Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 10
io .mennmg FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 IjV Tilnefningar í byggingarlist: Enn af Arvo Párt | Dyggð og farsælt líf Endurmenntunarstofnun HÍ } býður upp á námskeið um hugmynd- *: ir Aristotelesar á næstu þrem vik- um. Mikael Karlsson prófessor í 1 heimspeki mun þar fjalla um eðli og I samsetningu sálarinnar og út frá því | um eðlislægt hlutverk mannsins og :; farsæld hans. Einnig veltir hann fyr- | ir sér tengslum skynsemi og skap- | gerðar í mannlegri breytni. Væri ekki athyglisvert að ræða | nýtt verk á litla sviði Borgarleik- ; hússins út frá hugmyndum Aristote- r lesar? 1 Námskeiðið hefst á miðvikudags- : kvöldið 11. febrúar. Skráning í síma 1 525 4923. I I | Eiga Ijóð erindi? í Á þriðjudagskvöldið hefst nám- 1 skeiö hjá Endurmenntunarstofnun I handa þeim sem eru veikir fyrir ljóð- I um en kunna ekki alveg á þau. Ey- steinn Þorvaldsson prófessor við * Kennaraháskólann ætlar í fimm vik- j ur að þjálfa fólk í Ijóðalestri og spyr: ÍHvaða erindi eiga ljóð til okkar? Hvemig er best að tileinka sér Ijóð og njóta þeirra sér til skemmtunar I og skilnings á lífinu? Eysteinn fjallar líka um mismunandi hlutverk ljóða, ljóðform og muninn á gömlum og 1 nýjum skáldskap. Skráning er í síma stofnunarinn- S ar, 525 4923. Umsjón Silja Aðaísteinsdóttir Látleysi og Engjaskóli í Grafarvogi. Vel séð fyrir þörfum stórs grunnskóla. nýbreytni Eins og fram hefur komið á menn- ■ ingarsíðu í vikunni vora tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á } sunnudagskvöldið mjög vel heppn- j aðir. Það sem ekki hefur komið fram er að þar var einungis átt við fyrri tónleika kvöldsins. Löngu uppselt var á þá svo að þeir voru endurtekn- ir strax kl. 23 sama kvöld - vegna } þess að erlendir gestir gátu ekki } framlengt dvöl sína. Frést hefur að seinni tónleikarnir hafl verið enn þá betri en þeir fyrri, húsið fullt af ungu fólki og stemningin upphafin. ISagði einn kórfélagi að engu líkara hefði verið en heUagur andi hefði komið yfir kórana undir flutningi á „Te deum“. Arvo sjálfur hafði verið uppnuminn af hrifningu og sagt að > einmitt svona ætti að flytja þessi verk. Kannski þýðir þetta að skortur sé á menningartUboðum um og eftir j miðnætti fyrir ungt fólk sem langar til að skemmta sér á sama tíma og jafnaldrarnir en á „öðruvísi" máta. Suzuki látinn Japanski tónlistarkennarinn Shin- ichi Suzuki lést í lok janúar af hjartaáfaUi, 99 ára. Hann fæddist 1898 og hefði því orðið 100 ára í ár. Suzuki er þekktur um aUan heim fyrir aðferðir sín- ar við tónlistar- kennslu sem oUu byltingu á því sviði. Grundvall- arhugsun hans var sú að öll böm gætu þroskað með sér tónlistarhæfi- leika á sama hátt og þau lærðu móð- urmálið, ef þau byrjuðu að læra nógu ung. Hann helgaöi aUa ævi sína því að kenna börnum og kenn- urum og hætti ekki að kenna fyrr en 94 ára gamaU. Suzuki skrifaði margar bækur en þó enga um hvernig ætti að kenna tónlist. Hann vUdi að hver kennari þróaði sína eigin aðferð. Suzuki-skóli hefur starfað í Reykjavík í tíu ár og er afar vinsæU. Þar eru nú 160 nemendur og um 300 á biðlista. Tekið er inn í skólann í réttri röð af biðlista, og tU er í dæm- inu að börn fari inn á biölista strax í móöurkviði. Talsmenn aðferðar- innar eru ekki í vafa um að dugleg börn sem læra eftir Suzuki-aðferð- inni komist lengra á tónlistarsviðinu en önnur börn. Leikskólinn Hulduheimar. Brýtur blaö í leikskólabyggingum hér á landi. Langabúö á Djúpavogi. Hefur fengið nýtt hlutverk á sínum gamla staö. Rauðakrosshúsiö við Efstaleiti: Yfirveguö fjölbreytni. DV-myndir ÞÖK Dr. Maggi Jónsson og Auður Ólafsdóttir, sem bæði voru í verð- launanefnd DV um byggingarlist í fyrra, kölluðu tU sín í ár Guð- mund Jónsson arkitekt sem starfar í Noregi. Þeim fannst stoð að því að hafa með sér í nefndinni gest með glöggt auga sem þó hefur yfirsýn heimamannsins. Guð- mundur og Maggi hafa báðir hlot- ið DV-verðlaunin í þessari list- grein. Nefndin var dugleg að skoða hús um jólin þegar Guðmundur var hér heima, en síðan hefur hann gert sér tvær ferðir hingað til lands til að spá í hús. Hvort sem Guðmundur er svona vand- fysinn eða hvað þá eru tilnefning- ar í byggingarlist aðeins fjórar að þessu sinni. Gaman er að sjá að tvær þeirra eru hús sérstaklega ætluð uppvaxandi kynslóðum. Það skiptir miklu máli að venjast ungur við fallegar byggingar, þá hefur maður hinn besta saman- burð frá fyrstu tíð. Sérstaka at- hygli leikmanns vekur leikskól- inn Hulduheimar (sumt starfsfólk blaðsins sem skoðaði myndina hélt að hann væri kirkja) sem miðaður er við íslenskt veðurfar. Þar geta börnin verið inni og inni þó að þau séu úti - undir seglinu - og úti undir beru lofti á stóru og fallegu svæði þar fyrir utan. Tilnefningar í bygg- ingarlist eru þessar: Hús Rauða kross íslands við Efstaleiti, Reykjavik. Höfundur: Teiknistofan Gláma/Kím arkitektar. Umsjón: Sigurður Halldórsson og Ólafur Tr. Mathiesen. Hús Rauða krossins er látlaust að ytri gerð. Við formun þess, skipulag, rýmismyndun og sam- spil rýma sem og útfærslur beita höfundar þess rökfestu samfara yfirveg- fjölbreytni. Niðurstaðan er heil- steypt og vönduð bygging þar sem allir hlutar hafa sinn sess og engu er ofaukið. Engjaskóli, Grafarvogi, Reykjavík Höfundur: Teiknistofan Úti og inni. Baldur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson, arkitektar. Grunnskólinn í Engjáhverfi í Grafarvogi er skýr og markviss í skipulagi þar sem vel er séð fyrir flóknum þörfum stórs grunnskóla. Húsið er einfalt í formi og fellur á sterkan en látlausan hátt að um- hverfi sínu. Höfundum hússins hefur tekist að skapa heildstæða byggingu umhverfis sameiginlegt miðrými. Leikskólinn Hulduheimar, Grafarvogi, Reykjavík. Höfundur: Ingimundur Sveins- son arkitekt. Með leikskólanum Hulduheim- um er að nokkru brotið blað í gerð leikskólabygginga hér á landi. Húsið umlykur rúmgóðan útigarð undir seglþaki. Samspil þessa útirýmis, sem er í raun þungamiðja staðarins, við vel skipulagt útisvæði er aðlaðandi og vel heppnað. Endurbygging Löngubúðar á Djúpavogi. Umsjón með endurgerð og höf- undur breytinga: Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt. Endurbygging Löngubúðar á Djúpavogi er bæði byggingarlegt og menningarlegt vandaverk. Hús- ið var áður fyrr pakkhús og versl- un en hefur nú fengið endurnýjað hlutverk sem safn, veitingastaður og viðkomustaður ferðamanna. Það hefúr orðið nokkurs konar miðja staðarins. Verkið ber höf- undi sínum gott vitni um vand- virkni og mikla sögulega verk- þekkingu. Göfugir vinir Tæpast hefur verið uppörvandi fyrir tón- skáldið Hafliða Hallgrimsson að horfa yfir hálf- tómt Háskólabíó, þar sem hann tók við blómum og lófataki eftir islenskan frumflutning á selló- konsert hans, Herma, í gærkvöldi. Er þó öll tón- list eftir Hafliða í hæsta máta aðgengileg, tónöl, ljóðræn og rómantísk. Hvað vill íslenskt públik- um hafa það betra? Ef til vill var efnisskráin i heild sinni ekki til þess fallin að draga að múg og margmenni á hráslagalegu vetrarkvöldi. Því þrátt fyrir fallega kaíla og góða spretti verður sjötta sinfónía Sí- belíuseir fráleitt talin meðal helstu hljómsveitar- verka hans, þótt auðvitað sé ágætt að fá fordóma sína staðfesta ööru hverju. Og Linz- sinfónía Mozarts líður fyrir þær undursamlegu sin- fóníur sem tónskáldið samdi á undan henni og eftir: Haffn- er, Prag og Júpíter. En þeir sem heima sátu misstu samt af glæsi- legri spilamennsku, styrkri handleiðslu Petris Sakari og mögnuðum frumflutningi á íslensku verki. Þegar Síbelíus er annars vegar er Sinfóníu- hljómsveit íslands nánast á heimavelli, þökk sé þeim Osmo Vánska og Sakari; er meira að segja farin að taka tónlist hans upp fyrir útlent hljóm- Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson plötufyrirtæki. Allir fjórir kaflar sjöttu sinfóní- unnar voru vel mótaðir, knúnir áfram af mátu- legum hraða; lokakaflinn var að vísu óþarflega moderato en öllum blæbrigðum þessarar óvenjuglaðlegu tónlistar var haldið til haga. Og alveg burtséð frá hraðanum var lokakaflinn í heild sinni feiknarlega áhrifamikill. Mótun Sak- aris á hljómsveitarverkum landa síns einkenn- ist af væntumþykju sem skilar sér vel í leik hljómsveitarinnar. Með nokkrum hljóðfæraleik- urum til viðbótar gæti hún síbelíusað á við hvaða stórhljómsveit sem er. Sellókonsert Hafliða Hallgrímssonar virðist við fyrstu heym ágengara verk en mörg önnur sem hann hefur samið; kröftugra, karlmann- legra. Máski lét þessi áheyrandi einfaldlega blekkjast af afdrátt- arlausum leikstíl einleikarans snjalla, Thorleifs Thedéen, sem sótti fast og blés mikinn framan af. En því verð- ur ekki heldur á móti mælt að Hafliði er hér vís- vitandi að semja átakaverk fyrir sinn „göfuga vin, sellóiö", eins og hann segir i fallega skrifuð- um inngangi í efnisskrá, verk sem reynir á þol- rif hljóðfærisins, fremur en myndrænt verk og auðugt af blæbrigðum. Sem hann er þekktur fyr- ir. Samt er heilmikill söngur og ómæld blæ- brigði í þessum átökum manns og sellós. Sér- Hafliöi Hallgrímsson: Hefur samið kröftugt og karlmannlegt verk. staklega þótti mér fallegt hvernig selló- ið hendir á lofti tóna frá flautum og fiðlum við kaflaskipti, spinnur út frá þeim og vísar aftur til strengja. Ekki kæmi mér á óvart þótt náin kynni sinfóníuhljómsveitarinnar af Sí- belíusi hin síðari ár hefðu haft afgerandi áhrif á það hvernig hún spilar Mozart. Að miimsta kosti þóttist ég skynja meiri fyllingu og drama- tík í túlkun hennar á Mozart - og á Linz- sinfón- íunni í þessu tilfelli - en'hér á árum áður. Þar fyrir utan var hún lífleg á réttum stöðum og hrynjandi hélst öflug allt til stórbrotinna enda- loka. Þökk sé Sakari. Sinfóníuhljómsveit íslands, Tónleikar í Háskólabiói, 5.2.98 Verk eftir Jean Sibelius, Hafliða Hallgrímsson og W.A. Mozart Einleikari: Thorleif Thedéen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.