Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Side 12
26 í ★' ★ ★ lyndbönd ö%ifii Men in Black: Verndarar mannkynsins Tommy Lee Jones og Will Smith eru K og J, starfsmenn háleynilegrar stoönmar sem hafa það hlutverk að fylgjast með ferðum geimvera á jörð- unni og sjá um aö lög og reglur séu í heiðri hafðar. Illvíg geimpadda hleypir öllu í bál og brand og þeir félagar þurfa að vera snöggir að ráða niðurlögum hennar áður en jörð- inni verður tortimt. Goðsögnin um svartklæddu mennina er vel þekkt meðal áhugamanna um geimverusögur, en Barry Sonnenfeld tekur hana mátulega alvarlega og býr til farsakennda grínmynd í kringum hana. Húmorinn er rækilega geggjaður og hæfilega yfirgengilegur. Will Smith er ekki mikill leikari, en hann hefur töffaraskapinn á hreinu og lifir á honum allavega út þessa mynd. Tommy Lee Jones stendur nokk- uö passífur hjá meðan aðrir ærslast og myndar skemmtilega andstöðu við Will Smith. Rip Torn er einnig sallafinn í sínu hlutverki, en lang- skemmtilegastur er Vincent D’Onofrio í hlutverki geimpöddunnar, sem á í stökustu vandræðum með mannlega dulargervið sitt. Þessi mynd er tóm della frá upphafi til enda, en þannig á það einmitt að vera. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jo- nes og Will Smith. Bandarisk, 1997. Lengd: 94 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Touch: Kraftaverkamaður ★★★ Uppi verður fótur og fit þegar upp kemst að ró- lyndisdrengurinn Juvenal getur læknað fólk með snertingu sinni. Margir vilja gera sér mat úr hæfi- leikum hans og mjólka einhverja peninga þar úr. Þ.á m. eru söliunaðurinn og fyrrum platpredikarinn Bill Hill og ofsatrúarkaþólikkinn August Murray, en ein er þó sú sem vill vemda hann fyrir umheiminum og það er Lynn, sem verður ástfangin af honum. Touch er nokkuð skemmtileg saga en nær ekki alveg að pluma sig. Pælingamar eru ekkert sérlega frumleg- ar og myndin stendur því ekki undir sér sem dramatískt verk og of miklu púðri er eytt í þær á kostnað grínsins. Út- koman er brosleg mynd, þægileg áhorfs og stundum fyndin, en ekkert sérstaklega eftirminnileg. Það er heilmikið af áhugaverðum leikurum í myndinni, en af þeim er Tom Amold sá eini sem er í einhverju stuði. Hann leikur kaþólikkann af miklum ofsa og nær alltaf fram einhverjum brosviprum. Ég á enn eftir að sjá Skeet Ulrich gera eitthvað annaö en að rölta um og sýnast svalur, en hann þarf ekki að gera meira i þessu hlut- verki. Útgefandl: Stjörnubíó. Leikstjóri: Paul Schrader. Aðalhlutverk: Skeet Ul- rich, Bridget Fonda, Christopher Walken og Tom Arnold. Bandarísk, 1996. Lengd: 94 mín. Öllum leyfð. -PJ End of Violence: Ofbeldi Kvikmyndaleikstjórinn Mike Max, sem gerir blóð- ugar ofbeldismyndir, kemst sjálfur í snertingu við raunverulegt ofbeldi þegar tveir menn ræna honum og hyggjast drepa hann. Þessir menn finnast síðan myrtir og Mike Max hverfur sporlaust. Hann fer í felur hjá garðyrkjumönnunum sínum og kemst að því að ástæðan fyrir morðtilrauninni er sennilega tölvupóstur sem hann fékk frá manni nokkrum, sem vildi vekja athygli hans á mögulegri misnotkun nýs eftirlitskerfis sem á að útrýma ofbeldi. Sagan er ruglingsleg og eiginlega fremur bjánaleg. Tæknin sem að baki henni liggur gengur einfaldlega ekki upp og samsærið er alltof ósýnilegt og óútskýrt til að vekja athygli. Þeg- ar við bætist að leikaramir eiga dapran dag er útkoman tóm leiðindi. Allir þrír aðalleikaramir virðast vera að leika sjálfa sig og maður hef- ur óþægilega á tilfinningunni að leikstjórinn hafi ekkert leikstýrt þeim, aðeins látið þá fara með línurnar sínar, hvern eftir eigin höfði. Þegar hann reynir síðan að binda endahnútinn á söguna var mér eiginlega orðið alveg sama og bara feginn að leiðindin vom búin. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Wim Wenders. Aðalhlutverk: Bill Pullnam, Andie MacDowell og Gabriel Byrne. Bandarísk, 1997. Lengd: 115 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Brassed Off: Lúðrasveit verkalýðsins ★★★★ BrassedQff Hér segir frá nokkrum kolanámumönnum í ensk- um smábæ, sem era meðlimir í lúðrasveit verkalýðs- félagsins. Lúðrasveitin og meðlimir hennar ramba á barmi gjaldþrots, þvi að til stendur að loka námunni og gera hálfan bæinn atvinnulausan. Þaö eina sem heldur lúðrasveitinni gangandi er eldmóður stjóm- anda hennar og svo auðvitað nýi meðlimurinn, gull- falleg img kona sem er nýkomin á heimaslóðir eftir nám í Lundúnum, en hún vekur mikla lukku meðal hinna hljómsveitarmeðlimanna, sem allir era karl- menn. Þessi mynd hefur verið auglýst sem gaman- mynd, sem er ekki alveg sannleikanum samkvæmt, þótt nokkrir þrandarar fjúki. í raun er myndin mikill harmleikur og á köflum mjög átakanleg, sérstaklega hvað varðar aðalpersónuna Phil, sem virðist vera að missa allt sem máli skiptir í lífinu. Phil er snilldarlega leikinn af Stephen Tompkinson, sem skilar öllum þeim tilfinningum sem krauma undir yfirborðinu á grátbroslegri persónunni, sem reynir að þrauka og láta ekkert á bera, þótt líf hennar sé að molna niður. Aðrir leik- arar (í sumum tilvikum öllu frægari) standa sig einnig með prýði. Þrátt fyrir svolítið ódýran endi er Brassed Off mjög sterk og áhrifarík mynd. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Mark Herman. Aðalhlutverk: Stephen Tompkinson, Pete Postlethwaite, Tara Fitzgerald og Ewan McGregor. Ensk, 1996. Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1998 T|V Myndbandalisti vikunnar SÆTlj J FYRRI VIKA ; vikur ! ;á listaj j J TITILL ; ÚTGEF. ; j j TEG. 1 ! Ný ! i ! Men in Black ; Skífan 1 Gaman 2 ! '"í’ Ný ! i í j i Murder at 1600 ) J j Warner-myndir j Spenna J J 3 1 3 i 1 1 3 1 j 3 j Devils Own J Skífan j Spenna j 4 i j 2 j ) i 4 J i > Absolute power J J 1 Skífan 1 j j Spenna 5 ! 3 J 9 1 j 2 j Batman and Robin J J j Wamer-myndir j Spenna j 6 ! 4 j i ! 3 ! Horfinn heimur j j j ClC-myndbönd ; Spenna 7 J 5 ! 6 ! Con Air J Sam-myndbönd J Spenna 8 ! J 12 j J J 2 i j L J j J Blossi j Sam-myndbönd J j j Spenna 9 ! 8 ! 7. J One Fine Day ; Skífan j Gaman io ! j 6 !; 6 ! j i Fierce Creatures i j j ClC-myndbönd • j j Gaman ii ! 9 1 7 1 1 1 ! Dantes Peak J ClC-myndbönd ! Spenna j 12 J j 7 j 1 j 3 J j J Spawn J J 1 Myndform 1 Spenna 13 ! 14 1 9 ‘ j 2 j City of Industy J J j Skrfan j Spenna Hj 10 j J : * i The 6th Man j j ; Sam-myndbönd ' l ' 1 J ClC-myndbönd J J J j j j Háskólabíó j <• j ' j Gaman 15 i 11 j 9 J Liar Liar Gaman 16 1 J 16 J 1 J ) 1 I 2 j j j Gridlockd Spenna 17 ! 15 ! 4 ! Lost Highway j Myndform j Spenna 18 .! . j. Ný ! i 1 j i Brassed off ’ j j J Háskólabíó J j j Gaman 19 ! 20 J fi J j 6 j Ghosts From the Past J -1ÍX J j Skifan j Spenna 20 ; Ný j i j i j Stag j j i Bergvík J Gaman Fjórar nýjar myndir koma inn á listann þessa vikuna og tvær þeirra, Men in Black og Murder at 1600, raða sér efstu sætin, en þó nokkuð neðar, eða í 18. og 20. sæti, eru hinar tvær myndirn- ar, Brassed Off og Stag. Athyglisverðar kvikmyndir báðar tvær sem vert er að gefa gaum. Brassed off er bresk kvikmynd sem á skondinn hátt segir frá lífi í smábæ þar sem lúðrasveit er starf- rækt. Við fylgjumst með þremur úr hljómsveitinni; hljómsveitar- stjóranum, ungum manni og ungri stúlku, sem nýkomin er j hljómsveitina. I aöalhlutverkum eru Ewan McGregor, Pete Post- lewaite og Tara Fitzgerald. Stag er svört kómedía meö þekktum leikurum, má nefna Mario Van Pepplers, Andrew McCarthy, Ben Gazzara, Jerry Stiller, Taylor Dayne og Kevin Dillon. Á myndinni eru aðalleikararnir í toppmyndinni Men in Black, Tommy Lee Jo- nes og Will Smith. Men in Black Tommy Lee Jones og Will Smith Svartklæddu menn- imir K (Tommy Lee Jones) og J (Will Smith) vinna fyrir leynilegustu leyniþjón- ustuna í Bandaríkj- unum. Þeirra hlutverk er að fylgjast með ferð- um geimvera og halda þeim i skefjum. K er gamall í hettunni og reyndur í starfi en J er ungm- ofurhugi, ný- kominn til starfa. Þeir þurfa að taka á öllu sem þeir eiga þegar iil- víg geimpadda smeyg- ir sér fram hjá tollyfir- völdum og hefst handa við að gera allt vitlaust og vist er að þeir þurfa á aliri sinni kunnáttu til að halda velli. Murder at 1600 Wesley Snipes og Diane Lane í Murder at 1600 er framið morð í Hvíta hús- inu, aðeins nokkra metra frá skrifstofu forsetans. Sá sem fær málið til rannsóknar er Harlan Regis, gamalreyndur lög- reglumaður sem vanur er að ná árangri í starfi. Regis verður að fara var- lega í rannsókn málsins enda er hann með lítvarð- arforingja forsetans yfir sér. Málið verður samt fyrst erfitt þegar grunur beinist að syni forsetans og ekki batnar ástandið þegar- sönnunargögn hverfá. Regis verður því ljóst að eigi hann að leysa málið þá verði hann að finna aðstoðarmann. Devils Own Harrison Ford og Brad Pitt Þegar Frankie var ungur drengur horfði hann upp á grímu- klædda menn myrða íoður sinn. Þessi at- burður markaði dreng- inn og í dag, tuttugu árum síðar, er hann í fararbroddi IRA- manna. Frankie er sendur til New York og er ætlað að smygla flugskeytum yfir hafið heim til írlands. í gegnum sambönd sín tekst honum að kom- ast inn i landið á folsk- um forsendum og fær húsaskjól hjá hinum írskættaða lögreglu- manni O’Meara sem grunar fljótlega að Frankie sé ekki sá sem hann þykist vera. Absolute Power Clint Eastwood og Gene Hackman Luther Whitney er meistaraþjófúr sem telur sig kunna ráð við öllum vanda. Harrn gat samt ekki séð fýrir að eiginkona auð- ugs kaupsýslumanns yrði heima einmitt það kvöld þegar hann ákveður að ræna híbýh hans og hann gat heldur ekki séð fyrir að elskhugi hennar kæmi í heimsókn og því síður að þau myndu lenda í átökum sem enduðu á þann veg að hún liggur dauð uppi í rúmi. Hápunkturinn á óheppninni er þó að elsk- huginn er sjálfúr forseti Bandaríkjanna Skyndi-lega þarf Luther að glíma við valdamesta mann í heimi sem vffl hann dauðan. Batman & Robin George Clooney og Arnold Schwarzenegger Eitthvað ískalt er á sveimi í Gothamborg. Nýr glæpamaður er kominn til sögunnar og eina von borgarbúa er Batman, sem fyrr er tilbúinn i bardag- ann við manninn sem fæddur er með kalt blóð, hr. Frosta. Það ganga fieiri glæpamenn lausir um göt- ur Gothamborgar. Hér er um að ræða hina mögnuðu Eitruðu-Ivy sem er jafn hættuleg og hún er fögur. Hún drepur með kossi sín- um. Þegar hún og hr. Frosti snúa bökum saman virðist ekkert geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem bíða í Gothamborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.