Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
Neytendur
DV
Tannverndardagur í dag:
Gosdrykkirnir eru plága
- tennur íslenskra barna skemmast meira en hjá börnum í nágrannalöndum
Fyrir fimmtán árum voru tann-
skemmdir í íslenskum börnum með
þvi hæsta sem gerðist í heiminum.
Síðan þá hefur mikiö forvamarstarf
verið unnið og hefur tannskemmd-
um fækkað um 70% en þrátt fyrir
þann góða árangur eru þær enn al-
gengari en í nágrannalöndum.
En það er ný ógn sem steðjar að
íslenskum bömum, svokölluð gler-
ungseyðing sem hefur farið stigvax-
andi hér á landi síðustu ár.
Þekktist aðeins hjá
fullorðnum
Neytendasíðan hafði samband við
Höllu Sigurjóns, lektor í tannlækna-
deild, og spurði hana í hverju vand-
inn væri aðallega fólginn.
„Það má í raun segja að vandamál-
in séu tvenns konar; annars vegar er
um að ræða tannskemmdir og svo
nýjan kvilla, sem er ekki síður alvar-
legur, en það glerungseyðing i tönn-
um. Glerungseyðing hefur lengi ver-
ið þekkt en á árum áður var hún að-
allega bundin við fullorðið fólk sem
þjáðist af of háum magasýrum. Það
er ekki svo ýkja langt síðan tann-
læknar fóru að sjá merki glerungs-
eyðingar hjá íslenskum bömum.
í fyrstu áttuðu menn sig ekki á
vandamálinu og mörg böm vora
send í magarannsóknir. Svo kom á
daginn að hin raunverulega ástæða
var hið gríðarlega gosdrykkjaþamb
sem á sér stað hér á landi. Súrir
ávaxtadrykkir geta einnig verið
slæmir fyrir glerung tannanna.
Það er auðvitað ekki nema eðlilegt
að böm og unglingar séu sólgnir í
þessa drykki og oft átta foreldrar sig
ekki á þessu fyrr en í óefni er komið.
Það eru líka margir sem halda að það
sé í lagi, svo fremi sem börnin drekki
sykurskerta drykki. Þeir valda vissu-
lega ekki eins miklum tannskemmd-
um en eru alveg jafnsúrir og hinir
drykkirnir," segir Halla.
Halla segir það sýnu verst fyrir
Börnum þykir fátt meira hressandi en goður ávaxtasafi. Neysla súrra drykkja
er hins vegar ein meginorsök glerungseyöingar íslenskra ungmenna.
DV-mynd GS
tennumar þegar fólk er að dreypa á
gosdrykk tímunum saman vegna
þess að stöðugt áreiti getur farið
afar illa með tennumar.
„Þá fá tennumar aldrei frið, ef
svo má aö orði komast, en það era
steinefni í munnvatninu sem falla
út í sýrðan gleranginn og eyða
sýrunni. Ef áreitið er stanslaust þá
nær þessi starfsemi munnvatnsins
einfaldlega ekki að virka,“ segir
Halla.
Sjoppumenningin einstök
Fáar þjóðir standa íslendingum á
sporði þegar kemur að gosdrykkja-
neyslu. Raunar munu Norðmenn
koma fast á hæla okkar en þar hefur
gosdrykkjaneysla farið mjög vaxandi.
„Ég velti því oft fyrir mér hvers
vegna íslensk ungmenni drekka
jafnmikið gos og raun ber vitni,
ekki síst í ljósi þess að hér á landi
er bæði að fá mjög góöa mjólk og
vatn sem er með því besta sem ger-
ist í veröldinni. Trúlega má þó rekja
ástæðuna tll þeirrar sjoppumenn-
ingar sem ríkir hér á landi og er í
raun séríslenskt fyrirbæri. Hér eru
söluturnar á hverju horni og eins
tel ég að íslensk börn hafi oftast
meiri auraráð en þekkist í ná-
grannalöndunum.
Þá liggur hluti ábyrgðarinnar hjá
foreldrum en börn venjast auðvitað á
þessa drykki heima hjá sér. Það er
samt ekki svo að ég sé alfarið á móti
til dæmis djúsneyslu því góður
ávaxtasafi getur verið hollur. Það er
bara neyslumunstrið sem við viljum
sjá breytingar á. Það er í raun ekkert
að því að drekka djús stöku sinnum
eða gos með mat,“ segir Halla.
Kostar fé og fyrirhöfn
Við glerangseyðingu eyðist gler-
ungurinn utan af tönnunum og
stundum fer svo að fyllingarnar
standa upp úr tönninni eins og ís-
jakar. Þá þurfa tannlæknar að
byggja utan um tennurnar og
slíkt kostar bæði fyrirhöfn og
fé. Nú er fimmti hver nem-
andi í 10. bekk grannskólans
með glerungseyðingu og að
sögn Höllu er þetta því miður
einnig áberandi hjá yngri
krökkum. Þessi óheillaþróun
verður ekki stöðvuð nema
með breyttum neysluvenjum.
„Undanfarin ár hefur verið
brýnt fyrir foreldrum að
vanda tannburstun í börnum
sínum og það er auðvitað hið
besta mál því þannig eru
tannskemmdir hindraðar.
Hvað glerunginn varðar þá
er bara eitt að gera, tak-
marka neyslu gosdrykkja og
súrra ávaxtadrykkja. For-
eldrar ættu að hvetja til auk-
innar mjólkur- og vatns-
neyslu og eins er flúrorskol-
un tanna afar mikilvæg hjá
eldri krökkum," segir Halla og bæt-
ir við að auk skaðans sem gos-
drykkir valda verði einnig að
brýna fyrir fólki að takmarka syk-
umeyslu því fáar þjóðir borða
meiri sykur en íslendingar.
Heimsmet í góöri tannheilsu
En hvemig sér Halla tannheilsu
íslenskra barna í framtíðinni?
„Verðum við ekki að vera bjartsýn
og það má heldur ekki gleyma því
að tannskemmdum hefur fækkað
umtalsvert á siðustu árum. Það þarf
hins vegar að efla fræðslu og fá fólk
til að breyta neysluvenjum barna
sinna. Það væri gaman ef íslenska
þjóðin hætti að eiga heimsmet í gos-
drykkjaneyslu og ætti þess í stað
heimsmet í góðri tannheilsu að
nokkrum áram liðnum," sagði
Halla Sigurjóns að lokum. -aþ
Neysla sykurs
- á Noröurlöndum '94. Allar tölur eru kg á ári -
49/
39
rnmM .
Svíþjóö Noregur Danmörk Finnland
________________________________
Auk þess að neyta meiri sykurs en
nágrannaþjóöirnar þá drekka Islendingar
meira af gosdrykkjum eöa um 130 lítra á
hvert mannsbarn á ári.
Þýskt happdrætti herjar á eldri borgara:
Nafnalistar
seldir úr landi
Fjöldi eldri borgara hefur
sett sig í samband við DV að
undanfómu vegna gylliboða
sem berast frá þýsku ríkis-
happdrætti. Svo virðist sem
dreifingarfyrirtæki happ-
drættisins einblíni á eldri
borgara hér á landi og hafi
með einhverjum hætti kom-
ist yfir lista með nöfnum og
heimilisföngum þessa hóps.
Þá vaknar óneitanlega sú
spuming um hvaðan slíkir
listar séu komnir.
Þyrí Baldursdóttir hjá
Hagstofu íslands sagði
ómögulegt að slíkir listar
kæmu frá þeim eða við-
skiptavinum þeirra. Hún
sagði viöskiptavini Hagstof-
unnar lúta ströngum skil-
yrðum og dreifing slikra
lista væri alfarið bönnuð.
Hjá Félagi eldri borgara
Litríkur bæklingur ásamt persónulegu bréfi er sendur eldri
borgurum hér á landi í þeirri von aö þeir láti ginnast af gylli-
boöum þýsks ríkishappdrættis.
fengust þær upplýsingar að þar á
bæ myndu menn aldrei aíhenda er-
lendum fyrirtækjum félagalista.
Ragnar Jörundsson framkvæmda-
stjóri félagsins sagðist ekki hafa
heyrt neitt um þetta happdrætti en
hvatti félagsmenn að setja sig í sam-
band við félagiö ef þeir fengju slík-
an póst.
Fölsk bréf á feröinni
Uwe Hergel starfsmaöur Þýska
sendiráðsins sagðist hafa fengið
talsvert af fyrirspumum vegna um-
ræddra bréfa. „Viö eram búnir að
rannsaka þessi bréf og þau era ekta.
Meira getum við í raun ekki gert en
við höfum ávallt varað fólk við því
að svona happdrættisbréf kunni að
vera send á folskum forsendum,"
sagði Hergel.
Rekstur erlendra happdrætta er
bannaöur hér á landi en samt virð-
ist sem starfsemi á borð við þá sem
Þýska ríkishappdrættið stundar sé
ekki ámælisverð. Dómsmálaráöu-
neytið hefur almennt
eftirlit með happdrætt-
um hér á landi og í við-
tali við DV sagði Jón
Thors skrifstofustjóri
ráðuneytisins bréf sem
þessi enga nýlundu
hér á landi.
„Ég hef sjálfur feng-
ið slíkan póst og hef þá
gjama tengt hann við
áskriftir minar að er-
lendum tímaritum. Ég
held að þessir listar
séu afar oft fengnir í
gegnum blaðaáskrift-
ir,“ sagði Jón. Hann
sagði að þrátt fyrir að
erlend happdrætti
væra alfarið bönnuð
hér á landi þá væri
erfitt um vik fyrir
dómsmálaráöuneytið
að gera nokkuö i þess-
„Það má senda hvað
um málum.
sem er í pósti enda er hann ekki rit-
skoðaður. Hins vegar veit ég aö
Danir hafa mjög velt þessum málum
fyrir sér og það er auövitað alltaf
möguleiki að fá viðkomandi lönd til
að hefja málssókn á hendur viðkom-
andi happdrættum. Hér í ráðuneyt-
inu hafa menn hins vegar ekki séð
neinn flöt á aðgerðum og ég held við
myndum aldrei fara út i slíkt nema
í samráði við aðrar þjóðir," sagði
Jón Thors. -aþ
Hollir drykkir handa börnum:
Sykurinn í lágmarki
Bamatennur og nýuppkomnar
tennur eru sérlega viðkvæmar fyr-
ir tannskemmdum og því ætti að
takmarka sykumeyslu þessa hóps
eða í það minnsta fækka þeim
skiptum sem sykurs er neytt.
Hér eru nokkrar uppskriftir að
hollum og góðum drykkjum sem
víst er að börn munu kunna að
meta.
Bananadrykkur
1 stk. b'anani
3 dl mjólk
3 tsk. kókómalt
Má bera fram með klaka.
Appelsínudrykkur
3 dl mjólk
3 kúlur is
2 msk. appelsínuþykkni
Berjadrykkur
3 dl mjólk
3 kúlur ís
2-3 msk. af t.d. krækibeija-, rifs-
berja- eða blábeijasaft eða köldum
ávaxtagraut, t.d. jarðarberja- eða
blábeijagraut.
MS-Bíómjólk
1/4 1 MS-Bíómjólk
2 kúlur ís
Ananasdrykkur
3 dl mjólk
3 msk. ananaskurl
2 vanilluískúlur
Uppskriíiirnar era fyrir tvo og
nauðsynlegt er að hræra drykkina
i blandara/mixara.
Byggt á bækiingnum Hollt og gott