Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Síða 3
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998
íJa'ikmyndir
Risinn
Billy Crystal fór
við afhendingu óskarsverð-
launanna eins og hans var
von og vísa. Um sama leyti
var ffumsýnd
nýjasta kvik-
mynd hans,
The Giant,
þar sem
hann leikur j
aðalhlut-
verkið,
umboðs-
mann
skemmtikrafta sem
finnur risa einn sem getur
vitnað í Shakespeare og sér
sæng sína uppreidda. Hætt
er við að athygli áhorfenda
beinist meira að mótleikara
hans, körfuboltastjömunni
Gheorghe Muresan, sem leik-
ur með Washington Wizard,
en hann er eitthvað yfir 2.30
á hæð.
Caracter
Hollenska kvikmyndin
Caracter fékk óskarsverð-
laun sem besta erlenda kvik-
myndin og kom það mörgum
á óvart, sérstaklega fyrir þá
sök að ekki er enn farið að
sýna hana í Bandaríkjunum,
en hún verður frumsýnd þar
um þessa helgi. Myndin fjall-
ar um ungan lögfræðing sem
er ákærður fyrir morð á foð-
ur sínum. Leikstjóri er Mike
van Diem og sagði hann við
blaðamenn að verðlaunin
hefðu allt að segja fyrir dreif-
ingu myndarinnar: „Áður
var þetta barátta, nú opnast
allar dyr.“
Lulu á brúnni
Hið þekkta skáld Paul
Auster fylgdist vel með þegar
Wayne Wang leikstýrði
Smoke eftir handriti hans og
fékk meira að segja að taka
þátt í leikstjóminni á Blue in
the Face, sem gerð var sam-
hliða Smoke. Auster hefur
greinilega fengið kvikmynd-
bakteríuna því hann er þessa
dagana að leik-
stýra sinni
fyrstu kvik-
mynd Lulu
on the
Briáge. í
henni leik-
ur Harvey
Keitel
djass-saxófón-
sem verður það
á að taka með sér skjala-
tösku þegar hann rekst á lik
á götunni. Mótleikari Keitel
er Mira Sorvino, sem leikur
kærastu saxófónleikarans.
Upprunalega vonaðist Auster
til þess að Wim Wenders
leikstýrði myndinni, en
ar ekkert varð af því
hann að setjast sjáifúr i
inn.
Mánaðarvinna skiladi sér
Lagt á ráðin, Dustin Hoffman, Anna Heche og Robert De Niro í
hiutverkum sínum í Wag the Dog.
Ef hægt er að tala um hópvinnu
við gerð kvikmyndar þá er Wag the
Dog gott dæmi um slíka vinnu.
Barry Levinson hafði nýlokið við
erfiðar upptökur á Sphere þegar
hann, Robert De Niro og Dustin Hoff-
man ákváðu að leiða saman hesta
sína og gera á sem skemmstum tíma
mynd eftir handriti sem Hilary
Henkin hafði skrifað upp úr bók sem
bar heitið American Hero. Til að fá
meiri kraft i handritið, sérstaklega
þó samtölin, var leikritaskáldið Dav-
id Mamet fengið til að slípa það til
sem hann og gerði á skömmum tíma.
Þegar ekkert var til fyrirstöðu og
búið að fá leikara og tæknilið voru
tökur hafhar og var áætlaður töku-
tími 29 dagar. AUt gekk samkvæmt
áætlun. Meðan á tökum stóð var
samið um eignarhluta í myndinni en
allir þrír, Levinson, De Niro og HofF-
man eiga sín eigin framleiðslufyrir-
tæki, Tribeca Productions (De Niro),
Baltimore Productions (Levenson)
og Punch Productions (Hoffman).
Levinson segir að það hafi í raun
Robert De Niro leikur „Reddarann"
sem fenginn er til að bjarga mál-
unum þegar forsetinn er
grunaður um að hafa átt
mök við unga
stúlku í hliðar-
herbergi í
Hvíta
húsinu.
verið Mamet sem setti alla í stuð:
„Hann er einn af bestu leik-
ritaskáldum í dag og
þegar hann hafði sett
sinn stimpill á hand-
ritið með meitluð-
um samtölum vor-
um við vissir
mn að þetta
myndi
ganga upp.“ Mamet vann svo með
hópnum meðan á tökum stóð og
breytti og bætti eftir þörfum.
Hlutirnir voru unnir svo hratt
að þegar Anne Heche fékk
handritið í hendurnar
var hennar persóna enn
karlmaður, Mamet var
þá aðeins búinn að
gera breytingar í hug-
anum.
Allir leikarar í
myndinni eru vinir
og kunningjar sem
hóað var í og má
geta þess að
dætur Levin-
sons, De
Niro og
Hoffmans,
Michelle Levinson,
Jenna Byrne og Drena
De Niro, eru allar með
smáhlutverk. Þá tók Wo-
ody Harrelson sér nokk-
urra daga frí og leikur
hlutverk án þess að vera á
leikaraskrá.
Wag the Dog er gott dæmi um
kvikmynd sem heilladisirnar eru
hliðhollar. Allt gekk samkvæmt
áætlun og og bankareikningur
þremenninganna gildnaði til
muna við þær góðu við-
tökur sem myndin
hefur fengið. -HK
g
I
KVIKMYHDA
Laugarásbíó/Háskólabíó - Wag the Dog: ***
Reddarinn og kvikmyndaframleiðandinn
Aumingja Bill Clinton, það er ekki nóg með
að hann hafi þurft að þola að hver konan á fæt-
ur annarri ásaki hann um kynferöislega áreitni
og hann sé með helling af lögfræðingum á bak-
inu sera geri allt til aö sverta hann heldur hafa
komið frá Hollywood tvær kvikmyndir sem
hafa verið ótrúlega hittnar á veiku hliðamar í
fari hans. Önnur þeirra er Wag the Dog.
í Wag the Dog er nánast farið i saumana á
síöustu atburðum i Hvíta húsinu og svartur
húmor sniðinn utan um. Það sem er skondnast
i þessu er aö Wag the Dog var gerð áður en
Monica litla kom fram á sjónarsviðið með ásak-
anir sinar.
Það er litil sæt stelpa sem aldrei sést sem á
sök á atburðarásinni i Wag the Dog en myndin
gerist rétt fyrir forsetakosningar. Blöðin hafa
komist að þvi að forsetinn (sem aldrei sést í myndinni frekar en stúlkan) hafi gert
sér dælt við unga stúlku í hliöarherbergi i Hvíta húsinu. Þetta er mikið áfall fyrir
starfsmenn forsetans sem kalla til Conrad Breen sem gengur undir nafninu „Redd-
arinn“ (Robert De Niro) og er vanur að fást við slík mál. Eina lausnin að hans mati
er að fá blöðin til að gleyma þessu og til þess þarf eitthvað enn bitastæöara heldur
en fitlið í forsetanum og hvað er betra í svona stöðu heldur en stríð? Það verður
því hlutverk Breens að búa til pappírsstrið og til þess fær hann þekktan kvik-
myndaframleiðanda, Stanley Motss, sem telur
það ekki eftir sér að skapa eitt lttið stríð. Allt
gengur að mestu vandræðalaust þar til Motss
fer að uppgötva að hann hefur í raun skapað
meistarverk á sviði kvikmynda.
Handritið er vel skrifaö af David Mamet og
Hilary Henkin, samtöl einkar snjöll og sumar
setningar verða nánast eins og gullmolar sem
maður gleymir ekki fljótt. Samt er það svo að
eini galli myndarinnar er i sögunni sem í síð-
ari hluta myndarinnar veröur nokkuð rugl-
ingsleg en endirinn er góður og í anda þess
svarta húmors sem einkennir myndina. Þegar
sagan fer að brotna eru það frábærir leikarar
sem koma til bjargar og þar er fremstur meðal
jafningja Dustin Hoffmann sem fer á kostum og
heföi þess vegna alveg átt skilið óskarinn. Ro-
bert De Niro bregst sjaldan og nær upp finum línudansi viö Hoffman þannig að
myndin fer aldrei út í farsa þótt tækifærin séu mýmörg. Þá er vert að geta Willies
Nelsons í hlutverki tónskálds sem fenginn er til að semja hjartnæman óð sem fylgja
á „striösmyndum" og Woody Harrelson (ekki á kretitskrá) í hlutverki „hetjunnar".
Leikstjóri: Barry Levinson. Handrit: David Mamet og Hilary Henkin. Kvik-
myndataka: Robert Richardson. Tónlist: Mark Knopfler. Aðalleikarar: Dustin
Hoffman, Robert De Niro, Anne Heche, Denis Leary, Willie Nelson, William H.
Macy og Kirsten Dunst. Hilmar Karlsson
L.A. Confidental ★★★★
Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar-
ins eru sögusviðið í óvenju innihaldsrtkri og
spennandi sakamálamynd sem enginn
æUi að missa af. Spilltar löggur, ósvífnir
æsifréuamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hverju strái. -HK
Titanic ★★★i
Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd.
Af miklum fítonskrafti tókst James Camer-
on aö koma heilli i höfn dýrustu kvikmynd
sem gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta
Camerons skilar sér i eðlilegri sviðsetningu
sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Le-
onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK
Good Will Huntinq H****
I mynd þar sem svo mikiö er lagt upp úr
persónunum verður leikurinn að vera góð-
ur. Sérstaklega eftirminnilegur er samleik-
ur Williams og Damons. Hiö sama má
reyndar segja um flesta leikara f aukahlut-
verki. Bestur er þó Stellan Skarsgárd en í
túlkun sinni á stærðfræöingnum Lambeau
dregur hann upp sannfærandi mynd af
manni með mikla sérgáfu sem þó verður
aö játa sig sigraðan í návist ótrúlegrar
snilligáfu. -ge
Litla hafmeyian ★★★
Teiknimyndir Walts Disneys eru klassískar
og þegar ný kynslóö rís eru þær settar á
markaðinn á ný og er ekkert annað en gott
um það aö segja. Litla hafmeyjan kom meö
ferskan blæ inn í þetta kvikmyndaform eft-
ir að teiknimyndir f fullri lengd höfðu veriö!
lægö um nokkurt skeið og hún á fullt erindi
enn til ungu kynslóðarinnar. íslenska tal-
setningin er vel heppnuð. -HK
Welcome to Saraievo ★★★
Ahrifamikil og vel gerð kvíkmynd um frétta-
menn að störfum í rústum Sarajevo. Heim-
ildarmyndum og sviðsettum myndum er
ákaflega vel blandað saman og mynda
sterk myndskeið. Mynd sem vekur margar
spurningar um eöli mannsins i stríði og
kemur við kaunin á stjórnmálamönnum
sem eru mislagöar hendur f að leysa
vandamál sem þessi. -HK
The Boxer ★★★
Handrit þeirra Sheridans og Georges er
ágætlega unnið, leikur Daniel Day-Lewis til
fyrirmyndar og hnefaleikaatriöin vel úr garði
gerð. Aðrir leikarar standa sig einnig með
stakri prýöi. -ge
Djarfar nætur ★★★
I Boogie Nights snýst allt um hin gríðar-
langa lim klámstjörnunnar Dirks Digglers.
Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons
afbragðsgóð, handritið er vel skrifað og ef
drengurinn heföi bara skafið af eins og
hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travolta-
senu þar (og sleppt ofurlanga gúmmítypp-
inu) þá hefði þetta getað orðið ansi full-
komið. En verður að láta sér nægja að vera
þara ómissandi. -úd
Það gerist ekki betra ★★★
Framan af er As Good As It Gets eins góö
og gamanmyndir gerast. Samræðurnar ein-
kennast af óvenjumikilll hnittni, leikurinn er
með ólikindum og handritshöfundunum
Andrus og Brooks tekst aö stýra framhjá
helstu gildrum formúlufræðanna. Það var
mér þvi til mikilla vonbrigöa þegar myndin
missti flugið eftir hlé. Leikurinn var enn til
fyrirmyndar en þær fjörmiklu og óvenjulegu
persónur sem kynntar voru til sögunnar í
upphafi fengu ekki svigrúm til þess aö vaxa.
-ge
Lína langsokkur ★★★
Lina langsokkur er löngu oröin klassísk og
það vill stundum gleymast aö hún er ekki
erfð meö genunum heldur lesin á bókum.
Lína er hinn stjómlausi óskadraumur allra
barna, fgáls, óháð og gersamlega sjálf-
stæð, því hún bæöi getur allt og ieyfir sér
allt. Þarna tókst vel til hvaö varðaði teikn-
ingar og útfærslur og þaö er óhætt að
mæla með þessum Línu-pakka fyrir börn á
öllum aldri. -úd
Þú veist hvað þú gerðir...
★★★
Handritshöfundurinn Kevin Williamson er
hér aftur búinn að hrista þessa flnu ung-
lingahrollvekju út úr erminni og er hér með
mynd sem er bæöi sjálfsmeövituö og al-
vöru spennandi hrollvekja, smart og vel
gerö. Og það ftaug popp. Það hlýtur aö vera
þriggja stjörnu virði. -úd
Stikkfrí ★★★
Gott handrit og góöa barnaleikara þarf til að
gera góöa þarnamynd og þetta er aö finna f
kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess
gerir góðlátlegt grfn að þeim aðstæöum
sem börn fráskilinna foreldra lenda í.
Skemmtileg og Ijúf fyrir alla fjölskylduna.-
HK
Flubber ★★★
Flubber býr yfir einfaldleika sem því miður
er allt of sjaldséður I kvikmyndum sfðustu
ára. Hún er barnamynd fyrir böm og ég get
engan veginn séö það sem galla. Besti
mælikvarðinn á slíkar myndir er salur fullur
af ánægðum börnum. Og krakkarnir voru i
stuði. -ge
Seven Years in Tibet ★★i
Myndin ber með sér að hvert einasta atriðí
er þrauthugsað og raunsæið látið ráða ferð-
inni, kannski um of. Myndin verður af þeim
sökum aldrei þetta mikla og spennandi
drama sem efnlð gefur tileíni til þótt ein-
staka atriöi risi hátt. Útlit myndarinnar er
óaðfinnanlegt, kvikmyndataka stórfengleg
og leikur mjög góður en neistann vantar.-HK
Desperate Measures ★★<
Sem spennumynd er Desperate Mesures
hin sæmilegasta skemmtun en bfður þó
ekki upp á neitt nýtt f frásagnarfléttu og
persónusköpun. Heistl kostur hennar eru
ieikur Michaels Keatons, sem er afbragðs
illmenni og morðhundur, og Andys Garcia
sem er sannfærandi sem faðirinn sem
fórnar öllu f þágu sonar síns. Túlkun þeirra
tveggja er það eina sem hefur myndina yfir