Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Iþróttir_______________________________ \ i> v i i i t i ! Guömundur Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir, íslandsmeistararnir 1998, á fullri feró um helgina. Til hægri er Lilja Rós með sigurlaunin ásamt föö- ur sínum, Jóhannesi Atlasyni, íþrótta- kennara og fyrrum knattspyrnumanni. DV-myndir Pjetu íslandsmótiö í borötennis: Guðmundur og Lilja Rós - meistarar í karla- og kvennaflokki Guðmundur E. Stephensen, Vlkingi, var sigursæll á Islandsmótinu í borðtennis sem lauk í TBR-húsinu í gær. Guðmundur sigraði Kjartan Briem, KR, í úrslitum í meistaraflokki karla. Guðmundur var íslandsmeistari í tví- liðaleik ásamt félaga sínum í Víkingi, Markúsi Ámasyni, en þeir höfðu betur gegn Kjartan Briem, KR, og Ingólfi Ingólfs- syni, Vikingi. í tvenndarleiknum varð Guðmundur svo hlutskarpastur ásamt Evu Jósteins- dóttur, Víkingi. Markús Ámason, Víkingi, og Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi, urðu í öðm sæti. Guðmundur hefur borið höfuö og herð- ar yfir aðra borðtennispilara landsins undanfarin ár. I úrslitaleiknum gegn Kjartani hafði hann betur, 3-0 (21-8, 21-13 og 21-16). Augljóst er að Guðmundur er í mikilli framfór um þessar mundir og deildarkeppnin sem hann tekur þátt í í Danmörku hefur skilað sínu. Kjartan kom mjög ákveðinn til leiks en þrátt fyrir marga skemmtilega tilburði tókst honum ekki að ógna Guðmundi að neinu ráði. Ekki sjálfgefið að ég vinni mót „Ég var mjög ánægður með leik minn í dag og þrátt fyrir að margir telji það sé sjálfgefið að ég sigri á mótum þá er það ekki mín skoðun. Kjartan lék mjög vel og mér fannst hann veita mér harða keppni hér í dag. En ég hef æft vel í vetur og það er aö skila sér,“ sagði Guðmundur Steph- ensen. Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jó- steinsdóttir léku til úrslita í meistara- flokki kvenna. Lilja tók frumkvæðið strax í upphafi, lék af yfirvegun og var afar ein- beitt allan timann. Mótlætið fór hins veg- ar í skapið á Evu og þrátt fyrir margvísleg hvatningarorð, bæði hennar sjálfrar og úr sal, tókst henni ekki að ná tökum á leik sínum og tapaði, 3-1 (21-7, 21-18, 18-21, 21-11). „Dagformið var mín megin í þessum leik. Mót- lætið fer náttúru- lega frekar í þann sem er und- ir hverju sinni og ég hafði betur í dag,“ sagði Lilja Rós. Helgin gekk ágætlega hjá henni en hún sigraði í tvíliða- leik með Evu og varð í öðru sæti í tvenndarleiknum þar sem hún lék með Markúsi Árnasyni. Höfum skipst á aö sigra „Við höfum skipst á að sigra í einliðaleiknum undanfarin 4 ár og Eva vann í fyrra. Auk þess höfúm við Eva verið æfmgafélagar undanfarin ár en í vetur hefur hún æft í Danmörku þcinnig að ég var ekki alveg eins viss um hana i dag. En við þekkjum veiku og sterku hliðar hvor annarrar," sagði Lilja. Leikur Evu vakti mikla athygli en hún hvatti sig sjálfa áfram með hinum ýmsu setningum. Hún réð hins vegar ekki alveg við skapið og það vakti litla hrifningu J>egar hún kastaði spaðanum í átt dómaranum og þar má segja að hún hafi sloppiö með skrekkinn . í 1. flokki karla sigraði Bjöm B. Jónsson, Víkingi. íl. flokki kvenna Margrét Ösp Stefánsdóttir, HSÞ, og í2. flokki karla Þórólfur Beck Guðjónsson, Vikingi. -ih/GH Miðvikudaginn 1. apríl nk. mun aukablað um mat og kökur fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það sem viðkemur matartilbúningi fyrir páskana og fermingarnar. Meðal efnis verða uppskriftir að brauðréttum og kökum. Fjallað verður um hátíðarmatseðil páskanna. .1 er í höndum Ingibjargar Óðinsdóttur blaðamanns, í síma 567-6993. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Guðna Geir eða Ransý, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5722/725. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 26. mars. Blcmd i polca Emma George bætti eigið heimsmet í stangarstökki kvenna utanhúss um einn sentímetra þegar hún vippaði sér yfir 4,59 metra á móti í Sydney um helgina. Emma hefur bætt metið 10 sinnum frá árinu 1995. John Kibowen frá Keníu varö heims- meistari karla i 4 km víðavangs- hlaupi á laugardag en úrslitahlaupið fór fram í Marra- kech í Marokkó. Landar hans, Dani- el Komen og Paul Kosgei, komu næstir. Alexander Popov, ólympíumeistarinn frá Rússlandi, sýndi styrk sinn með glæsilegum sigri i 100 m skriðsundi á heimsbikarmóti í Þýskalandi á laug- ardag. Popov synti á 48,06 sekúndum. Noregur sigraði Danmörku, 4-1, í úr- slitaleik á hinu árlega móti kvenna- landsliða í knattspymu i Algarve í Portúgal á laugardag. Bandaríkin sigr- uðu Svíþjóð, 3-1, i leik um þriðja sætiö. Larvik, liðið sem Kristján Halldórsson þjálfar, gerði jafntefli, 18-18, gegn By- ásen i toppslag norsku úrvalsdeildar- innar í handknattleik kvenna um helg- ina. Byásen er efst með 27 stig og Larvik er stigi á eftir. Larvik, sem hampaö hefur norska meistaratitlinum síðustu 4 árin, á í miklum vandræðum því sex sterkir leikmenn liðsins eru á sjúkralistanum. Paul Tergat, annar Keníubúi, sigraöi í 12 km hlaupinu og varð meistari íjórða árið í röð. Sonia O’Sullivan frá írlandi sigraði í 8 km hlaupi í kvennaflokki. Paula Rad- cliffe frá Bretlandi varð önnur og Gete Wami frá Eþiópíu þriðja. Kazuyoshi Funaki frá Japan sigraði á heimsbikarmóti í skíðastökki í Slóven- íu á laugardag. Heimamaðurinn Prim- oz Peterka varð annar og Hiroya Saito frá Japan þriðji. Peterka tryggði sér svo heimsmeistara- titilinn í skíða- stökkinu i gær annað árið í röð þegar keppt var á háum palli. Peterka hafnaði í 7. sæti sem nægði honum til að komast í efsta sæti. Sigurvegari í stökkinu í gær varð Noriaki Kasai frá Japan. Primoz Peterka. Siguröur Bjarna- son og félagar hans í Bad Schwartau tryggðu sér um helgina sæti i þýsku 1. deildinni í handknattleík á næsta tímabili þeg- ar þeir sigruðu Emsdetten, 30-24. Sigurður hefur leikið vel í vetur og verður áfram með liðinu á næsta tíma- bili. Siguröur skoraði 7 mörk siöasta mið- vikudag þegar BadSchwartau vann góðan útisigur á Empor Rostock, 28-25. Jamaikumenn eru þessa dagana að undirbúa sig af fullum krafti fyrir heimsmeistaramótiö i knattspyrnu. 1 gær léku þeir æfingaleik gegn QPR í London og höfðu betur, 2-1. Það var Robbie Earle, leikmaður Wimbledon, sem skoraði sigurmark raggistrákanna að vistöddum 17.000 áhorfendum. -GH/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.