Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Síða 11
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1998
#n//sf .
BUSH varð til árið 1992.
Meðlimir sveitarinnar
koma frá litlu úthverfi í
London sem heitir
Shepard’s Bush. Hljómsveitin
kom til þegar þeir Gavin Rossdale,
söngvari og gítarleikari og Nigel
Pulseford gítarleikari hittust
baka til á tónleikum og fóru að
ræða saman. Þeir komust að þvi
að þeir höfðu báðir hætt nýlega í
hljómsveitum og ákváðu að slá til
og stofna nýja sveit. Þeir Dave
Parsons bassaleikari og Robin
Goodridge trommuleikari bættust
brátt í hópinn og hin nýja sveit
var kölluð Future Primitive.
Sú þjóðsaga hefur gengið um
meðlimi sveitarinnar að þeir séu
allir listmálarar og hafi upphaf-
lega hist þess vegna. Það rétta er
að eftir að sveitin var stofnuð
unnu þeir allir sem húsamálarar
á daginn á meðan þeir biðu eftir
samningi við útgáfufyrirtæki. Á
kvöldin var síðan reynt að troða
upp á einhverjum smástöðum
Lundúnaborgar.
Bauð þeim samning!
Og það ótrúlega gerðist! Útsend-
ari útgáfufyrirtækis heyrði í sveit-
inni og bauð þeim strax samning.
Þeir breyttu um nafn og tóku strax
við að taka upp plötuna Sixteen Sto-
ne en í millitíðinni var smáskífan
Everything Zen gefin út. Lagið fór á
endanum í toppsæti vinsældalista
og er það ekki síst að þakka út-
varpsstöðinni KROQ sem er bæði
staðsett í Kaliforníu og New York.
Stöðin var óhrædd við að spila lög
sveitarinnar meðan aðrar stöðvar
fussuðu og sveiuðu. Viðtökur al-
mennings létu ekki standa á sér og
breiðskífan Sixteen Stone seldist í
sjö milljónum eintaka í Bandaríkj-
unum.
Næsta plata sveitarinnar,
Rcizorcut Suitcase, kom út 1996 og
lagið Swallowed fór beint í fyrsta
Yid erum ekki listmálarar!
Útsendari útgáfufyrirtækis heyrði í sveitinni og bauð þeim strax samning. Þeir breyttu um nafn og tóku strax við að
taka upp plötuna Sixteen Stone en í millitíðinni var smáskífan Everything Zen gefin út.
Chemical Brothers
- taka sár ársfrí
Þeir Tom Rowlands og Ed Simm-
ons, betur þekktir sem The Chem-
ical Brothers, hafa ákveðið að taka
sér ársfrí frá lagasmíðum og tón-
leikahaldi til að stofnsetja sitt eig-
ið útgáfufyrirtæki. Til stóð árið
1995 að þeir bræðumir færu út í
eigin útgáfu en enginn tími hefur
verið til þess sökum anna hjá
drengjunum við að halda tónleika
og endurhljóðblanda fyrir aðra
tónlistarmenn. Útgáfufyrirtækið
hefur hlotið nafnið Freestyle Dust
og er von á fyrstu breiðskífunni frá
fyrirtækinu nú í sumar. Fyrsta af-
urðin verður mix-plata frá þeim
bræðrum sem margir bíða sjálfsagt
spenntir eftir. Ekkert er hins vegar
vitað enn þá um hvaða listamenn
útgáfufyrirtækið Freestyle Dust
mun hafa á sínum snærum. Að-
spurðir sögðust bræðurnir ekkert
sakna þess að taka sér ársfrí frá
hitunni sjálfri. „Þetta hefur verið
draumur okkar lengi og það verð-
ur spennandi að fá að vinna með
öðrum listamönnum að útgáfumál-
um þeirra," sögðu þeir.
-JAJ
Gavin Rossdale er orðinn að meir iháttar kyntákni vestra. 2/3 hlutar tónleika-
gesta eru venjulega öskrandi unglingsstelpur í iíkingu við þær myndir sem
við sjáum af tónieikum Bítlanna á sjöunda áratugnum.
sæti Billboardlistans og hékk þar
vikum saman.
Nú nýverið kom svo út platan
Deconstructed þar sem þekktir tón-
listarmenn og „remixarar" fara
höndum um lög BUSH.
Nokkuð hefúr borið á gagnrýnis-
röddum þegar tónlist BUSH ber á
góma. Annars vegar vilja menn
meina að sveitin sé að apa eftir
hinni sálugu Nirvana og hinsvegar
að þeir séu aðeins að selja Kanan-
um bandarískt rokk í nýjum um-
búðum. Gavin Rossdale stynur og
svarar: „Mér finnst það hálflélegt að
segja að við séum með „amerískt
sánd“. Bara af því að við erum
breskir þá megum við ekki hafa há-
væra gítara! Það eru heldur ekki
margar hljómsveitir sem likjast
okkur, hvorki í Bandaríkjunum né
heima.“
Kyntákn í Ameríku!
Gavin Rossdale er orðinn að
meiri háttar kyntákni vestra. 2/3
hlutar tónleikagesta eru venjulega
öskrandi unglingsstelpur í líkingu
við þær myndir sem við sjáum af
tónleikum Bítlanna á sjöunda ára- >
tugnum.
Þó að sveitinnni hafi gengið vel
vestanhafs heldur hún tryggð við
aðdáendahóp sinn í Bretlandi.
Fjöldi tónleikagesta í Bretlandi
kemst þó ekki í hálfkvisti við að-
sóknina vestanhafs og BUSH virð-
ast ætla að ílendast þar sem spá-
menn utan foðurlandsins. -ps
Rúnar Júl. og
Tryggi Hubner
Tónlistarmennirnir Rún-
ar Júlíusson og Tryggvi
Húbner leika fyrir gesti
Feita dvergsins i kvöld og
annað kvöld.
Land og synir I
Sjallanum
Hljómsveitin Land og
synir leikur í Sjallanum
á Akureyri annað kvöld.
Mannabreytingar hafa
orðið í hljómsveitinni
sem er nú skipuð: Heimi
Erni Heimissyni söngv-
ara, Jóni Guðfinnssyni
bassaleikara, Birgi Niel-
sen trommuleikara,
Gunnari Þ. Eggertssyni
gítarleikara og Hjördísi
Elínu Lárusdóttur hljóm-
borðsleikara.
Panorama í
Hinu húsinu
Hljómsveitin Panorama
leikur á siðdegistónleik-
um Hins hússins á Kakó-
barnum Geysi í dag. Tón-
leikarnir hefjast kl. 17.
Aðgangur er ókeypis.
i hvítum sokk-
um
Hljómsveitin í hvítum
sokkum leikur í kvöld og
annað kvöld í aðalsal
Kringlukrárinnar. Trú-
badorinn Ómar Diðriks-
son leikur í Leikstofu
krárinnar.
Galabandid
Galabandið ásamt Önnu
Vilhjálmsdóttur leikur á
Næturgalanum í kvöld og
annað kvöld.
Á sunnudagskvöldið leik-
ur Hljómsveit Hjördísar
Geirsdóttur gömlu og
nýju dansana.