Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 32
ÞreMdur , , i. vimtwmr •1 luiL'jurdug FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Reynisfjall: Enn stór skriða DV.Vík: „Ég var á gangi niðri í melum fyr- ir framan fjallið, þá heyrði ég drunur __leit til fjallsins og sá skriðuna falla,“ sagði Magnús Kristjánsson í Vík i Mýrdal í samtali við DV. Hann var á gangi með hundinn sinn niðri í fjöru og var á leið heim þegar skriðan féll. Henni fylgdu miklar drunur og fyrirgangur en slæmt veður hafi þó deyft hljóðið. „Þetta virðist vera glettilega mik- ið og fara niður um alla skriðuna sem féll um daginn. Ég veit ekki hvort þetta var eins mikið sem hrundi núna eins og þá en þetta fór yfir hana alla,“ sagði Magnús. f gærkvöld gekk á með éljum í Vík og því ekki hægt að sjá ná- kvæmlega hvar hrundi úr fjallinu, líklegt er þó að kletturinn, sem var laus utan í fjallinu og stóð til að “sprengja, hafi fallið niður. -NH Helgarblað DV: Prófessorinn og persónan f helgarblaði DV á morgun er v ^opnuviðtal við prófessor Kára Stef- ánsson, stofnanda íslenskrar erfða- greiningar, sem sannarlega hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt samfélag. Skyggnst er á bak við persónuna og sýnir Kári á sér nýjar og skemmtilegar hliðar í við- talinu. Einnig er rætt viö leikarana Róbert Amfínnsson og Atla Rafn Siguröarson, þann elsta og yngsta innan veggja Þjóðleikhússins, en saman leika þeir í Kaffi, nýju leik- riti á Litla sviðinu. Byggingarlist i 20 ára sögu Menningarverðlauna DV er rifjuð upp, rætt er við konu á ísafirði sem tengist Titanic-slysinu með sérstökum hætti, í innlendu fréttaljósi er fjallaö um málverka- —falsanimar og nýr pistlahöfundur kveður sér hljóðs. -bjb/sv Þórir Einarsson sáttasemjari í gættinni í Karphúsinu. Óformlegir fundir undir stjórn hans og Ásmundar Stefánssonar voru milli aöila sjómannadeilunnar í gær en árangur varö ekki neinn. Ásmundur er kallaöur til málsins af sjávarútvegsráðuneytinu. Sjómenn segja aö hann sé lagasvipa ráðuneytisins í þrætunni. DV-mynd E.ÓI. Aðilar sjómannadeilunnar að falla á tíma: Gulrótarlög á óskalista - lágmarksverð og aukin veiðiskylda er vilji flestra stjórnarliða Meirihluti er meðal stjómarliða um að sett verði lög til að fresta sjó- mannadeilunni fram á sumar eða haust. Samkvæmt heimildum DV meðal stjómarliða er skoðun flestra þingmanna sú að leysa verði deil- una með lögum þar sem ekki verði séð að deiluaðilar komi sér saman um lausn. Ekki er þó talið gerlegt að setja lög sem einungis frestuðu óbreyttu ástandi vegna þess sterka baklands sem sjómannaforystan hefur meðal umbjóðenda sinna. Stór hluti þingmanna er því inni á þeirri lausn að fresta verkfallinu auk þess að koma til móts við kröfur sjó- manna að hluta. „Það er nauðsynlegt áð lögin feli í sér gulrót til að friða sjómenn," sagði einn stjómarliða. Þannig er gert ráð fyrir að lögin feli í sér að tekið verði upp lögbundið lágmarks- verð á fiski auk þess að veiðiskylda útgerða verði aukin. Samkvæmt nú- gildandi lögum ber hverju fiskiskipi að veiða a.m.k. 50 prósent af kvóta sínum annað hvert ár svo hann falli ekki niður. Ekki eru fullmótaðar hugmyndir um að hve miklu leyti þessi veiðiskylda verði aukin en kröfur sjómannasamtak- anna gera ráð fyrir að skip veiði 90 prósent kvóta sins árlega. Það er ljóst að ekki yrði með gulrótarlögum gengið nema að litlu leyti til móts við kröfúr sjó- manna um aukna veiði- skyldu. Ástæða þess að vifji er til að fresta ekki ein- hliða óbreyttu ástandi er sú að menn telja að sjómenn munu sætta sig við þessi skref og þannig ekki verða ginnkeyptir fyrir þvi að halda áfram verkfalli þegar um lögin losnaði. Sam- kvæmt heimildum DV er ekki vilji til þess að leggja fram lagafrumvarp um málið fyrr en í næstu viku. Talið er að þau fari í gegnum þing- Davíö Oddsson er í þungum þönkum þessa dagana. Sjómannadeilan hefur sett allt þjóöfélagiö f uppnám. DV-mynd Pjetur ið á tveimur til þremur dögum og geti þannig tekið gildi undir næstu helgi. Mikill þrýstingur er frá þing- mönnum Austfirðinga að höggva á hnútinn með lagaboði þar sem einsýnt þykir að ekki takist sátt með deiluaðilum. Til dæmis um þann hnút sem deilan er komin í nefna menn að þó Farmanna- sambandið og Sjómanna- sambandið fengju öllum sínum kröfúm fullnægt þá stæði eftir krafa vélstjóra um hærri skiptahlut. Verði gengið að þeirri kröfu krefjast hin samtök- in þess sama fyrir sína menn sem þýðir að málin eru í sjálfheldu. Þrátt fyrir að enginn þeirra þing- manna sem DV hefur rætt við sjái neina lausn á deil- unni aðra en lagaboð er vilji til þess að láta á það reyna í dag og um helgina hvort samnings- aðilar nái sáttum í þessari flókn- ustu sjómannadeilu allra tíma. -rt Heimsókn Danadrottningar vegna Listahátíöar: Til ísafjarðar á afmæli Ólafs Ragnars DV, ísafirði: í athugun er nú að Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, bjóði Mar- gréti Þórhildi Danadrottningu í óop- inbera heimsókn til ísafjarðar fyrir setningu Listahátíðar í Reykjavík, eða þann 14. maí nk. Drottning Danaveldis mun koma í heimsókn tii íslands í tengslum við Listahátíð sem sett verður í Reykjavík 16. maí. Þar munu verða sýnd nokkur kirkju- listaverk sem Margrét hefur gert. Svo skemmtilega vUl til að 14. maí er einmitt afmælisdagur Ólafs Ragnars. Það er því líklegt að drottning Dana þiggi afmæliskaffi hjá forseta íslands í hans gamla heimabæ. Undirbúningur vegna komu drottningar og forseta til bæj- arins mun þegar vera að fara í gang og líklegt er að þau fari einnig til Bolungarvikur. Á skrifstofu forseta íslands fengust þær upplýsingar að ferð Danadrottningar til ísafjarðar væri enn ekki fast ákveðin, en stað- fest var að sú hugmynd væri uppi á borðinu. Nokkuð er um liðið síðan svo háttsett persóna dönsku krún- unnar hefur komið til ísafjarðar. Langafi Margrétar, Friðrik áttundi, kom þó í heimsókn árið 1907 og var þá mikið við haft og bærinn skrýdd- ur blómum og fánum. -HKr. Veðrið á morgun: Kaldast á Vest- fjörðum Á morgun verður norðaustan stinningskaldi og éljagangur eða snjókoma á Vestfjörðum. Annars verður suðvestankaldi og él sunnan og vestan til en léttskýj- að á Norðausturlandi. Frost 0 til 4 stig, kaldast á Vestfjörðum. Veðrið i dag er á bls. 45. ÓDÝRASTI EINKAÞJÓNNINN mm r-n.-i.'m BILSKURSHURÐA- OPNARI Verð kr. 18.950,- lýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.