Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Qupperneq 18
34
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
Fréttir
*
*
Djúpivogur:
Peninga-
lyktin er
horfin
DV, Djúpavogi:
Framkvæmdum viö stækkun
fiskimjölsverksmiðju Bú-
landstinds hf. á Djúpavogi er lok-
ið. Verksmiðjan er nú tæknilega
séð mjög fullkomin með nýtt og
öflugt tölvukerfi.
Verksmiðjunni var breytt úr
eldþurrkun yfir í gufuþurrkun og
mun aíkastagetan verða 600 tonn á
sólarhring. Hráefnisgeymar voru
stækkaðir og taka nú um 4200
tonn. Yfir þetta allt var byggt nýtt,
glæsilegt verksmiðjuhús.
Uppsetning á verksmiðjunni
var í höndum heimamanna að
mestu leyti en Kaupfélagssmiðjan
á Fáskrúðsfirði og Grímur ehf. á
Húsavík komu að verkinu og Afl
og Orka í Reykjavík sá um hönn-
un á rafkerfi. Rafnet á Djúpavogi
Gunnlaugur Jónsson verksmiðju-
stjóri.
Nýja fiskimjölsverksmiöjan og Búlandstindur í baksýn.
DV-myndir Hafdís
sá um raflagnir og Ágúst Boga-
son, pípulagningameistari á
Djúpavogi, um gufulagnir. Teikn-
ingar voru í höndum Magnúsar
Hreinssonar, véltæknifræðings á
Djúpavogi.
Allt flutningskerfi var smíðað
af Múlastáli á Djúpavogi. Gunn-
laugur Jónsson verksmiðjustjóri
hafði yfirumsjón með fram-
kvæmdum við uppsetningu.
Fullkomnar mengunarvarnir
eru í verksmiðjunni sem þýðir að
um enga loftmengun verður að
ræða og mun peningalyktin, sem
oft hefur angrað landann, ekki
angra Djúpavogsbúa í framtíðinni.
Að sögn Gunnlaugs Jónssonar
verksmiðjustjóra gengu fram-
kvæmdir vel. Við verksmiðjuna
verða um 15 fastar stöður, auk
þess sem margir aðrir munu koma
að með einhverjum hætti.
„Nú er allt tilbúið og við bíðum
bara eftir að loðnan fari að berast
á land,“ sagði Gunnlaugur.
-HEH
i
i
Flutningabílarnir tilbúnir að leggja á Oddsskarð. DV-mynd Pórarinn
Aukin umferö
um Oddsskarð
DV, Eskifirði:
„Það er án efa umtalsverð aukn-
ing á þungaflutningum yfir Odds-
**" skarð eftir að Eimskip byrjaði að
losa og lesta skip sín á Eskifirði,"
sagðir Guðjón Þórarinsson, rekstr-
arstjóri Vegagerðar ríkisins á
Reyðarfirði, í samtali við DV.
Hann telur að ef veðurfar verði
svipað og verið hefur í vetur þurfi
að ráðast í umtalsverðar viðgerðir
á veginum í vor. Samt sem áður er
það ódýrara en snjómokstur eins
og hann hefur verið undanfarin
ár.
Þurft hefur að viðhafa reglu-
bundið eftirlit á leiðinni tU upplýs-
inga fyrir vegfarendur. Endurbæt-
ur voru gerðar á göngunum sl.
sumar þannig að nú eru sjálfvirku
nemarnir, sem sjá um að opna
hurðimar á göngunum, lengra frá
þeim þannig að nú eiga vegfarend-
ur ekki að þurfa að stansa og bíða
eftir að hurðirnar opnist. Þá hafa
þær verið hækkaðar í fjóra metra
en voru áður 3,80.
SUdarflutningar tU og frá Eski-
firði í Neskaupstað hafa aukist og
umferð á eftir að verða meiri þegar
sameiningin hefur tekið gUdi.
-ÞH
Formaður Karlanefndar Jafnréttisráðs:
Líka bar-
átta karla
- segir Ólafur Þ. Stephensen
Nokkrar manna-
breytingar hafa orð-
ið í Karlanefnd
Jafnréttisráðs. Þeir
sem eiga nú sæti í
nefndinni eru Haf-
steinn Karlsson
skólastjóri, Jón
Scheving Thor-
steinsson markaðs-
stjóri, Karl Steinar
Valsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn,
Ólafur Stephensen
blaðamaður, sem
jafnframt er formað-
ur nefndarinnar, og
Þorbjöm Guð-
mundsson, starfsm-
aður Samiðnar.
Karlanefnd Jafn-
réttisráðs hefur ver-
ið starfandi frá 1994
og er hlutverk hennar að efla þátt
karla í umræðu um jafnréttismál og
vinnu að jafnrétti kynjanna. í tU-
kynningu frá Skrifstofu jafnréttis-
mála segir að þau mál sem snúa að
nefndinni séu m.a. að vinna að
auknum möguleikum karla tU að
taka fuUan þátt i fjölskyldulífi, sem
og atvinnulífi, og bættri stöðu karla
í skólakerfinu. Þá skal nefndin
einnig gefa Jafnréttisráði ráð varð-
andi stöðu karla og jafnrétti kynja.
Ólafur Stephensen, formaður
nefndarinnar, segir markmiðið að
tryggja körlum ,
sömu tækifæri tU
þátttöku í fjöl- ‘
skyldulífinu. Stór (
þáttur i leiðinni að
því markmiði telur
hann að sé sjálf-
stæður réttur feðra
tU fæðingarorlofs.
Karlanefhdin hefur
lagt fram tiUögu um
að fæðingarorlof
verði lengt í 12
mánuði og séu 4 ■
mánuðir bundnir (
móður og 4 fóður en (
afgangimnn skipti
þau á miUi sín að
vUd.
Karlanefndin hef-
ur einnig unnið að
því að koma á fót
meðferð fyrir karla
sem beita fjölskyldu sina ofbeldi en
fá úrræði hafa verið fyrir þá.
Ólafur telur að viðhorf karla tU í
jafnréttisbaráttunnar hafi breyst (
mikið. „Mér finnst karlar hafa á síð-
ustu árum áttað sig á því að jafn- '
réttisbaráttan er ekki bara kvenna-
barátta heldur líka þeirra barátta.
Jafnréttisbaráttan er ekki togstreita
miUi kynjanna heldur barátta hugs-
andi fólks af báðum kynjum gegn
úreltum hugsunarhætti og úreltu
fyrirkomulagi á mörgu í samfélag-
inu.“ -sm
Ólafur P. Stephensen, formað-
ur Karlanefndar Jafnréttisráðs.
DV-mynd GVA
T»-
Dalvík:
Febrúarspá veöurklúbbsins
DV, Dalvik:
Veðurklúbburinn í dvalarheim-
Ui aldraðra, Dalbæ á Dalvik, hefur
sent frá sér spá fyrir febrúarmánuð
og er hún á þessa leið.
Dagarnir fram að 11-12. febrúar
verða sæmilegir. Þá gæti komið dá-
litið norðanskot sem þó stendur
ekki lengi. Eftir það snjóar eitt-
hvað og það má búast við talsverðu
frosti. Samt tekur aUtaf hluta af
þessum snjó upp aftur. Öskudagur-
inn er 25. febrúar og eins og aUfr
vita á hann sér 18 bræöur. Sam-
kvæmt dagbókum hefur það oftar
en ekki gengið eftir svo við vonum
það besta með veðrið þann daginn.
Nýtt tungl, góutunglið, kviknar
26. febrúar og upp frá því megum
við eiga von á ýmsum veðrum. Þá
getum við kannski búist við því að
fá norðlenska stórhríð. Við vUjum
líka láta það koma fram að meðan
sjávarhitinn er svona mikiU koðna
stórviðrin oft niður, þ.e. að minna
verður úr stórviðrum sem spáð hef-
ur verið .
Um janúarspána er þaö að segja
að snjórinn varð kannski heldur
meiri en viö áttum von á. Það varð
nú bara tU þess að gleðja skíðafólk
og aðra þá sem stunda vetraríþrótt-
ir.
-HLÁ
(
<
<
i
i