Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1998, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1998, Side 3
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1998 23 Iþróttir Vetrarólympíuleikarnir í Nagano: Alsgaard sterkur á lokasprettinum - háði harða keppni við Björn Dæhlie lv*iOF.. 19 9 8 15 km ganga karla: 1. Thomas Alsgaard, Noregi . 1:07,01 2. Björn Dæhlie, Noregi.....1:07,02 3. Vladimir Smirnov, Kazakhs.l:07,31 Norræn alpatvíkeppni karla: 1. Bjarte Engen Vik ........Noregi 2. Samppa Lajunen ......Finnlandi 3. Valery Stolyarov.....Rússlandi 500 metra skautahlaup kvenna: 1. Catriona Doan, Frakklandi 1:16,93 2. Susan Auch, Kanada.......1:16,93 3. Tomomi Okazaki, Japan . . 1:17,10 Sleðabrun - tvimenningur: 1.-2. Huber/Tartaglia, Ítalía . 3:37,24 1.-2. Lueders/MacEacher, Kan 3:37,24 3. Langen/Zimmerman, Þýsk. 3:37,89 4. Reich/Gran, Sviss.......3:38,15 1500 metra skautahlaup karla: 1. Ids Postma, Hollandi....1:10,64 2. Jan Bos, Hollandi ......1:10,71 3. Hroyasu Shimizu, Japan .. 1:11,00 Skíöastökk - 120 m pallur: 1. Kazuyoshi Funaki, Japan . . . 272,3 2. Jani Soininen, Finnlandi . . . 260,8 3. Masahiko Harada, Japan . . . 258,3 7,5 km skíöaskotfími - kvenna: 1. Galina Kuokleva .....Rússlandi 2. Ursula Disl..........Þýskalandi 3. Katrin Apel..........Þýskalandi Curling (ískurl) - kvenna: 1. Kanada 2. Danmörk 3. Svíþjóð Tveir Norðmenn háðu harða keppni um guUverðlaunin í 15 km göngu karla með frjálsri aðferö. Bjöm Dæhlie hafði lengi vel foryst- una í göngunni en landi hans Thom- as Alsgaard var aldrei langt undan. Það var á síðustu metrum göngunn- ar sem Alsgaard sýndi styrk sinn, en hann þykir mjög sterkur á loka- sprettum en þar hefur Dæhlie alltaf þurft að lúta í lægra haldi fyrir Als- garrd. Alsgaard er ein bjartasta von Norðmanna enda ungur að ámm og á framtíðina fyrir sér. Björn Dæhlie, sem unnið hefur til sex gullverðlauna á vetrarólympíu- leikum, á enn möguleika að verða fyrstur til að vinna sjö gullverðlaun en á leikunum í Nagano á eftir að keppa í boðgöngunni og 50 km göngu en hún verður háð á lokadegi leikanna. Vladimir Smimov náði í kær- komin bronsverðlaun í göngunni. Hann hefur átt erfltt uppdráttar undanfarið en hefur gengið vel í Nagano. -JKS Thomas Alsgaard eftir gönguna. Sleðabrun karla - tvímenningur: Skiptu með sér Fátíður atburður átti sér stað í sleðabruni í Nagano um helgina þegar tvær sveitir skiptu með sér gullverðlaununum í tvímenningi. Kanadísku og ítölsku sveitimar fengu nákvæmlega sama tímann en svo jöfn keppni hefúr ekki sést lengi á ólympíuleikum. Fyrir flórðu og síðustu ferðina skildu aðeins 0,03 sekúndur sveit- irnar að, en í lokin stóðu þær hníflafnar í tímatöku. Gunther Huber, sem var í ítölsku sveitinni, hreppti brons- gullinu verðlaun á leikunum í Lille- hammer fyrir flórum ámm síðan. Þýska sveitin krækti i brons- verðlaun en hún var skammt á eft- ir ítölsku og kanadísku sveitinni. -JKS NJ ÁfZ Á N.1 ! 9 9 8 Curling (ískurl) - karla: 1. Sviss 2. Kanada 3. Noregur Danir unnu sín fyrstu verðlaun á vetrarólympíuleikum þegar kvennasveit þeirra hreppti silf- urverðlaun í curling. Dönsku stúlkurnar töpuðu fyrir Kanada í úrslitaleik 7-5. Risastórsvigi karla varð að fresta í fimmta sinn í fyrrinótt og fer mótshöldurum úr þessu ekki að standa á sama. Komiö hefur til tals að færa alpagreinamar í annað flall í Nagano en ákvörðun um það verður ekki tekin fyrr en þolin- mæði mótshaldara þrýtur. Samkvœmt verðurspám er útlit fyrir að veðrið taki breytingum í dag. Veðurfræðingar sögðu í gær að það myndi létta til og úrkom- unni myndi létta. Keppendur sem hafa samanburð á umgjörð leikanna frá Lil- lehammer og núna í Nagano fannst hún allt önnur og betri í Noregi. Kunnugir segja að leik- arnir í Lillehammer hafi verið engum líkir. Brynja Þorsteinsdóttir frá Ak- ureyri keppir fyrst íslensku keppendanna á leikunum i dag. Hún keppir í alpatvikeppni ef veður leyfir! Japanirnir Kazuyoshi Funaki og Masahiko brosa sínu breiðasta með gull- og bronsverðlaun um hálsinn. Mynd-Reuter Skíðastökkskeppnin af 120 metra palli: Japanir í skýjunum með gull og brons „Eftir keppnina af 90 metra pall- inum kom ekkert annað en sigur til greina. Ég er búinn að stefna að þessu lengi og þetta er stórkostleg stund á mínum ferli,“ sagði Kazu- yoshi Funaki eftir glæsilegan sigur í keppni af 120 metra í skíðastökks- keppni ólympiuleikanna. Japanska þjóðin fylgdist með sín- um mönnum með öndina í hálsin- um og þeir gátu verið ánægðir með sína menn því Masahiko Harada vann einnig bronsverðlaunin. Jap- anir voru að vonum í skýjunum með þennan árangur. Finninn Jani Soininen, sem vann á 90 metra pallinum, krækti í silfur. Eftir fýrri umferðina stefndi allt í sigur Andreas Widhölzl, en hann náði sér ekki á strik í seinna stökk- inu og varð að gera sér flórða sætið að góðu. -JKS Ids Postma á fullri ferð 1100 metra hlaupinu. Mynd-Reuter Skautar: Postma setti ólympíumet Ids Postma undirstrikaði styrk Hollendinga á skautasvellinu þegar hann innbyrti önnur gullverðlaunin sem Hollendingar vinna í Nagano. Hinn 24 ára gamli Postma setti ólympíumet í 1000 metra skauta- hlaupi. Postma varð á undan landa sínum, Jan Bos, en sá er heims- meistari í greininni og hefur verið sterkastur á þessari vegalengd í nokkum tíma. -JKS Alpagreinar á Ólympíuleikunum í Nagano Alpagreinar skiptast í tæknilegar greinar Búningur svigskíðamanna ver höfuð, handleggi, kálfa og hné. Margir verja hendurnar fyrir stöngunum sem þeir skíða framhjá. Hraðagreinar Keppendur í bruni nota sérstakan hlífðarbúning sem er straumlínulagaður, hjálm og púða til aö vernda hrygginn og bakið. Brunbrautirnar í Nagano eru 3 km langar, þar á meðal þrjú stökk og beygjur á miklum hraða. Fjöldi hliða: Hliöin eru notuö til aö leiöa keppendur frá hættulegum svæöum og hafa stjórn á hraöanum. Fallhæð Konur: 780 m. Karlar 840 m. Risasvig Risasvig sameinar hraða brunsins og tækni stórsvigsins en aðeins er tekinn tími á einni ferð. Fjöldi hliöa: Lágmark 35 fyrir karla, 30 fyrir konur og allt aö 10% af fallhæöinni i metrum. Fallhæö: Konur 580 m, karlar 560 m Opin hliö eru 6-8 m breið. Blind hliö eru 8-12 m. 25 m eru á milli hliðanna. Tæknigreinar í svigi og stórsvigi er tekinn samanlagður tími í tveimur ferðum á mismunandi brautum til að reyna á mismunandi tímatækni Svig Fjöldi hliöa Karlar 55-75 Fallhæö: Konur: 200 m Hliöin eru 4-6 m breið ogerbiliö ámilli þeirra0,75m- 15 m Stórsvig Fjöldi hliöa: Milli 12 og 15% af fallhæöinni í metrum. Fallhæð: Konur: 386 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.