Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998 Spurningin Gengur þú í ullarbrók? Ragnhildur Benediktsdóttir nemi: Nei, bara á skíðum. Kristín Gunnarsdóttir kennari: Nei það geri ég aldrei. Ég fer frekar í kuldagalla. Kristján Benediktsson nemi: Já, um helgar þegar ég er úti að skemmta mér. Gunnar Geir Gunnarsson vöru- bílstjóri: Þetta er einhvers konar bómullarbrók. Arnbjörg Jónsdóttir ellilífeyris- þegi: Ég hef aldrei verið í prjóna- brók. Ég þoli ekki ull. Hrefna Magnúsdóttir deildar- stjóri: Nei, aldrei. Lesendur Drykkja unglinga öðruvísi mórall Konráð Friðfinnsson skrifar: Engum blandast lengur hug- ur um að drykkja og óregla hvers konar hefur færst neðar í aldursstigann. Þeir sem falla í þessa freistingu eru yngri nú en algengt var fyrir t.d. 30 árum. I dag er ekki óalgengt að sjá drukkin börn, tólf þrettán ára, slangra um götur. Vissu- lega ömurleg sjón og á fráleitt að vera í þessum farvegi. Þegar ég var í skyldunáminu var hugsun um áfengi ekki uppi hjá mínum aldurshópi. Krakkar í þann tið beindu ekki athygli sinni að þessum hlut- um. Brennivínsneysla var eitt- hvað sem fullorðið fólk, sumt hvert, föndraði við en ekki börn. Enginn sagði okkur þetta. En i þessum farvegi var andrúmsloftið þá. í aðeins eitt skipti á skyldu- námsárum mínum man ég eft- ir þess háttar atviki. Það frétt- ist sem sagt um einn nemanda sem hafði komist í tæri við Bakkus. Mér er atvikið enn minnisstætt. Og það fullyrði ég að drengurinn sem verknaðinn framdi skammaðist sín svo mikið að hann fór með veggjum í marga daga á eftir og hafði ekki í sér kjark til að horfa á nokkurn mann fyrir skömm. Krakkar á þessum árum voru hvorki verri né betri en nú gerist. En áfengi og vímuefni - engin leiddi hugann að þessu. Svona almennt séð. Að vísu voru einstaka sinnum haldnar ýmsar uppákomur, skóla- böll og fleira. Og mætti maður svo sem á þau. En þá fyrst og fremst til Menn skyldu ekki gera lítið úr móralnum á hverjum tíma, segir Konráð í bréfinu. að hlýða á nýjustu Bítlatónana, HoU- is eða Kinkshljómana. AUtaf var von tU þess að einhverjum úr hópnum hefði áskotnast eittiivað af þessum plötum og kæmi með þær. En áfengi kom þar ekki inn fyrir dyr og enginn reyndi heldur neitt til þess. Mikið er nú rætt um þessi mál og aUtaf er verið að koma með tiUögur sem eiga að bæta ástandið. En til- lögur einar og sér eru fáum tU góðs ef verkin vantar. Það sem ég er hér að tala um er „móraUinn". Menn skyldu ekki gera lítið úr honum. „Mórallinn" hefur ægivald i öUu samfélagi manna og áhrif bæði tU góðs og Uls og fer eft- ir straumum á hverjum tíma. Besti árangurinn í hvers kyns forvömum er að krakkamir sjái að sér og vilji sjálfir breyta ástandinu í eigin hópi. Hugsunin komi innan frá. Þannig faUa virki ódámsins eitt af öðru. Og einungis þannig. Halldór Blöndal að blóraböggli Indriði Pálsson skrifar: Ég átti von á að einhver tæki upp hanskann fyrir HaUdór Blöndal sam- gönguráðherra í allri umfjöUuninni sem orðið hefur um hans málaflokk. Það hafa m.a. verið uppi ásakanir um klúður í sjóslysarannsóknum, sbr. Æsumálið, í leigumálum Sigl- ingastofnunar, í málefnum Lands- símans og íslandspósts, í málefnum Flugmálastjómar og við úthlutun fjár og skipan nefnda í ferðamálum. Sagt hefur verið í blöðum og út- varpi að lög og reglur. þ.á m. Evr- ópusambandsins, hafi verö brotnar o.s.frv. o.s.frv. Auðvitað ber ráðherrann pólitíska ábyrgð en hann er ekki sá sem und- irbýr, skrifar og hefur sérþekkingu á málum. Ég veit að Halldór er af góð- um og vönduðum ættum, m.a. syst- ursonur Bjama heitins Benedikts- sonar og frændi þeirra bræðra í Sjó- vá-Almennum og af hinni traustu ætt úr Blönduhlíðinni. Þetta fólk er vant að virðingu sinni og er þekkt að ráðvendni. Fyrrgreind vandamál virðast öll vera af lögfræðilegum toga. Ég þyk- ist vita að lögfræöideild sé innan samgönguráðuneytisins. Af hverju er forstöðumaður eða forstöðumenn hennar ekki kallaöir til ábyrgðar og yflrheyrslu hjá fjölmiðlum? Ég sakna þess og vil skora á DV að hafa viðtal við viðkomandi embættis- mann eða -menn og láta þá standa fyrir máli sínu. Þessir menn eru þjónar þjóðarinnar og verða að vera ábyrgir gagnvart henni. - Það gagn- ar ekki að ráðherrann sé gerður að blóraböggli. Þjóðarkúgun og skattaánauð Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: Ég hélt lengst af að svona nokkuð gerðist ekki undir stjórn Sjálfstæð- isflokksins. En auðvitað liggur það ljóst og beint við, þegar tíminn leið- ir í ljós afleiðingar undirbúnar af einokunarvaldi og þjóðnýtingaröfl- um Alþýðuflokks og fyrrverandi kommúnista þegar þeir binda sam- an bækur sinar í skattaánauð og þjóðnýtingu. Frjáls viðskipti og framtak á að drepa endanlega í borg og bæ, og ráðamenn sjóða aldraðra vinna þannig að ekki er lífvænt öldraðum á þeim bótum sem þeir fá úr lífeyrissjóðum sínum, þótt hund- ruð milljarða séu í innstæðum þeirra. yH&QM þjónusta allan sólarhringii i sima »0 5000 nlilli kl. 14 og 16 Bréfritari lýsir Alþingi ábyrgt fyrir milljarða króna fjárkúgun á þjóðina. Og nú rekur Alþingi á vegum rík- isins fyrirtæki sem hefur það að markmiði að traðka niður frjáls við- skipti fólks og kúga undir fengið vald frá Alþingi með milljarða króna fjárkúgun á þjóðina. Auðvit- að á ég við Ríkisútvarpið. Allir vita að Ríkisútvarpið á að standa undir sínum eigin rekstri eins og fijálsu stöðvamar virðast fara létt með. Einhvers staðar verður RÚV að fá rekstrarfé sagði mér sá ráðherrann sem þetta fyrirtæki heyrir undir. Ég hélt að ráðherrann gæti ekki sagt svona. Tekin hefur veriö aftur upp heiftarleg valdbeiting og einokun varðandi innheimtugjöld þessa rík- isfyrirtækis. Maður spyr sig hvað þjóðarkúgun og skattaáþján geti gengið langt áður en yfir lýkur. Sigmar má upp- lýsa meira Lúðvík hringdi: Undanfarið hafa verið sýndir nokkrir þættir þar sem Sigmar B. Hauksson lýsir erlendum borgum og öðrum fróðleik. Nefhi ég þætt- ina um Edinborg, Sri Lanka og síðast Barcelona. Edinborgarþátt- urinn t.d. var frábær og þótt mað- ur hafi komið þar fyrir allmörgum árum var þetta góð viðbót fyrir næstu heimsókn. En það er alltaf eitthvað... Ég hefði viljað - og ég hef heyrt aðra nefha það - fá upp- lýsingar um verð á hinu og þessu í viðkomandi borg eða landi. Hvað með hótelgistingu, matarverð á veitingahúsum? Hvemig kemst ég til Sri Lanka með sæmilega viðun- andi hætti kostnaðarlega? Hvað, hvar og hvernig...? Nú er gott í Mosfellsbæ S.S. hringdi: Nú verður gott að búa í Mos- fellsbæ. Hér er friður og ró í bili, fáir eða enginn köttur á ferli. Kær kveðja, við spörfuglarnir. Veðravítin í Bandaríkjunum Hallgrímur skrifar: Það hafa verið nokkuð tíðar fréttir frá Bandaríkjunum af hör- mungum vegna veðravítis, ýmist fellibylja, skýstróka (sem eru einna hættulegastir mönnum og eignum) og flóða vegna hins ný- lega uppgötvaða E1 Nino loft- straums. Hörmulegt er að horfa á ósköpin og tjónið. Enginn hér minnist einu orði á þessi válegu tíðindi, hvað þá á aðstoð til handa íbúunum. Ekki stendur á okkm- að æskja hjálpar þegar slíkar uppá- komur verða hér og ætlumst raun- ar til þess að allur heimurinn komist í uppnám. Það er hins veg- ar fróðlegt að sjá hversu vel Bandaríkjamenn eru viðbúnir þessum vágestum sem náttúra- hamfarir era. En viö gætum nú sýnt hluttekningu engu að síður. Ekki satt? Engin vínkaup um helgar Kristín Magnúsdóttir skrifar: Margir era undrandi á þrjósku ráðamanna (les; alþingismanna) á aö leyfa ekki verslun með vín, einkum létt vín, eins og aðra vöra- flokka. Þetta kom sér afar illa fyr- ir mig sl. laugardag. Til okkar hjóna hringdi erlendur kunningi okkar sem hér hafði komið síðdeg- is frá Evrópu á leið vestur um haf. Við buðum honum umfsvifalaust í kvöldverð heima hjá okkur. Okkur langaði að nota rauðvin með steik- inni og það áttum við ekki. Við brugðum því á það ráð að hringja í hótel eitt þar sem við þekkjum til og fengum lánaða flösku af víni sem við borguðum svo á mánu- degi. Svona atvik koma upp víða. Er virkilega ekki nokkur von til þess aö hér skapist eðlilegt ástand í verslun með áfengi? R-listaáróður á Rás 2 Björn Sig. hringdi: Það er áberandi hve dagskrár- gerðarfólk á rás 2 virðist samtaka um að koma borgarstjóranum, Ingibjörgu Sólrúnu, á framfæri hvenær sem færi gefst. Ég tek sem dæmi sl. fimmtudag; þá var svo- kallaður gestaþáttur og auðvitað sat borgarstjóri fyrir svörum. Og það var ekki nóg að enda þáttinn samkvæmt venju um kl. 18.30. Nei, það varð að framlengja þvi inn- hringjendur voru svo óskaplega margir sem vildu hafa samband við borgarstjórann sinn. Það er mikið kallað í borgarstjórann eða R-listaliðið til að gefa „komment" á hitt og þetta. Þetta er líka ríkis- útvarp og það verður að hlýða kalli og væntingum starfsfólks síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.