Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 36
” mW'
ijyrtf'ktr/f/Tll aj
að vinjjM
IlSttíI
FRETTASKOTIÐ
1SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sóiarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1998
Fíkniefnavandinn:
Höfum lifað
í blekkingu
- segir Guðrún Katrín
„Við verðum að vera raunsærri
þegar kemur að fíkniefria- og áfeng-
isvanda ungs fólks í þjóðfélaginu.
Við höfum lifað í blekkingu. Okkar
samfélag er ekki öðruvísi en önnur
hvað þessi mál snertir" sagði Guð-
rún Katrín Þorbergsdóttir forseta-
frú eftir heimsókn sína í gær í
Rauða kross húsið þar sem veitt er
neyðarathvarf og ráðgjöf fyrir unga
vímuefnaneytendur. Guðrún Katrín
og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Islands, kynntu sér í gær stofnanir
og samtök sem annast meðferðar-
þjónustu og fást við forvamarstarf í
baráttunni við vaxandi fikniefna-
vanda hérlendis. Þau heimsóttu
m.a. stofnanir SÁÁ og meðferðar-
stöðina að Stuðlum.
Ólafur Ragnar sagðist hafa fengið
mjög sterk viðbrögð við orðum sín-
um í nýársávarpi sínu og óskir um
að fylgja þeim eftir. Þau hjónin
vildu gera það með því að kynna sér
meðferðaþjónustu sem í boði er og
forvamarstarfsemi ýmissa grasrót-
arhópa.
-Sól.
Fjeld-
I dag munu forsetahjónin heimsækja Barna- og unglingageðdeildina á Dalbraut. Nú síðdegis taka þau þátt í athöfn
þar sem ýtt verður úr vör sérstöku forvarnarátaki íþróttahreyfinganna í landinu.
DV-mynd BG
Efasemdir um
launahlið
- segir Katrín Fjeldsted
Katrín Fjeldsted,
formaður FlH, sagði í
samtali við DV í gær
að hún hefði ekki
kynnt sér samning-
inn nægilega i smáat-
riðum en hún hefði
samt efasemdir með____
launahliðina. „Ég tel Katrín
að það hefði verið sted
nauðsynlegt að
hækka laun heimilislækna verulega
og ég held að það hafi verið full
ástæða til þess eins og vandinn hefur
verið að manna stöður úti um landið,"
sagði Katrín. Það væru samt jákvæð-
ar hliðar á úrskurðinum. Reynt væri
að draga úr akkorðsvinnu og það væri
í samræmi við stefnu heimilislækna.
Hún sagði að ef hver læknir einskorð-
aði sig við 1500 sjúklinga væri strax
þörf fyrir mikið fleiri heimilislækna í
Reykjavík. „Ef launin eru ekki þannig
að þau hafi aðdráttarafl þá koma ekki
þeir læknar og þar með er kerfið
hrunið,“ sagði Katrín.
Hún sagði að það þyrfti að skoða
úrskurðinn í smáatriðum og að hann
yrði nú sendur til allra heimilislækna
sem myndu funda um málið á fóstu-
dag. Nánar á bls. 2 -sm
Vala heim
„Það er stórkostlegt að fá slikar
móttökur þegar maður kemur heim.
Þetta er frábært og gleður mig mjög,“
sagði Vala Flosadóttir í Leifsstöð, þeg-
ar hún kom heim i gærkvöldi ásamt
öðrum keppendum íslands á EM á
Spáni. Menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, og frú tóku á móti Völu en
hún er hér í boði ráðuneytisins. Hún
keppir við nýja heimsmethafann í
stangarstökkinu, Balakhonovu frá
Úkraínu, í Laugardalshöll á fimmtu-
daS- DV-mynd ÆMK
Hitamælir á Akureyri:
Sýnir 99° hita
Hitamælirinn á Ráðhústorginu
á Akureyri er heldur betur ruglað-
ur í ríminu þessa dagana.
Mikill kuldi hefur geisaö á
Akureyri eins og annars staðar á
landinu. Þrátt fyrir það hefur hita-
mælirinn sýnt 99 stiga hita undan-
famar tvær vikur. Mælirinn er
augljóslega bilaður en samt hefur
enginn séð ástæðu til að gera við
hann. -RR
Róttækra breytinga á kjördæmaskipan aö vænta:
Reykjavík skipt
í tvö kjördæmi
- Vestfirðir og Noröurlandskjördæmi sameinuö í eitt
Mögulegt er að Reykjavík verði
skipt upp í tvö eða jafnvel fleiri kjör-
dæmi og þingmönnum hennar fjölg-
aö í 24. I dag eru þeir aðeins 19. Þá
eru uppi hugmyndir um að Norður-
landskjördæmi verði sameinuð í eitt
og jafnvel að þau verði sameinuð
Vestfjörðum í langstærsta kjördæmi
landsins að flatarmáli. Þessar hug-
myndir hafa verið uppi í sérstakri
þingnefnd sem fjallar um breytingar
á kjördæmaskipan og sem meðal
annarra Svavar Gestsson á sæti í en
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
veitir forstöðu. Svavar Gestsson reif-
aði þann möguleika á fundi þing-
manna Reykjavíkur með íbúum í
Grafarvogi í gærkvöldi að ekki væri
útilokað að bæjarhlutinn yrði sérs-
takt kjördæmi í framtíðinni. Sagði
Svavar í samtali við DV í morgun að
Frá fundinum í Grafarvogi i
gærkvöld.
þessar hugmyndir um skiptingu
borgarinnar væru til alvarlegrar
íhugunar. Um aðrar hugmyndir
nefndarinnar vildi hann ekki tjá sig.
Nefnd um breytingar á skipan
kjördæma sem allir stjómmálaflokk-
ar eiga fulltrúa í fundar stíft þessa
dagana. Leynd hefur hvílt yfir hug-
myndunum innan nefndarinnar
þangað til í gærkvöldi. Þá upplýsti
einn nefndarmanna, Svavar Gestsson
alþingismaður, á opnum fundi með
þingmönnum Reykjavíkur í Grafar-
vogi í gærkvöldi að hugmyndir um
að skipta Reykjavík upp í fleiri kjör-
dæmi væru ræddar í nefndinni.
„Grafarvogur verður fast að 20 þús-
und manna byggð um eða rétt upp úr
aldamótum," sagði Svavar og kvað
mögulegt að borgarhlutinn yrði sér-
stakt kjördæmi.
Samkvæmt heimildum DV lúta all-
ar hugmyndirnar að því að rétta hlut
þéttbýlisins á suðvesturhorninu með
því að fjölga þingmönnum Reykjavík-
ur og Reykjaness. Ein hugmyndin
gerir ráð fyrir tveimur 12 þingmanna
kjördæmum í Reykjavík sem hefði þá
alls 24 þingmenn. í dag eru þeir að-
eins 19. Þá yrðu 7-8 þingmenn kjörn-
ir kjördæmakosningu í hvoru kjör-
dæmanna en afgangurinn yrðu jöfn-
unarsæti.
Önnur hugmynd snýr að því að
búin verði til sex 10 þingmanna kjör-
dæmi og þrjú jöfnunarsæti flökkuðu
milli kjördæma. Samkvæmt heimild-
um DV er þá gert ráð fyrir að breyt-
ingar verði á kjördæmamörkum
milli Reykjavík og Reykjaness þann-
ig að heildarfjöldi þingmanna kjör-
dæmanna aukist.
Meðal hugmynda sem hafa komið
upp er að skipta Reykjavík í austur-
og vesturkjördæmi. Reykjavík-austur
fengi þá hluta Mosfellssveitar úr
Reykjaneskjördæmi en Seltjamames
félli í skaut Reykjavík-vestur.
-phh/SÁ
Veðrið á morgun:
Áfram
kuldi
Á morgun er útlit fyrir norð-
læga átt en hann snýst í suðau-
stangolu eða kalda suðvestan-
lands síðdegis. É1 verða norðan-
og austanlands en að mestu bjart
veður sunnan- og suðvestan-
lands. Frost verður á bilinu 4 til
15 stig, kaldast norðanlands.
Veöriö í dag er á bls. 45.
Enn betra
bragð...
...enn meiri
angan
Nescafé
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-220 ný véi
íslenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgeröir, 6 stæröir
6, 9, 12, 18 mm boröar
Prentar (4 linur
Aðeitts kr. 10.925
n
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport