Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 24
40 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Sviðsljós Allt Don Vírlubbinn og hnefaleikajöfiir- inn Don King veröur að fara að passa sig. Mike Tyson, boxarinn, nauðgarinn og eymabíturinn, hugsar honum víst þegjandi þörf- ina, eins og berlega kom í ljós á dögunmn. Ástæðan er einföld: Mike er á hausnum og hann kenn- ir Don um hvemig komið er. Allt frá því Mike Tyson losnaði úr fangelsi árið 1995 hefur hann þénað sem svarar átta milijörðum íslenskra króna. Engu að síður ku kappinn vera á barmi gjaldþrots. Að sögn bandaríska æsiblaðsins New York Post skuldar boxarinn skattinum um hálfan milljarð í skatta og sakar Don King um að eiga sök á reiðufjárleysinu. I brýnu sló með þeim Mike og Don um daginn á hinu glæsilega gistihúsi Bel Air í Los Angeles. Mike lyson á barmi gjaldþrots: vírlubbanum King að kenna Don King er glaður og reifur á þessari mynd en honum er svo sannarlega ekki hlátur í huga nú, búinn að espa eyrnabítinn Tyson upp á móti sér. New York Post segir frá því að fé- lagamir tveir hafi hist fyrir ut£m gistihúsið og byijað að öskra hvor á annan. King mun þá hafa tekið utan um Tyson til að róa hann. Það tókst hins vegar ekki betur en svo að eymabíturinn sló til vírlubbans. Síðan ætlaði Tyson að aka á brott í bíl sínum. Don King var þó ekki á því að láta kappann sleppa. Hann opnaði bílinn og vildi halda áfram að reyna að róa karlangann. Mike gerði sér þá lítið fyrir og sparkaði nokkmm sinnum í andlitið á King. „Don fékk heldur betur að kenna á því,“ sagði heimildarmaður við blaðið í New York. Og bætti því við að Don hefði orðið að aflýsa ferð til Englands vegna meiðslanna. Tyson er í boxbanni. Sharon búin að finna barnsföður Hamingjan brosir við Sharon Stone. Hún hefur fundin þann eina rétta. Sharon Stone er i sjöunda himni. Þessi fyrrum kynbomba hefur ekki aðeins ákveðið að ganga að eiga kærastann sinn núverandi, Phil Bronstein, heldur hefur hún trúað vinum sínum fyrir því að hana langi til að eignast bam. „Ég er búin að vera að leita að rétta manninum til að eignast bam með og nú er hann fundinn," sagði Sharon sem orðin 39 ára og því að komast á síðasta snúning hvað þetta varðar. Skötuhjúin sáust nýlega í skart- gripabúð í Beverly Hills þar sem þau festu kaup á tveimur einfóldum giftingarhringum. „Ég vildi einfaldan hring,“ sagði Sharon við kunningja sinn. Æ/á ■; / * Hagstœð kjör y/ym Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni. a\\\ mifli' hirr)/nf |S|> ■ Smáauglýsingar felr 550 5000 Við getum ekki stillt okkur um að birta enn eina myndina af þvf nýjasta t nær- fatatískunni frá New York. Hér má sjá blúndubrjóstahald og satínundirbuxur frá hinni vinsælu verslunarkeðju Victoria’s Secret. Tökur hafnar á Díönumynd Tökur standa nú yfir á Mall- orca á sjónvarpsmynd um Díönu prinsessu. Myndinni sem heitir „Díana fólksins" lýkur með því að Díana og Dodi vinur hennar aka inn í jarðgöng í París þar sem þau fómst í hörmulegu slysi í ágúst í fyrra. í fyrrúmi er þó ástarævintýri þeirra Díönu og Dodis. Enn fremur fær samband Díönu og tveggja sona hennar allnokkurt pláss. Sandra og nátt- úruöflin Engum blöðum er um það að fletta að hún Sandra Bullock get- ur orkað jafn sterkt á veikgeðja karlmenn og sjálf náttúruöflin í sem víðustum skilningi. Nú hef- ur þessi geðþekka leikkona loks- ins áttað sig á þessu og viður- kennt með því að fallast á að- leika í rómantískri gamanmynd sem heitir einmitt Náttúruöflin. Þar leikur hún á móti Ben Af- fleck sem meðal annars er fræg- ur fyrir að vera nýi kærastinn hennar Gwyneth Paltrow sem er gamla kærastans hans Brads Pitts. Cindy finnst gaman í fríinu Ofurfyrirsætan Cindy Craw- ford er víst alveg eins og við hin. Henni finnst ægilega gaman að vera í fríi og dedúa við sjálfa sig frá morgni til kvölds. Hún gefur sér þó tíma til að skreppa í búð- ir til að kaupa það nauðsynleg- asta til heimilisins. Þar að auki brá hún sér í Disneyland með kærastanum honum Rande Ger- ber. Þrálátur orðrómur er á kreiki að fyrirsætan, sem orðin er 31 árs, eigi von á bami Rand- es. Það verður þó ekki séð á henni, að því er glöggir menn herma. Hvað sem síðar verður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.