorinn skín í gegn í hverju lagi og Black Grape er
að tilraunast með ýmsar stefnur. Lögin eru mörg hver góð þó að
það sé kannski ekki hægt að kalla þau frumleg. Black Grape tekst
þó vel upp í því sem þeir ætla sér.
Páll Svansson
Saint Etienne
- komin aftur
Breska tríóið Saint Etienne, sem
aö mörgu leyti var brautryðjandi í
því að blanda saman danstónlist
við áhrif frá sjötta og sjöunda ára-
tugnum, hefur nú byrjað samstarf
eftir nokkurra ára hlé. Þá ruddist
hún fram á sjónarsviðið með dans-
ballöðuna Only Love Can Break
Your Heart og flutti með sér fullt af
nýjum straumum inn í poppið.
Fjögur ár eru frá því að hljómsveit-
in kom saman síðast og hefur
margt gerst í tónlistinni síðan þá
og Saint Etienne eignast marga
bræður í andanum. Önnur hver
hljómsveit sem kveður sér hljóðs í
dag notar svipaðar vinnuaðferðir
við tónlist sína og Saint Etienne
var brautryðandi fyrir. En hvað
fóru þessi fjögur ár í að gera hjá
meðlimum hljómsveitarinnar?
„Við vorum bara að dútla við
hitt og þetta. Eitt okkar rak klúbb,
annað plötufyrirtæki og Sarah,
söngkona hljómsveitarinnar, gaf út
sólóplötu. Hún vill samt helst
gleyma þeirri reynslu sinni,“ segir
Pete Wiggs, forsprakki Saint
Etienne.
Á næstunni kemur út ný breið-
skífa hljómsveitarinnar sem ber
heitið Saint Etienne in Good
Humor og er hún tekin upp að
miklu leyti í Malmö í Svíþjóð af
einhverjum orsökum.
„Við vorum með þeim fyrstu til
að nota sömpl í lögunum okkar og
voru þau laglínur einhverra hljóð-
færa sem ekkert okkar kunni að
spila á. En á nýju plötunni fengum
við frekar alvöruhljóðfæraleik þeg-
ar okkur fannst vanta fleiri hljóð-
færi og það gefur plötunni
skemmtilegan tón,“ segir Sarah
SomriLylans
Uppgangur hljómsveitarinnar
The Wallflowers hefur verið mikill
upp á síðkastið og seldi hljóm-
sveitin hátt í fjórar milljónir ein-
taka af síðustu plötu sinni auk
þess sem lesendur tónlistartíma-
ritsins Rolling Stone völdu söngv-
ara hljómsveitarinnar kynþokka-
fyllsta karlmann ársins. Árið 1997
var ansi sérstakt fyrir hljómsveit-
ina The Wallflowers sem var stofn-
uð af Jason Dylan sem er sonur
Bob Dylan árið 1992. Þá hætti
hljómsveitin að spila á litlum
klúbbum og fór að spila fyrir fleiri
þúsund manns á íþróttaleikvöng-
um um allan heim og hituöu þeir
meðal annars upp fyrir Rolling
Stones á tónleikum þeirra í Banda-
ríkjunum. En skyldi öll frægðin
hafa stigið þeim til höfuðs? „Nei í
raun og veru ekki. Það besta við
frægðina er að þú getur hætt
hvenær sem þú vilt,“ segir Jason
Dylan, söngvari hljómsveitarinn-
ar. En hvað skyldi honum hafa
fundist um nýjustu plötu foður
síns? „Hún er pottþétt. Hann á
framtíðina fyrir sér kallinn."
Cracknell. „En talandi um sólóplöt-
una mína þá lærði ég heilmikið á
því að gera hana,“ segir hún og
brosir út í annað.
Danslisti
Islands
- tíu vlnsælustu danslögln vlkuna
24. tll 31. Jan. 1998 -
1. Don’t die just yet
David Holmes
2. Black Hole
16B
3. Smoky Clinic EP
Mare Ambross
4. High Naturaily
Warped 69
5. Sangue le Beirona remlx
Cesaria Evora
6. The Night
Peter Funk
7. New Day
Scott Groover
8. Stocktown City
Adam Beyer
9. The Answering Machlne
Mark Grant/Green Velvet
10. Too High
Cutting Headz