Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Fréttir_________________________________________________pv Yfirlögregluþjónn segir Atla Gíslason hafa farið offari í Franklínsmálinu: Hart á móti hörðu - dómsmálaráðuneytið biður lögreglustjóra að kanna hvort fleiri mál séu „týnd“ Stálin stinn mætast í afstööu Atla Gíslasonar, lögmanns og yfirstjómar lögreglunnar, gagnvart skýrslu Atla um mál- efni Franklíns Steiners. Mikil vinna með tilheyrandi bréfa- skriftum hefur farið fram á báða bóga frá því um jólin. „Máliö er ekki búið,“ segja menn og hefur dómsmálaráðu- neytið verið eins konar mið- stöð í málinu. Guðmundur Guðjónsson yf- irlögregluþjónn settist niður um jólin og skrifaði langa og harðorða greinargerð þar sem hann mótmælti m.a. gagnrýni Atla á yfirstjóm lögreglunnar. í henni segist hann m.a. telja Atla hafa farið offari í rann- sókn gagnvart sér sem yfirlög- regluþjóni og talar einnig um leit aö ávirðingum. Atli varði síðan, við annan mann, nokkmm dögum í janúar við að fara yfir gögn í því skyni að svara mótmælum Guðmundar. Eru fleiri mál týnd? Dómsmálaráðuneytið gekk í gær frá bréfi til Lögreglustjór- ans í Reykjavík þar sem það er lagt fyrir embættiö aö kanna hvort fleiri mál hafi „týnst“ - önnur en títtnefnd Furugmnd- ar- og Tunguvegsmál, fíkni- efnamál sem voru tengd Franklín Steiner. „Ég hef ekki fengið slíka beiðni," sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri við DV í gær. „Ef hún veröur lögð fram þá er það mín skoðim að sérstök rannsókn fari fram á því. Þá myndi sjálfstæöur ut- anaðkomandi aðili framkvæma þá rannsókn." Böðvar vildi að öðru leyti ekki tjá sig um Franklíns Steiners-skýrslu Atla. Tiiurð bréfs dómsmálaráðuneyt- isins til lögreglustjóra var fyrir- spum Margrétar Frímannsdóttur þingmanns til ráðherra um það hvort það sé algengt aö mál dagi uppi hjá Lögreglunni í Reykjavík. Atli/Guömundur Skýrsla um rannsókn Atla Gísla- sonar á meintum tengslum Frank- líns Steiners og fikniefhadeildar lög- reglunnar var lögð fram i júní. Eft- ir aö ríkissaksóknari hafði tekið af- stöðu til hennar í haust - að ekki væri ástæöa til að ákæra neinn - skrifaði Böðvar Bragason lögreglu- stjóri langa greinargerð þar sem margar og ítarlegar athugasemdir vom gerðar við skýrslu Atla. Nokkmm dögrnn fyrir jól gekk Guðmundur Guðjónsson á fund Atla og síðan ráðuneytismanna þar sem hann fór fram á að ávirðingar um sig sem yfirlögregluþjón yrðu leið- réttar. Á jóladag settist Guðmundur sið- an niður og ritaði langa og harðoröa skýrslu um rannsókn og greinar- gerð Atla - þar talaði hann m.a. um að Atli hafi tekið sig út og leitað gaumgæfilega af ávirðingum á sig. Guðmundur greindi frá því hve hann teldi ómaklega að sér vegið i skýrslu Atla. Guðmundur sendi þessa harð- orðu skýrslu til Atla og ráðuneytis- ins á miili jóla og nýárs. Atli samþykkti aö leiörétta ef . . . Eftir þetta samþykkti Atli að „fara yfir“ athugasemdir Guömund- ar og kvaðst reiðubúinn til að leið- Fréttaljós Óttar Sveinsson rétta atriði í sinni skýrslu ef á dag- inn kæmi að hann hefði einhvers staðar haft rangt við. Atli fékk síð- an með sér mann í janúar til að fara yfir sína upphaflegu skýrslu. Þann 23. janúar afhenti Atli dómsmálaráöuneytinu svar við bréfi Guðmundar. Þar kom fram að ekkert sem varðaði yfirstjóm og skipulagsmál lögregluembættisins gagnvart ávana- og fikniefnadeild lögreglunnar hefði ekki staðist í hinni upphaflegu skýrslu. Atli sá ekki ástæðu til að leiðrétta neitt. Á hinn bóginn féllst Atli á þau sjónar- mið að gagnrýni hans hafi beinst að skipulagi og starfsemi lögregluemb- ættisins áður en ný lögreglulög tóku gildi á síöasta ári. Guðmundur er enn ósáttur. Hann hefur að undanfomu unnið að því að skrifa annað bréf sem dómsmála- ráöuneytið á von á. Þegar DV hafði samband við Guð- mund í gær kvaðst hann ekki vilja ræða þetta mál í fjölmiðlum. Skýrsluna á aö birta Mikil spenna hefur ríkt um það hvort birta eigi skýrslu Atla Gísla- sonar. Eftir því sem DV komst næst í gær mun ekki líða á löngu áður en það verður gert. Um birtingu segir Böðvar Bragason: „Mín skoðun er að það eigi að birta skýrsluna. Mér virðist nauð- syn á að hreinsa andrúmsloftið í kringum hana. Það verður ekki gert nema að birta hana.“ Ráðuneytið hefur óskað eftir því við Boga Nilsson ríkissaksóknara að hann kanni hvort ekki sé gmnd- völlur fyrir því að skýrslan veröi birt. Ríkissaksóknaraembættið er með forsjá yfir skýrslunni og fer þannig með ákvöröunarvald um það hvort eigi að birta hana eða ekki. Forveri Boga, Hallvarður Einvarðs- son, taldi ekki viðeigandi aö birta skýrsluna þegar hann lét af embætti um áramótin. Samkvæmt heimildum DV er það skoöun dómsmálaráðuneytisins að skýrsluna eigi að birta. Einnig hef- ur komiö fram þrýstingur frá al- þingismönnum að slíkt eigi að gera. Á aö grípa til aögeröa? DV náði ekki sambandi við dóms- málaráðherra til að spyrja hann að því hvort gripið verði til aðgerða í Ijósi þess að komið hefúr á daginn að tvö fíkniefnamál hafa nánast dag- að uppi. Þaö viðhorf hefur hins vegar komið fram að þar sem „tekiö hefur verið til“ í skipulagsmálum og yfir- stjóm lögreglunnar í Reykjavík sé ekki ástæða til að gripa til aögerða. Á hinn bóginn er alveg óljóst hvað og hvort eitthvað muni koma út úr rannsókn hlutlauss aðila um að fleiri mál hafi týnst hjá lögreglunni í Reykjavík eöa ekki. Riöa á bæ í Svarfaðardal: Allt fé skorið niður DV, Dalvík: Enn hefúr verið staöfest riðutil- felli í Svarfaðardal, nú á Ingvörum. Nýverið voru tvær 2ja vetra ær það- an, sem grunur lék á aö væru sýkt- ar, sendar til Rannsóknarstöðvar- innar að Keldum til frekari rann- sóknar. Niðurstöður staöfesta að um riðusýkingu er aö ræða. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýra- læknis að Keldum, er líklegt að allt fé á Ingvömm verði skorið niður á næstunni. Sigurður dýralæknir segir að sú stefna að skera alveg niöur stofna þar sem greinst heföi sýkt fé og sótt- hreinsa fjárhús og hlöður hafi vissulega skilað talsverðum ár- angri. Það er hins vegar margt óljóst um smitleiðir riðuveiki og stöðugt unniö að rannsóknum þar að lútandi. Það hefúr gengið sér- staklega erfiðlega að uppræta veik- ina í Svarfaðardal. Allt fé í dalnum var skorið niöur 1989. Það hafa verið staðfest tilfelli á sex bæjum eftir fjárskipti. Þar af tvívegis á Ingvörum og það er mun hærra hlutfall en gerist og gengur í öðmm hémðum á landinu þar sem gripið hefur verið til slíkra aðgerða. Eftir því sem DV hefur fregnað er talsverður urgur í mörgum bænd- um í Svarfaðardal. Telja þeir aö sú leiö að skera niður greinist riða í einni kind hafi ekki skilaö þeim ár- angri sem til var ætlast og vilja leita annarra leiða. -hiá Smáey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum klukkan 9 í gærmorgun. Magnús Kristinsson, útgerðarmaöur skipsins, tók sjálfur við landfestum. Skipið veiddi lítið í hinni umdeildu ferð sinni. DV-mynd BG Smáey VE komin til hafnar: Lítil veiði í umdeildri ferð DV, Eyjum: Smáey VE kom til hafnar í Vest- mannaeyjum klukkan 9 í gærmorg- un. Um borð var fimm manna áhöfn, skipstjórinn, tveir vélstjórar og tveir stýrimenn. Skipið hafði sem kunnugt er siglt úr höfh í Eyj- um á þriðjudagskvöld, tæpum sólar- hring eftir að sjómannaverkfallið hófst. Mikil óánægja myndaðist meðal sjómanna þar sem þeir töldu áhöfn Smáeyjar fremja verkfallsbrot með því að ganga í störf undirmanna á skipinu. Sem kunnugt er gengu sjó- menn af samningafundi í fyrradag til að mótmæla meintum verkfalls- brotum útgerðarmanna. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður skips- ins, tók á móti því við komuna til hafnar. Skipið veiddi lítið í hinni um- deildu ferð, aðeins tæp 9 kör, enda mikil bræla á miðunum, að sögn áhafnarinnar. „Eftir allt það upphlaup og darraðardans sem varð í samninga- viðræðum vegna siglingar skipsins ákvað útgeröin í samráði við áhöfn- ina að snúa því við. Með þvi erum við að reyna að fá aðila aftur að samningaborðinu," segir Magnús en hann er í samninganefnd útgerð- armanna í deilunni. -RR Akureyri: 88 milljónir í gatnagerð DV, Akureyri: Framkvæmdanefnd Akureyrar- bæjar hefur ákveðið að til gatna- gerðaframkvæmda á árinu fari 88 milljónir króna. Helsta nýffarn- kvæmd verur viö Hólabraut frá Búnaðarbanka aö Ráðhústorgi og þá verða einnig kostnaöarsamar framkvæmdir í Norðurgötu. Gísli Bragi Hjartarson, formað- ur framkvæmdanefndarinnar, seg- ir aö í nýbyggingu gatna sé áætlað að verja 44,3 milljónir króna. Þar ber hæst götur á nýju iðnaöar- svæði skammt frá Krossanesi. í gerð gangstétta og stíga er áætlað að verja yfir 20 milljónum króna og 6 milljónum til umferðarmála. Meðal framkvæmda á þeim vett- vangi verða umferðarljós á gatna- mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis sem eru ein hættulegustu gatnamót bæjarins. Þá er reiknað með að Vegagerðin muni setja upp umferðarljós á mótum Hlíðarbrautar og Hörgár- brautar. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.