Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Side 9
U"\^ FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998
HLJÓMPLjÍTU
Éíiilifij
Killah Priest - Heavy Mental ★★★
Rapplistamaðurinn Killah
Priest er aðeins laustengdur
rappmaskinunni Wu Tang Clan,
sem hefur dælt út finu hipp
hoppi síðustu árin. Hann er þvi
ekki „Wu-Tang“ heldur „Wu-
Fam“, líkt og íslandsvinirnir
Gravediggaz og margir fleiri.
Killah er góður félagi GZA (eins
aðal Wu-Tang-arans) og kom
fram á sólóplötu hans Liquid
Swordz. Killah er einnig aðal-
naglinn í Sunz of Man-hópnum
en Heavy Mental er fyrsta sóló-
platan hans. Ýmsir Wu- Tangarar koma fram á þessari plötu og því lík-
legt að hún verði vinsæl enda Wu Tang Clan vinsælasta fyrirbæri innan
rappbransans í dag.
Killah tekur ekki að sér neitt smáræðis verkefni. Hann líkir sér við
Móses endurborinn og hyggst leiða hjörðina aftur til landsins helga. Dá-
litill predikunartónn er vitanlega á rappi frelsarans, en þetta er ekki
vælulegur tónn eins og búast má við af prestum, heldur harður og ákveð-
inn stíll sem tekur á sögu heimsins, pólitík og flækjum mannlegs eðlis í
bland við klikkaðar hugmyndir og fantasíur. Aukinheldur vegsamar
Killah vitanlega sjálfan sig, eins og röppurum er tamt; „I write shit as
sick as Shakespeare trippin’ off acid“, rappar Killah og það er ekki svo
vitlaus samlíking hjá honum að líkja sér við Shakespeare á sýrutrippi.
Það vantar ekki að rapp prestsins er þrusugott og tónlistin undir rapp-
inu nær sér oft á fantafmt flug. Taktarnir eru vel spunnir og ýmislegt
skemmtilegt og frumlegt sprettur upp í tónlistinni. En þetta er ógurlega
löng plata; 20 lög á 75 mínútum, svo í heildina litið eru alltof margar end-
urtekningar. í eðli sínu er rapptónlist líka frekar einhæf svo það þarf
nokkra þrautsegju til að þrauka áhugasamur plötuna á enda. Platan er
því vegleg varða á leið rappsins, en ekki sú krappa beygja sem ég er að
bíða eftir. Það er engin spuming að næsta bylting í rappinu verður að
koma annars staðar frá en úr herbúðum Wu Tang. Þótt flest sé áhugavert
sem kemur þaðan er ékki laust við að einhæfur tónn sé kominn í dæm-
ið. Gunnar Hjálmarsson
Mark Hollis - Mark Hollis ★★★★
Mark Hollis var aðalmaður-
inn í Talk Talk, hljómsveit sem
var upp á sitt besta á síðasta
áratugi og gerði margar athygl-
isverðar plötur. Tónlistin
þyngdist með hverri plötu, á
þeirri síðustu „Laughing
Stock" voru þyngslin orðin slík
að ekki dugði minna en tíu
hlustanir til að fá einhvern
botn í verkið, en þá lukust líka
upp miklir ævintýraheimar
sem voru vel þrjóskunnar
virði. Þessi plata kom út 1991
en nú sjö árum seinna er Mark kominn aftur með frábæra sólóplötu.
Hún er í senn níðþung og lauflétt. Mark notar eingöngu lífræn hljóð-
færi, þ.e.a.s. engin tölvutól, og platan var tekin upp því sem næst
„læf ‘ með tveimur hljóðnemum í hljómgóðu hljóðveri. Hljómurinn er
léttur en tónlistin sjálf virðist þung við fyrstu hlustanir af því hún er
ekki uppbyggð eftir hefðbundnum poppleiðum - millikafli/viðlag -
heldur flæðir hún áfram og maður heyrir glitta í áhrifavaldana og
það sem Mark hefúr verið að hlusta á; klassík að hætti Ravels og
djass í anda Miles Davis. Það tekur þó nokkurn tíma að komast inn
i þessa plötu og eins og með plötur Talk Talk borgar sú þrákelkni sig
á endanum.
ÖU platan er einstaklega þægileg og afslappandi og maður hefur
stundum á tilfinningunni að Mark sé að fara að gráta, slíkur er treg-
inn í röddinni (hann á erfiða daga að baki, heróínfíkn og aðra
bömmera). Mark lagði upp með þá hugmynd að gera þögninni betri
skil en áður hefúr tíðkast. Þetta tekst honum vel þvi stundum fer svo
lítið fyrir plöúmni að maður gleymir að hún sé á, en rankar svo við
sér, kannski í miðjum klarinettkafla, endumærður eins og eftir ör-
stuttan og draumlausan blund. Hugljúfara verk og meira afslappandi
hef ég ekki heyrt lengi og er platan fyUilega samkeppnishæf við jóga-
tíma og freyðiböð. Gunnar Hjálmarsson
Symposium - One Day at a Time ★★★
Symposium er svar London
við Green Day, sagði BiUboard í
fyrra um þessa hálfgerðu pönk-
sveit, ættaða frá vestur London
og skipuð fimm ungum mönnum
sem byrjaðu sem “coverband”.
Symposium hefur að undan-
förnu komið með hvem smeU-
inn á fætur öðrum í heimalandi
sínu Englandi og má finna þau
lög á þessum diski. Sveitin gerði
nýlega samning við útgáfúfyrir-
tækið Red Ant Entertainment og
er að vinna að siimi fyrstu fúllr-
ar lengdar plötu. í miUitíðinni er
þessi diskur gefinn út og inniheldur átta lög auk bónusdisks sem státar
af fjórum lögum. SmeUimir Drink The Sunshine, FareweU To Twilight
og Fairweather Friend standa fyrir sínu, hraðir rokkarar í ætt við
melódískt pönk og fuUir af sólskini og krafti. Af öðrum lögum má nefna
Fear Of Flying, ágætislag og einfalt, og lagið A Song af bónusdisknum
sem kemur skemmtUega á óvart.
One Day At A Time er skemmtUeg plata þó hér séu engar djúpar pæl-
ingar } textum eða lagasmíðum. Einfaldleikinn ræður hér ríkjum, hraði,
kraftur, rokk og oft á tíðum er það þetta þrennt sem fær okkur tU að
gleyma amstri hversdagsins og vandamálum líðandi stundar.
Páll Svansson
- *'
nlist
23 *
Hún heitir Emma Townshend, er
tuttugu og átta og var aö gefa út
sína fyrstu sólóplötu, „Winterland".
Hún er dóttir Pete Townshend, hins
aldna gítarbrjálæðings úr The Who,
en segir að það sé ekki svo erfitt að
vera í frægðarskugganum af pabba
gamla. Hún var alin upp við tónlist
í báðum ættum, sem dæmi er afi
hennar í móðurætt Edwin Astley, sá
sem samdi titUlagið fyrir sjónvarps-
þáttinn Dýrlinginn. Tónlistin var í
blóðinu og Emma dundaði sér í
stúdíóinu hjá pabba sem smástelpa.
Húsið var fúUt af hljóðfærum og i
stað þess að heyra ævintýri hjá
pabba sínum fyrir háttinn töluðu
mæðginin um rokk og ról. Fyrir tíu
árum hafði hún tækifæri tfl að fá
samning og gera plötu en það var
uppreisn í stelpunni og hún vUdi
frekar ganga menntaveginn og
lærði sagn- og félagsfræði í
Cambridge tU margra ára. Öfugt við
flesta foreldra vUdi Pete frekar að
Emma legði stund á tónlist og
fannst lítið tU þessa menntastúss i
stelpunni koma, en át svo aUt ofan í
sig þegar hún útskrifaðist.
f miðri doktorsritgerð - um fé-
lagslega sögu garðyrkju - fór fjöl-
skylduiðnin að toga fast í Emmu og
ekki batnaði ástandið þegar hún
kynntist Dylan Rippon, sem hafði
nákvæmlega sömu skoðun og
smekk á tónlist og hún. Þau fóru að
búa og gera tónlist saman, en bæði
spUa þau á ýmis hljóðfæri. Þau
komu sér upp upptökuaðstöðu í
stofunni hjá sér, 12 rása gamaldags
* f
Emmu hefur veriö líkt viö Fionu Apple, Kate Bush og Björk, en sjálf segist
hún hafa viljaö gera plötu sem hljómaöi eins og spóla sem fannst á háalofti
úti í sveit.
Emma Townshend
- í skugganum af pabba sínum
upptökutæki og á þessar græjur var
tónlistin á „Winterland" tekin upp.
Platan hljómar vinalega, eins og
gamalt loðið teppi, og tU að fá fram
andstæðu fór Emma í nýtískuhljóð-
ver og fékk tæran og glerkenndan
hljóm á sönginn. Útkoman er plata
sem hefur verið að fá misjafna en í
heUd ágæta dóma. Emmu hefur ver-
iö líkt við Fionu Apple, Kate Bush
og Björk, en sjálf segist hún hafa
vUjað gera plötu sem hljómaði eins
og spóla sem fannst á háalofti úti í
sveit. Pabbinn er ánægður með plöt-
una en hann er vanur að segja sína
skoðun umbúðalaust þótt dóttir
hans eigi í hlut. Emma hefur engar
áhyggjur af framtíðinni; „Það er
ekki eins og ég káli mér þótt platan
gangi ekki neitt. Ég get alltaf farið
að kenna!" - glh
Breikid
snýr
aftur
Tískan gengur í hringi. Það
virðast fáir fá leið á að finna upp
hjólið og finnast gömul tíska heit á
ný. Nú er gamli breikdansinn aft-
ur orðinn vinsæU hjá unglingum,
það vinsæU að íslandsmeistara-
mótið í breikdansi verður haldið
nk. fimmtudagskvöld á Broadway,
Hótel íslandi.
Breikdansinn á rætur sínar að
rekja tU Bandaríkjanna þar sem
fyrirbærið myndaðist upp úr ung-
lingamenningu í úthverfunum í
upphafi sjöunda áratugarins.
Breikið er nátengt danstónlistar-
straumum og veggjakroti og sé
hlustað á vinsæla breiktónlist frá
síðasta áratug hefur tónlistin hald-
ist skemmtflega fersk. Tvöfaldi
geisladiskapakkinn „King Of The
Beats“, sem var gefinn út í tUefni
breska meistaramótsins í fyrra, er
stútfuUur af afbragðs breiktónlist
og frábær byrjunarreitur inn í
þennan tónlistarheim. Fyrir utan
helstu breiksmeUina geyma
diskarnir myndefni, bæði sýnis-
hom af breikdansi og veggjakroti.
Breikið náði miklum vinsæld-
um hér á landi um miðjan síðasta
áratug og urðu nokkrir ungir
menn þjóð-
þekktir fyrir
fimi sína í
breikdansi.
Nú eru þeir
flestir
orðnir
ráð-
settir
og ný
kyn-
slóð af
breik-
hetjum
koma í
inn.
samt
legt að ein-
hver af gömlu hetjunum taki
strigaskóna fram á ný og rifji upp
gamla takta á íslandsmeistaramót-
inu. í tUefni mótsins koma hingað
tU lands þeir Evo, sem er tvöfald-
ur Bretlandsmeistari í breikdansi,
og Tuff Tim Twist úr U.K. Rock
Steady Crew. í for með þeim verð-
ur breikplötusnúðurinn DJ Hooch.
Þessir herramenn hafa verið á tón-
leikaferðalagi með hljómsveitinni
The Prodigy og sýnt listir sínar
áður en sveitin spUar. Einnig
komu þeir fram í nýjasta mynd-
bandi Run DMC við lagið It’s Like
That (Drop The Break), sem er um
þessar mundir vinsælasta lagið í
Englandi. Þessir sendiherrar
breikdansins eru nýkomnir af Jap-
ansmeistaramótinu í breikdansi
sem haldið var
Breikiö náöi miklum vin-
sældum hér á landi um
miðjan síöasta áratug og
uröu nokkrir ungir menn
þjóðþekktir fyrir fimi sína í
breikdansi.
í Tókíó á dög-
unum.
íslands-
meistaramótið
er opið öUum
þeim sem vUja
keppa, hvort
sem um er aö ræða einstaklinga
eða hópa. Nú þegar hafa fjölmarg-
ir skráð sig og má búast við spenn-
andi keppni.
Skráning keppenda stendur yfir
í Hljómalind (s. 5524717) og Dans-
smiðjunni (s. 5619797). Skráningar-
gjald í keppnina er 500 kr. og ald-
urstakmark 14 ár. Forsala að-
göngumiða er í öUum helstu
hljómplötuverslunum.
-glh