Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 23 Iþróttir Hrafnhildur Skúladóttir var atkvæöamikil í liði FH gegn Víkingi í gær og hér er hún að brjóta sér leið framhjá varnarmanni Víkings og skora eitt af 8 mörkum sínum. DV-mynd Pjetur Fyrsti úrslitaleikur Keflavíkur og KR um Islandsmeistaratitilinn í körfuknattleik: Frábær vörn - lagði grunninn að 19 stiga sigri Keflavíkurstúlkna Keflavíkurstúlkur byijuðu ein- vígið mjög vel í fyrsta leik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þegar þær unnu afar glæsilegan sigur á KR, 75-54, í Keflavík á laugardaginn. Keflvíkingar eru með geysisterkt og skemmtilegt lið og verður erfitt fyrir KR að stöðva Keflvíkinga í J»ssum ham. Hvergi er veikan blett að finna í fimm manna liði Keflvík- inga sem þykir það besta á landinu. Keflvíkingar léku frábæran varnar- leik, agaðan sóknarleik og hraða- upphiaupin voru stórkostleg. Mikilvægt aö byrja vel „Það er mjög mikilvægt að byrja einvígið vel. Ég er mjög ánægð með leik okkar. Vömin var frábær og það að halda þeim í 54 stigum er mjög gott. Þá lékum við mjög vel í sókn og létum boltann ganga vel. Við ætlum okkur að halda áfram á sömu braut og ekkert aö gefa eftir i baráttunni," sagði Anna María Sveinsdóttir, leikmaður og þjálfari Keflvíkinga, sem lék frábærlega vel. „Þær spiluðu mjög vel og náðu að pressa vel. Þær fengu einfaldlega of mörg hraðaupphlaup og vora að skora auðveldar körfur og við feng- um nánast engin hraðaupphlaup. Þær eru með gott lið en við getum unnið þær,“ sagði Chris Arm- strong, þjálfari KR. -ÆMK Grótta/KR í 1. deildina Grótta/KR tryggði sér sæti í 1. deild karla í handknattleik á fostudagskvöld með sigri á Fjölni í Grafarvogi, 18-23. Selfyssingar voru þegar komn- . ir upp og þeir tryggðu sér meist- aratitil 2. deildar með sigri á Herði á ísafirði, 19-29. -VS Keflavík (38)75 KR (28) 54 2-0, 7-2, 7-7, 16-11, 18-18, 21-20, 30-20, 34-28, (38-28), 42-32, 4840, 5640, 5948, 6348, 67-54, 75-54. Stig Keflavíkur: Jennifer Boucek 27, Kristín Blöndal 14, Anna María Sveinsdóttir 11, Erla Reynisdóttir 11, Erla Þorsteinsdóttir 10, Marín Rós Karlsdóttir 2. Stig KR: Tara Williams 26, Guð- björg Norðfjörð 12, Hanna Kjartans- dóttir 7, Linda Stefánsdóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 3, Kristin Jónsdóttir 2. Fráköst: Keflavik 26, KR 30. Vítanýting: Keflavík 22/26, KR 14/23. 3ja stiga körfur: Keflavík 3/12, KR 1/7. Áhorfendur: Um 250. Dómarar: Kristján Möller og Rún- ar Gíslason, góðir. Maður leiksins: Jennifer Bou- cek, Keflavik. Annar úrslitaleikur liðanna verður á Seltjamamesi annað kvöld kl. 20 og sá þriöji í Keflavík á fímmtudag. Austanstúlkur í úrslitin Þróttur úr Neskaupstað er kom- inn í úrslit íslandsmótsins í blaki kvenna eftir sigur á ÍS, 1-3, í odda- leik liðanna í undanúrslitum sem fram fór í Hagaskóla á laugardag. Hrinumar enduðu 15-11,13-15, 5-15 og 11-15. Norðfjarðarstúlkur mæta Víkingi í úrslitunum og verður fyrsti leikurinn í Víkinni annað kvöld. -VS Ekkert sumarfri hjá FH FH kom einvíginu við Víking í handknattleik kvenna í oddaleik með sigri, 22-19, í Vikinni í gær. Það var Ijóst frá fyrstu mínútu að sagan frá því á fóstudag átti ekki að endurtaka sig. Þá unnu Víkingar stórsigur, 27-19, en nú voru FH-stúlk- ur mjög ákveðnar frá byrj- un. Fyrri hálfleikur Víkinga í gær var annars afar slak- ur og þá sérstaklega í sókn. Þá skoruðu þær aðeins 6 mörk, þar af 3 úr 19 skotum utan af velli. FH nýtti sér þetta, komst í 7-2 og leiddi í hálfleik, 11-6. Víkingur kom aftur til baka í seinni hálf- leik en FH hélt út leikinn og tryggði sér úrslitaleik á þriðjudag. Hrafnhildur Skúladóttir stóö sig best í leiknum. Hún fór fyrir FH-liðinu i fyrri hálfleik og skoraði þá 7 mörk úr 9 skotum og alls 8 mörk. „Við tókum okkur saman og gáfum aflt í þenn- an leik. Við vorum ekkert á því að fara í sumarfrí eftir 2 leiki,“ sagði Hrafnhildur kát eftir leik. „Þetta eru jöfn lið, og dagsform ræður miklu. Slæmur fyrri hálfleikur af okkar háflú réð mestu um úrslitin," sagði Inga Lára Þórisdóttir, þjálfari Víkings, sem hélt sig enn í æfinga- treyjunni. Mörk Víkings: Halla María Helgadóttir 9/5, Kristin Guð- mundsdóttir 5, Helga Jónsdóttir 2, Anna Kristín Arnadóttir 1, María Rúnarsdóttir 1, Heiða Er- lingsdóttir 1. Halldóra Ingvars- dóttir varði 7/1 skot og Kristín Guðjónsdóttir 3. Mörk FH: Hrafnhildur Skúladóttir 8/4, Þórdís Brynj- ólfsdóttir 4/1, Dagný Skúladótt- ir 4, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Hildur Erlingsdóttir 2. Vaiva varði 7 skot og Alda 5. Mörk í fyrri leiknum: Víkingur: Halla 10/5, Kristín 6/1, Heiða 4, Anna Kristín 3, Helga 2, Maria 1, Guðmunda Kristjánsdóttir 1. Mörk FH: Þórdís 7, Hrafn- hildur 4,, Guðrún 3, Björk Æg- isdóttir 2, Dagný 2, Drifa Skúla- dóttir 1. -ÓÓJ Vikingur-FH 1-1 Valur náði í oddaleik - gegn Gróttu/KR með góðum endaspretti Keflavíkurstúlkur klappa stuðningsmönnum sínum lof í lófa eftir leikinn gegn KR. DV-mynd Ægir Már Þróttarar óstöövandi? Valsstúlkur knúðu fram oddaleik með góðum sigri á Gróttu/KR, 25-20, í Valsheimilinu á laugardag. Það var öðru fremur góður 10 mín- útna kafli seint í síðari hálfleik sem tryggði þeim sigurinn þegar þær skoruðu 6 mörk í röð. Jafnræði hafði verið með liðunum fram að því. Valsstúlkur náðu þó góðri for- ystu fyrir hlé en Gróttu/KR- stúlkur náðu að vinna hana upp í upphafi seinni hálfleiks. Þóra og Brynja voru langbestar í liði Vals auk þess sem markvörður þeirra varði vel á þýðingarmiklum augnablikum. Hjá Gróttu/KR stóð Vigdis markvörður upp úr en Anna og Ágústa léku einnig vel. Mörk Vals: Brynja Steinsen 8/5, Þóra Helgadóttir 8/4, Eivor Pála Blöndal 3, Sonja Jónsdóttir 2, Gerður B. Jóhanns- dóttir 2/1, Hafrún Kristjánsdóttir 2. Var- in skot: Larine Luber 14/1. Mörk Gróttu/KR: Ágústa Edda Bjömsdóttir 4, Edda Hrönn Kristinsdóttir 4/2, Helga Ormsdóttir 4/2, Anna Steinsen 3, Sæunn Stefánsdóttir 2, Kristin Þórðardóttir 2, G. Þóra Þorsteinsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Finnsdóttir 13. -HI Þróttur úr Reykjavík vann auð- veldan sigur á ÍS, 3-0, í fyrsta úr- slitaleik liðanna á Islandsmótinu í blaki karla á laugardag. Hrinumar enduðu 15-7, 15-1 og 15-8 og flest bendir tfl þess að Þróttarar vinni tvöfalt í ár eins og undanfarin tvö ár. „Við erum með fantasterkt liö og meiri breidd en ÍS og eigum að klára þessa leiki ef einbeitingin er í lagi. Liðið spilaði mjög vel í dag, mun betur en í bikarúrslitunum um siðustu helgi,“ sagði Leifur Harðar- son, þjálfari Þróttar, við DV eftir leikinn. Annar leikur liðanna verður í Hagaskóla í kvöld og sá þriðji á mið- vikudagskvöld. Þrjá sigra þarf til að hreppa titilinn. -VS Ætlum að spila fram í apríl - sagöi fyrirliði Skagamanna eftir sigur á deildarmeisturum Grindvíkinga DV Akranesi 1Á (43) 751 Grindavík (41) 73\ 11-16, 29-23, 34-35, 39-37, (4341), 5246, 54-57, 63-63, 67-67, 69-73, 75-73. StigÍA: Damon Johnson 33, Alex- ander Ermonlinski 14, Bjami Magn- ússon 12, Sigurður E. Þórólfsson 7, Trausti Jónsson 5, Brynjar Sigurðs- son 3, Dagur Þórisson 1. Stig Grindavíkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 24, Konstantionnos Tzartsaris 22, Unndór Sigurðsson 8, Walsh Jordan 7, Bergur Edvarðsson 4, Helgi Bragsson 4, Guðlaugur Eyj- ólfsson 2, Pétur Guðmundsson 2. 3ja stiga körfur: ÍA 21/10, Grinda- vik 5/22. Vítanýting: ÍA 19/15, Grindav. 8/11. Fráköst: IA 35, Grindavík 26. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðars- son og Jón Bender, dómgæslan kom niður á báðum liðum. Áhorfendur: Um 350 Maður leiksins: Damon Johnson, ÍA. Skagamenn ætla að fjölmenna á leik- inn i Grindavík i kvöld og verður boðið upp á rútuferðir frá Skútunni kl 17.30. „Þetta var frábær vamarleikur hjá okkur, við stoppuðum þriggja stiga skotin ekki nógu vel en samt nógu vel. Ermonlinski var að pakka Tzartsaris saman í seinni háfleik. Við ætlum vonandi að spila eitt- hvað fram í apríl, en það er erfitt að leika í Grindavík. Við verðum að leggja okkur alla fram til þess að vinna eins og við gerðum í dag,“ sagði Sigurður Elvar Þórólfsson, Skagamaður, eftir sigur á Grindvík- ingum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Islandsmótsins í körfu- bolta á laugardaginn, 75-73. Liðin skiptust á að hafa forystuna i fyrri háfleik og í þeim seinni. Grindvíkingar komust mest í fjög- urra stiga mun þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Damon John- son var ekki sammála og setti niður þriggja stiga körfu og hleypti spennu í leikinn. Grindvikingar fengu síðan bolt- ann en misstu, þá fékk Johnson aftur tækifærið og skoraði. Grindavík missti aftur boltann og þá var dæmdur ruðning- ur á Johnson, síðan ruðningur á Jordan og þá voru aðeins um 30 sek- úndur eftir. Johnson fékk víti og hitti úr öðru og aðeins 8 sekúndur eftir og Skaginn með tveggja stiga forskot. Grindvíkingar hófu sókn en tókst ekki að skora en litlu munaði að 3ja stiga skot frá Helga Jónasi færi ofan í. Skagamenn fógnuðu gríðarlega sigrinum og það fæst úr því skorið annað kvöld hvort liðið kemst áfram. Bestur í jöfnu liði Skagamanna var sem fyrr Damon Johnson, einnig áttu þeir Ermonlinski og Bjarni góð- an dag. Vorum í svipuðum gæðaflokki og dómararnir „Þetta hafðist ekki í þetta skiptið, við vorum ömurlega lélegir og vor- um í svipuðum gæðaflokki og dóm- aramir, án þess að maöur sé að kenna þeim nokkuð um tapið. Það var engin stemmning hjá okkur og menn halda að þetta komi af sjálfu sér og það sé nóg að mæta, það er ekki svoleiðis í úrslitakeppni, þaö er leyft meira og þegar við erum svona lélegir eigum við skilið að tapa,“ sagði Benedikt Guðmunds- son, þjálfari Grindvíkinga, við DV eftir leikinn. Helgi Jónas Guðfinnsson og Ts- artsaris voru bestir í liði Grindvík- inga en lítið bar á snillingnum Walsh Jordan ef snilling skyldi kalla, því betri hafa þeir nú sést á íslandi. -DVÓ ÍA-Grindavík 1-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.