Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 6
24* w # 'A' Ijómtæki MIÐVKUDAGUR 4. MARS 1998 Japis stækkar tækjadeiidina, eykur úrvalið og lækkar verðið: Byggir á reynslu, þekkingu og vandaðri þjónustu - fullkomin hlustunaraðstaða Hallgrímur Halldórsson, verslunarstjóri í Japis, viö fermingarstæðuna í ár, Sony MHC-RX70, á 37.900 krónur. DV-mynd E.ÓI. Japis er nú að gerbreyta allri að- stöðu fyrir viðskiptavini til að virða fyrir sér og hlusta á tæki þau sem verlsunin býður. Auk þess verður vöruúrvalið aukið verulega þar sem boðinn verður rjóminn af því besta frá öðrum framleiðendum en verslun- in er þekktust fyrir. Er gert ráð fyrir að breytingamar verði afstaðnar í lok mars og þá verði opnuð ný og ger- breytt verslun í Brautarholtinu. Geislaplötudeild Japis er flutt nið- ur á Laugaveg 13. Við flutninginn myndaðist pláss sem nota á undir Hátalarabúðin í bænum Ef þú ert að leita að góðum hátölurum fíí ACOUSTIC RESEARCH í áratugi á toppnum mest seldu hátalarar á Norðurlöndum Cerwin-Vega! Sonus faber TANSÍÖY Vertu vel tengdur með MON5TER EZF3E3LE! alvörukraftur þar sem hönnun, smíði og hljómur sameinast í kjörgrip margverðlaunaðir breskir gæðahátalarar hátalarakaplar og tengi í sérflokki þá kemurðu til okkar Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hátalarar hafa alltaf síðasta orðið og leika því lykilhlutverk í tækjasamstæðunni. Við bjóðum fjölbreytt úrval vandaðra hátalara. sem hafa fengið frábæra dóma í fagtímaritum. í versluninni er sérstakt hlustunarstúdíó með öllum gerðum hátalara. Þangað getur þú komið með uppáhaldsdiskinn þinn og gert raunhæfan samanburð. Við veitum faglega ráðgjöf eftir þörfum hvers og eins. þar sem gæðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 hljómtæki, sjónvörp, myndbands- tæki og myndbandstökuvélar. Byggt verður sérstakt hlustunar- herbergi þar sem viðskiptavinir geta spáð i hátalara og heimabíókerfi. Verður hlustunaraðstaðan ein sú fullkomnasta sem völ er á hér á landi. Hallgrímur Halldórsson verslun- arstjóri segir að hugmyndin sé að fólk geti nálgast öll bestu tækin á einum stað. í Japis verði mesta vöru- úvalið í þeirra „eigin“ merkjum eins og Sony og Panasonic. Hann segir að Japis muni bjóða verð eins og gerist lægst annars staðar en að auki hafi viðskiptavinir aðgang að starfsfólki með mikla reynslu og þekkingu á hljómtækjum þeim sem verslunin selur og tækjum yfirleitt. Sú reynsla að viðbættri vandaðri þjónustu muni gera gæfumuninn i harðnandi sam- keppni. Fermingarstæðan í ár Japis býður sem fyrr úrval sam- stæða til fermingargjafa. Ferming- arstæðan í ár er Sony MHC-RX70. Þetta er stæða með 2x55 RMS-vatta magnara, þriggja plötu geislaspil- ara, tónjafnara með 20 minnum, út- varpi með FM, langbylgju og mið- bylgju, tvöföldu segulbandi og sér- stöku DJ- MIXÁ sem býður upp á að „scratchað" sé með plötunum. Þriggja eininga hátalarar fylgja og fjarstýring og kostar stæðan öll 37.900 krónur. -hlh Eitt og annað um DVD Til hvers aö kaupa DVD ef maöur á hefðbundiö myndbands- tœki? Á sama hátt og geisladiskur- inn tók við af vínylplötunni er DVD-tæknin hugsuð sem mynd- miðill framtíðarinnar á heimil- inu. DVD-tæknin býður upp á bæði mynd og hljóð og tvöfalt betri myndgæði en myndbandið. Hversu endingargóðar eru DVD- plötur? Best er að minnast þess þegar fyrsti geislaspilarinn var tengd- ur heima. Engar rispur eða við- líka vandamál. DVD-tæknin ger- ir það sama gagnvart myndbönd- unum og býður gæði sem hald- ast óháð spilun. Nýtist DVD-tœknin meó gamla sjónvarpinu? Já, það má tengja DVD-tæki við nánast öll sjónvarpstæki. Þarf aö endurnýja hljómtækin heima til að nota DVD-tœki? Nei. Það má byrja með DVD- spilara. Síðar má bæta umhverf- ismagnara með A-3 tækninni og fleiri hátölurum til að njóta hljómgæðanna til fulls. Mynd- gæðin batna hins vegar strax. Er hœgt aó leigja DVD-plötur með myndum á sama hátt og myndbönd? Nei, ekki hér á landi. Erlendis eru myndbandaleigur smátt og smátt að bæta DVD-plötum í safnið en eiga enn langt í land. Hve margar myndir má fá á DVD- plötum? Listinn lengist dag frá degi en bandarískar myndir eru enn háðar takmörkunum á dreifingu. Er hœgt aó taka upp á DVD- plötu? Ekki enn. Slíkar plötur koma kannski á markað seint á þessu ári. En upptökutæki fyrir al- menning eru ekki í sjónmáli og varla væntanleg í allra nánustu framtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.