Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Side 12
myndbönd MYNDBAND4 Volcano: Gos í borg Eldgos verða yfirleitt á tiltölulega þægilegum stöð- um, eins og til dæmis uppi á Vatnajökli. Öllu verra væri að fá slíkar hamfarir í miðri borg eins og hér er uppi á teningnum. Eldgos hefst í miðri Los Angel- es og hraunstraumar vella um strætin. íbúamir reyna að bjarga því sem bjargað verður og hafa hemil á náttúraöflun- um. Ein lítil hliðarsaga er dæmigerð fyrir þessa mynd. Hún segir frá yf- irmanni neðanjarðarlestakerfisins sem neitar að aflýsa ferðum þrátt fyr- ir viðvaranir og stofnar með því fjölda fólks í hættu. Hann hlýtur mak- leg málagjöld þegar hann sekkur í hraunstrauminn, en fær fyrst að bjarga ærunni með því að bjarga mannslífi. Myndin er stanslaus röð slíkra klisja og heimskari en Qest sem ég hef séð. SaUafínir leikarar eru í aðalhlutverkum, en þegar svona mynd á í hlut hefðu þeir allt eins get- að fengið Tony Danza eða einhvem, það skiptir engu máli. Að sumu má brosa og það er að minnsta kosti hálfrar stjömu virði að heyra minnst á ísland í myndinni. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mick Jackson. Aöalhlutverk: Tommy Lee Jo- nes og Anne Heche. Bandarísk, 1997. Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 12 ára. PJ Air Force One: Metnaðarfullir hryðjuverkamenn Hryðjuverkamennimir í þessari mynd ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir ræna sjálfri forsetavélinni, með forseta Bandaríkjanna, konu hans og dóttur innanborðs. Forsetanum tekst að leynast og herjar á hryðjuverkamennina. Um þessa mynd má í raun segja sömu hluti og um Volcano. Hún er heimsk og full af klisjum og stóru nöfnin megna ekki að hífa hana upp. Nöfnin eru þó kannski nokkuð stærri og metnaðurinn meiri, en ekkert minnst á ísland, því miður. Fyrir þá sem eitthvað hafa fylgst með stjórnmálaástandinu í þeim heims- hluta sem áður hét Sovétríkin getur verið spaugilegt að fylgjast með uppbyggingu söguþráðarins, sem er með hreinum endemum. Þrátt fyrir að myndin virðist taka sig nokkuö alvarlega gerir hún sig hvað eftir annað seka um bjánalegar gloppur (Hvert átti þyrlan eiginlega að fara í upphafsatriðinu? Vita þeir hversu stórt Kazakhstan er?). Annars er Gary Oldman nokkuð skemmtilegur skúrkur. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Gary Oldman. Bandarísk, 1997. Lengd: 120 mín. Bönnuð PJ Beverly Hills Ninja: Breiður bardagakappi Chris Farley var upprennandi stjarna og á góðri leið með að verða í fararbroddi þeirra grinista sem sérhæfa sig í aulahúmor þegar hann lést fyrir aldur fram rétt fyrir síðustu jól. Margir liktu honum við John Belushi heitinn sem einnig lést áður en ferill hans náði að komast á Qug. Með Chris Farley í aðal- hlutverkinu og smellna hugmynd um feitan, hvítan og forheimskan ninju- bardagakappa, virðist Beverly Hills Ninja vera nánast öraggur smellur. Gallinn er að handritshöfundarnir Mark Feldberg og Mitch Kle- banoff eru úti á þekju og myndin er nánast ófyndin með öllu. Nokkur ágæt atriði em í henni en það er hvort sem er hægt að sjá þau Qest í auglýsingatímum í sjónvarpinu. Beverly Hills Ninja er því eiginlega hálfsorgleg grafskrift fýrir greyið Chris Farley, en hann má eiga það að hann hefur ákveðinn náttúrulegan sjarma, sem skín stundum í gegn þrátt fyrir slappt handrit. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Dennis Dugan. Aðalhlutverk: Chris Farley. Bandarísk, 1997. Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 12 ára. PJ Cry The Beloved Country: Hvítir og svartir Myndin er byggð á frægri skáldsögu eftir Alan Paton og gerist í Suður-Afrfku árið 1946. Svartur prestur úr sveitinni fer til Jóhannesarborgar til að finna systur sína og son. Hann finnur Qjótlega syst- ur sína á vændishúsi, en finnur ekki son sinn fyrr en búið er að handtaka hann fyrir morð á hvítum manni, sem var baráttumaður fyrir rétti svertingja og sonur hvíts landeiganda, sem á jörð nálægt heimabæ prestsins. Landeigandinn fyllist í fyrstu hatri á svertingjum en kynni hans af auðmjúkum prestinum og skrifum sonar sins fá hann til að hugsa málin. Sagan er mjög falleg og umhugsunarverð og myndin er áhrifarík. Hún forðast ódýrar lausnir og með því að vera trúverðug kemst boð- skapurinn vel til skila. James Earl Jones á til að vera helst til dramat- ískur og ábúðarmikill sem leikari en heldur nokkuð vel aftur af sér hér og skilar hlutverki sínu með sóma. Hann má þó lúffa fyrir Richard Harr- is sem sýnir stórleik og er í senn harðneskjulegur og viðkvæmnislegur. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Darrell James Roodt. Aðalhlutverk: James Earl Jones og Richard Harris. Bandarísk/S-Afrísk, 1995. Lengd: 102 mín. Bönnuð innan 12 ára. PJ FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998 TIV Myndbandalisti vikunnar SÆTI j i FYRRI VIKA j VIKUR ;á listaj í j TITILL } ÚTGEF. j j TEG. i y t 1 ! 2 j1 Með Fullri Reisn 1 Skífan j J Gaman j 2 í i Ný ! i I j . j Air Force One j j Sam-Myndbönd j j j Spenna IH 3 1 Ný j í ‘ i 1 j Beverly Hills Ninja Skífan j Gaman j 4 i i 2 j ) j 3 ) j J Austin Powers J J Háskólabíó J j J Gaman j 5 j 3 j . J j ^ ) Conspiracy Theory J j Warner Myndir j Spenna >- j 6 í 1 4 j ) ! 4 ! ■v.L íS&S@Sá& - 1 Romy And Michele's High J j Sam-Myndbönd 1 j j Gaman J 7 i Ný J 1 J Most Wanted J J Myndform i J Spenna 8 ! j 5 J J J c J J 5 J J J Beann j Háskólabíó j J j Gaman j 9 j 8 ! e ! Breakdown j Sam-Myndbönd j Spenna io ! • j 6 ! s ! j j Speed 2 l J Skífan j ) j Spenna j ii ! 9 J 3 J j ó J 187 ! Sktfan j Spenna j 12 * j 7 j J j 5 J j j Addicted To Love j j Warner Myndir j , 1 Gaman j 13 ! 10 j , J j 2 j Pusher, The J j Háskólabíó j j Spenna HÍ 12 i m ! 8 ! Grosse Point Blank J r. Sam-Myndbönd J j Gaman 1 15 ) u í J n j 9 J , i . Murder At 1600 J Warner Myndir 1 J Spenna j j Drama 8 17 J 1 1 fi * j b J j j Marvin's Room ! Skffan J 17 ! 16 ! 9 ! Chamber, The j CIC Myndbönd j Spenna 18 ! J 14 ! 4 ! j j Fever Pitch ) ) Háskólabíó j j J Gaman J 19 i Ný j i 1 j 1 j Top Secret ! CIC Myndbönd j Gaman 20 j 15 j j j 7 J Double Team j j Skífan j J Spenna Með fullri reisn heldur efsta sætinu og íburöarmeiri og dýr- ari mynd á borð við Air Force One nær ekki nema öðru sæt- inu. Nú er óskarshátíðin yfirstaðin eitt árið enn og aðstand- endur Með fullri reisn þurftu að fara tómhentir heim en hún var tilnefnd til fernra óskarsverðlauna. Þeir hinir sömu verða örugglega ekki lengi að taka gleði sína á ný enda streyma peningarnir í kassann en þess má geta að Með fullri reisn náöi þeim áfanga áður en hún var tekin úr kvik- myndahúsum að veröa vinsælasta breska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bretlandi. Það er ekki oft sem endurút- gáfur komast inn á myndbandalistann. Ein slík vermir nítj- ánda sætið. Er þaö farsinn Top Secret meö Charlie Sheen í aðalhlutverki. -HK I J.\KUIS< »N !•( >K|) <. \ia^»i.n.M vn. « I WhM V The Full Monty Robert Carlyle og Tom Wilkinson. Myndin segir frá nokkrum atvinnulaus- um kunningjum í borginni Sheffield í Englandi. Þeir hafa fátt við að vera í at- vinnuleysinu en dag einn kemur til borgar- innar Chippendale- dansílokkurinn og skemmtir fyrir fullu húsi fagnandi kvenna. í framhaldi af þvi fær einn kunningjanna þá flugu i höfuðið að þeir félagamir stofni dans- flokk. Það versta er að enginn þeirra kump- ána kann að dansa svo vel sé. Einn þeirra er að nálgast fimmtugt, annar er allt of feitur og sá þriöji er þung- lyndur og svo framveg- is. Air Force One Harrison Ford og Gary Oldham. Forseti Bandaríkj- anna er á heimleið í forsetaþotunni ásamt eiginkonu og dóttur. Rétt eftir að vélin er komin i loft kemur í ljós aö um borð er mættur hryðjuverka- hópur. Foringi hópsins er hinn miskunnar- lausi Korshunov sem nú krefst þess aö einn af leiðtogum hryðju- verkahópsins sem sit- ur í fangelsi verði lát- inn laus. Þar sem hryðjuverkamönnun- um hefur tekist að gera allt öryggiskerfið um borð ðvirkt kemur það í hlut forsetans að finna einhverjar vam- ir í stöðunni. Beverly Hills Ninja Chris Farley og Nicolette Sheridan. Fyrir þrjátíu ámm fundu japanskir bar- dagakappar hvítvoð- ung sem hafði skolað upp á strönd Japans. Þeir ákváðu að taka bamið að sér og ala það upp sem sitt eigið enda töldu þeir ljóst að hér væri kominn hinn mikli andi Ham. Því miður og þrátt fyrir eindreginn vilja japönsku bardaga- kappanna til að kenna Ham listina varð hann algjör þverstæða þess sem spáð hafði verið og klaufalegur með af- brigðum i þokkabót. Þetta á þó eftir að breytast þegar kyn- þokkafull kona leitar eftir hjálp til að finna horfinn unnusta sinn. Austin Pow- ers... Mike Myers og Elizabeth Hurley. Austin Powers er einn af bestu njósnur- um hennar hátignar. Um árabil hefur hann gegnt erfiðustu og flóknustu verkefnum sem njósnurum era falin en samt aldrei tekist að hafa hendur í hári erkióvinarins, herra nis. Dag einn eft- ir að banatilræði við Austin fer úrskeiðis leggur Illur á flótta, djúpfrystur í eldflaug, eitthvað út í geiminn. Þar sem Austin er sá eini sem getur ráðið við Illan er hann einnig frystur til að vera viðbúinn þegar Illur kemur aftur. Sá timi kemur 30 árum siðar. Conspiracy Theory Mel Gibson og Julia Roberts. Jerry Fletcher, leigubílstjóri í New York, er með samsæri á heilanum. í hans augum er allt fyrir- fram skipulagt og hvert sem hann lítur sér hann ekkert nema djöfullegar ráðagerðir. Alice Sutton er sak- sóknari sem Jerry leit- ar til með samsæris- kenningar sínar. Hún hefur ekki mikla trú á því sem hann segir en hefur samt sínar grun- semdir um að ekki sé allt vitleysa. Þegar kemur í ljós að ein af kenningum Jerrys reynist sönn fær hún áhuga á máli hans og saman leggja þau upp i ferðalag til að leita að sannleikanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.