Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Fréttir Fundað um umferðartruflanir að Grafarvogi: Beðið eftir grænu Ijósi - borgin framkvæmir sjálf ef ekki berst svar frá ríkinu Halldór Blöndal samgönguráðherra og Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar, sátu við pallborð á fundi Sjálf- stæðisfélags Grafarvogs um það ófremdarástand sem rfkir í umferöarmálum í Grafarvogi. DV-mynd Pjetur Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar, lýsti því yfir á fundi hjá Sjálfstæðisfélaginu í Grafarvogi í gærkvöldi að ef ekki bærist svar frá samgönguráöherra um erindi borgarstjómar innan tveggja vikna myndi borgin sjálf ráðast i fram- kvæmdir við Gullinbrú. Guðrún vísaði í þessu sambandi til bréfs borgarstjóra til þingmanna Reykja- víkur þar sem farið er fram á að þeir afli heimildar til að Vegagerðin geti tekið boði Reykjavíkur um lán til framkvæmdarinnar. Hún telur nauðsynlegt að það gerist hið fyrsta svo hægt verði að byrja fram- kvæmdir og klára fyrirhugaðan verkhluta fyrir haustið. Vegurinn um Gullinbrú er svo- kallaður þjóðvegur í þéttbýli og heyrir því undir samgönguráðu- neyti. Guðrún segir að framkvæmd- ir verði hafnar þótt tvísýnt sé með framlög rikisins. „Komi grænt ljós frá ríkinu er hægt að bjóða verkið út eftir eina til tvær vikur.“ Ef þetta gengur eftir verða fram- kvæmdir í ár þær að gatan verður breikkuð og sett verða upp umferð- arljós þar sem hringtorgið við Fjall- konuveg er nú. Brúin verður hins vegar ekki breikkuð fyrr en á næsta ári. Halldór Blöndal samgönguráð- herra gaf lítið út á tilboð borgarinn- ar í ræðu sinni. Hann sagði þó að ef- laust væri það gott fyrir Vegagerð- ina að losna við Gullinbrú þar sem næg önnur verkefni væru í borg- inni. Hættulegt ástand Til fundarins var boðað vegna ófremdarástands sem rikt hefur i umferðarmálum Grafarvogsbúa undanfarin ár. Á fundinum kom fram mikil óánægja með ástandið og að ekki hefði verið aðhafst eitt- hvað í málinu fyrir löngu. Sögðu fundarmenn að ekki væri viöun- andi fyrir 14 þúsund manna byggð að hafa aðeins tvær leiðir út sem báðar væru mjög takmarkaðar að vetri til. Slíkt væri mjög hættulegt. í gær og fyrradag hefði til dæmis auðveldlega geta skapast neyðará- stand þar sem umferðarhnúturinn var slíkur að erfitt hefði verið að koma sjúkrabílum inn í hverfið. Töldu menn að til að viöunandi væri yrði á næstu árum að hefjast handa við lagningu Sundabrautar yfir Kleppsvík. Fundarmenn lýstu einnig yfir efa- semdum sínum um að breikkun brúarinnar sjálfrar yrði fyrr en á næsta ári. Lengi að gerast Nokkrar umræður urðu einnig um hver bæri sök á því að ekki hefði veriö aðhafst eitthvað fyrir löngu. Guðrún Ágústsdóttir sagði að samgönguráðuneytið hefði ekki tek- ið tilboði borgarinnar um lán til framkvæmdanna á síðasta ári en borgin hefði verið tilbúin tU fram- kvæmda. Samgönguráðherra lýsti aftur á móti furðu sinni á því að Gullinbrú hefði ekki verið komin fyrr á áherslulista borgaryfirvalda - því væri ekki við hann að sakast. -sm KA tekur við rekstri Hót- el Selfoss Selfosskaupstaður, eigandi húsnæðis Hótel Selfoss, hefur gert leigusamning við Kaupfélag Rangæinga um rekstur hótels- ins frá og með 5. febrúar. Þann 4. febrú- ar óskaði rekstraraðUi hótelsins, H.R. ehf., eftir því að verða leystur undan leigusamningi vegna rekstrarörðugleika. Með aðstoð Atvinnuþróunarsjóðs Suðurland var hægt aö koma í veg fyrir að rekstur hótelsins stöðvaðist en slíkt hefði haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á Suðurlandi. -sm $ A-flokkarnir í Hafnarfiröi: Allir út nema tveir Algjör uppstokkun á nýjum framboöslista Hugmyndir uppstUlinganefndar A-flokkanna eru enn i mótun en síð- asta tUlaga gerir ráð fyrir að flest- um sitjandi bæjarfuUtrúum A-flokk- anna verði skipt út, þeirra á meðal Ingvari Viktorssyni, bæjarstjóra, oddvita krata, og Magnúsi Jóni Árnasyni, oddvita Alþýöubanda- lags. Þá er aðeins gert ráö fyrir að einn núverandi bæjarfuUtrúi af hvorum lista séu inni, þeir Ómar Smári Ármannsson, Alþýðuflokki, og Lúðvík Geirsson, Alþýðubanda- lagi. Síðasti listi uppstUlinganeftidar lítur svona út: 1. Gestur Gestsson markaðsstjóri (A), 2. Guðrún Áma- dóttir (G), 3. Hafrún Erla Bogadótt- ir húsmóðir (A), 4. Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands (G), 5. Emil Lárus Sigurösson heUsugæslulæknir, (A), 6. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn (A). UppstUlinganefnd hefur hins vegar ekki enn lokiö störfum, mun hittast á laugardegi og sunnudegi en félagsfundum í flokkunum hef- ur verið frestaö fram á mánudags- kvöld. Talið er víst að þessi listi muni hnikast eitthvaö tU áöur en yfír lýkur. Óstaðfestar heimUdir segja að Magnúsi Jóni og/eða Ingvari hafi verið boðin skóla- stjórastaða Öldutúnsskóla sem sárabætur en sú staða losnar innan árs. Merkasti nýliðinn í þessum hópi er talinn vera EmU Lárus, enda bamabarn EmUs Jónssonar, fyrmm ráðherra og eðalkrata. Þá er enn óútkljáð hvort frambjóðend- ur Alþýðuflokks verða 13 eða 12 og einn verði þá óháður. Alþýðu- bandalag verður því með níu fuU- trúa af tuttugu og tveimur. -phh Verölaunahafar VÍS: Ólafur Halldórsson fiskifræðlngur, Jónas Ingimundar- son pfanóleikari og Jóhann Sigurðsson útgefandi. DV-mynd Pjetur Tónlist, lúða og sögur Þrír afreksmenn, hver á sínu sviði, tóku í gær við menningar- verðlaunum VÍS úr hendi forseta Is- lands. Þau eru veitt árlega einstakl- ingum sem skara fram úr á sviði lista og vísinda. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari fékk eina milljón króna fyrir af- rek á tónlistarsviðinu. Hann hefur haldið íjölda tónleika hérlendis og erlendis og skipulagt og stýrt um- fangsmiklu fræðslustarfi á tónlist- arsviðinu, bæði fyrir böm og full- orðna. Ólafur Halldórsson fiskifræðing- ur hlaut 500.000 krónur fyrir störf sín að lúðueldi. Hann er fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar sem er leiðandi á sínu sviði í heim- inum. Jóhann Sigurösson, fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar, hlaut 500.000 krónur fyrir að ráðast í að láta þýða og gefa út allar íslendingasögurnar á ensku. 'The Complete Sagas of Icelanders era í fimm stóram bind- um á alls 2.300 blaðsíðum. Yfir fimmtíu manns og þar af þrjátiu þýöendur í þremur heimsálfum unnu að verkinu. Formaður sjóðsstjómar er Kjart- an Gunnarsson. -SA Stuttar fréttir dv Hafnarfjarðarlisti Jóhann G. Bergþórsson hefur skráð nafnið Hafnarfjarðar- listinn í firma- skrá. Dagur segir það benda sterk- lega til þess að hann bjóði fram til bæjar- stjómarkosninga í vor. Styrking gagnvart doilar Gjaldmiðlar Asíu styrktust í gær gagnvart doOar en helsta ástæða þess er gengissig dollars- ins. Ringitið í Malasiu styrktist um 1,27% gagnvart dollar í nótt og var 3,90. Rúpían í Indónesíu féll um 1,55%, batið í Taílandi steig um 1,66%, pesinn á Filipps- eyjum féll um 0,76%, Singapore- dollarinn steig um 0,12%, Tævan- dollarinn féll um 0,23% og kóreska vonnið steig um 1,78%. ísal á flugi Rekstrarhagnaður Isals síöasta ár var sá mesti í sögu félagsins. Efld háskólamenntun Deildarfundur Raunvísinda- deildar Háskólans í gær fagnar samningum sem gerðir hafa ver- ið um útflutning á þekkingu og telur að þeir kalli á eflingu há- skólamenntunar í raunvísindum. Nýr prestur Karl Sigurbjömsson, biskup ís- lands, vígir nýj- an prest í Dóm- kirkjunni á sunnudag. Sá er Sigurður Grétar Helga- son sem vígist tO Seltjarnar- nessprestakalls. Tvísköttunarsamningur Stjórnvöld hafa gert tvískött- unarsamning við PóOand. Hann veröur undirritaður síðar á ár- inu og tekur fuOt gOdi eftir aug- lýsingu í Stjómartíðindum. Meira tekið af litlu Lögmannafélag íslands hvetur Alþingi tU að endurskoða nýleg- ar 15-20% hækkanir á gjöldum fyrir fullnustuaðgerðir og réttar- gjöld. Þessi gjöld séu fyrst og fremst greidd af þeim sem era í fjárhagsvandræðum fyrir. Ríkið stórlega brotlegt Ríkiö braut gegn stjórnar- skránni og jafhréttislögum þegar það neitaði að greiða karlmanni laun í fæðingarorlofi. Hæstirétt- ur hefur feOt dóm í málinu. Mikill Svartfuglsdauði Mikiö af dauðum svartfugli hefur rekið á fjörur Suðurlands. Fuglinn er talinn hafa drepist úr sulti. RÚV sagði frá. Verkfallsgreiðslur Formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði hvetur félags- menn tO að telja ekki fram til skatts greiðslur sem þeir fengu úr verkfaOssjóði í vor. Rifist um hálendið Framsóknarmennirnir Siv Friðleifsdóttir og PáO Pétursson deOdu hart í umræðum um þjóö- lenduframvarp forsætisráðherra á þingi í gær. Siv hefur lýst and- stöðu við frumvarp Páls um framlengingu á stjómsýslu sveit- arhreppa tO miðhálendisins. Verkbannið ólöglegt Félagsdómur dæmdi í gær verkbannsboðun LÍÚ vegna sjó- mannaverkfaOsins ólöglega. Framkvæmdastjóri VSÍ gagnrýn- ir dóminn harðlega. Svanfríður til krata Svanfríður Jónasdóttir, alþingis- maður Þjóð- vaka, hefur gengiö til liös við Alþýðu- flokkinn. Hún segir við Morg- unblaðið aö þetta sé rökrétt skref í ljósi samstarfs Þjóð- vaka og jafnaðarmanna á þingi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.