Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 w /Jz * «H #*t* FH náöi í oddaleik Bls. 23 Lilja Rós Jóhannesdóttir og Guö- mundur Stephensen, íslands- meistarar í borötennis 1998. DV-mynd Pjetur Einar samdi við Lyn Einar Öm Birgisson, knattspymu- maöur úr Þrótti 1 Reykjavík, samdi á laug- ardag til tveggja ára viö norska 1. deildarliðiö Lyn írá Osló. Hann fer alfarinn utan á miðvikudag og skrifar þá formlega undir samninginn. Einar var markahæsti leik- maöur Þróttara í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá 14 mörk í deild og bikar. Hann fór meö Lyn í æfinga- ferð til Spánar á dögunum, lék tvo leiki og skoraði í báöum. Lyn vann þá tvö önnur norsk 1. deild- arlið, Skeid og Eik, bæði 3-0. Lyn féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en hefur tvisvar orðið norskur meistari og átta sinnum bikarmeistari og leikur heima- leikina á þjóðarleikvangi Nor- egs, Ullevaal. -VS Rúnar vann Svíana - stigahæstur og sigraði í þremur greinum á sænska meistaramótinu í fimleikum Rúnar Alexandersson varð stiga- hæsti einstaklingurinn á sænska meistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Mahnö um helgina. Hann varð efstur i þremin- grein- um og fékk bestan samanlagðan ár- angur, 49.750 stig. Rúnar sneri þó ekki heim með verðlaun því hcmn keppti sem gest- ur á mótinu. Sænskur meistari varð Anders Petersson frá Haimstad sem fékk samtals 49.500 stig. Datt tvisvar á bogahestinum Rúnar var hæst- ur í gólfæfingum með 8,1 í einkunn, á tvíslá með 8,4 og á svifrá með 8,5. Hann datt tvisvar í bestu grein sinni, bogahestinum, en var samt með næst- hæstu einkunnina þar, 8,7. í hringjun- um missti hann eitt erfiðleikagildi sem kostaði hann nokk- uð í stigum og fékk 7,8, og fyrir stökk fékk Rúnar 8,25. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með þennan árangur og hann gef- ur mér byr undir báða vængi fyrir Norðurlandamótið í byijun apríl. Ég mun nýta tímann fýrir það mót eins vel og ég get og síðan verður bara að koma í ljós hvemig tekst til,“ sagði Rúnar við DV. -AIÞ/VS Kærumálið ætlar engan enda að taka: „Er að verða ansi leiðinlegt“ - nýja dómara þarf í dómstól HSÍ Snæfell í úrvalsdeild Snæfell úr Stykkishólmi er komið í úrvalsdeildina í körfuknattleik á ný eftir tveggja ára fjarveru. Hólm- arar unnu Þór i Þorlákshöfn í gær, 63-82, og fylgdu þar með eftir stórsigri sinum í fyrri leiknum í Stykkishólmi á föstudagskvöldið, 113^65. Árangur Snæfells í vetur er sér- lega glæsOegm-. Liðið vann alla 18 leiki sína í 1. deild og alla fjóra leik- ina í úrslitakeppninni. Betur er ekki hægt að gera. -VS Kæmmál Vals og Fram vegna bikarúrslitaleiksins í handknattleik ætlar engan endi aö taka. Málið er búið veltast til og frá á milli dóm- stóla síðustu vikumar og á laugar- daginn komst dómstóll ÍSÍ að þeirri niðurstöðu að dómaramir þrír sem sitja i dómstól HSi, þeir Valgarður Sigurðsson, Jón Auðunn Jónsson og Sigurður I. Halldórsson, væra van- hæfir til þess að dæma í málinu og bæri því að víkja sæti. „Ég er nú ekki búinn að sjá rök- semdimar fyrir þessum úrskurði en þessi niðurstaða kemur okkur Frömuram mjög á óvart. Þrátt fyrir þetta bíðum við bara rólegir eftir því að einhverjir dómarar fjalli um þetta. Við kærðum máliö til dóm- stóls HSÍ og okkur er svo sem alveg sama hvaða dómarar skipa hann,“ sagði Knútur G. Hauksson, formað- ur handknattleiksdeildar Fram, við DV í gær. „Þetta er að verða ansi leiðinlegt og eftir allan þennan tíma er engin efhisleg niðurstaða komin. Það er alveg ljóst að íþróttahreyfingin þarf að fara endurskoða allt sitt dóms- kerfi. Manni finnst þrjú dómsstig í íþróttum orðið ansi mikið þegar þau era bara tvö úti í þjóðfélaginu. Okkur óraði ekki fyrir því þegar við lögðum fyrst fram kæra í þessu máli að þetta væri enn óútkljáð svona löngu seinna og að þetta myndi snúast upp í það að fjalla um dómskerfi í sjálfú sér heldur en að þaö væri tekið á þessu málefna- lega,“ sagði Knútur ennffemur. -GH Héðinn samdi við Dormagen til ársins 2000 Héðinn Gilsson hand- knattleiks- maður hefur framlengt samning við þýska liðið Bayer Dor- magen til árs- ins 2000. í samningi Héðins kem- ur fram að þó svo að liðið falli úr 1. deildinni muni hann leika með því áffam. Viggó vildi fá Héöin Nokkur þýsk félög vora á hött- unum eftir Héðni. Eitt þeirra var íslendingaliðið Wuppertal. „Ég haföí mikinn áhuga á aö fá Héðin og ræddi við hann um helgina en hann sagðist vera bú- inn að ákveöa að vera áffam hjá Dormagen," sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Wuppertal, i samtali við DV í gær. -GH Víðtækt hlutafélag Knattspymudeild KR stofnaði á föstudag hlutafélagið KR-SPORT hf. með það að markmiði að endur- skipuleggja rekstur meistaraflokka deildarinnar. Tilgangur félagsins, samkvæmt samþykktum þess, er aö taka þátt í rekstri á sviðum íþrótta, menning- ar, lista og afþreyingar og auk þess smásala, heildsala, umboðsverslun, ráðgjöf, rekstur fasteigna, lánastarf- semi og skyldur rekstur, eins og segir í fréttatilkynningu. Formaður félagsins er Björgólfúr Guðmundsson, sem jafhframt er for- maður knattspymudeildar KR. Fé- lagið er í eigu deildarinnar en stefnt er að samvinnu við innlenda eða er- lenda íjárfesta. -VS Lottó: 25 26 32 35 37 B: 9 Enski boltinn: 21x 12x xll 121x

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.