Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Iþróttir Innanhússmeistaramótið í sundi á Keflavíkurflugvelli: Metin fuku á flugvellinum - Örn Arnarson og Lára Hrund Bjargardóttir settu ný Islandsmet DV, Suðurnesjum: Öm Amarson og Lára Hrund Bjargardóttir úr Sundfélagi Hafnar- fjaröar settu bæði ný íslandsmet á innanhússmeistaramótinu sem fram fór í sundlaug vamarliðsins á Kefiavíkurflugvelli um helg- ina og lauk í gærkvöld. Öm setti íslands- met strax í fyrstu grein mótsins þegar hann synti 200 metra fjór- sund á 2:04,09 mínútum. Hann jafnaði síðan ís- landsmetið í 50 metra skriðsundi og setti um leið piltamet. Hann var síð- an í sigursveit SH sem setti íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi karla. Öm sigraði í fimm einstaklings- greinum og styrkti enn stöðu sína sem fremsti sundmaður landsins. Lára Hmnd setti Islandsmet í 400 metra fjórsundi kvenna þegar hún synti á 5:00,66 mínútum. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá Akranesi setti stúlknamet í 50 m skriðsundi og sigraði í fjórum greinum í kvennaflokki. aldrei komið inn á varnarsvæðið og sama má segja um suma áhorfendur sem ekki höfðu komið þangað í mörg herrans ár eða frá því gamla flugstöðin var enn við lýði. Get ekki veriö ann- að en ánægður formi. Þetta er búið að vera mjög gam- an. Þessi laug er alveg frábær og mjög gott að synda í henni. Þá er öll aðstaöan hér í húsinu mjög góð, stórt og rúmgott hús. Það er mjög gott hjá sunddeildinni í Keflavík að hafa fengið að halda mótið hér. Ég finn mig mjög vel hér í lauginni og það er hægt að segja Aðstæður til fyrirmyndar Aðstæður þar voru til mikillar fyr- irmyndar og sund- deild Keflavíkur á hrós skilið fyrir mjög góða um- gjörð keppninn- ar. Sundlaug vamarliðs- „Það n Örn Arnarson og Lárs Hrund Bjargardóttir voru að vonum brosmild yfir afrakstri helgarinnar, íslandsmetum og meistaratitlum. DV-mynd ÆMK ms er stærsta innan- hússsund- laug á Islandi, 25 m löng og með 9 brautir. Þá eiga yfirmenn vamar- liðsins hrós skilið fyrir að hafa lán- að sundlaug sina en þeir voru meira en til í það og sýndu mikinn áhuga á því að mótið færi fram þar. Keppendur sem DV talaði við vora mjög ánægðir. Sumir höfðu brigði og sárt að komast ekki einum hundraðasta betur til að ná metinu en ekki bara að jafha það. Þetta er sárt eftir á en það gengur bara bet- ur næst hjá mér. En ég get ekki ann- að en verið ánægður með þennan árangur minn. Ég hef samt oft verið í betra formi en ég er í þokkalegu ið. Það er mjög vel að þessu staðið hjá Keflvíkingum og vamarliðinu að hafa lánað laugina sína,“ sagði sundkappinn ungi og snjalli, Öm Arnarson úr SH. Rosaleg góö sundlaug „Ég er mjög ánægð með að setja met og bæta mitt eigiö met. Ég var orðin rosalega þreytt og gaf allt sem ég átti til að ná metinu. Ég er í mjög góðu formi. Þetta er alveg rosalega góð sund- laug og gaman að prófa eitthvað nýtt. Það er eins og maður sé kom- in til útlanda. Aðstaðan hér er mjög góð og alveg til fyrirmyndar. Það er leiðinlegt að hafa ekki komið hing- að fyrr því þetta er svo góð laug. Ég er svo sannarlega til í það að fá að keppa hér aftur og vona að það verði. Það er mjög góður félagsskapur í kringum liðið okkar og margir sem styðja okkur í bak og fyrir og það gerir gæfumuninn," sagði Lára Hrand Bjargardóttir úr SH. Yfir engu að kvarta „Aðstaðan hér er ágæt, laugin djúp og ágætlega hröð og engu yfir að kvarta. Það er hægt að keppa á 6 brautum og jafn- vel 7 ef það hefði verið næg- ur tími til undirbúnings. Það er ekki annað að heyra á keppn- isfólki en að það sé ánægt með aðstæður hér. Þetta er tilbreyting en það er búið að halda mótið í mörg mörg ár í Vest- mannaeyjum og það finnst öll- um gott að vera þar, laug- in hröð og góð, en það er til- breyting að vera með mót- ið hér. Hér er hægt að synda til úrslita í einum riðli og fjölmiölarnir eru nær. Það hefur ekki verið sýnt beint í sjónvarpi frá íslandsmótinu í sundi í mörg, mörg ár og það hefur auðvitað sitt að segja einnig," sagði Guðmundur Harðarson, hinn gam- alreyndi sundþjálfari, við DV. -ÆMK/VS „Stefni á ólympíuleikana" - segir íris Edda Heimisdóttir, efnilegasta sundkona landsins „Ég er mjög sátt við minn árang- ur. Ég er úr Sandgeröi en eftir að ég byijaði að æfa með Keflavík hef- ur mér gengiö betur. Ég stefni að því að halda áfram á fullu og stefni á Ólympíuleikana árið 2000,“ sagði íris Edda Heimisdóttir, sem varð 14 ára í febrúar. Þarna er á geysi- legt efni á ferðinni. Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfari hennar, segir að hún sé ein sú efni- legsta hér á landi og eigi framtíðina fyrir sér. íris setti telpnamet í 200 m bringusundi á meistaramótinu. Sátt við árangurinn „Ég er mjög sátt við minn árang- ur miðað við að ég er búin aö vera með kvef að undanfómu og sofið lítið. En hér er gaman að vera og taka þátt sem ég hefði ekki viljað missa af. Allar aðstæður hér eru góðar og laugin alveg frábær," sagöi Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, úr sunddeild Akraness, en hún var sigursæl á mótinu og vann fjórar greinar. Þetta er það besta „Ég er mjög ánægður með mótið og allt gengiö alveg glimrandi vel. Öll umgjörð keppninnar hefur gengið aö óskum. Þaö er engu yfir að kvarta. Þetta er það besta sem við höfum á öllu landinu fyrir utan Vestmannaeyjar. Það sem er um- fram hér er aö það er keppt á fleiri brautum sem gerir þetta skemmti- legra. Árangur á mótinu er alveg þokkalegur," sagði Sævar Stefáns- son, formaður Sundsambands ís- lands. Herinn hefur gefið grænt Ijós „Ég er afar sáttur við þetta í mótslok. Þetta hefur gengið vel fyr- ir sig. Það vora engar tafir og vor- um við ávallt 15-30 mínútum á undan áætlun.Viö fengum 6 vikur til að gera þetta að veruleika. Hér þurftum við að bora niður tólum og tækjum og setja upp. Herinn hefur gefið okkur grænt ljós um aö fá að halda mótið hér að ári. Það verður síðan tekið fyrh’ á sund- þinginu. Við erum reiðbúnir að halda hér 2-3 mót á ári ef við fáum laugina," sagði Birgir Ingibergsson mótsstjóri sem hefur staðið í ströngu á undanfornum vikum. Allh- bestu sundmenn okkar vora á mótinu fyrir utan Eydísi Konráðsdóttur, Keflavík, sem er að keppa á danska meistaramótinu um helgina. Þá era þeir Ríkarður Ríkarðsson, Richard Kristjánsson og Sigurgeir Hreggviðsson í Banda- rikjunum. -ÆMK Innanhússmeist- aramótiö í sundi Sigurvegarar í einstökum greinum urðu eftirtaldir: 200 m fjórsund karla: Öm Arnarson, SH............2:04,09 200 m fjórsund kvenna: Lára Hnmd Bjargardóttir, SH 2:21,02 1.500 m skriðsund karla: Ómar S. Friöriksson, SH . . . 16:13,96 800 m skriðsund kvenna: Kristín Þ. Kröyer, Árm.....9:33,40 50 m skriðsund karla: Örn Amarson, SH..............23,47 50 m skriösund kvenna: Kolbrún Ýr Kristjánsd., ÍA ... 26,44 4x200 m skriösund karla: SH ........................8:02,53 4x200 m skriðsund kvenna: SH, A-sveit ...............8:58,46 400 m fjórsund karla: Öm Amarson, SH.............4:46,90 400 m fjórsund kvenna: Lára Hrund Bjargardóttir, SH 5:00,66 100 m bringusund karla: Hjalti Guðmundsson, SH .... 1:04,70 100 m bringusund kvenna: Haildóra Þorgeirsdóttir, SH . . 1:13,72 100 m flugsund karla: Davið Freyr Þórunnarson, SH . 57,62 100 m flugsund kvenna: Gígja Hrönn Amardóttir, Aft. 1:08,10 200 m baksund karla: Öm Amarson, SH.............1:59,58 200 m baksund kvenna: Kolbrún Ýr Kristjánsd., ÍA .. 2:18,08 200 m skriösund karla: Friðfmnur Kristinsson, Self. . 1:57,25 200 m skriðsund kvenna: Sunna Dís Ingibjargard., Kefl. 2:12,33 4x100 m fjórsund karla: SH ........................3:52,37 4x100 m fjórsund kvenna: SH ........................4:40,49 400 m skriðsund karla: Ómar S. Friðriksson, SH . . . . 4:06,70 400 m skriðsund kvenna: Sunna D. Ingibjargard., Kefl . 4:40,48 200 m bringusund karla: Hjalti Guðmundsson, SH . . . . 2:18,69 200 m bringusund kvenna: íris E. Heimisdóttir, Kefl..2:40,8 200 m flugsund karla: Friðfinnur Kristins., Self .... 2:11,85 200 m flugsund kvenna: Anna L. Ármannsd., ÍA......2:28,11 100 m baksund karla: Öm Amarson, SH............56,68 100 m baksund kvenna: Kolbrún Ý. Kristjánsd, lA . . . 1:04,52 100 m skriðsund karla: Friðfmnur Kristins., Seif. .... 53,76 100 m skriðsund kvenna: Kolbrún Ý. Kristjánsd., ÍA .. . . 58,00 4x100 m skriðsund karla: SH-A.......................3:35,05 4x100 m skriðsund kvenna: SH-A.......................4:11,15 Hörð mótmæli frá Gróttu/KR Handknattleiksdeild Gróttu/KR sendi HSÍ í gær harðort mótmæla- bréf vegna framkvæmdar á leik fé- lagsins gegn Val í úrslitakeppni kvenna sem fram fór að Hlíðarenda í gær og sagt er frá á síðunni hér til hliðar. Enginn eftirlitsdómari var á leiknum. Forráðamenn Gróttu/KR benda á að samkvæmt reglugerð HSÍ sé skylt að skipa eftirlitsdóm- ara á leiki í úrslitakeppni. Leikklukkan varð tvívegis óvirk á síðustu átta mínútum leiksins og urðu verulegar tafir á honum af þeim sökum. Eftir seinna skiptið var slökkt á klukkunni og tíminn tekinn handvirkt til leiksloka. I bréfi Gróttu/KR segir að dómar- ar hafi orðið að notast við eigin handúr og tímavörður við skeið- klukku og ekki hafi verið hægt að fylgjast með leiktíma, markaskori né tíma á brottrekstram. Þarna hefði eftirlitsdómari verið nauðsyn- legur. Grótta/KR ætlar ekki að kæra leikinn enda þótt forráðamenn fé- lagsins telji augljóst að hann yrði leikinn aftur ef það yrði gert. „Slík aðgerð myndi setja úr skorðum alla úrslitakeppni kvenna, valda aðilum ómældum skaða og verða HSÍ til enn frekari vansa," segir meðal annars í bréfi félagsins. -HI/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.