Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Side 5
UV FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 19 p helgina Námskynning 1998: Hvað ætlar þú að verða? Háskóli íslands veröur vettvangur Námskynningar 1998 þar sem flestir framhalds- og sérskólar landsins kynna þjónustu stna. Um helgina verður haldin í Háskóla íslands Námskynning 1998. Kynningin er samstarfs- verkefni skóla og þjón- ustuaðila námsmanna en í kynningunni taka þátt nær allir framhalds- og sérskólar landsins. Hér er um geysilega viðamikinn viðburð að ræða því þeir aðilar sem kynna sig og þjónustu sína eru um 200 talsins og búist er við fimm til tíu þúsund gest- um. „Þegar fólk er að klára sitt nám í framhaldsskól- unum stendur það frammi fyrir þeirri stóru spumingu hvað það ætli sér að gera í lífinu. Skólar á framhaldsskólastigi gera sér grein fyrir því hve val þessa fólks er erfitt og mögu- leikamir margir. Því reynum við að koma tii móts við krakkana með kynningum eins og þessari," segir Magnús Guðmundsson, deildarstjóri Upplýsingadeildar Háskóla íslands. „Það sem skiptir einnig svo miklu máli hvað þetta varðar er að stór hluti þeirra sem kynningamar annast em sjálfir nemar við viðkomandi skóla í viðkomandi grein. Þannig geta gestir spjallað við nemana sjálfa um námið og fengið upplýsingar frá fyrstu hendi." Að sögn Magnúsar hafa skólamir fengið talsverða svörun frá þeim sem hafa komið á fyrri kynningar og margir hafa jafiivel tekið ákvörðun um fram- haldsnám í beinu framhaldi af þeim. Allt á sama svæðí í þetta skiptið verður námskynning- in haldin öll í nokkrum byggingum á háskólasvæðinu austan Suðurgötu. Niðurröðun verður þannig háttað að allar skyldar námsgreinar verða á sama stað óháð því hvaða skólastofii- anir eiga í hlut. í Aðalbyggingu HÍ verða tækni- og iðnnámsgreinar, raun- vísindagreinar, nám tengt matvæla- iðnaði, símenntun, endurmenntun, fullorðinsfræðsla og fjarkennsla og nám erlendis auk nokkurra annarra kynninga. í Ámagarði verða hugvís- indagreinar en í íþróttahúsi HÍ verða heilbrigðisgreinar. Lögberg verður heimili list- og handverksgreina auk náms í kennslu- og uppeldisgreinum. Að lokum verða í Odda félagsvísinda- og uppeldisgreinar auk viðskipta- og hagfræðigreina. Sitthvað meira verður fólki til skemmtunar en bara fræðin og kynn- ingar því listaskólamir verða með dag- skrá auk þess sem Hitt húsið verður með líflegar og skemmtilegar uppá- komur. Risastórir sjónaukar Á morgun heldur danski stjömufræðingurinn Johannes Andersen fyrirlestur þar sem hann mun segja frá risastórum stjömusjónaukum sem nú em í smíðum viða um heim. Meðal annars greinir hann frá nýjungum á sviði ljóstækni, verkfræði, tölvustýringar og gagna- vinnslu sem gera smíði slíkra sjónauka mögulega. Hann mim jafii- framt sýna fjölda mynda af hinum nýju tækjum. Johannes er einn af fremstu stjömufræðingum Dana og starfar við stjömufræðideild Háskólans í Kaupmannahöfh. Hann er jafiiframt að- alritari Alþjóðasambands stjamfræðinga og formaður stjórnar Nor- ræna stjömusjónaukans. Fyrirlesturinn verður í stofú 101 í Odda kL 14. Hann er haldinn á vegum Stjamvísindafélags íslands og Eðlisfræðifélags íslands. • . * Á / * ■ •* • ■ AC. » m. . , 4 • • • * * ' • • Sffellt stærri sjónaukar gera okkur kleift að sjá lengra og lengra út í geiminn. The first Baptist Girls’ Choir, margverölaunaöur stúlknakór frá Nova Scotia, heldur tónleika í Langholtskirkju á sunnudag. Fimmtíu stúlkur í heimsókn Næstkomandi sunnudag verða góðir gestir á ferð í Langholts- kirkju. Stúlknakórinn „The first Baptist Girls’ Choir” mun syngja í messu kl. 11 og kl. 17 heldur hann tónleika í kirkjunni ásamt Gradu- alekór Langholtskirkju. Kórinn var stofnaður árið 1983 og hefur vaxið frá 12 félögmn upp í tæpa 50. Hann hefur fengið margvís- legar viðurkenningar og farið i tón- leikaferðir um Kanada, Bandaríkin og tvívegis til Evrópu auk þess að gefa út fjórar hljómplötur. Stjóm- andi hefúr frá upphafi verið Jeff Joudrey, virtasti kórstjóri Nova Scotia. Auk þess að syngja í Langholts- kirkju mun kórinn halda tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur nk. miðviku- dag kl. 17 með stúlknakór Reykja- víkur og halda skólatónleika i Sel- tjamameskirkju á fimmtudag kl. 14. mSm Eddufelli S: 587 0555 Hólagaröi S: 557 4480 Grímsbæ S: 553 9522 Arnarbakka S: 557 6611 Sólvallargötu S: 552 8272 '1 x I (> " m / 2 a I e <• <> s 1 1 750 kr,- Opid 17:00 - 23:30 L* 'l L=^Tc?. nrr- foflW \ Arnarbakko Breidholti 511’ ulLDIK' TIL é APRIL I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.