Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 30
42
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
Afmæli
%
Guðlaug Kristinsdóttir
Guðlaug Kristinsdóttir,
póstþjónustufulltrúi hjá
íslandspósti hf. á Akur-
eyri, Tröllagili 12, Akur-
eyri, er fertug í dag.
Starfsferill
Guðlaug fæddist i Þver-
dal í Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu og ólst þar upp
til sjö ára aldurs en flutti
þá til Akraness þar sem
hún átti heima til sautján
ára aldurs.
Guðlaug lauk verslun-
arprófi frá VÍ 1977 og stúdentsprófi
frá VMA 1994.
Guðlaug hóf störf hjá KEA 1977.
Hún starfaði þar fyrst við tölvu-
skráningu og siðar hjá Samvinnu-
tryggingum, (Vátrygg-
ingadeild KEA) til 1983.
Hún stundaði síðan al-
menn skrifstofustörf,
varm m.a. við bókhald og
sölumennsku hjá Niður-
suðu K. Jónsson 1987-91
en hóf þá störf hjá Pósti
og síma sem nú er ís-
landspóstur hf.
Guðlaug hefur starfað í
JC-hreyfingunni frá 1982
og gegnt þar flestum
stjórnarstörfum innan
aðildarfélags, starfað
talsvert fyirr landstjóm, m.a. við
leiðbeinendastörf og einnig starfað i
tvö ár í landsstjórn. Hún hefur hlot-
ið heiðursfélagaútnefningu frá ís-
lensku JC-hreyfingunni og sena-
torútnefningu frá JC Intemational
og er senator nr. 47631.
Fjölskylda
Guðlaug giftist 17.6. 1978 Sigurði
Ólafssyni, f. 26.6. 1955, rafvirkja.
Hann er sonur Ólafs Á. Pálssonar,
bónda í Engihlíð í Dalasýslu, og
Hrafnhildar Sigurðardóttur, starfs-
stúlku við dvalarheimili aldraðra í
Stykkishólmi.
Dóttir Guðlaugar og Sigurðar er
Hrafnhildur Guðrún Sigurðardóttir,
f. 22.1. 1978, nemi við VMA, búsett í
foreldrahúsum en unnusti hennar
er Jón Pálmar Þorsteinsson, raf-
virkjanemi í Reykjavík.
Hálfsystir Guðlaugar, sammæðra,
er Sigurbjörg I. Kristínardóttir, f.
20.5. 1952, búsett í Vík í Mýrdal og
skólastjóri Tónlistarskólans þar og
á hún einn son, Kristin Snæ Agn-
arsson, 20.2. 1977, nema í Svíþjóð.
Alsystir Guðlaugar er Finndís
Kristinsdóttir, f. 31.5. 1969, konsert-
meistari við sinfónínuhljómsveitina
í Gávle í Sviþjóð, gift Geir Anfinsen
og eiga þau tvö böm, Kristinu Sögu,
f. 4.9. 1994, og Bjöm Atle, f. 15.8.
1996.
Foreldrar Guðlaugar eru Kristinn
Finnsson, f. 5.7.1928, fyrrv. bóndi og
siðar sjómaður á Akranesi, og Krist-
in Á. Ámadóttir, f. 26.6. 1931, fyrrv.
bóndi og síðar skrifstofustúlka í
Kalmar í Svíþjóð.
Guðlaug tekur á móti gestum i fé-
lagsheimili Junior Chamber á Ak-
ureyri, að Óseyri 6, Akureyri, laug-
ardaginn 7.3. n.k. eftir kl. 16.00.
Gu&laug
Kristinsdóttir.
Guðjón F.
Guðjón Finndal Finnbogason iðn-
verkamaður, Bakkavegi 8, Hnífsdal,
er sextugur i dag.
Starfsferill
Guðjón fæddist á Atlastöðum í
Fljótavík i Sléttuhreppi. Þar ólst
hann upp til átta ára aldurs. Þá
flutti hann með foreldrum sínum og
öðrum ættmennum til Hnífsdals,
árið 1946, en þar með fór Fljótavík-
in í eyði.
Guðjón fór að vinna fyrir sér fljót-
lega eftir fermingu og starfaði mest
í fiskvinnslu þar til hann flutti til
Reykjavíkur 1965. Hann var búsett-
ur í Reykjavík í sautján ár og starf-
aði þá m.a. í Ofnasmiðjunni i fimm
ár og var „plötusnúður" hjá fyrir-
tækinu Brauð hf. í átta ár en þaðan
á hann góðar minningar. Hann
flutti svo aftur vestm- í Hnífsdal þar
sem hann býr enn.
Fjölskylda
Guðjón á eina alsystur og einn
hálfbróður, sammæðra. Systir hans
er Finney, húsmóðir í Reykjavík, f.
1944, gift Ólafi Theodórssyni verk-
fræðingi.
Bróðir hans er Geir Garðarsson,
verslunarmaður á Akur-
eyri, f. 1936, kvæntur
Ragnheiði Jónsdóttur
húsmóður.
Foreldrar Guðjóns:
Finnbogi, b. á Atlastöð-
um og siðar sjómaður í
Hnífsdal, Jósepsson, f.
1913, og Anita Friðriks-
dóttir, f. 1915, d. 1984.
Finnbogi er hálfbróðir
Brynhildar Snædal, móð-
ur Þrastar Ólafssonar,
hagfræðings og fram-
kvæmdastjóra Dagsbrún-
ar. Föðurforeldrar Guð-
Gu&jón Finndal
Finnbogason.
jóns voru Jóseþ, b. á Atla-
stöðum, Hermannsson og
Margrét Guðnadóttir.
Móðurforeldrar Guðjóns
voru Friörik, b. á Ysta-
Bæ að Látrum í Aðalvík,
Finnbogason og Þórunn
María Þorbergsdóttir.
Þórunn var systir Óla, afa
Óla Þ. Guðbjartssonar al-
þingismanns. Guðjón og
Kjartan Finnbogason
varðstjóri, faðir Magnús-
ar Kjartanssonar hljóm-
listarmanns, eru syst-
kinasynir.
Fréttir
Vi&skiptaumhverfi lyfsölunnar í landinu er gjörbreytt frá því sem var fyrir fáum árum og hart barist um viöskipta-
vinina. Apótekarar í gömlu apótekunum telja sig hafa fariö mjög halloka í samkeppninni og óttast aö gæ&i þjónust-
unnar hafi rýrnaö frá því sem á&ur var. Lyfja var fyrsta lyfjabú&in sem opnuö var eftir a& nýju lyfsölulögin tóku gildi.
Þar er myndin tekin. t DV-mynd ÞÖK
-WÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆMMÆjrÆMÆÆÆÆÆÁ
staögreiöslu- og greiðslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi
Hl^ birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
a
550 5000
Anna
Þorgeirsdóttir
Anna Þorgefrsdóttir, Hringbraut
8, Reykjavík, varð fertug í gær.
Starfsferill
Anna fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum í
Fagrahvammi í
Elliðadal. Þar
átti hún heima
þar til fyrir
tveimur árum
að hún flutti í
sambýlið að
Hringbraut 8.
Systkini
Önnu eru
Einar Á. Þor-
geirsson, f.
1947; Magnús
Þorgeirsson, f.
1949;
Ingigerður Þorgeirsdóttir, f. 1951.
Foreldrar Önnu: Þorgeir
Einarsson, bílamálari í Reykjavík,
og Stefanía Magnúsdóttir
húsmóðir, en þau eru nú búsett á
Hrafnistu í Reykjavík.
Anna
Þorgeirsdóttir.
Ættfræðigreinar síðustu 10 ára eru á www.dv.is
Til hamingju
með afmælið
4. mars
85 ára_________________
Bjöm Guðmundsson,
Miðtúni 2, Reykjavík.
Guðný Fanndal,
Suðurgötu 6, Siglufirði.
Guðrún Valdimarsdóttir,
Hamrahlíð 17, Reykjavík.
Sigríður Jónsdóttir,
Birkigrund 33, Kópavogi.
80 ára
Björg
Þorkelsdóttir,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
varð áttræð í gær.
Maður hennar er
Sigurður Ólafsson.
Þau taka á móti vinum og
vandamönnum í Víkingasal
á Hótel Loftleiðum, sunnud.
8.3. milli kl. 15.00 og 18.00.
Fríða Pétursdóttir,
Hvassaleiti 58, Reykjavik.
Júlíana Ólafsdóttir,
Þrastarima 11, Selfossi.
Stefán Egilsson,
Kirkjuvegi 11, Keflavík.
75 ára
Jón Páls Guðmundsson,
Sléttuvegi 13, Reykjavík.
Nurmann Birgir Jónsson,
Austurbrún 6, Reykjavík.
Rafn Gestsson,
Háaleitisbraut 28, Reykjavík.
Þórbjörg E.M. Kvaran,
Aðalstræti 8, Reykjavík.
70 ára
Geirfríöur Sigurgeirsdóttir,
Gránufélagsgötu 39, Akureyri.
Sigmundur P. Lárusson,
Seljalandi 1, Reykjavík.
Sigrún Jóhannsdóttir,
Víðilundi 20, Akureyri.
Sigurður Eyjólfsson,
Árbakka 9, Seyðisffrði.
Hann er að heiman.
60 ára
Justiniano N. de Jesus,
Fífuseli 13, Reykjavík.
50 ára
Ásta Björk
Marteinsdóttir,
Kirkjugerði 15,
Vogum, varð
fimmtug í gær.
Hún tekur á móti
vinum og vandamönnum í
Glaðheimum, Vogum,
laugard. 7.3. kl. 19.00.
Árni Bergur Sigurbergsson,
Reynihvammi 11, Kópavogi.
Gerda Helena Bodegom,
Fossagötu 5, Reykjavík.
Guðrún Ólafsdóttir,
Ofanleiti 27, Reykjavík.
Heiðar Albertsson,
Skógargötu 2, Sauðárkróki.
Kolbnin Oddbergsdóttir,
Amarhrauni 14, Hafnarfirði.
Oliver Bárðarson,
Þórustíg 17, Njarðvik.
Rannveig Benediktsdóttir,
Uppsalavegi 21, Húsavík.
Sesselja Guðmundsdóttir,
Langagerði 5, Reykjavík.
Þórunn J. Júliusdóttir,
Klapparbergi 10, Reykjavik.
40 ára
Anna Þóra Stefánsdóttir,
Leirutanga 20, Mosfellsbæ.
Brynjar Þórsson,
Bæjargili 38, Garðabæ.
Guðni Öm Jónsson,
Akurgerði 12, Reykjavík.
Kristján J. Gimnarsson,
Pálmholti 8, Þórshöfn.
Páll Arnar Georgsson,
Áshamri 75, Vestm.eyjum.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Tungubakka 22, Reykjavík.