Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Qupperneq 3
IjV FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 Skilaboð í flösku Kevin Costner þarf heldur bet- ur að rétta úr kútnum eftir hinar hörmulegu viðtökur sem The Postman fékk. Kannski gerir hann það í Message in Bottle, sem tökur hefjast á í april. Myndin er byggð á þekktri og dramat- ískri skáldsögu eftir Nicholas Spark. Mótleikarar Costners eru ekki af verri endanum, má þar nefha Paul Newman, Robin Wright Penn og John Savage. Tökur mun fara fram í Virginíu, Los Angeles og Chicago. Byssumenn Hinn ágæti leikstjóri John Sayles (Lone Star) fer leið í sinni nýjustu kvilonynd, Men with Guns, sem sjálfsagt eng- inn bandarískur leikstjóri hefur farið. Hann tók upp mynd sína með spönsku tali og dreifir henni síðan með enskum texta. Leikarar í myndinni eru nánast allir óþekktir. Men with Guns gerist í ónafngreindri suður-am- erískri borg og segir frá virðu- legum prófessor sem ákveður að gera sér ferð inn i regnskóg- inn og heimsækja fyrrum nem- endur sína og sjá með eigin aug- um hvernig þeir fara með inn- fædda. Myndin hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum. L.A. Confidental fær 12 BAFTA- tilnefningar Nú eru Bretar búnir að skila inn sínum tilnefningum til BAFTA-verðlaun- anna og þar er efst á blaði L.A. Con- fidental og fær hún tólf tilnefningar. Þar á eftir kemur The Full Monty með eliefu tilnefningar. í nýjasta hefti bandaríska tíma- ritsins Premiere er birt stjörnu- gjöf sextán helstu kvikmynda- gagnrýnenda Bandaríkjanna á 100 kvikmyndum sem frum- sýndar voru á síðasta ári. Þar er efst L.A. Confídental og fær hún fjórar stjömur hjá fimmtan gagnrýnendum, þrjár hjá ein- um. Klámið í Hollywood Laugarásbíó hefur í dag sýningar á hinni umdeildu kvikmynd Djarfar nætur (Boogie Nights), en fáar mynd- ir vöktu jafnmikla athygli í Banda- ríkjunum á síðasta ári. Er hún til- nefnd til þrennra óskarsverðlauna og meðal annars fá leikaramir Burt Reynolds og Julianne Moore tilnefn- ingar sem bestu leikarar í aukahlut- verkum. Aðrir leikarar í myndinni eru Don Cheadle, Wiiliam H. Macy, John C. Reilly og Mark Wahlberg sem leikur aðalhlutverkið, ungan mann sem nær miklum frama í klámmynda- iðnaðinum. Mark Whalberg leikur Eddie Adams, sem breytir nafni sínu í Dirk Diggler. Boogie Nights er önnur kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Paul Thomas Anderson sem einnig er framleiðandi myndarinnar. Anderson er 27 ára gamall og hefur að flestra mati skilað frá sér einstaklega full- mótaðri kvikmynd, sem enginn byrj- Jackson. Var hún sýnd fyrst á Sundance- hátiðinni 1996 og ' Canr.es kvik- mynda- hátíð- inni sama endabragur er á. Hann mjög ungur að árum þegar hann varð kvikmynda- fikill og i hans huga stóð aldrei annað til en vinna við kvik- myndir. Hann fékk vinnu hjá sjónvarps- stöð sem aðstoðar- maður við ýmsa þætti, tóniistar- myndbönd og aug- lýsingar og drakk í sig reynslu ann- arra. Anderson færði sig um set yfir í kvik- myndirnar og gegndi álíka störfum þar. í fri- stundum skrifaði hann handrit að stuttmynd sem hét Cigarettes and Coffee og fékk upptökuvél lánaða til að koma handritinu á filmu. Cigarettes and Coffee var siðan sýnd á kvik- myndahátíðinni í Sundance árið 1993 án þess að vekja neina sér- staka athygli. Það var þó út á þessa stutt- mynd sem hann fékk styrk frá Sundance- sjóðnum til að að gera leikna kvikmynd, Hard Edge. Meðal leikara í henni eru John C. Reilly, Phil- ip Baker Hall, Gwyneth Palthrow og Samuel L. Julianne Moore leikur klámdrottninguna Amber Waves. var Mark Whalberg, sem einu sinni gekk undir nafninu Marky Mark, og var þá vinsæll tónlistarmaður, segir að það sé erfitt að segja á sómasamleg- an hátt sögu sem gerist innan klá- miðnaðarins: „Fólk er hrætt við þenn- an þátt í skemmtanabransanum." Um hlutverk sitt segir Mark: Dirk er mjög ungur, ómenntaður, saklaus og til- finninganæmur. Hann er aðeins í leit að ást og finnur hana í þessum ein- kenniiegu aðstæðum. Áður hefur hann að vísu lent i mörgum gildrum." Aðrar myndir sem Whalberg hefur leikið i eru: Renaissance Man, The Basketball Diaries og Fear, nýjasta kvikmynd hans er Traveller sem leik- arinn Bill Paxton leikstýrir og fljót- lega verður frumsýnd The Big Hit þar sem hann er einn leikara. Burt Reynolds, sem er fyrir miöri mynd, er tilnefndur til óskarsverölauna. _jjk KVIKMYI&DA Laugarásbíó - Boogie Nights: Klám og kýlingar ★★★ Limlengd karla hefur löngum verið viðkvæmt mál. Konur vilja helst ekki viðurkenna að stór typpi henta best, og karlar hafa viljað halda því fram að litil typpi lengist mest. í Boogie Nights snýst allt um hinn gríðarlanga lim klámstjömunnar Dirk Digglers. Það er þessi rosaböllur sem kemur honum á toppinn í klámbransanum, og að sama skapi verður reðurstærðin til þess að drengurinn ofmetnast og missir tökin. Það er ekki laust við að þessi vandamál hvað varðar lengd og stærð hafi smitast yfir á handritshöfundinn og leikstjórann Paul Thomas Anderson, en einhvern veginn fær áhorfandinn á tilfinn- inguna að drengurinn sá hafi líka misst tökin á sínum tólrnn, því Boogie Nights þjáist mjög af óhóflegri lengd. Ekki svo að skilja að þetta sé eina dæmið um óþarfa framlengingar, nú um tíðir þykir greinilega sem finast að hafa myndir í vænni lengd, ýmist til að gefa þeim „epískt" yfirbragð, eða bara til að tryggja nógu langa bíóhúsa- setu. Titanic er nýjasta dæmið um rosaböll sem óx fram úr hófi (og sökk). En lengdin er (á þversagnakenndan hátt) það eina sem háir Boogie Nights. Mark Wahlberg sýnir hér og sannar að hann getur annað og meira en rifið kjaft og fyllt upp í Calvin Klein (nærföt); með samblandi af barnslegri einlægni og temmilegri geðsýki skilar hann af sér per- formans sem ber myndina uppi á hans ánægjulega bera baki. Aðrir leikarar eru hver öðrum betri og hver öðrum betur valinn, Burt Reynolds fer með ódauðlegar Ed Woodskar linur með glæsibrag, Willi- am H. Macy er gúmmílegri en nokkru sinni, Heather Graham er full- komlega sannfærandi sem áhyggjulaus klámstjarna á hjólaskautum, en að öðrum ólöstuðum er það Julianne Moore sem stendur upp úr. Samspil hennar við Wahlberg er alveg frábært, þar sem hún ýmist er í móður- eða mótleikkonuhlutverki. Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons afbragðsgóð, tekur fyrir mál eins og vídeóbransann, síðasta „frjálsa" kynlífstímabilið (fýrir eyðni) og svo náttúrlega þessa yndislegu diskómúsík og nælonfot. Handritið er vel skrifað og ef drengurinn hefði bara skafið af eins og mÁ hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travoltasenu þar (og sleppt ofur- langa gúmmítyppinu) þá heföi þetta getað orðið ansi fullkomið. En verður að láta sér nægja að vera bara ómissandi. Leikstjórn og handrit: Paul Thomas Andersson. Aðalleikarar: Mark Wa- hlberg, Julianne Moore, Burt Reynolds, William H. Macy, Heather Gra- ham, Don Cheadle, John C. Reilly Úlfhildur Dagsdóttir ★ * kvikmyndir :__i__________ L.A. Confidental ★★★★ Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar- ins eru sögusviðiB í óvenju innihaldsrikri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti að missa af. Spilltar löggur, ósvífnir æsifréttamenn, melludóigar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Titanic ★★★* Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James Cameron að koma heilli í höfn dýrustu kvlkmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta Camerons skiiar sér í eðlilegri sviðsetningu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon- ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg f hlutverkum eiskendanna. -HK Good Will Huntinq *★★% I mynd þar sem svo mikið erlagt upp úr per- sónunum verður leikurinn aö vera góður. Sérstaklega eftirminnilegur er samleikur Williams og Damons. Hið sama má reyndar segja um flesta leikara í aukahlutverki. Bestur er þó Stellan Skarsgárd sem dregur upp sannfærandi mynd af manni meö mikla sérgáfu sem þó verður að játa sig sigraöan í návist ótrúlegrar snilligáfu.ge Alien: Resurrection ★★★% Myndin er langt f frá gallalaus en að mfnu mati nær hún að hefja sig upp yfir gallana. Handritshöfundurinn Joss Whedon gerir góða hluti en það er fyrst og fremst hinn myndræni samruni Borgar týndu barnanna og Alien sem gerir þessa mynd aö sannri ánægju. Eins og alltaf er það Sigourney Weaver sjálf, drottning geimveranna, sem stendur upp úr. -úd Barbara ★★★★ Vel upp byggð ogvel leikin mynd f alla staði, sérstaklega vaktl það ánægju hversu allar aukapersónur og smáatvik voru vel og fim- lega útfærð. Myndatakan er áferðarfalleg og aldrei of uppskrúfuö í landslagsyfirliti og dramatískum veðurlýsingum en nýtti jafn- framt vel náttúrufegurö eyjanna. -úd Welcome to Saraievo ★★★ Ahrifamikil og vel gerð kvikmynd um frétta- menn aö störfum f rústum Sarajevo. Heim- ildarmyndum og sviðsettum myndum er ákaflega vel blandað saman og mynda sterk myndskeið. Mynd sem vekur upp margar spurningar um eðli mannsins í striði og kemur við kaunin á stjórnmálamönnum sem eru mislagðar hendur í að leysa vanda- mál sem þessi. -HK Djarfar nætur ★★★ í Djarfar nætur snýst allt um hinn gríðar- langa lim klámstjörnunnar Dirk Digglers. Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons afbragðsgóö, handritið er vel skrifað og ef drengurinn heföi bara skafið af eins og hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travolta- senu þar (og sleppt ofurlanga gúmmítypp- inu) þá hefði þetta getaö orðiö ansi fullkom- ið. En verður aö láta sér nægja aö vera bara ómissandi. -úd Það gerist ekki betra ★★★ Framan af er As Good As It Gets eins góð og gamanmyndir gerast. Samræðurnar ein- kennast af óvenjumikilli hnyttni, leikurinn er meö ólíkindum. Það var mér þvf til mikilla vonbrigða þegar myndin missti flugið eftir hlé. Leikurinn var enn til lyrirmyndar en þær fjörmiklu og óvenjulegu persónur sem kynntar voru til sögunnar i upphafi fengu ekki svigrúm til þess að vaxa. ge Lína langsokkur HHH Lfna langsokkur er löngu oröin klassísk og þaö vlll stundum gleymast aö hún er ekkl erfð með genunum heldur lesin á bókum. Lina er hinn stjórnlausi óskadraumur allra barna, frjáls, óháð og gersamlega sjálf- stæð, þvf hún bæði getur allt og leyfir sér allt. Þarna tókst vel til hvað varðaði teikn- ingar og útfærslur og það er óhætt að mæla með þessum Linu-pakka fyrir börn á öllum aldri. -úd Þú veist hvað þú ... ★★★ Handritshöfundurinn Kevin Willlamson er hér aftur búinn að hrista þessa fínu ung- lingahrollvekju út úr ermlnni og er hér með mynd sem er bæði sjálfsmeövituö og alvöru spennandi hrollvekja, smart og vel gerð. Og það flaug popp. Það hlýtur að vera þriggja stjörnu virði. -úd Stikkfrí ★★★ Gott handrit og góða barnaleikara þarf til að gera góða barnamynd og þetta er að finna I kvlkmynd Ara Kristinssonar sem auk þess gerir góðlátlegt grín að þeim aðstæðum sem börn fráskilinna foreldra lenda f. Skemmtileg og Ijúf fyrir alla fjölskylduna. -HK Flubber . Flubber býr yfir einfaldleika sem þvf miöur er allt of sjaldséður í kvikmyndum sfðustu ára. Hún er barnamynd fyrir börn og ég get engan veginn séö þaö sem galla. Besti mælikvaröinn á slíkar myndir er salur fullur af ánægðum börnum. Og krakkarnir voru í stuði. -ge Seven Years in Tibet Ber með sér að hvert einasta atriöi er þraut- hugsað og raunsæið látið ráöa feröinnl, kannski um of. Myndin verður af þeim sök- um aldrei þetta mikla og spennandi drama sem efnið_ gefur tilefni til þótt einstaka atriði rísi hátt. Útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt, kvikmyndataka stórfengleg og leikur mjög góður en neistann vantar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.