Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Side 11
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998
★
★
25 V
Á nýju plötunni eru pælingarnar frekar „fullorðnar", en Jarvis hefur þó engar sérstakar áhyggjur af því að yngri að-
dáendur hætti að hlusta á bandið.
og gula pressan komst í feitt. Nú var
hann þekktur sem „gaurinn sem
réðst upp á svið hjá Michael
Jackson", frekar en sem „söngvar-
inn í Pulp“ og var á tímabili tíður
gestur í partíum „fræga fólksins",
„eftirsóknarverðasti piparsveinn-
inn í London", eins og kvennalöðin
kölluðu hann.
Frægðin og dauðinn
Jarvis dró sig smám saman úr
sviösljósinu og ýmsar kjaftasögur
fóru á kreik; að hann væri á kafi í
heróíni og að hann þjáðist af skrif-
teppu. Gítarleikarinn Russell Seni-
or, sem hafði verið í hljómsveitinni
síðan „Freaks" var gerð, hætti. Pulp
fór að vinna að nýju efni í byrjun
síðasta árs, í rólegheitum úti í sveit.
Nú er platan að koma út og er
hljómsveitinni nokk sama hvort
hún verður vinsæl eða ekki.
Jarvis veit hvað það er að vera
frægur.
„Ef ég ætti að lýsa tilfinningunni
að vera frægur," segir hann, „þá er
það ekki ósvipað því að sjá sig í
fyrsta skipti á sjónvarpsskjá, að sjá
sjálfan sig utan frá. Maður gerir sé
grein fyrir hvernig maður gengur,
hvernig maður ber sig og hvernig
maður er á svipinn þegar maður tal-
ar.“
Hann heldur áfram: „Megnið af
minni kynslóð hefúr farið beint úr
skóla á atvinnuleysisbætur og
manni leið eins og ósýnilegum hluta
af samfélaginu. Auðvitað var það
því spennandi tilhugsun að geta tek-
ið þátt í „ljúfa lífmu“, svo kallaða.
Eftir sex mánaða veisluhöld komst
Ný Pulp-plata:
b
og sjúskuö
ég að því að þetta var ekkert spenn-
andi líf, alveg ótrúlega innantómt
og maður fljótur að brenna út.“
Jarvis vill þó ekki semja texta um
frægðina: „Nei, það væri kvikindis-
skapur að semja um frægðina út frá
minni reynslu. Það væri að senda
þessi skilaboð: „Ekki reyna að
verða neitt, ekki reyna að komast út
úr rútínunni sem þú ert í því hitt er
hvort sem er ekkert skárra," og það
væri illa gert. Það getur vel verið að
margir myndu upplifa frægðina á
jákvæðari hátt en ég hef gert.“
Jarvis hefur alltaf samið um hluti
í umhverfi sínu og um það sem
hann hefur sjálfur upplifað. Var því
ekki erfitt að sleppa frægðinni úr?
„Jú, kannski, en það breytist ekk-
ert hvað er þess virði að semja um;
ástin, kynlífið, dauðinn - hið mann-
lega eðli. Það er ekki verið að finna
upp neinar nýjar tilfinningar svo ég
viti.“
Hraukkurnar koma
Dauðinn, já. „Help the Aged“,
fyrsta smáskífan af nýju plötunni
er um ellina og dauðann og verður
að teljast frekar óalgengt viðfangs-
efni í popplagi. Hvað kom til að
Jarvis fór að pæla í dauðanum?
„Ég veit að það er dálítið aug-
ljóst að svara þessu þannig að við
deyjum öll, en samt hugsar fólk lit-
ið um dauðann. Maður endaði lík-
lega á stofnun ef maður væri alltaf
að pæla í þessu. En ég fattaði allt í
einu að ég var orðinn þrjátíu og
eitthvað og hrukkurnar farnar að
koma. En þetta kemur líka til af
því að meðan við vorum á ferðinni
svaf maður i rútum á milli borga í
koju sem var eins og hálfgerð lík-
kista og maður lá þarna sveittur
og andvaka og ímyndaði sér að
rútan keyrði út af og þessu væri
öllu lokið.“
Á nýju plötunni eru pælingarn-
ar frekar „fullorðnar", en Jarvis
hefur þó engar sérstakar áhyggjur
af því að yngri aðdáendur hætti að
hlusta á bandið. Hann svarar því
til að það sé nauðalík vaxdúkka af
honum í „Rock Circus“safninu í
London og vilji fólk upplifa gamla
tíma geti það bara farið þangað
með „Common People" í vasa-
diskóinu. „Þetta er næstum því
eins og myndin af Dorian Grey“,
segir hann að lokum, „nema í
mínu tilfelli snýr dæmið öfugt. Ég
eldist og sjúskast en vaxdúkkan
helst óbreytt." -glh
Jarvis Cocker og hljómsveitin
Pulp eru komin á stjá á ný, fjöl-
mörgum til mikillar ánægju. Nýja
platan, „This is Hardcore", er að
koma út um þessar mundir og því
upplagt að kíkja lítillega á fortíð
bandsins og tékka á því hvaö Jarvis
er að pæla í dag.
Frá ömmu í gulu press-
una
Segja má að Pulp sé samvaxin
söngvaranum Jarvis Cocker þvi
hann stofnaði hljómsveitina með
nokkrum vinum þegar hann var 13
ára í Sheffield árið 1978. Hljómsveit-
in æfði í byrjun hjá ömmu Jarvisar.
Hann hefur alltaf verið áhugasamur
um kvikmyndagerð og áður en
hljómsveitin spilaði opinberlega
sýndi hún stuttmyndina „Þrír
Spartverjar" í skólanum. Fyrstu
tónleikamir voru 1980 og ári síðar
fékk sveitin tækifæri til að taka upp
efni fyrir vinsælan útvarpsþátt
John Peel á BBC. Fyrsta platan hét
„It“ og kom út 1982 fáum til stórrar
ánægju. Nú tóku við örar manna-
skiptingar og Jarvis prófaði ýmsa
tónlistarstíla. Næsta plata kom ekki
út fyrr en 1987, hét „Freaks" og
vakti enga sérstaka athygli. Á þess-
um tíma var Pulp „fjöllistarhópur"
og á tónleikum voru sýndar kvik-
myndir og skyggnur, og gerð var til-
raun til að nota lykt sem hluta af
sjóinu. Þetta brölt vakti þó enga at-
hygli og Jarvis fór í kvikmynda-
skóla um tíma í London. Áður hafði
þó verið tekin upp platan „Seper-
ations", sem kom ekki út fyrr en
1991.
Segja má að eitthvað hafi loksins
farið að ganga hjá sveitinni á þess-
um áratug. Bob Stanley úr St.
Etienne gaf út smáskífuna „My
Legendary Girlfriend" á sínu eigin
merki og varð það fyrsta lagið með
Pulp sem vakti einhverja athygli,
var t.d. valið „smáskífa vikunnar“
hjá NME Pulp spilaði með St.
Etienne um allt Bretland og Island
Records gerði samning við sveitina.
Tvær vinsælar smáskifur komu út í
kjölfarið, „Lipgloss" og „Do You
Remember the First Time“, og þar
var stíllinn sem Pulp er þekkt fyrir
kominn fram, poppaður en þó djúp-
þenkjandi.
Breiðskífan „His 'n’ Hers“ kom út
og náði 9. sæti enska vinsældalist-
ans og hljómsveitin spilaði stíft
næstu mánuði um alla Evrópu og
fór í Ameríkutúr með Blur. Vin-
sældirnar stigmögnuðust og þegar
vinsælasta lag Pulp, „Common
People", kom út í maí 1995 voru fáar
hljómsveitir jafn vinsælar í
Englandi. Sjálfur segir Jarvis að há-
punktur ferilsins hafi verið á Gla-
stonbury-hátiðinni þá um sumarið
þegar þúsundir unglinga tóku undir
í viölaginu á „Common People".
Nú hafði enska gula pressan feng-
ið áhuga á Jarvis og sló honum upp
á forsíðu sem sjúkum eiturprangara
eftir að næsta smáskífa, „Sorted for
E’s and Wizz“, kom út. Öll þessi at-'
hygli varð til þess að næsta breið-
skífa, „Different Class” fór beint í
efsta sæti enska listans um haustið.
Þessu fylgdu löng og ströng tón-
leikaferðalög um allar jarðir, m.a.
hingað um sumarið 1996, þegar Pulp
spilaði frábæra tónleika í troðfullri
Laugardalshöll. Á Brit-verðlaunaaf-
hendingunni 1996 náði Jarvis há-
tindi frægðarinnar. Ekki fýrir að
vinna einhver verðlaun heldur fyrir
að hlaupa upp á svið þegar Michael
Jackson var að koma fram og veifa
rassinum framan í áhorfendur.
Þetta gerði hann í mótmælaskyni til
að eyðileggja helgislepjulega sviðs-
framkomu Jacksons, sem kom fram
sem hálfgerður Jesús með hjörö af
smábömum og meintum betlurum
(dulbúnum lífvörðum) í kringum
sig. Jarvis var færður út í böndum
Segja má að Pulp sé samvaxin söngvaranum Jarvis Cocker því hann stofn-
aði hljómsveitina með nokkrum vinum þegar hann var 13 ára í Sheffield árið
1978.
Álafoss föt
bezt
Rúnar Þór og félagar
leika bæði fóstudags- og
laugardagskvöld á staön-
um Álafoss föt bezt.
ar úr hinum sálugu Vin-
um vors og blóma. Eyjólf-
ur Kristjánsson og Siggi
Gröndal mæta síðan og
skemmta á sunnudags-
kvöld.
Skítamórall
Hljómsveitin Skíta-
mórall ætlar að spila á
Hótel Örk í kvöld en þar
fer fram fegurðarsam-
keppni Suðurlands.
Buttercup
Kaffibar Jen-
sen
Djasstríó Reykjavíkur
ásamt Geir Ólafssyni
verður á Kaffibar Jensen
í Ármúla annað kvöld.
Óvæntur gestur verður
bomban Miss Juliette.
Stuðsveitin Buttercup
mun skemmta á Rósen-
berg í kvöld. Annað
kvöld verða þeir félagar
svo á Hótel Mælifelli á
Sauðárkróki.
Gaukurá
Stöng
Café Menning
Á Dalvik gerist aOtaf
eitthvað á Café Menn-
ingu. Þar veröur Sælu-
sveitin í kvöld en annað
kvöld verður unglinga-
dansleikur með hljóm-
sveitinni Latex.
Gleðisveitin Land og
synir treður upp á
Gauknum bæði föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Sveitin hefur tekið breyt-
ingum í vetur og um borð
eru komnir skallapoppar-
Upplyfting
Hljómsveitin Upplyft-
ing leikur ásamt Ara
Jónssyni í Danshúsinu
Glæsibæ annað kvöld.
T