Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Blaðsíða 10
24
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998
<fánlist
ísland
plötur og diskar -
t 1.(6 ) Pottþóttll
Ýmsir fiytjendur
it 2.(3) Pilgrim
Eric Clapton
4 3. ( 2 ) Titanic
Ur kvikmynd
4 4. (1 ) All Saints
All Saints
$ 5. ( 5 ) Left of the Middle
Natalie Imbruglia
$ 6. ( 4 ) Madonna
Ray of Light
| 7. ( 7 ) Urban Hymns
The Verve
t 8.(11) Drumsanddecksandrockandroll
Propellerheads
t 9. ( 9 ) Moon Safari
Air
| 10. ( 8 ) Aquarium
Aqua
4 11. (10) Let's Talk About Love
Celine Dion
t 12. (12) Yield
Pearl Jam
t 13. (Al) Together Alone
Anouk
t 14. (15) OK Computor
Radiohead
t 15. (Al) BestOf
Bob Dylan
t 16. (Al) BestOf
Eros Ramazotti
f 17.(17) Simply the Best
Tma Turner
t 18. (Al) Time Out Of Mind
Bob Dylan
t 19. (Al) Reload
Motallica
t 20. (Al) Greatest Hits
Queen
London
-lög-
| 1. (i ) It's Like that
Run DMC Vs Jason Novins
t 2. ( 3 ) My Hoart will go on
Celine Dion
1 3. ( — ) Let Me Entertain You
Robbie Williams
( 4. < 2 ) Stop
Spico Girls
| 5. (- ) No No No
Destiny's Child
| 6. ( 5 ) Frozen
Madonna
t 7. (- ) Here's Where The Story Ends
Tin Tin Out & Sholley Nelson
t 8. (- ) Angel SL
M People
| 9. ( 9 ) Truely Madly Deeply
Savage Garden
f 10. (- ) Fathor
LL Cool J
New York
-lög-
I 1.(1) Gettin' Jiggy Wit it
Will Smith
»2. ( 2 ) Nice and Slow
Usher
| 3. ( 4 ) No. No, No
Destiny's Child
| 4. (3 ) My Heart Will Go On
Celine Dion
t 5. ( 8 ) Frozen
Madonna
| 6. ( 5 ) Truely Madly Deeply
Savage Garden
| 7. (- ) Let's Ride
Montell Jordan
| 8. ( 7 ) Gone Till November
Wyclef Jean
t 9. ( - ) Deja Vu
Lord Tariq & Peter Gunz
$ 10. ( 6 ) What You Want
Mase (Featuring Total)
Bretland
—— -plötur og diskar—
Á hátindinum í höllina:
Wa® Prodigy
- á íslandi
Koma Prodigy hingað núna er sannarlega kasrkomin. Peir eru á algjörum há-
tindi vinsælda og hlýlegt til þess að vita að þeir muni eftir skerinu, en tón-
leikar þeirra hér eru ekki partur af neinni tónleikaferð heldur báðu þeir sér-
staklega um að koma.
Á morgun spilar The Prodigy í
fjóröa skipti hérlendis, í Laugar-
dalshöllinni. Þessi enska hljóm-
sveit er með þeim vinsælustu í
heiminum í dag og líklega sú vin-
sælasta á íslandi, eins og fjölmarg-
ar íslenskar vefsíður og jafnvel
eitt aðdáendablað ber vitni um.
Síðasta plata „Fat of The Land“,
sem kom út síðasta sumar, hefur
selst í 7500 eintökum hér á landi
og er enn á góðu skriði.
Hljómsveitin hefur átt sívaxandi
vinsældum að fagna hér. Fyrsta
platan „Experience" hefur selst í
2000 eintökum og „Music For The
Jilted Generation" i 4000 eintök-
um. Þá hafa smáskífurnar
„Firestarter" og „Breathe", sem
komu út á miili síðustu tveggja
platna, selt tæplega 3500 eintök
hvor um sig.
Fyrst kom hljómsveitin hingað
um haustið 1994 og spilaði í
Kaplakrika fyrir fullu húsi. Þá
léku þeir efni af tveim fyrstu plöt-
unum, en „Jilted Generation"
hafði einmitt komiö út um sumar-
ið og lagið „No Good“ verið vin-
sælt. Aftur komu þeir um sumarið
’95 og voru ógleymanlegt lokaat-
riði á Uxa-hátíðinni. Síðast komu
þeir fyrir sléttum tveim árum, í
mars ’96, og spiluðu fyrir troðfullri
Laugardalshöll. Þá léku þeir m.a.
mörg lög af „Fat of The Land“,
sem þá var óútkomin.
Koma Prodigy hingað núna er
sannarlega kærkomin. Þeir eru á
algjörum hátindi vinsælda og hlý-
legt til þess að vita að þeir muni
eftir skerinu, en tónleikar þeirra
hér eru ekki partur af neinni tón-
leikaferð heldur báðu þeir sérstak-
lega um að koma. Miðasala hefur
eðlilega gengið vel. Þegar Fjörkálf-
urinn fór í prentun var að verða
uppselt á tónleikana.
Stöðug þróun
Liam Howlett er bæði heili og
mótor sveitarinnar, semur flest lög-
in og setur reglurnar. Sjálfur segir
hann þó bandið ekki geta virkað án
hinna þriggja meðlimanna. Þegar
nýjasta platan kom út lét hann þau
orð falla að hún yrði síðasta plata
sveitarinnar. Hann var orðinn
„hundfúll yfir að öllum fyndist
gaman að Prodigy". Seinna stað-
festi hann að þetta hefði verið sagt
af því hann var undir mikilli
pressu að klára plötuna og í dag
segir hann að hljómsveitin haldi
áfram eins lengi og einhver þróun
sé í gangi. Það ætti ekki að vera
mikið mál því sveitin hefur verið í
stöðugri þróun frá upphafi, t.d. er
langur vegur á milli reiftónlistar
fyrstu plötunnar í þungt rafpönkið
á þeirri síðustu. Það hefur ailtaf
verið erfitt að flokka hljómsveitina
og hún farið eigin leiðir. Liam er
frumkvöðull og hræðist ekkert
heitar en að staðna. Hann hefur
neitað að vinna með stórstjömum
eins og David Bowie, U2 og
Madonnu (jafnvel þótt Prodigy séu
gefnir út af fyrirtæki hennar Ma-
verick í Bandaríkjunum) og kann
betur við sig í frjórri félagsskap,
t.d. er líklegt að hann vinni með
rokkböndunum Biohazard og KoRn
síðar á árinu.
Fyrst i stað lét Keith Flint sér
nægja að dansa á tónleikum en síð-
an hann söng „Firestarter" og fékk
sér áberandi klippingu og hring í
tunguna hefur hann verið að færa
sig upp á skaftið og í dag má segja
að hann sé andlit sveitarinnar.
Pönkuð rödd hans minnir á
skemmtilegt gargið í Johnny Rott-
en og því hefur Prodigy stundum
verið líkt við Sex Pistols, sem er
samlíking sem einhver glóra er í.
Gríðarlegur kraftur
Rapparinn Maxim Reality er
einnig áberandi. Hann var áður í
reagge- hljómsveitinni Maxim Rea-
lity and Sheik Yan Groove og hefur
verið að vinna að sólóplötu, sem
enn er óútkomin. Dansarinn Leer-
oy Thomhill er fjórði fasti meðlim-
urinn og er á yfirborðinu sá ónauð-
synlegasti. Þó segir Liam að hann
haldi bandinu saman á einhvem
dularfullan hátt.
Auk þessara fjögurra kemur
hljómsveitin fram með gítarleikar-
aninn Graham „Gizz“ Butt og nýj-
ustu viðbótinni, trommaranum
Kieron Pepper, sem gekk í hópinn
sl. desember.
Gríðarlegur kraftur er í hljóm-
sveitinni á tónleikum og er ekkert
til sparað að tónleikamir á morgun
heppnist sem best. Þeir flytja inn
risavaxið hljóðkerfi sem verður
hrein viðbót við kerfið sem vana-
lega er notað í Höllinni, og álíka
öfgafullt ljósakerfi svo Prodigy-
upplifunin ætti að verða í sterkasta
lagi. Laugardalshöllin opnar kl. 7
og snillingarnir í Quarashi hita
kofann upp fyrir átökin. Gert er
ráð fyrir stuði. Miklu stuði... -glh
Kemur einhvern tímann út ný
Guns N’ Roses-plata?
»
■
«
*
1
»
L
1. (5) Let's Talk About Love
Celine Dion
2. (2) Trtanic
Úr kvikmynd
3. ( 1 ) Ray of Light
Madonna
4. ( 4 ) Life Thru a Lens
Robbie Williams
5. ( -) Truely - The Love Songs
Lionel Richie
6. ( 7 ) Urban Hymns
The Verve
7. ( 9) Leftofthe Middle
Natalie Imbruglia
8. ( 6 ) Pilgrim
Eric Clapton
9. ( 3 ) Tin Planet
Space
10. ( -) Postcards From Heaven
Lighthouso Family
Bandaríkin
-plötur og diskar —
| 1. (1 ) Titanic
Úr kvikmynd
f 2. ( 2 ) Ray of Light
Madonna
| 3. ( 3 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
f 4. (- ) Pilgrim
Eric Clapton
4 5. ( 5 ) Savage Garden
Savage Garden
| 6. ( 7 ) Love Always
K-ci & Jojo
f 7. ( 9 ) The Wedding Singer
Úr kvikmynd
| 8. ( 8 ) Backstreet Boys
Backstreet Boys
4 9. ( 4 ) My Homies
|10. I -) LoftOI The Middle
Natalie Imbruglia
Þessarar spumingar hafa fjölmarg-
ir aðdáendur spurt sig í löng fimm ár,
síðan graðhestarokksveitin lofsöng
pönkið á „The Spaghetti Incident".
„Það getur vel verið að það komi út
ný plata fyrir áramót," segir Bryn
Bridenthal hjá Geffen-plötum, „en ég
hef að vísu sagt þetta síðustu þrjú
árin.“
Aðalástæðan fyrir þessari miklu töf
er „tónlistarlegur ágreiningur" á milli
Axl og Slash gítarleikara. Axl vildi
fara út í harðari tónlist í anda Nine
Inch Nails og Prodigy en Slash vildi
halda sig við rætumar í þungarokk-
inu. „Það skiptir Axl miklu að fylgjast
með,“ er haft eftir umboðsmanninum
Doug Goldstein. Slash er hættur í
hljómsveitinni eins og aðrir og er Axl
nú eini upprunalegi meðlimurinn.
Gamli trommarinn Matt Somm hafði
þetta að segja; „Axl hefur miklar
áhyggjur af því hvað hefur verið að
gerast í músik á þessum áratugi. Mest
af „Use Your Ulusion I & 11“ var samið
á hlaupum á tónleikatúrum, en þegar
kom að því að gera þessa plötu hafði
hann of rúman tíma og fór að kryfja
tónlistina of mikið, pældi of mikið í
því sem hann heyrði í útvarpinu eða
sá á MTV. Frá mínum bæjardyrum
séð er málið bara það að ef krakkam-
ir vilja kaupa teknó munu þeir ekki
kaupa Guns N’ Roses, sama hvað Axl
rembist."
En teknógúrúinn Mody er ekki
sammála. Hann eyddi tíma með Axl
í/
r
\ér. tdÁ'ul
Axl vildi fara út í harðari tónlist i anda Nine Inch Nails og Prodigy en Slash vildi halda
sig viö ræturnar í þungarokkinu.
nýlega og segir að Axl hafi leyft hon-
um að heyra nokkur verulega góð lög
sem séu rokk og ról unnin með sarps-
tækni (sampling). Goldstein umboðs-
maður vill meina að nú sé málið bara
að setja saman góðan hóp og klára
plötuna i eitt skipti fyrir öU. í sveit-
inni eru nú auk Axl, gítarleikaramir
Robin Finck (úr NIN) og Paul Huge og
hljómborðsleikarinn Dizzy Reed. Ýms-
ir aðrir hafa verið prófaðir, eins og
trommararnir Dave Abbruzzese (úr
Pearl Jam) og Chris Vrenna (úr NIN).
Þá hafa margir þungavigtar- hljóð-
stjómendur verið nefndir til sögunn-
ar, eins og Flood, Moby, Rick Rubin
og Steve Lillywhite, en ekki er búið að
ákveða hver fær djobbið.
Geffen-fyrirtækið hefur dælt miklu
fé í plötuna, vel yfir milljón dali, sem
þó er talið lítill peningur i hljómsveit
sem hefur selt 62 milijónir eintök af
plötum sínum. Innan fyrirtækisins er
þó grínast með það hversu lengi plat-
an hefur tafist, og moldvörpulifnaður
Axl, sem varla fer út úr húsi lengur,
svo upptekinn er hann af að klára
plötuna, hefur hrint af stað kjaftasög-
um.
„Axl mun ekki láta undan þrýstingi
að klára þessa plötu," segir umbinn.
„Hann mun halda áfram að prófa nýtt
fólk og nýjar áherslur og þegar hon-
um finnst tíminn réttur - hvenær svo
sem það verður - mun platan koma
út.“
-glh